Alþýðublaðið - 19.06.1958, Page 3

Alþýðublaðið - 19.06.1958, Page 3
[PiJimtudaginn 19. juní 1958 Alþýðublaðið jr*T! . Alþýöubtuöiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ri tst j órnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuf lokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Einfalt og sjálfsagt ALLIR íslendingar munu taka undir orð þau, er Her- miann Jónasson £orsætismðherra mælti um land'helgismálið í ræðu sinni á þjóðhátíðardaginn. Þar var stefna okkar mörkuð í aðalatriðum: Stækkun landhelginnar ©r íslenzk þjóðarnauðsyn, og því krefjumst við þess réttar okkar, sem. ekki getur leikið á tveim tungum. Sú afstaða stafar ekki af óvináttu eða fjandskap -— öðru nær. íslendingar vJja lifá og starfa í sátt og friði við ailar þjóðir. En við horfumst í augu við þá staðreynd, að grundvallaratvinnu- vegur okkar er í hættu, ef rányrkja fiskimiðanna heldur áfram. Eyðilegging fiskistofnsins við ísland myndi koma illa við ýmsa nágranna okkar, sem nú skilja ekki rö?in fyrir stækkun landlheiginnar. En hún yrði þó íslendingum mun örlagaríkari. Slík óheillaþróun kynni að leiða hér til landauðnar. Það er vegna þessa, sem íslendingar verð'a að taka höndum saman í landhelgismálinu og sýna heiminum með einingu sinni, að þeim sé alvara. Forsætisráðherr- ann lagði áherzlu á nauðsyn þessa. Og enginn dagur er betur fallinn til þeirrar hvatningar en einmitt sej’tjándi júní. fslendingar sigruðu í sjáifstæðisbaráttunni af því að þeir báru gæfu til einingar og samsinnis. En sjálf- stæðisbaráttan heldur áfram. Hún er ekki fagur minja- gripur, heldur þáttur í Iifandi lífi. Og í dag er stækkun landhelginnar tákn hinnar nýju sjálfstæðisbaráttu — viðleitninnar, að íslendingar geti ljfað og starfað í Iand inu, sem þeim var af guði gefið. Þvílík rök eru svo einföld og sjálfsögð, að þau ættu að liggja öllum. frjálslyndum og sanngjörnum mönnum í aug- iiffl uppi. Auðvitað veldur það íslendingum vonbrigðum, að sumir vinir okkar og nágrannar skilja ekki afstöðu okk- ar í landlhelgismjálinu. En það er ekkert tilefni þess að missa stjórn á skapi sínu eða tilfinningum. Hitt er fagnaðarefni, hvað margir viðurkenna málstað íslands og skilja vel að- stöðu okkar og afstöðu. Og það eigum við lýðræði, ritfrelsi og upplýsingu Yesturlanda að þakka. Morð en ekki aftaka ENN EINIJ SINNI dimmir af skugga ungversku bylting- arinnar, og kuldi þess myrkurs nær alla leið hingað til ís- lands. Fjórir kunnir foringjar ungversku þjóðarinnar á dögum byltingarinnar hafa verið teknir af lífi að ákvörðun alþýðudómstóls, sem starfað hefur leynilega. Sakborning- arnir áttu ekki þess kost að njóta lögfræðilegrar varnar. Þeir voru leiddir burt á næturþeli til að deyja. Slíkt er ekki aftaka samkvæmt skilningi Vesturlandabúa — heldur miorð. Víst er það athyglisvert, að í hópi fjórmenningánna eru tveir blaðamenn, sem ekkert hafa af sér brotið annað en skrifa eins og þeim bjó í brjósti. Einræðið bregzt ekki við þeirri baráttuaðferð með gagnrökum. Það beitir ofríkinu. Og tilgangurinn er ekki fyrst og fremst sá að ryðja hlutað- eigandi andstæðingum úr vegi, þó að miklu máli skipti. Að- alatriðið er að hræða, vara aðra við því að gera slíkt hið sama, minna á nálægð dauðans, ef harðstjórninni rennur í skap af stóru