Morgunblaðið - 22.11.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.1939, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ é Miðvikudagur 22. nóv. 1939* Svar Chamberlains við sjóhernaði Þjóðverja FRA3VIH. AF ANNARI SÍÐU. ana, sjeu leynivopn það, sem Hitler talaði um að Þjóðverjar hefðu í fórum sínum, í ræðunni sem hann flutti í Danzig í september, fyrstu ræðunni, sem hann flutti eftir að stríðið hófst. ,,The Times“ gerir ráð fyrir að breska stjórnin mun nú vinda bráðan bug að því, að efla tundurduflavarnir sínar og að smíði tundurduflaveiðiskipa, sem unnið er að í skipasmíðastöðvunum í Kanada, verði hraðað. Kyrð og ró;j í Prag Það var opinberlega til- kynt. í Prag í kvöld, að . ,: herlögin, sem sett voru þar fyrir nokltrum dög- um, hafi verið numin úr gildi. í þýskri fregn segir, að ró og friður ríki nú aft- ur í Bæheimi og Mæri. Sviksemi í sambandi við happdrættismiðs hj æstirjettur kvað s.l. föstudag upp dóm í málinu: Rjett- vísin gegn Alfred Hólm Bjöms- syni. Málavextir eru: Vorið 1938 sendi stúlkan Unn- ur Sigurðardóttir, þá til heimilis' á Sjnio^flióli í, Borgarfirði, nefnd- ram AJfred Hólm Björnssyni í brjefltjÍrðungsmiða (C 12798) í Happdrætti Háskólans og bað iánn að endurnýja þá og þar til húnæmi til Reykjavíkur. Unn- nr kvaðst hafa sent í brjefinu 5 kr. seðil til að endurnýja fyrir, en AJfred néitaði að hafa fengið nokkra peninga í brjefinu. Hann endut-nýjaði happdrættismiðann í eða ? skifti. Um sumarið fór íánn ‘til dvalar að Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi. Þangað kom í ágústlSánuði Sigurborg Sigurðar- (dottir húsfreyja, Hellisgötu 7, .Hafnarfirði, en með dóttur henn- laf á Alfred sveinbarn, Björn Béynír áð nafni. Eitt sinn meðan Sigurborg jdvaldi að Stóra-Hofi, sá hún happ 'drættismiðann hjá Alfred og jspurði ihvort hann ætti miðann. j Gaf hann ekkert út á það, en sagði jávo, að „Bjarni“ ætti miðann. Gat j Þess um leið, að nú gæti hann ekki lengur framlengt miðann. Spurði þá Sigurborg hvort liún j mætti ekki eiga miðann. Játaði AJfred því. Sagði þá Sigurborg, að ! best væri að hann gæfi Birni Reyni miðann; játaði Alfred því ög afhenfi Sigurborgu hann. Hún endurnýjaði svo miðann fywr^ptem ber og október. I októ berélrádfirnim unnust á miðann 125 . kr. Sigurborg tók á móti vinn- ínghtnh^bg eyddi til sinna heimit- lisþarfa. *j Eftir að októberdráttur hafði farið fram kom fyrnefnd Unnur Sigurðardóttir til Rvíkur og konnst að raún um, að unnist hefðu 125 kr. á hennar miða. Tilkynti hrin svo mál þetta lögreglunni. Undirrjettur (lögreglustj. í Rvík) heimfærði brot Alfreds und ir 255. gr. hgnl. og dæmdi hann í 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Rjettvísin áfrýj- aði. Hæstirjettur heimfærði brotið undir 259. gr. hgnl. og dæmdi á- kærða til að greiða 200. kr. sekt í ríkissjóð. Hæstirjettur taldi aðfinsluvert í meðferð málsins, að eigi skyldi reynt að afla brjefs Unnar, og að hún skyldi ekki látin staðfesta með eigi skýrslu sína um sendingu 5 kr. seðilsins. Sækjandi málsins var Garðar Þorsteinsson hrm. og verjandi Gunnar Þorsteinsson hrm. í Englandi er litið svq,. á, að Þjóðverjar sjeu nú búnir að viðurkenna, að það sjen þeirra tundurdufl, sem valdið hafi tund- urduflatjónum í Norðursjó síð- ustu dagana. Benda Brefar til um- mæla þýsku stuttbylgjustöðvarinn- ar, Köín ' og Zeesen, en hún sagði í kvöld, að hlutlausu þjóð- irnar gætu Bretum um kent, ef þær yrðu fyrir hörðum búsifjum, þar sem .