Morgunblaðið - 31.10.1939, Síða 4

Morgunblaðið - 31.10.1939, Síða 4
4 Hver verða forlög mannkynsins ? Á það að líta undir lok í náinni framtíð, eða mun það komast á braut hinna glæsilegustu framfara? — Skoðanir H. G. Wells. 1. Mjer var áðan borið á brýn að jeg spái dapurlega um framtíð íslensku þjóðarinnar og ■alls mannkyns. En þetta er mis- .•skilningur. Jeg hefi aðeins sagt — og sagði þegar vorið 1914 — að hins versta sje von, jafnvel meiri hörmunga en nokkru sinni áður í sögu mannkynsins, ef ekki verði gagnger stefnubreyting. Yirðist Jnjer sem öll rás viðburðanna síð- an jeg vakti fyrst máls á þessu, bendi mjög eindregið til þess að jeg hafi rjett skilið. Var mjer vit- anlega mjög mikill hugur á að Koma fram þeim skilningi, sem jeg taldi víst að gæti orðið til að af- stýra heimsvandræðum. En þar var þung-t fyrir. Það er Islendingi ■erfitt. — og þá einkum ef um er að ræða mann, sem ekki er skáld,, heldur náttárufræðingur og heim- •spekingur, ef svo ruætti að orði komast, — að vekja svo víða eftir- tekt á orðum sínum, sem nauð- synlegt -er. Það má því geta nærri, að mjer hefir þótt vænt um, ef heimskunnir menn sögðu eitthvað, sem mjer virt- Hafið þjer athugað hvað þjer getið grætt mik- ið á því að auglýsa í „S t a r f s k r á“ Morgun- blaðsins. Starfskráin birt- ist á hverjum sunnudegi. Tæbifærisverð á 2ja turna silfurpletti. Teskeiðar á 0.75 Desertgafflar á 2.50 Matgafflar á 2.75 Mathnífar á 6.50 Ávaxtahnífar á 3.50 Áleggsgafflar á 2.75 Kökugafflar á 2.50 Sultutausskeiðar á 2.00 Rjómaskeiðar á 2.65 Sósuskeiðar á 4.65 'Sykurskeiðar á 3.50 Ávaxtaskeiðar á 5.00 Kökuspaðar á 3.00 Sardínugafflar á 2.50 Konfektskeiðar 2.50 Margar gerðir. K. Einarsson k Björnsson Bankastræti 11. A TJ G A Ð hvílist með gleraugum frá EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER? ist vera í rjetta átt um þessi efni. En enginn hefir þar, svo jeg viti tit —- að Adam Rutherford einum undanteknum. — betur gert en H. G. Wells, í uýjustu bók sinni: IJm forlög mannkynsins: The Fate of Homo Sapiens, Lon don 1939. II. Því miður hefi jeg ekki sjeð þessa bók sjálfa ennþá; en mjög góð grein um hana er í náttúru- fræðitímarítinu Nature 2. sept. s.l., eftir J. C. H. (sem jeg veit ekki hver er). Yirðist þar tekið fram einmitt það, sem mjer þykir merkilegast í skoðunum. Wells. Hinum ágæta snillingi virðist á- standið hjer á jörðu nú vera orð- ið svo ískyggilegt, að hin mesta hætta sje á afturför mannkynsius og jafnvel aldauða, ef ekki er að gert. Telur hann hráðra aðgerða þörf vera, en þar sje ekki hægt um vik, því að ekkert minna dugi en gersamleg breyting hugarfars- ins. Segir hann hugarfarsbreyt- ingu þessa verða spretta af auk- inni þekkingu, auknum skilningi á tilverunni. Það sem vsrri kyn- slóð er mest þörfin á, að ætlan Wells, er ný upplýsingaralda, lík þeirri, sem varð undirstaðan und- ir framförum 19. aldarinnar. En þó þarf þessi upplýsingarakla, sem bera á mannkynið að hinni fögru og bjargandi framtíðarströnd, að vera miklu stórkostlegri en áður var. Og hann spyr, hvort það sje mögulegt, að þetta geti