eða litlu tilefni. Slíkt og þvílíkt er það hel- myrkur, sem nú grúfir yfir Ungverjalandi. Og samt eru til á Vesturlöndum menn, sem vegsama þessa óhæfu og vilja kalla ógæfu hennar yfir lönd sín og þjóðir. Það er þetta fyrirbæri, sem veldur því, að kuldinn af ungverska skugganum nær alla leið hingað til íslands og til þessa- hljóta allir ábyrgir menn að taka alvarlega af- stöðu. RÆÐU ÞESSA flutti Her- mann Jónasson forsætisráð- heri-a við setningu ellefta nor ræna blaðamannamótsins, sem háð hefur verið í Reykjavík undanfarna daga. Herra forseti íslands. Góðir áheyrendur. FYRIR nokkru heyrði ég ræðumann á ráðstefnu erlenáis segja af miklum móði, að blöð- ættu að vera frjáls, — en auð- vitað undir svo miklu eftirliti stjórnarvalda, að þau gerðu þjóðarheildinni ekki ógagn. Ræðumaðurinn sá ekkert at- hugavert við ummæli þessi og fannst þau bera vott urn frjáls- lyndi og víðsýni, •— og máttu þau e. t. v. teljast það, miðað við þáverandi stjórnarhætti í heimalandi hans. En í eyrum Norðurlandabúa lúta slík um- mæli annarlega, svo fást sem sú skoðun hefur mótazt, sð prentfrelsið sé einn af hyrh- ingarsteinum lýðræðisins, enda alkunna, að fvrstu skref ein- ræðisins eru jafnan í þá átí að hefta frelsi hins ritaða og tal- aða orðs, til þess að það ;:geri /þjóðarheildinni ekki ógagrí1. Nú er það engan veginn svo, að blöð og blaðamenn geti ekki gert þjóðarheildinni cgagn. Blöðin eru máttug og það velt- ur á þeim, sem skrifa þau og ráða þeim, hvort þau starfa til góðs eða ills. En í hinum lýð •frjálsu löndum höfum vér ekki þá trú, að eftirlit af stjórnar- valdanna hendi sé ráðið til þess að skapa þjóðholla blaða- mennsku, heldur sú ábvrgðar- tilfinning, sem fullkomið frelsi í blaðamennsku færir hverjum sómakærum blaðamanni og það aðhald, sem blöðin veita hvert öðru í deilum sínum um þau mál, sem til umræðu eru á hverjum tíma og réttlætistil- finning borgaranna, sem blöðin verða að beygja sig fyrir. Blöð- !jn aga hvert annað og ala hvert annað upp, ef svo má segja, eins og stór systkinahópur. — Þótt samlyndið sé ekki alltaf gott, þá eru í heiðri haldnar vissar leikreglur, sem engum lýðst að brjóta, án þess að hefn ast fyrir. Megintryggingin fyr- ir réttlæti og öryggi einstak- lingsins í þjóðfélaginu og þjóð anna á alþjóðavettvangi er ein mitt það, að geta látið heyrast til sín opinberlega, borið mal sitt fram í áheyrn almennings, ef ranglega á að þröngva kosti manna eða misbeita aðstöðu á einn eða annan hátt. En það er þung ábyrgð, sem hvílir á herðum manna, sem rita blöðin. Þeir bafa aðstöðu til að láta margt gott af sér leiða, — og einnig margt illt, ef viðhorf þeirra og skaplyndi er á þann veg. Það er ekki nægi- legt að blaðamenn geti fimlega beitt pennanum, þeir þurfa að beita honum af óbilandi heið- arleika og drengskap. Misbrest ur á því getur verið þjóðarvoði. Þegar erfiðleika og vanda ber að höndum í lýðfrjálsum þjóðfélögum, eru málin rædd fyrir opnum tjöldum. . Þess vegna virðist mönnum oít, er erjur stjórnmálablaðanna ganga úr hófi og beinast eink- um að því að bera andstæð- ingana sökum og sýkna sína liðsmenn, án tillits til málefna, að lýðræðisskipulagíð sé svo rotið, að eigi verði við unað, en grípa beri til þass að íela ein um eða örfáum öll völd. Um þetta vitnar sagan