Morgunblaðið - 26.10.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.10.1939, Blaðsíða 7
Fímtudagur 26. okt. 1939. MORGUNELAÐIÐ 7 Landsstjúri Þjóðverja í PóHanúi Danssýning Ellen Kid Samkvæmt tilskipun, sem Hitler undirskrifaði í dag, hefir verið stofnað landstjóra- embætti í þeim hluta Póllands, sem Þjóðverjar hertóku og ekki verður innlimaður í þýska ríkið. Hinn nýi landstjóri er herra Franck; vara-aðstoðarlandstjóri er Seyss-Inquart, sem varð rík- jsstjóri Austurríkis eða Austur- merkur, eftir sameininguna við Þýskaland. Hinn nýi landstjóri er ábyrg- ur gagnvart Hitler. — Fram- kvæmdavaldið er að öllu leyti í höndum hins nýja landstjóra. Kostnaður allur verður borinn af íbúunum á hinu hertekna svæði, þ. e. Pólverjum. P E P ! heitir nýjaata lagit ef tir Oliver Gutmundssoii. ÞatS er Foxtrot og er eins fallegt og fyrri Iög hans. .iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiii1 rs g = 1 Lítill vöruflutningabíll 1 ] Chevrolet | | er til sölu. 'SSP . 'S * ' S | A. v. a. ImmmiwaMmBmwÉ E.s. ALDIN fer frá Reykjavík í kvöld til Breiðafj arðarhaf na. Flutningi veitt móttaka til kl. 5 í dag. MUNIÐ: Altaf er það best KALDHREINSAÐA ÞORSKALÝSIÐ nr. 1 með A og D fjörefnum, hjá SIG. Þ. JÓNSSYNI Xaugaveg 62. Sími 3858 CKXXKXKj 0<X>< >- • >0000 Haiöíiskur Riklingur Laugaveg L. öum 3555. Ötbú Fjölnisveg 2 8imi 2555. T^rú Ellen Kid gerði okkur Reykvíkingum þá ánægju, að sýna okkur hvers virði kunn- átta á sviði dansins er. Með sjálfu nafninu, kóreógrafisk sýning, gaf hún til kynna, að þetta væri hvorki ballet nje tískudansar, heldur listrænn skilningur á tónverkum, sem hún hafði valið sjer að sýna. Eina af hinum listrænustu og fegurstu myndum sýndi frú Kid við lag eftir Flotow. Var sú mynd nefnd ,,Sorgarljóð“ á sýn- ingarskránni. Þar fylgist alt að, svipbrigði, hreyfingar og mið- aldabúningur til þess að gera þetta að listaverki.„Nornadans“ við lag eftir Rachmaninoff bar vott um mikla kunnáttu og þrótt, sem þó var haldið í skef j- um. Þessi dans hafði sýnilega mikil áhrif á áhorfendurna og varð frúin að endurtaka hann. Listakonan sýndi margvísleg geðbrigði, frá þyngstu alvöru til trylts gáska, t. d. í „Smala- stúlkunni" við lag eftir Scar- latti og „Ungverskum dans“, eftir Brahms. Frúin dansaði berj- fætt og gátu menn því vel sjeð ,teknik“ fótanna. Búningar voru fagrir og gerðu sitt til þess að mynda heildaráhrifin af þess- ari óvanalegu sýningu, sem myndi hafa verið enn fulikomn- ari, ef sviðið og tjöldin hefðu verið betur í samræmi við hæfi- leika listakonunnar. Frú Kid hefir sýnt suma af þessum dönsum í Þýskalandi, Sviss, Ítalíu og Spáni og þar hefir aðstaðan auðvitað verið alt önnur. Áhorfendur voru margir og yrði húsið líklega alveg fult, ef frúin endurtæki þessa list- rænu sýningu. A. F. P E P ! heitir nýjasta lagiX eftir Oliver GuSmundsson. ÞaíJ er Foxtrot ©g er eins fallegt og fyrri lög hans. