Morgunblaðið - 26.10.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.10.1939, Blaðsíða 5
f í'im'tudagur 26. okt. 1939. II Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Rítstjörao*: Jön Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarm.). Aug-lýsingar: Árni óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánutSi. í lausa-sölu: 15 aura eintakið, 25 aura með Lesbók. Jón Auðunn Jónsson: Samvinnan DBGAR blöð Sjálfstæiðsflokks- ins hafa verið að halda fram ; þeim málum, sem flokkurinn hefir aðallega borið fyrir brjósti og hann lagði höfuðáherslu á við myndun þjóðstjórnarinnar, hefir blað Framsóknarflokksins jafnan svarað því til, að með þessu væru Sjálfstæðismenn að vinna að því, að stjórnarsámvinnan yrði rofin. Auðvitað er þetta svo fráleitt, sem mest má verða. Þegar ráðist var í myndun þjóðstjórnarinnar, var ekki farið neitt dult með það, hverjar væru kröfur Sjálfstæðis- flokksins. Þegar því hinir flokk- arnir tóku upp samvinnu við Sjálf stæðisflokkinn, var þeim fyllilega Ijóst, hvaða skilyrði voru sett af hans hálfu fyrir stjórnarsamvinn- unni. Það er aðallega tvent, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefir harist fyrir og sett á oddinn í öllum sínum kröfum. Annað er það, að gerbrevtt vei'ði ' um; stefnu í fjármálum hins opin- bera og þegar í stað hafinn rót- tækur niðurskurður á fjárlögun- um og löggjöf breytt, til þess að unt verði að lækka útgjöldin stór- kostlega. Það er að skilja á forystugrein í Tímanum s.L þriðjudag, að ekki muni verða neinn ágreiningur um þessi mál. Þar segir m. a.: „Fram- sóknarflokkurinn telur það hein- línis eitt meginhlutverk núverandi stjórnarsamvinnu, sökum hinna hreyttu ástæðna, að reyna að lækka öll þau útgjöld ríkissjóðs, sem ekki eru bráðnauðsynleg til styrktar atvinnulífinu í landinu' ‘. Ef hjer er talað fyrir munn Pramsóknarf lokksins, ætti fult samkonralag að nást um þessi mál ■nú á Alþingí. Hitt atriðið, sem Sjálfstæðis- ‘flokkurinn hefir sett á oddinn, eru ■ verslunarmálin. Þegar þjóðstjórn- : in var mynduð, gaf Ólafur Thors atvinnumálaráðherra f. h. Sjálf- ■ stæðisflokksins þá yfirlýsingu, að flokkurinn hafi „falið ráðherrum sínum að gangast fyrir því, að tekin verði til endurskoðunar ýms • atriði í löggjöf síðari ára og fram kvæmd þessarar löggjafar, þar á meðal, að svo fljótt sem auðið er verði endurskoðuð framkvæmdin á úthlutun innflutningsleyfanna og meðferð gjaldeyrisins“. Hjer kemur svo skýrt fram krafa Sjálfstæðisflokksins, að ekki getur neinn vafi leikið á. Báðir sámvinnuflokkarnir gengu inn í samstarfið, vitandi það, að þessi krafa Sjálfstæðisflokksins var ó- frávíkjanleg. Ef þessir flokkar ætla nú að neita öllum aðgerðum í þessum málum og ganga á snið við gefin fyrirheit, er ljóst, að það eru þeir, sem vilja rjúfa samvinnuna. Markaðurinn fyrir hrað- frystan tisk eykst óðum Dað var um áramótin 1929 —30 að Sænsk-íslenska frystihúsið í Reykjavík hóf, fyrst allra, hjer á landi, hrað frystingu fiskjar. Það hrað- frysti þá horsk til útflutn- ings og var sá fiskur heil- frystur. Kveldúlfur h. f. lagði fram mikinn hluta þess fjár, sem þessi tilraun kostaði og eins og venjulegt er með nýjar verk- unaraðferðir gaf hún verulegt tap. Við þetta var nú látið