Morgunblaðið - 22.11.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.1939, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐ.IÐ Miðvikudagur 22. nóv. 1939- KVEflDJÓÐIN OQ MEIMILÍN Helga Sigurðardóttir: Kartaflan barf rjetta meöhöndlun Annars tapast C-fjörefnið og önnur dýrmæt efni Tvær meðal-kartöflur eru 100 gr. og þau innihalda: 2 gr. eggjahvítuefni, 19. gr. kolvetni. Það gefur 85 hitaeiningar og kosta 0.03 aura. Þar að auki 14 mg. kal- síum, 58 mg. fosfór, 1 mg. jáxn, 20 alþjóðaein. A-vitamin, 25 Bt, 300—500 C-vitamín. Kartöflurnar eru komnar frá vesturhálendi Suður-Ameríku hing að til álfunnar 1584. Björn pró- fastur Halldórsson í Sauðlauksdal reyndi fyrstur manna að rækta kartöfluna hjer á landi, árið 1759. Smám saman lærði fólk svo að rækta þessa ágætu fæðutegund, en ekki varð hún alment ræktuð fyr en mikið seinna. Nú mun kart- ■aflan vera ræktuð á öllum heim- ilum landsins, sem nokkurn garð- hlett hefir, því nú er tíminn sá, að kartaflan er talin nauðsynleg til miðdegisverðar alt árið, jafnt hjá fátækum sem ríkum. Hjer fyrrum var kartaflan borð tið sem bragðbætir með kjöti og fiski. Svo breyttist sú skoðun og kartaflan var borðuð til fylla. En nú vitum vjer, að kartaflan er «kki einungis til bragðbætis og fylla, heldur er hún mjög holl fæðutegund, sem nauðsynlggt er að við borðum daglega af 3—400 gr., því hún inniheldur mikið af H-vitamíni, og er það einmitt það vitamín, sem frekast mun skorta j í okkar fæðutegundum. Þessvegna I hefir það mikla Jiýðingu, að kart- ' öflurnar sjeu rjett soðriar og rjett matbiinar, svo að þær tapi sem minstu af þessu verðmæta efni. Kartöflur soðnar með flusinu tapa 10% af C-vitam. við suðuna. Bíði soðnar kartöflur í 2 klst., hafa þær tapað helming af sínu Ovitamín-magni. Eftir 4 klt. rúmlega J4 eftir af C-vitam. eftri 6 klt. eru þær næstum snauð-1 ar af C-vitamíni. Þetta kemur af því, að C-vitamín þolir ekki áhrif loftsins. Þessvegna er nauðsynlegt, að aldrei sje soðið nema hæfilega mikið til hverrar máltíðar. Takið eftir Þrátt fyrir hina miklu verð- hækkun á öllu garni seljum við ennþá Kven-Golftreyjur á kr. 13.50. fflín Laugaveg 10. Hjer á eftir fylgja nokkrar leið beiningar um suðu á kartöflum og kartöflurjettir. Soðnar kartöflur (á rafmagni). 1 kg. kartöflur. iy2 dl. vatn. 1 matsk. salt. artöflumar eru burstaSar og þvegnar úr köldu vatni, settar í pott, þær stærstu eru látnar á botn- inn, saltið er sett út. í vatnið og helt yfir kartöflumar. Potturinn er látinn á hæsta straum á minstu plötunni, þegar sýSur er sett á minsta straum í 5 mín. Þar næst er straumurinn tek- inn af og kartöflumar látnar standa á plötunni í 15 mín. Yerið ekki að lyfta hlemmnum af pottinum, það dregur úr hitanum. Þegar borða á er vatninu helt af kartöflunum, pott- urinn látinn hlemmlaus á hita, svo alt vatn gufi af þeim, flysjaðar og bom- ar sjóðandi heitar fram. Sjeu kart- öflumar soðnar flysjaðar tapa þær alt að 50% af sínu C-vitamin magni, þessvegna er sjálfsagt að hagnýta kartöflusoðiS í súpur eða sósur t. d. sjóði maður flysjaðar kartöflur í upp stúfning, er rjettast að sjóða þær í mjólkinni og jafna þær síðan á venju- legan hátt. Bakaðar kartöflur. Jafnstórar kartöflur em burstaðar og þvegnar mjög vel, síðan þerr- aðar með línklút. Gróft salt er sett í brauSskúffuna, þar er kartöflunum raðað þjett saman. Sú hlið á kart- öfluntim, sem upp snýr, er skorinn kross Vilji maður hafa kartöflumar sjer- staklega ljúffengar, er agnarlítill smjörbiti látinn á hverja kartöflu í skurðinn. Skúffan látin inn í heitan ofn og bakað þar til kartöf'lumar eru gulbrúnar. Einnig má láta kartöflurn- ar inn í kaldan ofn. Þessar kartöflur eru borðaðar með allskonar mat, einn- ig má borSa þær sem sjálfstæSan rjett meS hrærðu smjöri. Þannig tilreiddar kartöflur tapa mjög litlu af sínu verðmæti. Kartöflumar em mátulega steiktar, þegar það hvíta fer að koma út úr þeim. Hentugt er, Lanolin-púður á brúna og sólbrenda húð. Lanolin-skinfood. Dagkrem í eðlilegum húðlit. sjeu 4—5 manns í heimili að setja kartöflurnar í annan endann á skúff- unni, láta fisk í form eSa eldfast mót og annaShvort steikja hann eða brúna þar í hinum endanum á skúffunni. Kartöfluostabúðingur. 