það hafi verið þeir, sem byrjuðu hafnbannið. En það sje ekki nema eðlilegt,, að Þjóðverjar grípi til strangra gagnráðstafana, þótt það komi iíkai h ar.t niður á hlutlausu þjóðnnum. 'o. Eins og sáð er, þannig munu menn uppskera, sagði iitvárpið. í svipuðum anda skrífa nokkur þýsk blöð í dag. Veikleiki Breta. „Völkisebér Beobachter“ segir þó, að ásakanir Breta í garð Þjóð- verja sýni ekki annað en að Bret- ar sjeu hræddir óg taugaóstyrkir._ þær sýni ekki veikleika bjá Þjóð- verjum, heldur þvert á móti hjá Bretum. Frá hlntlausri þjóð, Bandaríkj- unum, kemur fram sú'skoðun (í „New York Times“), að hugsan- legt sje, að vestanstonmurinn hafi rifið upp bresk.tundurdufl, svo að þau hafi farið á rek, en líklegra telur blaðið þó, að Þjóðverjar hafi lagt fljótandi dynamiti við strend- ur Englands til þess að hræða skip hlutlausra þjóða frá því að sigla til breskra hafna. Á þann hátt ætli Þjóðverjar að neyða hlutlausu þjóðirnar til þess að versla við sig. Blaðið bendir á, að Þjóðverjar hafi nýlega boðað, að þeir myndu beita öllum ráðum til að sigrast á hafnbanni Breta. Ræða Chamberlains. í ræðu sinni í breska þinginu í dag rökstúddi Mr. Chamber- lain ákvörðun Breta um að grípa til gagnráðstafana, með því, að Þjóðverjar hefðu frá upp hafi stríðsins virt allar sjóhern- aðarreglur vettugi. Pyrsta brot þeirra hefði verið að sökkva Atheniu. Nú að síðustu hafi þeir f)ver- brotið Haagsamþyktina frá árinu 1907, sem þeir hefðu þó skrifað undir og lýst yfir nú síðast 17. septembér, að þeir ætluðu að halda. í þessari samþykt væri svo á- kveðið, að ófriðarþjóðir skyldu leggja tundurduflum sínum þánn- ig, að friðsamar þjóðir gætu hald- ið áfram siglingum. Þetta væri meginkjarni Haagsamþyktarinnar^ Hugsunin sem á bak við lægi væri sú, að tundurduflin gerðu engan mun á herskipum eða flutninga- skipum, skipum ófriðarþjóða og friðsamra, þjóða. I Haagsamþyktiuni væri ið að tilkynt skyldi þegar hvar væru tundurduflasvæði, enn- fremur að tundurdufl skyldu lögð þannig, að ef þau slitnuðu npp, þá yrðu þau skaðlaus, og að ef lagt væri reki-duflum, þá skyldu þau vera þannig, að þau yrðu skað- laus klukkustundu eftir að tund- urduflaskipin sleptu þeim. Öll þessi fyrirmæli hefðu Þjóð- verjar þverbrotið. Hornafjarðar- skipið FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. plankar, partar úr lestahlerum o. þessh. En ekkert benti til þess, að, nokkuð væri farið að losna um farminn í lestunum, sje hanU að einhverju léyti óbrunninn, ekkert rak, sem Shægt var að marka af, hverskonar farmur hafi verið í skipinu. Eru menn að geta sjer þess til, að þarna sje um flutn- ingaskip. að ræða, sem hafi