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER? Sjómaðurinn, blað Stýrimanna- fjelags íslands, september og okt- óberheftið er nýkomið út. í þessu hefti er milcill fjöldi af skemti- legum og fróðlegum greinum. Á forsíðunni er mynd frá skútuöld- inni. Meaðl greinanna eru: Siglt í conwoy á stríðsárunum, viðtal við Sigmund Sigmundsson stýrimann. Viðtal við gamlan sjógarp, sam- tal við Jón Magnússon, þegar Skúli fógeti fórst á tundurdufli, Hvaladráp 4 Ilúnaflóa, í ís á Ný- fundnalandsbanka, Um diesel-vjel- ar, Fróðleikur um skip, Mannrán á skip og auk þess er í ritinu kort yfir stríðshættusvæðin, samningar sjómanna við útgerðarfjelögin, „Innan borðs og utan“ og fjöldi greina og mynda. Blaðið fæst í bókaverslunum. Starfskrá. Á sunnudaginn var tók Morgunblaðið upp nýa aug- lýsingaaðferð, hina svonefndu Starfskrá, sem er mjög hentug fyrir alla þá, sem hafa viðskifti við allan almenning, en þurfa ekki á stórum og dýrum auglýsingum að halda. I Starfskránni eru aug- lýsingarnar flokkaðar eftir at- vinnugreinum,, og er þessi auglýs- ingaaðferð mjög algeng og vinsæl í blöðum erlendis, og sækjast | smærri atvinnurekendur eftir að ! auglýsa þar. Athugið hvort ýður jhentar það ekki. Starfskráin birt- I ist næst á sunnudaginn keimur, og j er best að skila auglýsingum sem fyrst. Qagbófc I. O. O. F. 5 = 12110268V2 = Næturlæknir er í nótt Halldór Stefáusson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Bifreiðastöð íslands, sími 1540, annast næturakstur næstu nótt. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína nngfrú Bryndís Ó- lafsdóttir, Linnetsstíg 2, Hufuar- firði, og Þorvaldur Magnúseon stýrimaður. Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Árna Sigurðssyni, ungfrú Anna Bjarnadóttir Pjeturssonar blikk- smiðs, Yesturgötu 46 og Hans Fr. Hansen, Hafnarfirði. Heimili ungu hjónanna er á Bræðraborgarstíg 4 Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Stokkhólmi Inga Backlnnd og Sigurður Þór- arinsson jöklafræðingur. Heimili ungu hjónanna er Frpdmansgat- an 7, II, Stockholm. Læknaskifti. Þeir samlagsmenn Sjúkrasamlags Reykjavíkur, sem skifta ætla um lækna frá næstu áramótum, þurfa að tilkynna það samlaginii fýrir lok þessa mánað- ar, því að eftir 1. nóv. verða eng- ar slíkar læknabreytingar teknar til greina. Skíða og skautafjeiag Hafnar- fjarðar heldur vetrarfagnað fyrir fjelaga og gesti þeirra n.k. laug- ardag. Ólafur Thors atvinnumálaráð- herra talar í kvöld á fundi sem Sjálfstæðismenn og konur í Hafn- arfirði halda í Góðtemplarahús- inu þar. Eigið þjer ljósakassa? Hjúkrun- arkona kqm að máli við Morgun- blaðið óg bað það að skýra fiá eftirfarandi, í von um að oinhver yrði til þess að leysa vandræðin, sem urn er að ræða: Hjerna í bæn- um er 36 ára gömul kona, sem búin er að vera veik síðan hún var 17 ára (t. d. hefir hún 11 sinn- um verið tekin á skurðarborðið til uppskurðar). Síðastliðinn vetur fótbrotnaði hún og fjekk síðan æðabólgu og hefir nú legið þess vegna í sex mánuði. Bftir læknis- ráði ætti hún að vera búin að fá ljósakassa, en hefir ekki getað veitt sjer hann vegna fátæktar. Hún býr með gamalli, veikburða móður. Þær njóta ekki annars styrks en 50 kr. ellilauna, sem gamla konan hefir og 40 kr. ör- orkubóta, sem stúlkan fær. Þeim er því með öllu ókleift að afla sjer þessa tækis, sem orðið getur til að lina þjáningar þessa lang- þjáða sjúklings. Gæti nú ekki ein- hver Reykvíkingur hlaupið undir bagga og lánað henni ljósakassa? Eða styrkt hana til þess að kaupa hann? Kostnaðurinn er 100—150 krónur. M. A.