sitja þar til snemma á árinu 1932, að þetta sama frystihús, í sam- vinnu við aðra, byrjaði á hrað- frystingu dýrari fisktegunda en þorsksins, og þá einkum kola og lúðu. Þær tilraunir virtust benda til þess að hjer væri minni hætta á markaðsskorti, en við hraðfrystingu þorsks og ódýrari fisktegunda, en einnig fyrir þessar fisktegundir var markaðurinn mjög takmarkað- ur. Þessum tilraunum var þó haldið áfram, með mismunandi fjárhagslegum árangri og unnið að því, að kynna þessa vöru einkum í Englandi, en þar var jafnan meirimarkaður og hærra verð, fyrir hinar dýrari fisk- tegundir, en í öðrum löndum. -¥• Árið 1937 var komið upp hraðfrystitækjum í 4 eða 5 ís- hús og veitti Fiskimálanefnd nokkur lán í því skyni, í flest- um tilfellum um þriðjung'kostn- aðarins. Nú þurfti að auka mjög markað fyrir vöruna, því að á einu ári jókst framleiðslan um meira en helming. Þetta var miklum erfiðleikum bundið, einkum að því er snerti sölu á hinum smærri og verðminni teg- undum skarkolans. Ýsu- og þorskflök voru lítt seljanleg við því verði sem hægt var að framleiða þá vöru fyrir 'Kjer. Þegar í byrjun var reynt að selja vöruna fyrirfram, en þar sem kaupendur og neytendur ekki þektu vöruna var verðið fyrst í stað lágt og* mistök á. verkuninni hjá einstaka húsi hnekti áliti á vörunni í bili. Annað, sem einnig torveldaði mjög söluna, var það, að kol- inn, einkum skarkolinn (rauð- sprettan) var smár, eða alt of mikill hluti hans smæsta teg- undin l/£ til % punds fiskur. Biðu erlendir kaupendur nokk- urt tap við þetta og reyndust ófúsir til að kaupa allan smá- kolann, jafnvel fyrir verð, sem ekki svaraði til framleiðslu- kcstnaðar hjer. Jafnframt þessu voru neytendur tregið til að kaupa hraðfrystan fisk, ef nýr fiskur, eða ísvarinn fiskur var til sölu, jafnvel þó hraðfyrsti- fiskurinn væri seldur lægra verði en sá ísvarði. Neysla hraðfrysts fiskjar hefir hingað til verið lítil vegna • áðurnefndrar aðstöðu Það eru ekki allir sem vita, hvaða þýðingu hraðfrysti fiskurinn hefir haft fyrir okk- ur íslendinga á síðari árum og hvaða afleiðingar það myndi hafa, ef þessi atvinnugrein ætti eftir að bíða mikinn hnekki, vegna stríðsins. En til þess að almenningur viti nokkur deili á þessu, hefir Morgunblaðið beðið Jón Auðunn Jónsson, sem þessum málum er vel kunnur, að gefa yfirlit yfir þessi mál. Hefir hann góðfúslega orðið við þeim tilmæíum og birtist hjer greinargerð hans. neytendanna, en þess er að vænta að þetta breytist bráð- lc-ga vegna þess, í fyrsta lagi eru fiskveiðar þeirra þjóða, sem mest neyta af nýjum fiski, mjög tafðar vegna yfirstand- andi ófriðar, í öðru lagi geym- ist hraðfrystur fiskur mánuðum eða jafnvel árum saman ó- skemdur, sje hann nýr þegar hann er frystur, vel frystur og geymdur við nægilega mikinn kulda, eða 20 til 24 stiga frost á Celcius. Engin önnur frysting fiskjar en hraðfrystingin, ver fiskinn skemdum. Við pækilfrystingu á fiski, sem frystur er heill, eú frostið í pækilkarinu um 19 stig, en sje fiskurinn frystur í lok- uðum pönnum, er frostið 32 til 36 stig. Allur heilfrystur fiskur er frystur í saltpækli, en fiski- flök í vaxbornum pappaöskjum sem látnar eru milli frysti- panna. Það verður að teljast viðun- andi aukning þessarar