10—12 nieSal kartöflur. 150 gr. ost ur. y2 1. mjólk. artöflurnar þvegna, flysjaðar og skornar í jafnar sneiðar, ostur- inn skorinn í bita, búðingsmót eða kökumót er smurt með smjöri, þar í er raðað kartöflusneið'unum og ostaJbit- unum í lögum og síðast er mjólkinni helt yfir. Mótið látiS inn í vel heitan bakaraofn og bakaS þar til það er gul- brúnt, borSaS strax til kvöldverðar eða miSdagsverðar með hrærðu smjöri. Kartöflubuff. 1 kg. hráar kartöflur, salt og pipar. 70 gr. tólg. 50 gr. smjör. 80 gr. laukur. artöflurnar era flysjaðar og skora- ar í frekar þykkar sneiðar, þær verða að vera stórar. SneiSamar em þerraðar og salti og pipar stráð á þær. Xólgin er hituS þar til rýkur úr henni, þá em karótflusneiSarnar brúnaðar mó- brúnar, smjörið látið á og þær steiktar við hægan eld, þar til kartöflumar eru gegnumsoðnar. RaðaS upp á fat, lauk- sneiðarnar brúnaðar, smjörinu og laukn- um helt yfir kartöflurnar, borðað meS grænmetisjafning. Best er að hafa grænkálsjafning með. Kartöflumjólkursúpa. 6—7 meðal kartöílur. 1 líter vatn eða kjötsoS. 4—5 gulrætur. x/2 1. mjólk. 20 gr. smjör. 20 gr. hveiti. Salt og pipar. I artöflumar flysjaSar, skornar frekar smátt, soðnar í vatninu með saltinu eða kjötsoði, þegar sýður tru gulrætumar heilar settar út í alt soðið í 15 mín. Gulrætumar teknar upp úr og skornar smátt, smjörið brætt, hveiti hrært út í og þynt út meS kart- öflunum og soðinu. Best er að hræra í meS þeytara, svo kartöflubitarnir fari sem best í sundur, mjólkin láin ú í soS- ið í 5 mín., salt og pipar er látiS í eftir smekk, og "síðan gulrætumar. í staðinn iyrir gulrætur er ágætt að hafa rófur. • Kartöflusalat. 1. kg. kartöflur. 100 gr. smjör. 1 lauk- ur. Salt, pipar og sykur. Kjötsoð eða v.itn og edik. artöflumar soðnar. fylsjaSar, skomar í sneiðar. Nauðsynlegt er, þ;cr sjeu vel sneiSfastar. Laukurinn , flvsjaSur og saxaður, smjörið, soðið, edikið og krj’ddið soSið saman í pott- irn,m í 5 mín., þá em kartöflusneiðamar hitaðar gætilcga þar í. KartöflusalatiS borSað með brauði til kvöldverðar, einn- ig er það ágætt með kjöti, fiski eða errænmetisrjettum. ■■■■■■iniiniiiiM A O G A Ð hvíllst Tl|IC| í tneö gleraugum frá * I! L LI. er Hlýr ullarkjóll cr auðvitað nauðsynleg flík, þegar kólna fer í veðri. Ullarkjólarnir í vetur eru ýmist sjerkennilegir vegna frumlegs munsturs í efni og litasamsetningi, eða meira er lagt upp úr sjálfu sniðinu. Að ofan t. v. er klæðilegur kjóll fyrir ungar stúlkur, þröng- ur að ofan, með feltu pilsi. Ekk- ert skraut er á kjólnum, nema ein beltisspenna, enda skreytir efnið sig sjálft. T. h. (að ofan) : Kjóll frá Robert Piguet, sem er meistari í að búa til svona kjóla með þröngum flauelsblúsum og íeltum pilsum, eða til þess að sýna að hann hafi sjeð fyrir hina væntanlegu „lífstykkja- tísku“. T. h. (að neðan) : Dökk- rauður angóraullarkjóll með sjerkennilega fallegu sniði. — Kjóllinn er lagður leggingum úr öðru efni, svo að línurnar í honum koma enn betur fram: Breiðar axlir, mjótt mitti og stutt og vítt pils. Grænir tómatar Nú er hægt að fá með viðun- andi verði græna tómata, og er því tækifærið til að sulta þá súra og borða þá með kjötrjett- um. Hjer er uppskrift að grænum tómötum, sem þarf mjög lítið af sykri í. Sýrðir tómatar. 2—3 kg. graenir tómatar. 2 dl. edik. 6 dl. vatn. Ediklögur. 1 I. edik (það má ekki vera sterkt). 150 gr. sykur. Tómatarnir þvegnir, kross skor- inn í þá hjá leggnum. Látnir á gatasigti og heitu vatni helt yfir þá. Salti stráð yfir og þeir bíði til næsta dags. 2 dl. edik og 6 dl. vatn er soðið. Tómatarnir soðnir þar í, í 2 mín. Teknir upp úr og köldu vatni helt yfir þá. Tómöt- unum raðað í hreina krukku, ed- iklögurinn er soðinn í 5 mín. og lielt yfir tómatana. Bíði í 4 daga. Þá er leginum helt af og hann soð inn í 10—20 mín. Ef tómatarnir eru frekar liarðir, er legínum helt heitum yfir. Sjeu þeir mjúkir, er lögurinn látinn kólna. Smjör- pappír bundinn yfir ltrukkuna. Þannig soðna tóinata má geyma allan veturinn. H. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.