Morgunblaðið - 26.10.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.1939, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 26. okt. 1939. Falsarar dæmdir í Hæstarjetti Hæstirjettur kvað í gær upp dóm í víðtæku fölsunar- máli, sem þrír menn eru við riðnir. Málið er: Rjettvísin gegn Þórami Vigfússyni, Magnúsi Jónssyni og Birni Gíslasyni. Þórarinn Vigfússon, sem starfaði eitt simj hjá heildversl- uninni Heklu hjer í bænum, er aðalmaðurinn í þessu fölsunar- máli. Er upplýst í málinu, að fcann hefir alls falsað 14 skjöl, víxla og tjekka, og nemur fjár- fcæðin samtals á 9. þús. krónur. Falsaði hann ýms nöfn á skjöl- in, en þó aðallega nafn firm- ans, sem hann starfaði hjá. Magnús Jónsson, verkamaður, Njálsgötu 52 B, aðstoðaði Þór- arinn við fölsun á einum tjekk og falsaði auk þess sjálfur, með ððrum víxil, sem seldur var Landsbankanum. Björn Gíslason kaupmaður, Grettisgötu 71, aðstoðaði Þór- arinn við söluávíxlum og tjekk- um. • Undirrjettur (lögregslustjór- ínn í Reykajvík) dæmdi Þórar- inn í 15 mánaða betrunarhús- Vinnu, Magnús í 1 árs betrunar- “hússvinnu og Bjöm í 5 mán- aða fangelsi við venjulegt fanga yiðurværi. Hjnir ákærðu óskuðu að dóm- inum yrði áfrýjað. Hæstirjettur staðfesti dóm undirrjettar að því er snerti þú Þórarinn og Magnús en þyngdi íefsingu Björns Gíslasonar upp 1 15 mánaða betrunarhúss- vinnu. Sækjandi málsins var Einar B. Guðmundsson hrm., en Pjet- ur Magnússon hrm. var verj- andi Þórarins og Magnúsar og Éggert Claessen hrm. Bjöms Gíslasonar. ÆGISGARÐURINN. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÖ)U. standa hlið við hlið fýrir garðend- anum, mynda þau 20 metra breitt brýggjup'láss íremst á garðinum. Er járnbent steinsteypu plata ofan á kerjunúni. Staurarnir í timburbryggjunni, sem er meðfram garðinum, eru klæddir með galvaniseruðu járni, til þess að verja þá maðki og krabba. Sjálfur garðurinn hefir verið gerður fyrir fje hafnarinnar, án þess að til hans væri tekið lán. En til bryggjugerðarinnar fjekk höfn- in 170 þús. sænskar krónur að láni. Bryggjan við Ægisgarð er fyrst og fremst ætluð til þess, að þar geti farið frain viðgerðir á skip- um, t. d. togurunum. Hefir að því orðið mikill bagi og kostnaðar- auki, að skip, sem hjer liafa legið til viðgerðar, hafa verið á dreif- ingi um alla höfnina. En viðgerðir við Ægisbryggju eru tiltölulega nærtækar fyrir viðgerðastöðvarn- ar, sem flestar eru þarna nálægt. P E P ! heitir nýjasta lagiíS ef tir Oliver Gu^mundsson. Þaí er Foxtrot og er eins fallegt og fyrri lög hans. .................... 1 ' .......... Góður afli við Djúp: Tregur við Eyjar E* rjettaritari vor í Vestmanna- eyjumi símar í gær, að 20 dekkbátar hafi verið á sjó og auk þess nokkrir trillubátar, en að afli hafí verið tregur, þó sjóveð- ur hafi verið gott. Stærri bátarnir veiddu með dragnót, en trillubátar á línu. Mestur afli um 11/% smálest og sumir fengu ekki neitt. Mest veið- ist af ýsu og þorski. Góður afli Djúpbáta. Frá ísafirði koma þær frjettir, að trillubátar sem veiði í Inndjúpi, hafi veitt allvel undanfarið, en lítill afli hafi verið á trillubáta, sem veiða í Útdjúpi. Stærri bátar hafa fiskað vel eða jafnvel ágætlega á djúpmiðum, haft 4000—5500 kg. í legu. Markaðurinn fyrlr hraðfrystan fisk FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. til sölunnar, en \egna ofurkapps þú- verandi Fiskimálanefndar fór þetta á annan veg. Síðari tilraunir mistókust einnig, meðfram vegna þess að á þeirn i:ma var óvenju mildur vetur í Banda- ríkjunum og vatnaveiðar stundaðar þar allan vetnrinn og því meiri fisknr á boðstólum en þörf var fyrir. Smnt er það svo, að jeg tel áð til þess muni l.oraa að hraðfrystur fiskur verði send- ur til Bandaiúkjanna ef hægt væri að fá innflutningstollinn lækkaðan. En sá markaður getur orðið misbrestasamur. Þá má vænta þess aö Mið-Evrópa taki upp neyslu hraðfrysts fiskjar, einkum hinna ódýrari fisktegunda, en sennilega ekki í stærri stíl næsta