Morgunblaðið - 31.10.1939, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 31.10.1939, Qupperneq 7
Þriðjudagur 31. okt. 1939. MGRGUNBLAÐIÐ 7 Sfötugur: Eyjótfur Jónsson fyrv. bankastjóri Eyjólfur Jónsson konsúll, fyrverandi bankastjóri á ■Seyðisfirði er sjötugur í dag. Hann er Austfirðingur að ætt, og hefir alið mestan hluta aldurs síns á Seyðisfirði. Hann fór ungur utan og nam skradd- araiðn í Noregi og síðar ljós- myndagerð í Kaupmannahöfn. Settist svo að á Seyðisfirði að námi loknu, rjett eftir 1890, og stundaði báðar þessar starfs- greinar af miklum dugnaði og smekkvísi. Það bar brátt mikið á hinum unga manni í opinberu lífi á Seyðisfirði og í viðskipt- um austanlands. En um þessar mundir var Seyðisfjörður hels'ta samgöngumiðstöð landsins og þaðan voru rekin víðskipti víðs- veg-ar um landið. Voru þeir bræður, Stefán Th. og Eyjólf- air forustumenn um þau við- skjpti. Þegar stofnað var útibú frá íslandsbanka á Seyðisfirði 1906, varð Eyjólfur útibússtjóri. Var það almannarómur að honum færist stjórn þess prýðilega og að hann sýndi í því starfi sjer- staka hyggni, röggsemi og ár- vekni. En þegar hinar pólitísku öldur risu hæðst, hjer á árun- um og grönduðu íslandsbanka, skildi Eyjólfur við útibúið, en hann hafði þá stýrt því í 24 ár. Eyjólfur hefir verið mikið við opinber mál riðinn og gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Engum manni mundi, um Iangt skeið, hafa orðið auðveldara að ná í Seyðisfjarðarkjördæmi en hon- um, en hann gaf þess aldrei kost. En hann hefir setið þar í bæjarstjórn í 36 ár og er það ef til vill mest hjer á landi. Meðan hann og þeir er fylgdu honum að málum rjeðu mestu um málefni bæjarnis, famaðist honum vel. En önnur öfl hafa nú borið hærri hlut um skeið, og minni gifta fylgt. Eyjólfur er mælskur vel, rökviss og allóvæg inn andstæðingum sínum. Hann er glæsilegur maður og hressilegur í framkomu, enda fjörmaður mikill, hnyttinn og glaðvær í kunningjahóp. Hann hefir þó, eins og flestir, orðið að ,,sigla hann nokkuð brattan stundum“, en ekki sjer það, eða hin 70 ár, á honum. Hann er stæltur og hréyfur enn þá. S. Knattspyrnufjel. Víkingur held- nr framhaldsaðalfund sinn í kvöld kl. 8 í Oddfellowhúsinu. 330 þús. dilkum slálrað OOfj þúsund dilkum er búið að slátra á þessu hausti og er það um 20 þús. færra en í fyrra. Slátrun er þó ekki að fullu lok- ið ennþá. Dilkar hafa yfirleitt ver- ið vænni nú, en í fyrra. Meðal kjötþungi þeirra er 14.42 kg., en var 14.21 kg. í fyrra. Mestur meðalþungi dilka var á Hvammstanga, 17.34 kg., þá á Borðeyri. 17.31 kg., Hólmavík, 17.21 kg. í Búðardal var meðal- þunginn 16.41 kg., en þar er nýr- mör allur burtu tekinn, en ann- arsstaðar ekki. Eru þyngstu dilk- arnir því sennilega í Búðardal. Á suðurf jörðunum á Austurlandi hafa dilkar reynst Ijettari nu én í fyrra. Allstaðar. annarsstaðar hafa þeir revnst þyngri. FINNAR OG RUSSAR FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Nohkuð meiri hj a rtsýti i gætir' í Helsingfors. Þar hefir verið tekíð með miklum fögnuði ummælum, sem höfð eru eftir ^Stalin á þá leið, að Rússar hafi engan hug á að skerða sjálfstæði Finnlands. í gær komu 200 finskír söng- menn saman í Helsingfors og gengu til bústaðar ameríska sendi- herrans. Hyltu þéir hann með söng og safnaðist þarna múgur og margmenni. Frá anteríska sendiherrahústaðn- um var haldið til þústaða Norð- úrlandasendiherrauna þriggja og þeir hyltir. Herbergi með húsgögnum, sem næst Mið- bænum, óskast yfir þingtímann. STEFÁN STEFÁNSSON, alþingismaður, Hótel Skjaldbreið. MUNIÐ; Altaf er það best KALDHREINSAÐA ÞORSKALÝSIÐ nr. 1 með A og D fjörefnum, hjá SIG. Þ. JÓNSSYNI Laugaveg 62. Sími 3868. Dagbót? íxj Helgafell 593910317—IV-V —2. Veðurútlit í Ryík í dag: Stinn- ingskaldi á SV. Skúrir. Næturlæknir er í nótt Eyþór Gunnársson, Laugaveg 98. Sími 2111. Næturvörður er í Reykjavkíur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Bifröst, sími 1508, annast næt- akstur næstu nótt. 40 ára er í dag Jakob Magnús- son húsgagnasmiður frá Vopna- firði ,nú til heimilis á Bústaða- bletti 16. Hjúskapur. Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Árna Sigurðssyni Sigrún Júlí- usdóttír og Þóroddur Jónsson stór- kaupmaður. Heimili þeirra er á Hávallagötu 1. Frk. Helga Thorlacius hefir í dag, eftir kl. 5, til sýnis í sýn- ingargluggum Hressingarskálans smurt brauð með allskonar íslensk- um jurtum, grænmeti og osti," er hún hefir útbúið og er á boðstól- nm í skálanum í dag og kvöld. Lúðvík Guðmundsson, Grettis- götu 58, hefir verið veitt löggild- ing til rafvirkjunar við lágSpennu- kerfi í Reykjavík, með vehjuleg- um skilmálum. M, A.-kvartettinn söng í Gamla Bíó á sunnudaginn við húsfylli og bestu viðtökur. Nýju lögin, sem kvartettinn söng, vöktu sjerstaka hrifningu og urðu fjórmennmgarn- ir að endurtaka þau öll. Næsta Söngskemtun M. A.-kvartettsins verður næstkomandi fimtudag kl. 7 í Gamla Bíó. „Litli píslarvotturinn^. Aldrei hefir „Rauða akurliljan“, hin fræga söguhetja Orezy barónessu, Sir Percy Blakeney, verið jafn hætt kominn ög í þessari sögu, er hann freistar að bjarga „Litla písl- arvættinum“, hinum ókrýnda leon- ungi Frakka Lúðvík XVII., úr fangelsinu í Temple. Einn fjelaga hans svíkur hann og gleymir skyld unni, blindaður af ást--en um það fjallar ságan. Hún byrjar í dag og ættu lesendur að fylgjast með frá upphafi, til þess að missa ekkert. úr af hinum spennandi æf- intýrum „Rauðu akurliljunnar", sem allir hljóta að dást að. Alliance Francaise byrjar vetr- arstarfsemi sína í kvöld með fundi í Oddfellow. Ræður flytja þar ræð- ismaður Frakka Voillery, og frk. Thora Friðriksson. Frú Annie C. Þórðarson syngur og síðan verður dansað. Farfuglafundur verður haldinn í Kaupþingssalnum í kvöld kl. Ma.rgt til skemtunar. Ungmenna- fjelagar fjölmennið og takið með vkkur gesti. Skömtunarseðlarnir. í dag eru síðustu forvöð fyrir bæjarbúa, að fá skömtunarseðla fvrir nóvember. I gær var búið að úthluta um 30 þiis. seðlum, af um 37 þúsundum. Skömtunarskrifstofa bæjarins, Trvggvagötu 28, er opin til kl. 7 í kvöld. OOOOOO0000000-0000-« | HarBfiskur 1 | Riklingur | i Vi5in | Y Laugavey i Sími 3566. A X Útbú Fjölnisvog 2. Sími 2555. 0 óoooooooooooooo <x>o Nýja Bíó sýnir þessi kvöldin ameríska kvikmvnd frá Warner Bros, sem látið er mjög vel yfir, enda á hún það fyllilega skilið. Myndin á erindi til margra, bæði fullorðiima og barna, og þó eink- um foreldra, er vanrækja börn sín. Bonita Granville, sem er 15 ára gömul, leikur „vandræðabarnið“ og gerir það prýðilega. Útvarpið í dag-: 19.20 Erindi Fiiskifjelagsins: Hag- nýting fiskiafurða í stórum ver- stöðvum (Ólafur Björusson kaupm.). 20.30 Einar Benediktsson skáld 75 ára,: a) Kvæði (Þorst- Ö. Stephen- son). b) Erindi (Sigurður Nordal próf.), c) Útvarpshljómsveitin leikur. d) Kvæði (Þorst. Ö. Stephen- sen). e) Útvarpskórinn syngur. Atvinnuleysisskýrslur. Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskýrslur fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verka- kvenna, iðnaðarmanna- og kvenna í Goodtemplarahúsmu við Templarasund 1., 2. og 3. nóv. n.k. kl. 10—8 að kvöldi. Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að vera við- búnir að gefa nákvæmar upplýsingar um heimilisástæður sínar, eignir og skuldir, atvinnudaga og tekjur á síðasta ársf jórðungi, hve marga daga þeir hafi verið atvinnulausir á síðasta ársfjórðungi vegna sjúkdóms, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi flutt til bæjarins og hvaðan. Ennfremur verður spurt um aldur, hjúskaparstjett, ómagafjölda, styrki, opinber gjöld, húsaleigu og um það í hvaða verkalýðsfjelagi menn sjeu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum mánaðarlega og tekjur konu og barna. Borgarstjórinn í Reykjavík, 30. okt. 1939. ; , " j Pgetur Halldórsson. Vegna jarðarfarar verður skrifstofa mín lokuð frá hódegi í dag. Ólafur Þorgrímsson, iögfræðingur. Hjer með tilkynnist vinnm og vandamönnnm að ekkjan ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR, frá Hvammi í Kjós, andaðist þann 29. okt. á Landakotsspítala. Aðstandendur. Það tilkynnist að hjarkær eig-inkona mín og móðir, GUÐRÍÐUR GRÍMSDÓTTIR, andaðist að heimili sínu, Leifsgötu 6, 29. þ. m. Sveinn Hallgrímsson. Halldór Sveinsson. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.