orðið nú á vorum dögum. III. Það sem mjer þykir alveg sjer- staklega mikilsvert ■ er, að Wells gefur í skyn, ótvíræðlega, að þessi nýja upplýsingaralda verði að leiða til „vísindalegs útsýnis yf- ir h'fið í alheimi: The scientific vision of life in the imiverse“. Er auðskilið að mjer muni þykja vænt um að sjá, hversu nærri hinn ágæti snillingur er þarna kominn þeirri skoðun, sem jeg fyrst hjelt fram- í brjefi mínu til danska vísindafjelagsins vorið 1914, en síðan rækilegar í bók- inni Nýal. Hin nauðsynlega hreyt- ing frá Helstefnu til Lífstefnu verður þegar menn uppgötva líf- ið á stjörnunum og komast í vís- indalegt samband við það. Og án þess þekkingarauka, þeirrar upp- lýsingar, getur sii breyting alls ekki orðið, heldur líður mannkyn- ið undri lok, eftir að ástandið hefir orðið lík&ra og líkara því, sem er á þeim stöðum framlífsins, sem verðskulda að heita helvíti. — Framtíð mannkynsins hefir aldrei verið stofnað í jafn brýnan voba og nú er gert, og ætti það að yeta greitt fyrir tilraununum ti’j að koma á friði, ef þetta væri lýðum Ijóst. Og ætt í þessu efni að mega vænta mikils stuðnings af þessari bók hins víðlesna höfundar, sem ekki síst er frægur fyrir það, hversu oft hann hefir rjett til get- ið um, hvað náin framtíð mundi hera í skauti sínu. 5. okt. Helgi Pjeturss. MORGUNRLA ÐJ Ð Þriðjudagur 31. okt. 1939. Sólmánuður á Aust- fjörðum Eftir Gunnar Thoroddsen Á Fljótsdalshjeraði. C’rá Austfjörðum eru tvær bíl- færar leiðir upp á Fljótsdals- hjerað. Önnur leiðin og sú eldri er frá Reyðarfirði um hinn sann- nefnda Fagradal. Hin leiðin ligg- nr frá Seyðisfirði yfir Fjarðar- heiði, sem er hár fjallvegur og erfiður yfirferðar. Varð sú leið bílfær fyrir fáeinum árum, og hef- ir í sumar verið unnið að því að hlaða upp veginn. Fljótsdalshjerað er víðáttumikið landflæmi, breiður dalur, sem ligg- ur frá norðaustri til norðvesturs, með Hjeraðsflóa fyrir botni. Tvær vatnsmiklar elfur falla norður. Hjeraðið: Jökulsá á Brú, — eða Jökulsá á Dal eins og hún er oftast nefnd austur þar, — og Lagarfljót. Á miðju Hjeraði er Lagarfljót breitt stöðnvatn, afar- djúpt og hin mesta hjeraðsprýði. Við Lagarfljót stendur höfuð- bólið Egilsstaðir, rjett hjá hinni miklu Lagarfljótsbrú, sem er rúm- lega 300 metrar á lengd, og er lang-lengsta brú á landinu. Hún var hygð á árunum 1901—1904. Egilsstaðir eru um flesta hluti miðstöð Fljótsdalshjeraðs. Þangað liggja allar leiðir, og þar mætast vegir frá Reyðarfirði, Seyðisfirði, úr Skriðdal, Fljótsdal og víðar. Egilsstaðir eru mikil jörð og búa þeir bræðurnir Sveinn og Pjetur Jónssynir hvor á sínum jarðar- hluta. Áður bjó þar faðir þeirra, Jón Bergsson, mesti merkishóndi og atorkumaður. Er hann grafinn í heimagrafreit í Egilsstaða- túni. Það er einkennandi nm Fljótsdalshjerað, hversu víða eru þar heimagrafreitir og hefi jeg hvergi sjeð þá jafn víða um land. Má vera, að það stafi af erfiðleik- um á því að koma líkum til kirkju- grafreits eða ef til vill af rótgrón- um gömlum sið. Miklar byggingar eru á Egils- stöðum, svo að slíkra stórhýsa eru fá dæmi á landi hjer. Sveinn