Morgunblaðið - 22.11.1939, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 22.11.1939, Qupperneq 5
Miðvikudagur 22. nóv. 1939. í éö Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjörar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftarg-jald: kr. 3,00 á mánutil. f lausasölu: 15 aura eintakió, 25 aura meö Lesbók. Bókhaldslögin og bókhaldseftirlitið Orðsenöing til smá- atvimiurekenöa M Spor í rjetta átt FRAM eru komin á Alþingi tvö frumvörp varðandi mál- *fni bæjar- og sveitarfjelaga. Annað er um eftirlit með sveit- arfjelögum, samið af Jónasi > Guðmundssyni, eftirlitsmanni sveitarstjórnarmálefna. Hitt er um breytingar á framfærslulög- unum, samið af stjórnskipaðri anefnd. Málefni bæjar- og sveitarfje- laga hafa lengi verið vanrækt af Alþingi og ríkisstjóm. Þar hefir mest borið á þungum kvöð-i um, sem lagðar hafa verið á sæveitarfjelögin, en minna hirt um hitt, hvort mögulegt væri að risa undir byrðunum. Afleiðingin hefir svo orðið sú, að fjárhag- ur sveitarfjelaganna hefir stór- hrakað ár frá ári. Þegar svo ofan á þenna illa ^aðbúnað að hálfu ríkisvalds- íns bætast hinir miklu at- vinmuerfiðleikar við sjóinn, með sí-vaxandi atvinnuleysi, er ekki aið undra þótt fjárhagur flestra hæjarfjelaga sje bágur. Ekki skulu þeir háu herrar á Alþingi iáta sjer detta í hug, ^að vandræðin verði leyst með því einu, að setja á stofn nýtt skrif- stofubákn, undir því yfirskini, að auka eftirlitið. Að vísu skal íþví ekki neitað.aðnauðsyn kunni að vera á auknu eftirliti með málefnum sveitarfjelaganna. En þeir, sem einhver kynni hafa af þessum málum, vita vel, .að aðal-meinsemdin liggur ekki 1 eftirlitsskorti af hálfu ríki3- valdsins, heldur í hinu, að bæj- »ar- og sveitarfjelögin fá ekki yisið undir þeim byrðum, sem á jþau eru lögð og það ekki síst af sjálfu ríkisvaldinu. Til þess því, að ráða bót a ástandinu, verður að stinga á æjálfu kýlinu: draga úr útgjöld um bæjar- og sveitarfjelaganna og gera þeim kleift að rísa und- ir byrðunum. Breytingar þær á framfærslu- lögunum, sem fram eru komnar á Alþingi, eru því spor í rjetta átt. Þær miða að því, að ljetta hyrðar sveitarf jelaganna, og ^uka vald þeirra. En til þess að vel verði sjeð íyrir þessum málum, þarf annað «g meira að koma til. Það verð- ur að sjá til þess, að sveitarfje- lögin geti risið undir þeim byrð- um, sem þau í framtíðinni óum- ílýjanlega verða að hafa. Þetta verður að gerast á þann hátt, að ríkið láti sveitarfjelögunum í tje tekjustofn, sem þau svo sitja að mestu leyti ein að. Þá er eðlilegasta leiðin sú, að ríkið láti sveitarfjelögunum í tje veru- legan hluta tekju- og eignar- skattsins. Væri öskandi að um þessi mál gæti náðst samkomulag milli flokkanna. « eð bókhaldslögunum nýju, sem öðluðust gildi um síðastliðin áramót, er atvinnurekendum yfirleitt gert að skyldu að færa bæk- ur sínar eftir reglum tvö- faldrar bókfærslu. Ennfremur eru í lögunum ýms önnur ákvæði, sem eru til muna strangari og í mörgu frábrugðin þeim lagafyrirmælum, sem áður hafa gilt um reikningsfærslu, og bókhaldsskyldan gerð miklu víð- tækari en áður var. Brot gegn ákvæðum laganna varða sektum, alt að 1000 kr., og missi atvinnu- rekstrarleyfis, eða fangelsi, ef miklar sakir eru. Skattstofu Reykjavíkur hefir verið falið að hafa eftirlit með framkvæmd bókhaldslaganna í Reykjavík, í umboði lögreglu- stjóra. Til undirbúnings þessu eft- irliti hafa verið send fyrirspurna- eyðublöð til allra þeirra, sem taldir hafa verið bókhaldsskyldir, og þeir beðnir að gera þannig grein fyrir bókhaldi sínu. Meginþorrinn af skýrslunum hefir