fram- leiðslu undanfarin ár. Árið 1935 var útflutningsverðmæti hrað- frysts fiskjar ca. 212 þús. kr. .1936 ca. 529 þús. kr. 1937 1,436 þús. kr. 1938 1.590 þús. kr. og í ár má gera ráð fyrir að verðmætið verði um 2,5 milj. króna, ef úftlutningurinn ekki stöðvast vegna skipaskorts. — Verðið er miðað við vöruna komna um borð í skip. * Við það að verka vöruna á þennan hátt, hraðfrysta fiskinn, skapast mikil vinna í landinu, bæði við verkun fiskjarins, geymslu hans og pökkun, enn fremur við tilbúning umbúða, kassa. Þá hefir það sýnt sig, að þeir fiskimenn, sem stundað hafa kolaveiði með dragnót hafa á þessu ári haft bestu af- komu allra fiskimanna, nokkr- ir um 2000 króna hluti yfir 5 mánaða tíma. Undanfarin ár hafa dragnóta- bátarnir veitt of mikið af smærri kolategundum .Orsökin hefir meðal annars verið sú, að innkaupsverðið hjá frystihúsun- um hefir verið of hátt miðað við raunverulegt söluverð er- lendis 0g erfiðleika kaupmanna þar, til að selja smákolann og jafnframt að dragnóta fiski- menn hafa hingað til haft of litla þekkingu á kolamiðum lavdsins, sem eðlilegt er um ; a veiðiaðferð, og meðan smá kolinn var borgaður með yfir- verði, gátu þeir náð sæmilegri afkomu þó þeir veiddu mikið af smákola. Á árinu var verðið á smákola fært nokkurnveginn-til samræmis við söluverð á erlend- um markaði, og nú í ár veiddist hlutfallslega langtum minna af smákola en undanfarin ár. — Þetta er á allan hátt stefnt í rjetta átt, því það er vandræða- ástand að veiða mikið af verð- litlum fiski og þó er hitt enn háskalegra að veiða mikið af ókynþroska fiski og þar með rýra stórkostlega fiskistofninn, ekkj síst verðmesta fiskjarins. Jeg tel ábyggilegt, að nú þegar lítið er um nýjan fisk í Englandi og fólk þar af leið- andi fer að neyta hraðfrysts fiskjar, sem í flestum tilfellum er betri og ljúffengari en ísvar- mn fiskur, þá aukist sölumögu- leikar hraðfrysta fiskjarins þar í Iandi mjög mikið í náinni fram tíð og að takast megi að sel.ja ódýrari fisktegundir með við- unandi árangri, en það væri mest um vert, ef hægt væri að selja verulegt magn af þorski, steinbít og öðrum fisktegund- um, sem mest veiðast hjer, sem hraðfyrsta vöru. Hinsvegar er þess lítil von, að verðlagið á þeim fisktegundum verði það hátt, nú um sinn, að það gefi neinn verulegan arð, þeim sem verka og selja vöruna. Jeg tel að mest sje um það vert, fyrir framtíðina, að fá Englendinga til að neyta vörunnar nokkuð alment og er viss um að takast má að vinna ábyggilegan markað í Englandi og máske víðar. ★ Eins og nú er, eða hefir verið und- anfarin ár, þá hefir nálega ekkert verið selt af liraðfiysum fiski erlendis, fyr en komið hefir fram í októbermánnð. Kanpendur þessa fiskjar hafa orðið að geyma hann í frystihúsunum um 4 mánuði, áðuren salan byrjar og geymsl- an hefir orðið þeim mun dýrari en þurft hefði ef fiskurinn hefði verið geymdur hjer heima, en vegna vöut- uuar á húsplássi hjá hraðfyrstihúsunum hjer hafa þau orðið að afskipa fisk- iun svo til jafnskjótt og hann hefir %'erið tilbúinn til útflutnings. Nú nýlega. voru öll frystihús landsins komin í þrot með geymslupláss og gátu ekki tekið við meiri fiski af fiskimönnum. Hvað var þá mikið sem gcymt var í öllum þessum húsum; aðems um 1000 