Morgunblaðið - 22.11.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1939, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. nóv. 1939. „Allar vörur af þýskum upppruna eða eign Þjóðverja má gera upptækarM Svar Breta við sjóhernaði Þjóðver ja Þjóðverjar tala um „kvíða“ og „tauga- óstyrk“ Breta Frá frjettaritara vorum. . í Khöfn í gær. Mr. CHAMBERLAIN tilkynti í breska þinginu í dag við áköf „heyr“-hróp þingmanna, að Bretar myndu nú grípa til gagnráðstafana vegna hinna þrálátu brota Þjóðverja á alþjóða samþyktum um sjóhernað og fyrirskipa að gerðar skuli upptækar all- ar vörur af þýskum uppruna, og vörur sem eru eign Þjóð- yerja og fluttar eru um úthöfin. AFLEIÐINGAR ÓFYRIRSJÁANLEGAR. Fram til þessa hefir skipum hlutlausra þjóða verið heimilt að flytja óhindrað þýskar útflutningsvörur. Þar sem þessi ákvörðun Breta hlýtur því að koma hart nið- ur á hlutlausum þjóðum, sem skift hafa við Þýskaland, kvaðst Mr. Chamberlain harma það, að ,hinn samvisku- lausi og ólöglegi sjóhernaður Þjóðverja“ neyddi Breta til þess að taka þessa ákvörðun. Þessi ákvörðun Breta, er af kunnugum utanríkismálasjer- frœðingum talin munu hafa í för með sjer örvinglaðar gagn- ráðstafanir af hálfu Þjóðverja. Með útfiutningi sínum til Spán- ar, Austur-Asíu og Ameríku, hafa Þjóðverjar getað aflað sjer gjaldeyris til kaupa á nauðsynlegum hráefnum erlendis. Hjer er því verið að gera tilraun til þess að grafa stoðina undan atvinnu- og viðskiftalífinu í Þýskalandir 1 Þýskalandi er þó í kvöld bent á, að Bretar virðist ekki gera sjer grein fyrir að þeir sjeu ekki einráðir á böfunum. Þjóð- verjar hafi til dæmis Eystrasaltið á sínu valdi og reki mikil við- skifti við Eystrasaltsþjóðirnar. JAPÖNSKU 12 ÞÚS. SMÁL. SKIPI SÖKT. Ákvörðun Breta er bein afleiðing af hinu mikla tjóni, sem skip, sem sigla til Englands hafa orðið fyrir síðustu dagana af völdum tundurdufla í Norðursjó og Ermarsundi. Mr. Chamber- lain sagði ræðu sinni, að síðustu dagana hefðu að minsta kosti tíu skipum verið sökt, samtals um 40 þús. smálestir. Á meðan hann var að flytja ræðu sína, rakst 12 þúsund smálesta japanskt skip á tundurdufl við austurströnd Englands og sökk á 40 mínútum. Farþegum, sem voru 28, og 177 manna áhöfn var bjargað og hafa þeir verið settir á land í Englandi. Síðasta sólarhringinn hefir þrem breskum togurum verið sökt og einu bresku túndurduflaskipi, 550 smálesta. Þýskir kaf- bátar söktu öllum þessum skipum. Engir menn fórust. BRETAR ÓRÓLEGIR. í Englandi er litið svo á, að augljóst sje að Þjóðverjar sjeu að reyna að skjóta breskum sjófarendum skelk í bringu, svo að þeir þori ekki á sjóinn. „En við munum aldrei gefast upp fyrir tilraunum Þjóðverja, til að hræða okkur“, sagði forstjóri Fleet- wood-togarafjelagsins, sem átti alla þrjá togarana, sem sökt hefir verið. „The Times“ viðurkennir í dag, að tjón það, sem orðið hafi á breskum siglingaleiðum síðustu dagpn gefi tilefni til nokkurs kvíða. En blaðið segir þó að eyðileggingar af völdum tundurdufl- anna sjeu þó ekki meiri en á stríðsárunum 1914—1918. „DULARFULL TUNDURDUFL“. Mörg Lundúnablaðanna koma fram með tilgátur um það í dag að hin „dularfullu tundurdufl“, sem þau kalla avo, en það eru duflin, sem mestum eyðileggingunf hafa valdið síðustu dag- FRAMH. Á SJÖTTXJ SÍÐU. Næsta spor Hitlers Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Hitler ræddi í morgun við yfirmenn landvarnanna, þ. á. m. von Raeder stór- aðmírál og von Keitel yfir- mann þýska herforingja- ráðsins, auk annara tiginna þýskra herforingja. Síðustu dagana hefir Hitler hvað eftir annað rætt við yfirmenn þýska hersins og flotans, þ. á. m. við Göring marskálk. * í hernaðartilkynningum Þjóðverja og Frakkaíkvöld er sagt frá vaxandi stór- skota einvígi og miklu ann- ríki loftvamasveita á vest- urvígstöðvunum. I hernnaðartilkynningu Frakka segir, að þýsk flug- vjel hafi verið skotin nið- ur við landamærin Rín er nú í vexti og hafa báðir aðilar orðið að hverfa úr nokkrum vígstöðva sinna ★ í fregn frá París segir að franska hermálastjórnin hafi fengið áreiðanlegar upplýsingar um að Þjóð- verjar hafi ætlað að hefja stórfelda sókn á vesturvíg- stöðvunum dagana 12.