Morgunblaðið - 18.10.1939, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 18.10.1939, Qupperneq 7
Miðvikudagur 18. okt. 1939. MORGUNBLAÐIÐ Hitler „vildi reyna hvað hann gæti sem æðsti hershðlðingi'* Frd frjettwritara vorum. Khöfn í gær. Iskýrslu, sem Sir Neville Henderson, sem var sendi herra Breta í Berlín þegar stríð- ið hófst, hefir samið um síð- Ustu atburðina, sem leiddu til friðslita, segir hann frá fundin- um sem hann átti með Hitler, er Hitler sagði að hann vildi heldur heyja styrjöld fimtug- ur, heldur en 55 ára eða sextug- ur. „Mjer kom Hitler þá fyrir sjónir“, segir Sir Neville, „eins og hann langaði til að sýna heiminum hvað liðþjálfinn (kor- pórallinn) úr síðustu styrjöld gæti gert í þeirri næstu, sem æðsti hershöfðingi, er legði undir sig lönd“. Sir Neville segir, að frá því febrúar í fyrra hafi Hitler gerst Btöðugt fráhverfari því, að hlíta ráðum hógværari manna í naz istaflokknum og treyst meir og meir á sjálfan sig. Jafnframt hefðu þó ofstækismennirnir flokknum von Ribbentrop, dr Göbbels, Himmler o. fl. fært sig upp á skaftið og með ráðstöf unum sínum oft neytt hann ti að taka ákvarðanir samkvæmt þeirra yilja. Sir. Neville skýrir frá því, að Hitler taki úrslita-ákvörðun \ öllum málum. Einhvemtíma ljet Göring svo um mælt að Sir Neville, að hann og aðrir hans nótar hefðu ekki meira að segja þegar ákvarðanir væru teknar, en steinarnir sem þeir stæðu á. 24. ÁGOST! Sir Neville heldur því fram að fyrirskipunin til hersins um að hefja innrás í Pólland hafi verið gefin, nokkru eftir að von Ribbentrop kom frá Moskva 24 ágúst. Næstu dagana hefði Hitler beint öllum kröftum sínum ti þess að rjúfa tengslin mil Englands og Póllands. Hjer skjátlaðist Hitler hraparlega segir Sir Neville, því að hann gerði sjer ekki grein fyrir hve rík siðferðishneigð Breta er. Enn dróst í þrjá daga að styrjöldin byrjaði, vegna ti rauna ítalskra stjórnmálamanna til þess að fá Þjóðverja ofan af ákvörðunum þeirra um stríð Lýkur Sir Neville miklu lofs orði á Ciano greifa og Signor Attolico, sendiherra Itala í Ber- lín, fyrir viðleitni þeirra til að varðveita friðinn. 1 skýrslu sinni lýkur Sir Ne- ville lofsorði á fjelagsiegar um- bætur Hitlers í Þýskalandi. Hann segir, að jafnvel þótt sameiningarstarf Hitlers í Þýska landi hafi oft verið framkvæmt af miklum ruddaskap, þá hafi þó verið hægt að hafa samúð með því, á meðan rjettindi ann- ara þjóða voru virt. Finnar og Rússar FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Hefir Paasikivi látið svo uiii mælt ,að 'Stalin hafi haft örðið á fundinum í Moskva. Hann bætti 3vi við, að tónninn hefði verið vingjarnlegur. ÓTVÍRÆÐ HLUTLEYSISPÓLITÍK. í Helsingfors er leitast við að finna einhvern málamiðlunargrund v.öll, sem sje samrýmanlegur við ótvíi’æða hiutleysispólitík. I blöðum á Norðurlöndum er lögð áhersla á, að það fari í bág við sameiginlega hagsmuni Norð- urlanda, ef Rússar halda fast við hinar víðtæku kröfur sínar, en í >eim sje ráðist á Finna til hlut,- levsis. Á morgun og fimtudag hefir það verið boðið í öllum höfuðborgum Norðurlanda, að flagga með öllum fánum Norðurlandaríkjánna á op- inberum byggingum .Kl. 18.15 síð- degis á morgun fer fram guðs- þjónusta í Frúarkirkju í Kaup- maniiahöfn og flytur Sjálandsbisk- up messu. Þessari guðsþjónustu verður útvarpað. Fer fram guðsþjónusta í öllum fjórum höfuðborgum Norðurland- anna, og verður útvarpað frá hverjum stað. Arásin á Royal Oak FRAMH. AF ANNARI SÍÐU því margir druknað áður en hægt I skrá Dagbók Veðurútlit í Rvík í dag: Hvaas SA. Rigning. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46. Sími 3272. Bifreiðastöð íslands annast næt- urakstur næstu nótt. Silfurbrúðkaup eiga í dag Amia Jakobsdóttir og Árni Magnússon, Laugaveg 132. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Elín Sigurjóns- dóttir (Jónssonar læknis) og Þór- arinn Sveinsson læknir. Heimili þeirra er á Ásvallagötu 5. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ingveldur Stefánsdóttir frá Kleyf- um í Gilsfirði og Guðbergur Guð- jónsson frá Ásgarði í Grímsnesi. Heimili ungu hjónanna er á Berg- staðastræti 34 B. Sama dag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Margrjet Stefánsdóttir frá Kleyf- um í Gilsfirði og Kári Ingvarsson frá Markaskarði í Hvolhreppi Heimili ungu hjónanna er á Hverf- isgötu 59. Trúlofun sína opinberuðu síðast liðinn laugardag ungfrú Hulda Elíasdóttir frá Ytra-Lágafelli, Snæ fellsnessýslu, og Jón Bjarnason frá Skarði, Strandasýslu. Hjónaefni. Á laugardaginn op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Magnea Magnúsd., Eyrarbakka, og Ólafur Guðmundsson veggfóðr- ari, Bergþórugötu 57. Háskólafyririlestur á sænsku. Fil. mag. Anna Z. Ostermann held- ur fvrsta fyrirlestur sinn í kvöld kl. 8. Á bæjarstjómarfundi, sem hald- inn.verður á morgun kl. 5 í Kaup- þingssalnum, eru 10 mál á dag- að vilja sinna þessu, geta gert að- vart á afgreiðslu Morgunblaðsins. Óvenjulega mikil kolkrabbaveiði er á Akureyri þessa dagana. Frysti húsin á Oddeyri hafa tekið á móti til geymslu og frystingar um 1000 tunnum. (FÚ.). t Olympíukvikmyndin. Síðari hluta myndarinnar er nú farið að sýna í Gamla Bíó. Fyrri hlutinn hlaut, sem kunnugt er, hinar bestu við- tökur. Á fyrstu sýningu síðari hluta myndarinnar var húsfyllir og margir urðu frá að hverfa. I þessum kafla er mikið af skemti legum atriðum, eins og t. d. knatt spyrnan og „Military“-kepnin, sundsýningamar o. fl. Gengið í gær: Sterlingspund 26.19 100 dollarar 651.65 — Ríkismörk 262.43 — Fr. frankar 14.97 — Belg. 109.11 — Sv. frankar 146.53 — Finsk mörk 13.14 — Gyllini 346.78 — Sænskar krónur 155.40 — Norskar krónur 148.23 — Danskar krónur 125.78 TJtvarplð í dag: 12.00 Hádegisútvarp. 19.45 Frjettir. 20.30 Útvarpssagan: „Ljósið, se hvarf“, eftir Kipling. ORUSTUR Á VESTUR- VÍGSTÖÐVUNUM 21.00 Útvarpskórinn syngur. Lög úr Requiem eftir Brahms: a) Því gjörvalt hold það er sem gras. b) Hve fagrir eru þínir bústaðir. c) Því vjer eigum hjer eiigan varandi stað. 21.20 Hljómplötur; Forleikir eftir Chopin. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. )essum vígstöðvum í byrjun stríðn- ins, til baka og hafa skilið eftir aðeins dreifðar framvarðasveitir. Hlutverk þessara framvarðasveita hafi verið að tilkynna sveitunum að baki hvað Þjóðverjar hefðust að. Þær hefðu hörfað undan, eins og fyrir þær hafi verið lagt, þegar Þjóðverajr sóttu fram í gær. En árás Þjóðverja heföi strandað á vörnum Frakka a8 baki. Þessar vamir segja Frakkar að sje* alllangt fyrir framan Maginotlínnna . Þjóðverjar hafa haldið því fram, að Frakkar hafi verið hraktir af þýekn grund næstum á allri víglínunni. Þessw er eindregið mótmælt í Frakklandi og því haldið fram, að franskar heraveitir sjeu í öruggum skotgröfum Þýskalands- raegin við landamærin, 1 Rauðu stjörnunni, hinu op- inbera málgagni rauða hersins birtist grein í dag sem þykri bera þess vott, að Rússland geri ráð