Morgunblaðið - 22.11.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.11.1939, Blaðsíða 3
Mijðyikudagur 22. nóv. 1939. M 0. R G U NBLAÐIÐ 3 Sjóhernaðurinn Tundurskevtum sko-t'ifi. Mór til þúsunda ára I landinu Iðnaðarnefnd neðri deildar flyt- ur frumvarp um mótak. Er bæjar- og sveitarfjelögum þar veittur rjettur til að vinna mó á annara landi, eftir nánari reglum. Gjald fyrir mótak skal ákveða j með mati -tyeggja manna og skip-1 ar f atvinnumálaráðherra annau, en Búnaðarfjelag íslands hinn. Skjóta má matsgjörð til yfirmats, sem skipað er 3 taönnum, tveim til- nefndmn á sama hátt og við und- irmatið, og formanni, sem Hæsti- rjettur tilnefnir. Akvíuði er í frumvarpinu sem segir, að sá sem fengið hefir mó- laud til afnóta, skuli skyldur að Skila því fullhúnu til ræktunar. I greinargerð frumvarpsins seg- ir m. a.: „Síðastliðið sumar tókst rann- sóknanefnd ríkisins á hendur að rannsaka mótak í landinu. Þegar ófriðurinn skall á, var hert á þess. um rannsóknuta eins og verða mátti, þar sem auðsætt þótti, að kolainnflutningur mundi torveld- ast til muna eða jafnvel hindrast að fullu. Síðan hafa mómýrar ver- ið mældar í nánd við flesta kaup- staði og kauptún á fandinu, en at- viníiudeild háskólans hefir efna- greint móinn og ákvarðað hitagikli hans. Rannsóknuta þessum er raun ar ekki lokið, en þó hafa þær leitt í ljós: 1) að í landinu er mótak svo mik- ið, að nægja mundi þjóðinni um nokkur þúsund ár með þeirri eldsneytisþörf, sem nú er, enda þótt mór væri notað- ur einvörðungu. 2) að í námunda við flesta kaup- staði og kauptún er nægilegt mótak til notkunar um langa framtíð. 3) að mórinn er yfirleitt góður og þolir samanburð við mó, sem FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Frumsýning á „Sherlock Holmes“ annað kvöld Bjarni Björnsson. P BUMSÝNING verður annað Á kvöld á leikritinu „Sherlock Holmes“, sem Leikfjelagið sýnir. — Aðalhlutverkið, leynilögreglu- manninn mikla leikur Bjarni Björnsson, en leikstjóri er Brynj- élfur Jóhannesson, sem einnig hef- i-r smáhlutverk með höndum. Leikrit þetta er gert af Áime- ríkumanninum William Gillette, eftir hi'nmi) heiinsfrægu leynilög- reglusögum A. Conan Doyle. Er þetta mikið leikrit, því leikendur eru um 20 talsins. Leikritið „Sherlock Holmes“ hefir verið leikið hjer áður í bæn- um og- einnig úti á landi og hvar- vetna hlotið hinar rnestu vinsæld- ir. Það var fyrst leikið hjer í Reykjavík árið 1906 og Ijek Jens Waage þá aðalhlutverkið. Síðan var það leikið aftur 1912 og ljek Bjarni Björnsson þá aðalhlutverk- ið eins og nú. Meðal leikenda að þessu sinni, auk þeirra, sem taldir hafa verið, eru Tómas Hallgrímsson, sem leik ur Moriarty, stigamannaforingja, Emilía Indriðadóttir og Guðlaug- ur Guðmundsson, Edda Kvaran, Alfred Andrjesson, Ævar Kvaran og Jón Aðils, svo nokkur nöfn sjeu nefnd. Hornaf jarðarskipið sennilega þýskt undir norskum fána Klofið í tvent á Þinganesskerjum SKIPIÐ, sem stóra herskipið skaut í bál útaf Hornafirði á mánudag, rak á land á Þinganes- skerjum austanvið Hornafjarðarós. Það var með norsku nafni, „Ada frá Bergen“ og málaðir norskir fánar á hliðar þess. En af nafnaskiJtum, sem rekið hafa á land, er gisk- að á, a.ð rjetta nafn skipsins hafi verið Berta Fischer, frá Emden í Þýskalandi. Það skip á að vera yfir 40€|p smá- lestir að stærð. MOíT • •* :'drU,- ' " S .» i / - ... , • ^ • • Eins ðg fyk érí frá skýrt, stöðvaðl herskipið hið flýjandi skip skamt vestan við Hornaf jarðarós, og þar var skipið skotið í bál. En ve,gna þess að vindur var vestlægur, rak skipið spölkorn austur fyrir ósinn og lenti þar á skerjunum. „Heimdallur" hlyntur þegn- skylduvinnu Aaðalfundi „Heimdallar“, fje- lags ungra Sjálfstæðismanna í gærkvöldi var rætt um þegnskap og þegnskylduvinnu í sambandi við frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi. Sigurður Bjarnason stud. jur. frá Vigur var frummælandi og hjelt hann ítarlegt og fróðlegt er- indi um þessi mál. Auk hahs tal- aði 'Gunnar Thoroddsen. Eftirfarandi tillaga var samþykt með öllum greiddum atkvæðum : „Heimdallur, fjelag ungra Sjálf- stæðismanna í Reykjavík, telur hugmyndina um þegnskylduvinnu ungraj manna heppilegt spor til þess að ráða fram úr atvinnnleysi ungra manna, uppeldismálum og aðkallandi verklegum framkvæmd um. Telur fjælagið frumvarp það, er nú liggur fytir Alþingi um al- memmn