-kvartettinn syngur í Gamla, Bíó á sunnudaginn kemur. Það er altaf viðburður í hljóm- listarlífi bæjarins, þegar þeim fjórmenningum tekst að ná saman og láta til sín heyra. í vor síðastl. komu þeir fram með óvenju fjöl- breytta söngskrá, en urðu að hætta söng sínum áður en þeir höfðu sungið öll lögin, sem þar voru. Þeir fjelagar munu nú syngja þau ásamt nokkrum nýjum lögum: svo sein: Suður um hÖfin (Sout'h of the Border), Boomps a Daisy óg syrpu af lögum úr Mjallhvítar- myndinni ógleymanlegu. Sjálfsagt múit margan fýsa að heyra þessi ljettu dægurlög, sem nú eru á hvers manns vörum, ’ meðferð M. A.-kvartettsins. Háskólafyrirlestrar á þýsku. Ðr. Will flytur í kvöld 3. fyrirlestur sinn um þýska list og talar nm „Gotische Dome“. Fyrirlesturinn byrjar kl. 8 stundvíslega, og er öllum heimill aðgangur. Skugga- myndir verða sýndar til skýring- ar. Til fátæku hjónanna (til að kaupa kú): frá sunnlenskri konu 5 kr. Gengið í gær: Sterlingspund 26.14 100 dollarar 651.65 — Ríkismörk 260.76 — Fr. frankar 14.97 — Belg. 109.18 — Sr. frankar 146.58 — Finsk mörk 13.08 — Gyllini 346.71 — Sænskar krónnr 155.40 — Norskar krónnr 148.28 — Dahskar krónnr 125.78 Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssv., Kjalarness, Réýkjan., Ölfuss og Flóapáetar, Hafnarf Austanpóstur, Borgarn.. S'Uæfells- nespóstur, Stykkishóimspóstur, Norðanpóstur, Dalasýslupóstur. — Til Rvíkur: Mosfellssv., Kjalarn., Reykjan., Ölíuss og. Flóapóstar, Laugarvatn, Hafnarfj., Meðallands og Kirkjubæjarkiausturspóstar, Borgarnes, Norðanpóstur. Útvarpið í dag: 19.30 Lesin dagskrá næstu vika. 19.45 Frjettir. 20.20 Hljómplötur-. Píanólög. 20.30 Frá útlöndum. 2Ö.55 Útvarpshljómsveitin: Laga- syrpa eitir Schumann. Einleikui- á fiðlu (Þórir Jónsson): Lcg- ende ,o. fl., eftir Wieniawsky. 21.30 Hljómplötur ; Dægurlög. 21.50 Frjettir. Sandhól a-Pj etur IL bindi r. u: r kemur í bókaverslanir 1 dag. . f ‘A 1 Aðalútsala hjá bamabl „Æskan“y Kirkjuhvoli Sildvelðlskip «11 sölu. Nokkur ágæt síldveiðiskip til sölu. Gerið kaupin nú þeg- ar, áður en skipin hækka meira í verði. 1. Gufubátur, bygður úr eik og í ágætu standi. Skipið hefir undanfarið verið notað til dragnóta-, línu- og herpinóta- veiða og hefir rúm fyrir 18 manna skipshöfn. Skipið gengur mjög vel og hefir stóra lest. Það hefir nú undanfarið siglt með ísfisk frá íslandi til Englands. Skipið stendur í dráttarbraut- inni í Reykjavík. 2. Gufulínubátur, 74 smálestir brúttó. Skipið er raflýst, móttökutæki, talstöð, línuspil, síldardekk, bátapallur, herpi- nótadavídar. Skipið er í ágætu standi og notar aðeins 5—f> smálestir af kolum á viku, og er ekki dýrai'a í rekstri en mó- torbátur með 100 hesta vjel. Burðarafl 750—800 mál. síld. 3. Gufulínubátur, um 100 smálestir, bygður 1923. Sterkt og gott skip. Raflýsing, móttökutæki og talstöð, línuspil, síld- ardekk, bátapallur og davidar. Skipið fæst með eða án þorsk- og síldveiðarfæra. 4. Mótorkútter, 30 smálestir, bygður úr eik, sterkt og gott skip, 76 hesta vjel, raflýstur. Skipinu fylgir línuspil, síldar- dekk, móttökutæki og talstöð. Skip þetta er einn af bestu bátunum í íslenska skipaflot- anum. 5. Mótorkútter, bygður 1916 úr eik, sterkt og gott skip, ber rúm 600 mál af síld. I skipinu er 80 hesta Skandiavjel, raflýst með móttökutæki og talstöð, lóðaspili og síldardekki. Skip þetta er í fyrsta flokks staridi. Upplýsingar gefur Oskar Halldórsson. Verslunarf jelagi sem lagt gæti fram nokkur þúsund krónur í sjerverslv i hjer í bænum, óskast. Þyrfti að geta tekið að sjer bókha ! fyrir verslunina. — Tilboð sendist blaðinu, merkt: „Vefnaðarvöruverslun“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.