hóndi rekur gistihús, sem faðir hans reisti fyrir mörgum árum. Er þar mikill gestagangur, enda staðnæm- ast áætlunarbílar þar altaf. Að sumrinu er þar oft margt dvalar- gesta, er koma til að skoða hið fagra Fljótsdalshjerað. Stórir trjá- garðar eru við bæinn á Egilsstöð- um. Annar þeirra er tuttugu ára gamall, en hinn tiltölulega ungur, og er það hinn frægi trjágarður Sveins á Egilsstöðum, sá sem mest umtal vakti á sínumi tíma. Annars er það mjög sjerkenni- legt fyrir Fljótsdalshjerað, hversu trjágróður er þar mikill og glæsi- legur og trjen hávaxin og þroska- mikil. Á þetta bæði við um hin stóru skóglendi eins og Hallorms- staðarskóg, en það vekur einnig óskifta athygli vegfarenda, hversn víða em trjágarðar heima við bæi, og að þeir ná margfalt meiri þroska heldur en annarsstaðar á landinu. Gunnar Gunnarsson. yrsta daginn, sem jeg dvaldist á Fljótsdalshjeraði, fór jeg með Sveini á Egilsstöðum í bíl hans um Fljótsdalinn, semi liggnr norðan Lagarfljóts, og heimsótti þar ýmsa mæta menn. í Geitagerði bjó lengi Guttormnr Vigfússon al- þingismaður, faðir þeirra Þormars- bræðra, og býr þar nú einn þeirra, Vigfús Þormar, en Sigmar Þormar hefir að undanförnu húið á Skriðu- klaustri, eða „KIáustri“, eins og það er að jafnaði kallað. Fagurt er í Fljótsdalnum, ekki síst á Skriðuklaustri, sem frægasta skáld íslendinga, Gunnar Gunnarsson, hefir nú keypt og tek- ið sjer þar bólfestu. Ileimsótti jeg skáldið og varð margs fróðari um fyrirætlanir hans um byggingar og búskaparháttu á hinni miklu jörð. Var þar í smíSum feikna stórt íbúðarhús. Er það tvær álm- ur, er standa hornrjettar hvor á aðra, og er sú| lengri 27 metrar að lengd, en hin heldur skemri. Þá er í ráði að reisa þar rafstöð mikla og peningshús, sem ætluð ern fyrir 1700 fjár, að því er nágrannarnir herma. En lítið ljet skáldið yfir sjer og fyrirætl- unum sínum. Kvaðst hann ekki vilja telja sig meiri húmann en hann væri, og bætti við hrosandi: „Góður hóndi hefði byrjað á fjár- húsunum, en ekki íbúðarhúsinu“. Gunnar er sjálfur logandi af áhuga um búskapinn og allar þessar fá- gætu framkvæmdir. Hann hefir í sumar húið á hálfri jörðinni og verið: svo önnum kafinn við hú og byggingar, að hann kvaðst varla hafa skrifað staf síðan hann kom heim . Jeg drakk kaffi, hjá þeim hjón- um. Kona skáldsins, sem, er dönsk að ætt og systir konu Einars Jóns- sonar myndhöggvara, er mjög blátt áfram í fasi og búkonuleg, laus við alt prjál og tildur. Gekk liún sjálf um beina, með búrhníf- inn í hendi, til þess að skera nið- ur og smyrja brauðsneiðar handa okkur. ÁHjeraði, og þó einkum í Fljóts- dalnum, er um fátt meira talað en heimkomu Gunnars Gunnarssonar og hinar risavöxnu framkvæmdir hans. Allir verkfærir menn í hreppnum liöfðu í vor og langt fram á sumar stöðuga atvinnu við byggingarnar. En Fljótsdælingum er það ekki aðeins fjárhags- og atvinnumál, heldur stórkostlegt metnaðarmál, að hafa endurheimt þennan fræga son þjóðarinnar og sveitunga sinn heim í sitt eigið hjerað, þar sem hann ólst upp og dvaldist fram til þess tíma, er hann sigldi út, í lönd, ungur, alls- laus