nú borist skattstofunni og má eftir atvikum telja, að menn liafi yfirleitt brugðist vel við og útfylt skýrsluformin eftir því sem efni stóðu til. Þó eru þeir all- margir, sem engri greinargerð hafa skilað, og liggur beinast við að líta á það sem játningu itm ófull- nægjandi bókhald, þótt enn hafi engar sjerstakar ráðstafanir verið gerðar í því sambandi. ★ Athugun á bókhaldsskýrslunuin hefir leitt það í ljós, að meiri hluti þeirra, sem skýrslur_ hafa gefið, eða meira en helmingur allra bók- haldsskyldra atvinnurekenda í bænum, hefir eigi enn breytt bók- haldinu í það horf, að ákvæðum laganna sje fullnægt. Má þar greina milli þriggja aðalflokka. í fyrsta lagi eru þeir, sem að vísu færa tvöfalt bókhald, en á ýmsan hátt í ósamræmi við lögin. í öðr- um flokknum eru þeir, sem færa meira eða minna fullnægjandi ein- falt bókhald. Og í þriðja flokki má telja þá,/sem hafa svo ljelegt reikningshald, að varla getur tal- ist til bókfærslu. í þessu sambandi skal vakin athygli á því, að auk annara sekta og viðurlaga, sem bókhaldslögin ákveða, er svo fyrir mælt í 17. gr. laganna, að „reynist bókhaldið eigi lögum þessum samkvæmt, má á kveða hlutaðeiganda dagsektir, alt að kr. 25.00, uns hann hefir komið því í lag“. Sektarákvæðum laganna hefir hingað til ekki verið beitt, og fjölda atvinnurekenda í bænum þannig hlíft við f járixtlátum. Þótti sanngjarnt að mönnum yrði veitt- ur ársfrestur til þess að koma í kring þeim breytingum og endur- bótum á bókhaldinu, sem lögin krefjast. En þeir, sem eigi hafa komið bókfærslu sinni í viðunandi horf frá næstu áramótum, mega búast við, að þeim verði sett að- hald í því efni. ★ ITndanfarna mánuði hafa mörg fyrirtæki hjer í bæ,smá og stór, frá skattstjóra sótt um margvíslegar undanþágur frá bóklialdslögunum, ýmist um leyfi til þess að færa einfalt bók- hald eða víkja á ýmsan liátt frá ákvæðunum um tvöfalda bók- færslu o. s. frv. Hafa þessi fyrir- tæki tilheyrt flestum tegundum framleiðslu, iðnaðar- og verslunar- rekstrar í bænum. Margir hafa sótt mál þetta allfast, sumir hverjir talið sig lítt megnuga þess að bera aultinn kostnað, og um ýmsa þeirra vitað, að þeir liafa vandað til bókfærslu sinnar, þótt hún sje eigi nú að-öllu löguim samkvæm, — og finst þeim gæta óþarfa v m- trausts eða tortrygni í sinn garð, með því að binda þá við bókstaf laganna. Yegna þess að eigi er- unt að verða við þessum, undan- þágubeiðnum, nema að litlu leyti, og þá varla nema um stundarsak- ir, skal gerð nokkur grein fyrir þeirri afstöðu. Aðalerfiðleikarnir, sem undan- þágunum fylgja, eru fólgnir í því, að draga takmörkin milli þeirra, sem undanþágu geta hlotið, og hinna, sem synja skal. Mörgum finst ekkert geta verið því til fyr- irstöðu, að ýmsum, smáum atvinnu- rekendum og jafnvel einhverjum flokkum fyrirtækja, sem hafa fá- þættan rekstur og einföld viðskifti, sje heimilað að færa einfalt bók- hald eða víkja frá lögunum á ann- an hátt. En þegar einu sinni er gengið nokkuð að ráði inn á þá braut, að veita nndanþágu frá lög- unum í einhverri mynd, livort sem er einstökum fyrirtækjum eða viss- um atvinnugreinum, skapast margs konar fordæmi, sem óteljandi nýir aðilar, meira og minna skyld fyr- gildi, heldur verður að miða þær við sjerástæður í hvert skifti, eða hjá hverjum einstökum aðila. Myndi slíkt valda miklum glund- roða og ósamræmi í framkvæmd laganna og torvelda alt eftirlit. Þeir atvinnurekendur, sem enn- þá færa einfalt bókhald, mega því yfirleitt búast við að þeir komist ekki hjá að breyta bókhaldinu um næstu áramót. En sá ótti, sem orð- ið