gegnum ald irnar. Á hinu virðast menn þá stundum síður átta sig, að gall ar lýðræðisskipulagsins og þau mistök, sem þar verða, eru jafn Herniann Jónasson an rædd fyrir opnum tjöldum og því lýðum Ijós og stundum gert miklu meira úr í pólitísk- um' tilgangi en ástæða er til, — en þar sem einræðið rikir og fréttastarfsemi og umræour eru heftar, er alls ekki minnzt á það, sem miður ier. Þess vegna er allur almenningur dulinn galla einræðisskipulags ins, nema þeirra, er hver ein- staklingur verður sjálfur var við, en gallar lýðræðisins eru miklaðir fýrir mönnum úr hófi. Fyrir þessari háskalegu blekkingu einræðislandanr.a og einræðissinna í lýðræðisþjóðfé lögum verða menn að vera sér staklega vel á verði. Það heíur ávallt sýnt sig, að einræðis- fyrirkomulag hefur enga kosti umfram lýðræðisskipulag, en tekst stundum að dylja mein sín um sinn með því að bánna umræður um ágalia sína. Á herðum stjórnmálamanna og blaðamanna sérstaklega hvíl ir mikil ábyrgð í því efni að efla trú manna á Ij’ðræði og frelsi, — ekki með kröfum til annarra í því efn:, heldur sjálfra sín, — með því að rækja af alúð frumskyldu hvers blaða og fréttamanns: að þjóna sann- leikanum án undanbragða otj inna starf sitt af hendi af góð- vild og sanngírni. Það er okkur íslendingum al- veg sérstök ánægja, að svo margír blaðamenn fiá ná- grannalþjóðunum skuli ná sækja ísland heim. Persónufeg kynni mallj starfsbræðra em mikils virði og við vonlim að' þéir, sem gisía land okkarl skilji betur eftir en áður þá sérstoðu, sem við eigum ímörg um efmirn. við -að búa, og herm* urinn er'misfús á a(J vJður- kenna. Við íslendingar fögnum. komu ýkkar, norræaír MaSa- menn, sem eruð meðal forvig- ismanna bins ‘ritaða, frj-álsa. oros. Þið eruð góðir gestir, t öllum þeim ógrynnum,' sem n» tíma blaðamaður þarf að vitaE og muna, geturn við ekki með. neinum rétti gert kröfu 'til þe,«* að þið hafið margir haft tæki- færi til að kynna ykkur sögii íslands og málefni þess. En nú eruð þið komnir hingað og égr vona, að þið hafið, ánægju af þessari ferð og að ykksr glogga gestsauga kynnist sem bezt landinu, þjóðinni og málefnum hennar. „Sjóoa er söga ríkari,“ seg'ir íslenzkt orðtak. Ég býð ykkur öll velkomirt 'til þessa þinghalds og vænti að það megi vérða öllum aðilum til gagns og sóma. Með þeím orðum segi ég 11. mót norræ.nna iblaðamahna sett. Framhald aí 4. siðu. f Að mæta til ksppni. í djöríurn leik í sönnum fþrótíaanda or draumur allra þróttmikilla drengja. Það skapar heilferigða sál í hraustum líkama. En það er einmitt höfuðmarkml'ö í- þróttahugs j ónarinnar. Með íþróttakveðjn, * Þorkell Sigurfeson. I f V si V s Verð fiarverandt S Njarðvík — Kefíavík. ^frá 18. júní — 6. júlí. ÍKjartan Ólafsson héraðs- 1 læknir, Keflavík, gegnir Mr ■ aðslæknisstörfum mínuxa á s 1 meðan. Guðjón Klemensson, V S $ Flskverkuti Tii að Gelgjuffangai Konur og karla •— fullorðið fólk vamtar til vöskunar’ Og annárar fiskvinnu við Fiskverkunarstöðina á Gel'gýu- tanga við -El’liðaárvóg nú þegar. Ef nægileg þátttaka full orðins fólks fæst verður stöðin starfraekt, annars eMd. Nánari upplýsingar um ráðningu og armaö, er þí'Ua varðar í síma 1 59 57, eingöngu á tímanum frá kl. 7,20 ti! 17 alla daga til helgar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.