verið iheð birgðir handa kafbátum eða öðrum herskipum. En þessi til- gáta hefir enga staðfestingu feng- ið. Það þóttust menn greinilega sjá úr landi á mánudag, að skipið var mjög hlaðið. Þeir Hornfirðingar töldu, að flutningaskipið hefði ekki verið nema um 2000 smálestir að stærð. En er heimildarmanni hlaðsins að fregnum þessum, Gunnari Snjólfs- syni, var skýrt frá, að þýskt skip með því nafni, sem var á nafna- skiltunum, ætti að vera yfir 4000 smálestir, taldi hann að vel gæti verið að menn hefðu litið smærri augum á smálestatölu þess en rjett var, vegna fjarlægðarinnar. En miklu var herskipið stærra en flutningaskipið. Á þriðjudagsmorgun sást her- skipið úr Hornafirði framundan Stokkanesi. Og rjett fyrir rökkrið sást það enn, þá ekki langt und- an landi. Fleiri skip. Prá Húsavík var hlaðinu símað í gær, að undanfarna daga hefði stórt herskip sjest hvað eftir ann að fyrir Norðurlandi austanverðu, stundum út af Langanesi. Frá tog- araskipshöfnum hefir frjest, að mjög stórt vopnað skip hafi ver- ið út af Vestfjörðum undanfarna daga. Lausafregnir bárust. blaðinu í gær um það, að kafbátur átti að hafa sjest á mánudag frá Öræf- um. Neyðarskeyti heyrðust frá skip- um bæði á laugardag og þriðju- dag og liefir hlaðið frjett tilgát- nr um, að *skip þau hafi verið útáf Vestfjörðum. En um nöfn skip- eða annað í sambandi við hefir ekki frjest. ákveð- 1 anna í stað i neyðarskevtin Þrjár (alvar- legar) fregnir um Finnland Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. rönsk frjettastofa birtir fregn frá frjettaritara sín- um í Moskva á þá leið, að þýska stjórnin hafi látið tjá stjórn Finnlands að eins og sakir standa, geti engrar aðstoðar verið að vænta frá Þjóðverjum til handa Finnum gegn kröf- um Rússa. 1 frjettinni segir að þýska stjórnin hafi ráðlagt Finnum að láta undan, því að Rússar sjeu staðráðnir í því að fara sínu fram hvað sem það kosti. ■ jr iVr'i.r s t\ ★ 1 skeyti frá London í dag segir, að Rússar hafi tilkynt Fínnum, að þeir muni í engu hvika frá kröfum sínum og væri þeir staðráðnir að tryggja sjer það, að friður1 yrði ríkj- andi við Finska flóann (skv. FtJ). ★ Það frjettist í dag, að rúss- neski flotinn í Eystrasalti er þyrjaður æfingar. Flotaforingi Rússa rjeðist í gær á Finnland og komst þann- ig að orði, að „þaðan heyrðist ekkert nema vopnaglamur“. Hann sagði að rússneski flot- inn hefði Eystrasalt á valdi sínu. (Samkv. FÚ). Mórinn FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. unninn er erlendis með góðum árangri. 4) að allar líkur benda til þess, að með bættum vinnubrögðum megi framleiða hjer mó, sem kept geti við kol um, verð á venjulegum tímum, og koma þar fyrst til álita þeir staðir, þar sem kol eru dýrust vegna hárra flutningsgjalda, gott mó-" land nærtækt og markaður svo imikill, að vjelavinna beri sig. Með tilliti til þess^ s§m nú er talið, þykir augljóst, að stefna heri að því að auka mótekju í land- inu, einkum á tímum slíkum sem þeim, er nú standa yfir. Er í frv. gert ráð fyrir, að bæjar- og sveit- arfjelög beiti sjer fyrir mótaki, annaðhvort með því að reka það sjálf eða útvega þ.að til afnota fyrir íbúa sína. I mörgum kanp- stöðum og kauptúnum fer það þrent saman, að kol eru dýr, að eldsneytisþörfin er nægilega mik- il til fjelagslegra aðgerða, og að ájá verður mönnum fyrir atvinnu. Virðist því eðlilegt, að .