ára- tuginn. Við Islendingar eigum að standa allra þjóða best að vígi með framleiðslu hraðfr\-sts fiskjar. Við eig- um. stutt að sækja á góS fiskimið og h f'tslag er aldrei mjög heitt hjer.Eigum viö því að geta framleitt góða vöru og með samkepnisfæru verði, nema svo verði að skattar og gjöld haldi áfram að vera margfalt hærri hjer en í sam- kepnislöndunum og þeir sem nð okkux keppa fái verðuppbætur og aðra opin- bera styrki til framleiðslunnar, eins og >,ú erísaltfiskframleiðslu flestra þjóða, en þá er líka öll framíeiðsla fyrirfraní d..uðadæmd hjer hjá oss. Staddur í Reykjavík 23. okt. 1939. ~k E. S. Étaf fyrirspum um það hvort ekki þurfi að bygg.ja nokkur ný hrað- frystihús, ef framleioslan á að aukast til muna. Þau hraðfrystihús, sem nú eru til, geta framleitt helmirigi meira eri það, sem framleitt hefir verið á J rssu ári og enn sem komið er, er langt frá því að markaður fyrir þessa vöm sje svo mikill að rjett sje að tvöfalda framleisðluna þegar á næsta ári. Alit mitt er því það, að við höfum nú þeg- ar hús og áhöld til hraðfrystingar semi fullnægja þörfinni næstu ár, en vil endurtaka að okkur er hin rnesta nauð- syn á góðri geymslu fyrir ea. 2000 tonn hraðfrysts fiskjar J. A. J. Sími í pakkhúsunum er 12 0 0 4 ö Eldri símar eru ekki í notkun. H.f. Eimskipafjelag íslands Styrjaldar og áhættu- uppbótin undarþegin tekjuskatti I . ms stjettarfjelög sjómanna Y í Danmörku, hafa sameig- inlega farið þess á leit við Rík- isstjómina, að styrjaldar og á- hættu uppbót sjómanna verði undanþegin tekjuskatti svo að Öll upphæðin komi sjómönnun- um sjálfum og fjölskyldum þeirra að notum. Mál þetta fær góðar undir- .tektir blaða í Danmörku. (FÚ) Ræða von Ribbentrops FRAMH. AF ANNARI SÍDU. Eins og öll ræða von Ribben- trops gekk út á að sanna, að það væru Bretar, sem ætti sök á að styrjöldin hjeldi áfram,. eins reyndi hann að sýna fram á, að það væru Pólverjar sem ábyrgðipa bæru á því að stríðið hófst, Þótt Bretar hafi róið undir að tjalda- baki. von Ribbentrop sagði að rjétt ár væri liðið frá því að Hitler hefði fyrst gert Pólverjum boð uxn að jafna ágreiningsmál Þýskalands og Póllands til frambúðar. Hann hefði kallað Lipski, þáverandi sendi- herra Pólverja í Bérlín, á sinn fund og, lagt fyrir hann tillögurn- ar, sem alknnnar væru núna, um að Þjóðverjum yrði sltiiað aftur Danzig og að þeir fengju göng.um pólsku göngin frá meginlandi Þýskalands til Austur-Prússlands. Síðan hefðu þessar tillögur ver- ið ræddar aftur þegar Beek ofursti kom til Berchtesgaden 5. janúar síðastliðinn. Beck hefði ekki tekið ‘þeim fjarri, en talað um að ó- heppilegt væri að þær; kæmrt fram eins og á stóð þá, af inhánríkis- pólitískum ástæðum. von Ribbentrop hefði énn rætt þetta mál við Lipski í mars 1939 og sagt þá við hann ,,að ef Pól- evrjar gei’ðu ekkert í þessu máli þá væri hann hræddur um að for- inginn færi að halda að þeir yæru ekki einlægir gagnvart Þjóðvei’j- nm“. Ilann hefði beðið Lipski að fara sjálfan til Vai’sjá til að leggja þetta mál fyrir pólsku stjórnina og spyrja hvort Beck ofursti vildi ekki sjálfur koma til Berlín til þess að afgreiða þetta mál. (Hacha, forseti Tjekkóslóvakíu, hafði þá nýlega yerið í Berlín og afgreitt sjálfstæði sinnar þjóðar). Pólverjar byrjuðu stríðið! Svarið hefði komið 26. mars, á- kveðið nei. Beok ofursti hefði neit- að jafn afdráttarlaust að koma til viðræðna til Berlin. Hvað lá hjer á bak við? Eng- land! Samningar voru þá byrjaði milli Pólvérja og Breta um bresku ábyrgðina, sagði von Ribbentrop. Næstu sex .mánuði, sagði von Ribbentrop, hefði Pólverjar stöð- ugt verið að færa sig upp á skaft- ið gagnvart Þjóðverjum og að lok- um hefðu vopnaðar hersveitir þeirra vaðið yfir þýsku landamær- in. — Þá fvrst hefði Hitler látið til skarar skríða. Aðvörun Þjóðverja til sjófarenda Danska utanríkismálaráÖu- neytið hefir samkvæmt ósk þýska sendiherrans í Höfn aðvarað danska þegna að ferð- ast ekki með breskum eða frönskum flutninga- eða