fyrir að lenda í frekari styrjöldum. í greininni segir m. a.: Það kom í ljós í herför- inni til Póllands, að hand- sprengjur eru eitt hið nytsam- asta vopn þegar um það er að ræða að taka með áhlaupi borg- ir eða þorp, en það kom einn-' ig í Ijós, að hermenn rauða hersins þurfa að æfa sig betur í því að kasta hátt og hæfa þök og glugga, því að svo getur far- ,ið. að þeir þurfi mjög á þeirrí kunnáttu að halda. yar að koma við hjálp frá öðrum skipum. Tölu þeirra, sem fómst, kvað Mr. Churchill vera um 800. SÆMDIR HEIÐIJRS- MERKJUM. í Þýskalandi var tilkynt í dag, að kafbáturinn, sem sökti ,,R.oyal-Oak‘ (og hæfði „Re- pulse“ með tundurskeyti, að því er Þjóðverjar halda fram þrátt fyrir mótmæli Breta), hafi komið til heimahafnar í morgun klukkan níu. í hinni þýsku fregu segir, að yfirflotaforingi Þjóðverja, von Raeder, hafi þegar, er hann frjetti að kafbáturinn væri kominn, farið til þess að óska kafbátsmönnum til hamingju með afrek þeirra. Voru þeir allir sæmdir járnkross- inum af fyrstu og annari gráðu. Kafbátsforinginn var hækkaður í tigu. í Þýskalandi er þess minst í sam- bandi við þetta afrek, að það var í Scapa Flow, sem þýski flotafor- inginn sökti þýska flotanum eftir stríðið fyrir augunum á flotafor- ingjum Bandamanna. Mr. Churchill sagði í breska þinginu í dag, að árásin á „Royal- Oak“ gæfi ekkert tilefni til að ef- ast um Örvggi orustuskipa. Þetta öryggi yrð i að álíta mjög mikið enn sem fyr. KOLASALAN S.f. Ingólfshvoli, 2. hæð. Símar 4514 og 1845 Ágætar guirófur til sölu. Verð 7 kr. pokinn. Framnesveg 25. — Ólafur. Forfalla- og stundakennarar. Skólanefnd Austurbæjarskólans hefir samþykt að ráða eftirtalda kennara til forfalla- og stunda- kepslu: Bergljótu Guttormsdóttur; í handavinnu Elísabetu Helgadótt- ur og Rannveigu Jónasdóttur; í íþróttum Fríðu Stefánsdóttur og Þórunni í. Claessen. íþróttafjelag kvenna byrjar vetr arstarfsemi sína úæstu daga. Hefir fjelagið ráðið ungfrú Sonju Björgu Carlson kennara í leikfimi í vetur. Sjálfstæðiskvennafjelagið Hvöt heldur fyrsta fund sinn á þessum vetri í kvöld kl. 8% í Oddfellow- húsinu. Koma Sjálfstæðiskonur nú enn saman, fullar af áhuga á að efla fjelag sitt og flokk. í kvöld er búist við f jörugum og fjölmenn- um fundi. Thor Thors alþm. mun flytja erindi: Frá Vesturheimi. Auk þess verður kaffidrvkkja o. fl. Fátækur sjúklingur hefir beðið Morgunblaðið að spyrja lesendur blaðsins, hvort nokkur þeirra sje svo stæður, að hann geti sjeð af notuðum vetrarfrakka og notaðri regnkápu fyrir hann. Stærðin á að vera nr. 52, og þeir, sem kynnu oooooooooooooooooo / Charlotten- laukur og Sítrónurl vmu Laúgaveg 1. Sími 3555. Útbú Fjölnisveg 2. Sími 2555. oooooooooooooooooó I 1 tltíi)!!(! Timburvex’Sluit ?. \JJ. lacobsen & 5ön R.s. I Stofnuð 18 2 4. Sínmefni: Granfuru — 40 Uplandsgade, Köbenhavn S. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- mannahöfn. - Eik til skipasmíða. - Einnig heila skipsfarma frá Sviþjóð og Finnlandi Hefi verslað við ísland í cirka 100 ár. I Rúðugler Getum við útvegað frá Belgín. Eggert Rrtst|áiissoo & Co.h.f. Sími 1380. LITLA BILSTOÐIN Er nokkuð stór UPPHITAÐIR BÍLAR. Hjer með tilkynnist að unnusti minn og sonur okkar, JÓN VIKAR SIGVALDASON, pípulagninganemi, verður jarðsunginn fimtudaginn 19. október frá Fríkirkjunni. Húskveðja hefst kl. iy2 á Lindargötu 27. Kristbjörg Ólafsdóttir. Bmrítas Jónsdóttir. Sigvaldi J. Sveinbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.