á slíkum stöðum verði atvinnubótavinna lát in ganga til þess að afla eldsneyt- is, að minsta kosti meðan ófrið- urinn stendur yfir. Nú er það auðsætt, að árangur mótekjunnar veltnr fyrst og fremst á móland- inu, hversu gott það er og nær- iækt fyrir notanda, og er frv. ætlað að tryggja það, að hæjar- og sveitarfjelög geti fengið hent- ugt mótak við sanngjörnu verði“. Litli filasmalinn barnabækur, önnur þeirra, sem er gamall kunningi, „Gulliver í Puta- landi“, en hin eftir hinn heims- fræga breska skáldajöfur Rudyard Kipling og heitir „Litli l'ílasmal- inn“. Þótt bók þessi hafi ekki verið gefin út hjer áður, eru þetta þó ekki fyrstu kynnin okkar af „Litla fílasmalanum“, því að efni hókarinnar hefir verið tekið á kvik mynd, sein sýnd hefir verið ’hjer við miklar vinsældir. Er bókiú' prýdd mörgum ágætum myndum ÚTi þessari kvikmynd. Öll börn munu hafa gaman af að fylgjast með ævintýram Toomais litla, og fílahjarðarinnar hans, fylgja honum á fílaveiðar, og sjá með honum fílana dansa, og frá þessu er sagt með sniíli þreská skáldsins og snúið á gott íslenskt mál. Það eru líka aðrir en börnin sem munu hafa gamap af þessu fallega kveri, margir fullorðnir munu hafa ánægju af því að kynn- ast þessum litla þætti úr þjóðlífi langt austur í Indlandi. Hinni bókinni, „Ferðum Gúlli- vers“ þarf ekki að vekja sjerstaka athygli á, að hún er svo gamal- kunnug, þótt hún hafi verið ófá- anleg hjer um langt skeið. „Ferðir Gúllivers“ eru fjórar og er það fyf-sti kafliún, sem nú hefir verið gefinn út „Gúlliver í Putalandi“. Jonathan Swift, sem er éihh áf frægnstu rithöf. Breta, segir í þess- ari bók frá því er 'Gúlliver herst á land á óþekta strönd, þar sem búa putar, ekki hærir í loftinu en sex þumlungar. Giilliver verður vinur putanna og segir síðan frá dvöl sinni með þeim. Útgefendur gera ráð fyrir að gefa hráðlega út annah kaflánrt „Gúlliver í Risalandi“. Báðar þessar bækur, sem hjer hafa verið nefndar, eru þess verð- ar, að mælt sje drengilega með þeim. TILRÆÐIÐ í MÚNCHEN. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. chen til þess að fullvissa sigr um að alt væri í lagi. Komst hann aftur inn í bjórkjallaraim ■ aðfaranótt 8. nóv. og gekk þá. úr skugga um að klukkan gengi áfram. Daginn sem tilræðið var ‘framið borðaði hann árdegisverð í Búrgerbráukjallaranum. En síðar um daginn fór hann aftur frá Múnchen og ætlaði um nóttina að flýja yfir landa- mærin til Sviss. En þá var hann handtekinn. í tilkyningu Himmlers er skorað á almenning í Þýska- landi að láta Gestapo í tje allar upplýsingar um Georg Else. K. F. U. M. og K. Hafnarfirði, Æskulýðsvilcan heldur áfram. I kvöld talar Árni Sigurjónsson. Söngur og hljóðfærasláttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.