far- þegaskipum. Sendiherran hefir tjáð utanríkismálaráðuneytinu að Þjóðverjar myndu ekki að- eins ráðast á herskipin, sem fylgja flutninga og farþega- skipum í „convoy“ heldur líka á skipin sem fylgt er. Samtímis hefir þýski sendi- herrann aðvarað skip hlutlausra þjóða um að sigla ekki með byrgð ljós að næturlagi, þar sem þau kunni að verða tekin fyrir hei*skip, eða önnur skip óvina- þjÓéa og gæti það haft hinar hættulegustu afleiðingar. ■•'..ifaiV'i , i > " J:.. '* : 1 Jón Heiðberg fimtugur Frá tengdafólki. Heillaóskir hljóttu í kvöld, heiðursverði maður, sem að hefir hálfa öld hjá oss starfað glaður. En þjer veitist þrek og þor þessa heims á vegi, en þó svo að æfispor endast lengi megi. Fyfir öll þín unnin störf ástar þakkir tjáum, að þú ljettir lífsins þörf, lengi munað fáum. Um þig Ijómi ársól hlý, er auki gleði sanna. Vertu. jafnan vafinn í virðing guðs og manna. Hamingjan þjer leggi lið, lífs á tímamótum, Avalt þessa óskum við inst frá hjartarótum. Heims í straumi stattu fast, stefnu ei breyttu þinni. Aldarfarsins iðukast aldrei mein þjer vinni. Öll þín blessist æfikjör, árs með nýjum degi. Tímann gegnum frægðarför framtíð veita megi. Áfram þú með ljetta lund, Ijós þig himneskt skreyti. Guð, sem ræður stað og stund styrk þjer jafnan veiti. Hraðfrysting grænmetis FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. lega úr frosti, reynst fullkomlega eins og ný. Nýlega var jeg á ferða lagi xneð Súðinni og hafði þá xneð- ferðis kartöflur, sem jeg hraðfrysti í júlímánuði. Jeg ljet sjóða þess- ar kartöflur um borð í skipinu og bauð nokkrum mönnum að horða, þar á meðal bryta skipsins. Gat enginn fimdið annað en að kart- öflurnar væru sem nýjar. Tómata og ber, sem jeg hefi hraðfryst, hafa um 50 manns bragðað hjá mjer og ekki fundið mun á frek- ar en nýtt væri. — Þarf ekki einhver sjerstök áhöld eða vjelar við hraðfrystingut grænmetis ? spyrjum vjer Guðna.- — Vitanlega eru sjerstakar frystiaðferðir við hinar ýmsu teg- uudir grænmetis, en hægt er að frysta grænmeti með góðum ár- angri í öllum h r a ð f r y s t ih úsu m landsins, ef gætt er tilheyrandi nákvæmni um frystingu og geymslu. — Hvað er hægt að geyma græn- meti lengi í Iiraðfi’ystingu án þess að það breyti um bragð eða missi bætiefni sín? — Það er nokkuð misjafnt, eftir því um hvaða tegundir er að ræða. Tómata er hægt að geyma með góðum árangri í alt að 5 mánuði, blómkál í 7—8 mánuði og ber í alt að eitt ár o. s. frv. — Yrði slík frysting ekki dýr? — Nei, tiltölulega ódýr, og a.. m. k. ekki kostnaðarsamari en það, að það yrði samkepnisfært við meðalverð. Þá skýrði Guðni frá því, að' gera beri greinarmun á því, að' hjer sje átt við hraðfrystingu, en ekki loftfrystingu. Segir hann að ómögulegt sje að frysta grænmeti með loftfrystingu svo vel fari. Að lokum segir Guðni Ásgeirs- son: — Það hefir vakað fyrir mjer með þessum tilraunum mínum, að finna aðferðir til þess að geyma grænmeti óskemt þannig, og jafn- an rnætti fá þær bætiefnaríku fæðutegundir, sem svo mjög skort- ir hjer á landi meiri hluta árs. Með þeim aðferðum, sem jeg hefi reynt, 'ætti einnig að vera hægt að jafna vei’ð á grænmeti meira en verið hefir. — Ræktunarskilyrði eru hjer góð sem kunnugt er til rækt- unar nytjajui’ta og aukast stöð- ugt við aukna hagnýtingu á hvera- hita! og rafmagni. P E P ! heitir nýjasta lagiíS eftkr Oliver Gu’ðmundsson. ÞaíS er Foxtrot og er eins fallegt og fyrri lög hans. Ag. J. Nýbók Steingrímur Matthíasson: =5 Frá Japan Kína | Bókaútgáfan Edda, Akureyri 1939. | Bókin segir frá ferð Stgr. Matth. til Japan og Kína árið 1903 |j —04, en um það leyti tók að draga til styrjaldar milli Rússa = og Japana. — Bók þessi xnun vera, einna best skrifuð allra rita 1 Steingríms, frásögnin fyndin og fjörug svo af ber. Bókinni j| fylgir mynd af höf., þar sem hann er 27 ára gamall. Verð: kr. 4.80 ób. í bandi 6.80. Fæst í næstu bókabúð. =

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.