smá- lestir. Það er aðkallandi nauðsyn, einkum nú, er menn búast við aukinni fram- leiðslu á þessari vöru, að byggja. geymsluhús hjer í Reykjavík, þar sem hægt sje að geyma \im 2000 tonn af hraðfrystum fiski. — Frostið í slíkri geymslu má eklc ivera minna en 20— 24 stig á Celcius og nokkuð af gyemslu klefunum ætti að hafa 27—30 stiga frost, því ef til þess kæmi að hrað- frysta lax og stórlúðu, sem geyma þyrfti hálft eða heilt ár, þá er nauð- synlegt að hafa þetta frost á þeini vöru. Jeg tel rjettast að selja mikinn hluta þessarar framleiðslu fyrirfram og á- vah'; f.o.b. Með þá tiltölulega litlu fram- leiðslu, sem við höfum haft hjer til hefir verið auðvelt aS gera fyrirfram sötusamninga og jeg er þess fullviss að það muni takast þó framleiSslant aukist að miklum mun, einkum ef við höfum aðstöðu til að geyma vöruna h.ier yfir þann tíma. sem sala. er lítil eða engin. Kaupendur mundu fúsir iil að greiða vöruna aS meira eða v. :mia leyti, jafnóðum og hún væri komin í örugga geymslu og geymslan hjer heima getur veriS þeim ódýrari en cilendis. Sennilega væri það tryggilegra ef framleiðslan eykst mikiS úr því seia. nú er, að hafa eitthvert alment eftir- lit með vörugæðunum. Það hefir kom- ið fyrir hjá einstaka húsum að varan btfir ekki veriS svo góð sem bún á a8 vera og kaupendur hafa vænst. Jeg hygg að vart verSi hjá því komist að flokka vöriina þegar hún er keýpt irtn áf fiystihúsunum, því víst er að komiS liefir fyrir að fisknrinn hefir ekki ver- ið eins góður og fiskur sem hraðfrysta á, verður að vera til þess að jafnast á við nýjan fisk og gogg-göt á línn veiddri lúSu skemma fiskinn ótrúlega mikið, auk þesS sem þau valda miklum úrgangi við flökuii fiskjarins og auk- inni vinnu við flökunina. Að endingu. Jeg tel að mest aðkall- andi, að því er snertir aukningu þess- arar framleiðslu, sj eað byggja geymslu hús fyrir hraðfrystan fisk; geymslu- húsi eins og að framan er vikið að. Líkumar fyrir markaSi eru fyrst og fremst og að mestii leyti hundnar við Bretland, aS minsta kosti um sinn. Efi fólkið í Bretlandi fer að neyta hrað- frysts fiskjar dálítið alment, mun það komast á þá sömu skoðun og aðrir, t. d. Bandaríkjamenn, að hraðfrystur fiskur sje. í flestum tilfellum hetri og Ijúffengari fæSa en ísvarinn fiskur. Þá eru markaSsmöguleikar svo miklir að seljast mun síðar margfalt magn. á við framleiSslu síðustu ára. í Bandaríkjunum er framleitt mjög mikið af hraðfrystum fiski og eykst íramleiðsla hans árlega. Markaðsmögu- leikar þar fyrir hinar dýrari fisktegund- ii ern miklum mun minni, enn sem komið er, en í Bretlandi, en væri innflntníngstollurinn þar lækkaður til muna, eða feldur niður, sem þó ekki mun von til, þá er hægt aS selja þar aSi mikið af þorsk, ýsu og karfa- flökum, en útflutningurinn yrði aS fara frarn í janúar og sölu að vera lokið í marsbyrjun. eða áður en fisk- veiðar byrja þar alment. Mikil mistök átiu sjer stað, þegar byrja átti útflutn- ing þangað 1937. Ef Sölusamband ísl. f.skframleiðenda liefði fengiS a.ð gera fyrstu tilra.unina, benda allar líkur til aS hún hef'Si tekist mjög viðunandí, því S.Í.F. hafði undirbúið þá sölu vel og hafði kunnáttumönnum þar á að skipa FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.