— 14. nóv. Enn af ókunnum orsök- um var þessari ákvörðun breytt. ÍHIutlausu þjóðirnar hafa mist 49 skip Osló í gær. Ef meðtalin eru skip þau, sem sökt hefir verið sein- ustu dagana, er alls búið að sökkva 49 skipum, sem voru eign hlutlausra þjóða, og voru þau 152,649 smálestir að stærð. Skiftast þau á 12 lönd. Noregur hefir mist flest skip eða 12, næstum 36,000 smálest- ir samtals. Ófriðárþjóðirnar hafa mist 400,000 smálestir og nemur skipatjónið því alls um 550,000 smálestum, eða 1% af kauþ- skipaflota heimsins miðað við smálestatölu. NRP—FB. Tilræðismaður- inn (Þjóðverji) í Múnchen handtekinn Hefir játað Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. HIMMLER, yfirmaður þýsku leynilögreglunn- ar tilkynti í dag, að tilræðismálið í Munchen væri upplýst. Þýskur maður, Georg Else að nafni, 36 ára gamall, hefir játað að hafa unnið hermd- arverkið. BRESKA LEYNIÞJÓNUSTAN. Samtímis tilkynti úimmler» að tveir starfsmenn bresku leyniþjónustunnar (Secret Service) væru í varð- haldi, grunaðir um að vera í vitorði með tilræðismann- inum. Hinir bresku leyniþjónustumenn eru nafngreindir. Er sagt að þeir hafi verið handteknir við landamæri Hollands og Belgíu kvöldið sem alvarlegur árekstur varð þar fyrir skömmu og sagður var hafa verið milli þýskra landamæravarða og Hollendinga. Er með þessu gefið í skyn að þeir hafi verið að reyna að egna til styrjaldar milli Hollendinga og Þjóðverja. OTTO STRASSER UPPHAFSMAÐURINN 1 tilkyningunni segir, að þýskir S. S. menn hafi um langt skeið verið í sambandi við flugumenn bresku leyniþjónustunnar, án þess að Bretar hafi vitað við hverja þeir áttu. í Englandi er öll þessi tilkynning sögð blátt áfram óskiljan- leg. Himmler segir í tilkyningu sinni að upphafsmaður tilræðisins sje Otto Strasser, þýskur flóttamaður og fyrverandi nasistafor- ingi, sem nú dvelur .í París. NEITAÐI 1 SEX DAGA. Georg Else var handtekinn sömu nóttina og tilræðið var framið, aðfaranótt 9. nóvember. En hann neitaði að vera nokkuð við glæpinn riðinn. Það var ekki' fyr en á sjötta degi, sem hann hvarf frá þess- ari þrálátu neitun sinni, en þá varð hann að beygja sig fyrir hinum óyggjandi sönnunargögnum, sem borist höfðu gegn honum, segir í tilkynningunni. Georg Else hefir 'játað að hafa komið fyrir vítisvjel í einni af súlunum, sem ber uppí loftið í bjórkjallaranum (áður hefir verið upplýst að þessi súla var rjett við ræðustól Hitlers). „Fljúgandi blýanlur" Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Prjár breskar flugvjelar skutu í dag niður þýska tveggja hreyfla Dornier flug- vjel af þeirri gerð, sem kölluð befir verið „fljúgandi blýant-! urinn“. i Flugvjelin steyptist í sjóinn; við austurströnd Englands. Bretar segjast nú hafa skot- ið niður 20 þýskar flugvjelar yfir Englandi. Vítisvjel þessi var fest við klukku og var hægt að stilla hana þannig, að vjelin spryngi alt að 144 klst. (eða sex sólar- hringum) eftir að búið var að ganga frá henni. Else byrjaði að undirbúa glæp sinn þegar í ágúst, segir í til- kynningu Himmlers, eða áður en stríðið byrjaði. Nóttina milli 3. og 4. dagsins áður en vítisvjelin sprakk, kom Else henni fyrir í súlunni í bjór- kjallaranum. Eftir það hjelt hann burtu frá Múnchen og ætlaði að flýja yfir til Sviss. En hann kom aftur til Mún- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.