og óþektur, en aflaði sjer fjár og frama. ★ æstu viku á eftir ferðaðist jeg allvíða um Fljótsdalshjerað, meðal annars um Fellahrepp og Skriðdal, og hitti að máli marga helstu áhrifamenn flokksins. Enn- fremur fór jeg í Hallormsstaðar- skóg, sem er fagurt og víðáttu- mikið skóglendi og liggur niður að hinu lygna Lagarfljéti. Hús- mæðraskóli er á Hallormsstað, undir stjórn Sigrúnar Blöndal, og sækir þangað á ári hverju fjöldi yngismeyja víðsvegar að af land- inu. Margar kostajarðir eru á Fljóts- dalshjeraði og miklir möguleikar eru þar víða til stóraukinnar rækt- unar og stærri biia. Fann jeg þar eins og víðar mikinn áhnga hjá framtakssömum bændum um að ræktá jörðina og stækka búin. En jeg vii tilfæra hjer orð, sem merk- ur> bóndi Ijet falla við mig, því að þau eru fullkomin sannmæli. -— Orð hans voru á þessa leið: „Það er ekki þorandi fyrir okk- nr að stækka búin. Það heimt- ar meiri vinnukraft, og svo mi-kil tregða og óvissa er altaf um að fá vinnu- og kaupafólk í sveitina. að einn góðan veðurdag stðndum við kannske uppi fólkslausir“. Þetta er vissulega athugnnar- efni fyrir alla hngsandi menn í landinu, ekki aðeins fyrir bænda- stjettina sjálfa, heldnr og þá, sem stunda aðrar atvinnugreinir og húa við sjávarsíðuna. í sama mund, sem bændnr geta varla yrkt jarðir sínar vegna fólksleysis, ganga hundruð og þúsundir manna og kvenna í kaupstöðum og kanp- túnum atvinnulausir, meira og minna á framfæri hins opinbera. Þetta geigvænlega öfugstreymi verður að laigfæra, ef þjóðin á að lifa. Ekkert þjóðfjelag getur stað- ist til lengdar með slíkri endi- leysu. Verslunarmálum þessa hlómlega hjeraðs er þann veg háttað, að hjeraðsbúar sækja öll sín viðskiftí og verslun niður á Reyðarfjörð. Þar ern nokkrar verslanir, en lang- samlega stærst þeirra og voldug- ast er Kaupfjelag Hjeraðsbúa. Má það heita einvalda um verslun og stjórnmál hjeraðsins, því að nú er svo komið verslunarháttum í landi voru, að flest kaupfje- lögin eru ekki aðeins verslunar- einokun eins og gamla einokunin var, heldur eru þau líka orðin að pól itískum. einokunarstofnunum, einkum ef kaupfjelagsstjórarnir eru harðsvíraðir flokksmenn, sem sjást lítt fyrir, þegar um er að ræða að nota hið gífurlega versl- unarvald til pólitísks framdráttar. Talsverð óánægja er meðal Hjer- aðshúa yfir því, að þurfa að sækja alla verslun niður á Reyðarfjörð, og er það ekki síst erfitt og óhag- stætt að vetrarlagi. Væri að flestu leyti hentugra fyrir þá að verslun- armiðstöð væri á Hjeraðinu sjálfu. ★ rá Fljótsdalshjeraði fór jeg sem leið liggur með áætlunar- bíl norður í land. Um Jökuldal er löng leið að fara. Eftir honum fellum Jökulsá á Dal, straum- þungur og ljótur leðjustraumur. En fagurt var að fara yfir Möðm- dalsöræfi í glampandi sólskini og dásamlegu útsýni. Herðuhreið blas- ir við í vestri, eitt fegursta fjall á landi hjer. Þegar fram h.já Herðubreið var komið, fanst mjer, sem jeg hefði kvatt Austurland, eftir dásamlegan sólmánuð í þess- um fagra og fjölbreytilega lands- fjórðungi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.