vinnuskóla, stefna í rjetta átt, og skórar- á Alþingi að sam- þykkja það“. Ný stjórn. Á fundinum fór fram stjórnar- kosning. Formaður var kjörinn einróma Jóhann Hafstein cand. jur. Meðstjórnendur: ívar Guð- mundsson (endurkosinn), Jón Halldórsson, Guðmundur Bl. Guð- mundsson og Binar Ingiimundar- son. I varastjórnT Eggert Jónsson, Ludvig Hjálmtýsson, Lárus Guð- bjártsson og Vilberg Hermanns- son. Endurskoðendur voru endur- kosnir Björn Snæhjörnsson og Þórir Kjartansson. Fráfarandi formanni, Gunnari Thoroddsen var þakkað langt og mikið starf í Heimdalli með því að fundarmenn risu úr sætum og vottuðu honum traust með lófa- taki. Alþingi Tjl imm irál voru á dagskrám Al- Á- þingis í gær, tvö í Ed. og þrjú í Nd. I Ed. voru tvö stríðsfrumvörp. Annað var um skatt- og útsvars- greiðslu af stríðsáhættuþóknun, 2. umr. Breytingartillögur frá Br. Bjarnasyni og S. Á. Olafssyni voru feldar. Hitt frumvarpið var um verðlag á vörum; fór til 2. umr. og nefndar. f Nd. var fyrsta málið heimild handa Sláturfjelagi Suðurlands til að innkalla stofnbrjef sín; fór til Ed. Annað málið var breyting á lög- um um dragnótaveiði; fór til Ed. Þriðja málið var afnám laga um löggilding verslunarstaðar við Reykjatanga; fór til 8. umr. 300-400 manns á horgarafundl I Keflavlk Almennur borgarafundur var haldinn í Keflavík s.l. mánu- dag. -.Fundinn sóttu 300—400 manns. Meðal mála þeirra, er rædd vóru á fundinum, var hafnarmál Kefla- víkurhrepps; í því máli var sam- þykt með samliljóða atkvæðum fundarmanna svohljóðandi tillaga: „Almennur borgarafundur hald- inn í Keflayík m.ánudaginn 20. nóvember 1939, skotar á hrepþs- nefnd Keflavíkurhrepps að vinna eindregið að því nú þegar, við Al- þingi og ríkisstjórn, að inöguleik- ar fáist fyrir því, að festa kaup á Hafskipabryggju Keffavíkur á- samt þeim, hafnanmannvirkjum, er henni fylgja, og einnig að þessi mannvirki verði aukin og endur- hætt þannig, að þau fullnægi þeirri þörf, sem nú er og í næstu framtíð fyrir bátaútveginn. Náist ekki samningar um kaup, felur fundurinn hreppsnefndinni að fara fram á, að þingið sam- þykki lög um að eignirnar sjeu teknar eignarnámi, og veiti styrk til þeirra mannavirkja og endnr- bóta á þeim, eins og framast þyk- ir fært“. Fundurinn stóð yfir frá kl. 8 og til kl. rúmlega 1 eftir -miðnætti og voru umræður um þetta mál mjög fjörugar, og flestir ræðnmanna mjög hvetjandi til þess, að Kefla- víkurhreppur eignaðist mannvirki þessi, svo að nauðsynlegar endur- bætur og aukning gæti farið fram, en mannvirki þessi hafa verið að undanförnu í eign s.f. Hafskipa- bryggju Keflavíkur. Það var kl. 10 á mánudagá- kvöld, að bálið í skipinu ték Áð rjena verulega, og sloknaði það þá brátt útaf. Hafði það þá stað- ið í 6 klukkustundir. En aðfara- nótt þriðjudagsins var svö mikið hrim þarna á skerjunum, að skSþ- ið klofnaði í tvo parta, fór í sup^* ur rjett aftanvið stjóriipaliúin. Valt það til á skerinu, þaiujig að talsvert bil varð milli partanna. í^r framparturinn það djúpt í sjó, að nafn skipsins var nálægt sjávar- borði í gær. En afturparturinn stóð hærra, svo hátt, að sást niður undir skrúfu. Ekki er talio’lík- legt að skipspartarnir áökkvi þarna. Mikið hrim var í gær, og ekki tiltök að komast_ í bát að skips- flökunum. Varð ekki komist nær þeim á landi en svo, að fjarlægð- in út að þeim var um, 150 faðmár. Björgunarbátarnir. Úr landi að sjá virtist' skipið langt frá því að vera gerbruniírð. Svo sýndist, sem björgunarhátár þess hefðu verið fjórir. Einn þéirra sást hanga á uglunum á bátaþil- fari. Uglur annars háts sneru inn, og virtist sá bátur því ekki hafa verið hreyfður af skipshöfninni. En hátnrinn sást ekki, hefir senni- lega brunnið. En hátsuglur tvenn- ar á hinni skipshliðinni sneru út, svo skipshöfnin kann að hafa sett þá báta á flot. Einn hjörgunarhát- ur Var rekinn úr skipinu á þriðju- dagsmorgun, ekki mikið hrotinn. í honum voru árarnar bundnar, svo til þeirra hefir ekki verið tek- ið. En nafnaspjöldin, sem fundust rekin með hinum þýsku nöfnum á, geta hafa verið úr 4. bátnum. Það eru getgátur. Ekkert hafði annað en þau rekið í gærkvöldi, sem henti ■ til að skipið væri. þýskt, nema eitt póstkort, sem þýska var skrifuð á, til manns, sem hiisettur var 1937 í Eunden. Allan) daginn í gær var að reka úr skipinu. En það voru aðallega FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.