hefir vart við hjá mörgum smá- atvinnurekendum, um að tvöfalt bókhald verði þeim miklu þyngra í vöfum og kostnaðarsamara held- ur en það reikningshald, sem þeir hafa nú, mun oftast vera ástæðu- Jítill, ef rjett er að farið. Hjá öll- um þorra smáatvinnurekenda eru viðskiftin svo fábreytt að bók- færslan þarf ekki að vera marg- .brotin, hvað sem bóhaldskerfinu líður. Til þess að geta fært tvö- falt bókhald hjá flestum smáfyrir- tækjum, er það ekki skilyrði, að iðn aðarmaðurinn, smásalinn o. s. frv. eða aðstoðarmenn þeirra við reikn- ingshaldið, læri tvöfalt bókhald yf- irleitt, heldur aðeins fáeinar undir- stöðureglur og þær færsluaðferðir, sem eru nauðsynlegar og viðeig- andi hjá hverjum einstökum. Hjá flestum hinna smærri fyrir- tækja ætti málið að geta orðið viðunanlega leyst á eftirfarandi hátt: Atvinnurekandinn fær sjer til aðstoðar endurskoðanda eða vanan bókhaldara til þess að koma breytingunni á. Þessi aðstoðar- maður kynnir sjer rekstur aðila og bókfærsluþarfir, ákveður í sam- ráði við hann það reikningaform, sem hæfilegast þykir, og velur löglegt form og kenna, mönnum að hagnýta sjer það á annan hátt, sem að framan er lýst, gegn föstu, tií- Itölulega mjög lágu gjaldi. Þeir, sem vilja notfæra sjer þetta, eru beðnir að snúa sjei' til formanns fjelagsins, hr. Björns E. Árnason- ar, endurskoðanda, sem veitir frek- ari upplýsingar. Er þess fastlega vænst, að þeir, sem enn færa einfalt bókhald og hafa ekki gert ráðstafanir til breytiilga, notfæri sjer þegar í stað þá aðstoð, sem þeim stendur hjer til boða. irtæki eða hliðstæðar atvinnu- hentugar bækur. Aðstoðarmaður- greinar, geta haldið sjer að. Ef vel á að vera, þyrfti bókhaldseft- irlitið, þ. e. skattstofan, að kynna sjer til hlítar og meta í hverju einstöku tilfelli ástæður aðila, og ákveða hvað rjettmætt væri eða verjandi í samanburði við aðrar undanþágur og gagnvart hinum, sem synjað hefði verið. Auk þess mætti eigi leyfa þeim, sem undan- þágur fá, alveg óbundnar hendur um það, hve langt þeir megi víkja frá ákvæði laganna, heldur yrði oftast að setja hlutaðeigendum bindandi reglur til þess að girða fyrir misnotkun. Þá kemur til greina hve bók- haldsform fyrirtækja hlýtur að vera breytilegt. Atvinnurekendur yfirleitt, jafnvel innan sömu at- vinnugreinar, haga sjaldan reikn- ingsfærslu sinni að öllu á sama •hátt, heldur er formið lagað og sniðið eftir eðli og þörfum hvers atvinnurekstrar. En af því leiðir óhjákvæmilega að undanþágu- heimildir og þær reglur, sem mönnum eru settar í því sam- bandi, geta sjaldnast haft alm^nt Með skírskotun til alls þess, sem að framan greinir, er hjer me8 skorað á alla þá bókhaldsskylda, sem ekki hafa þegar komið bók- færslu sinni í rjett horf, lögnra samkvæmt, að hafa lokið því eigi síðar en um næstu áramót, Grein þessari er einkanlega beint til smáatvinnurekenda og gert ráð fyrir að stærri fyrirtæki þarfnist síður aðvörunar og leiðbeininga í þessum efnum. En til þeirra verða að sjálfsögðu eigi gerðar minni kröfur. Halldór Sigfússon Verkstjórn í opinberri vinnu inn (endurskoðandinn) færir all- ar nauðsynlegar byrjunarfærslur í bókunum og að því loknu bók- færir hann viðskifti fyrirtækisins yfir einhvern ákveðinn tíma, t. d. eina viku, eða sýnir á annan hátt með nokkrum innfærslum, hvernig bókfæra skal helstu við- skifti, sem fyrir koma. Þegar hlui- aðeigandi hefir þannig fyrir sjer þær bækur og það bókhaldsform, sem honum hentar best, alla nauð- synlega reiltninga uppfærða, og auk þess fyrirmyndir eða sýnis- horn af öllum venjulegum við- skiftainnfærslum, sem fyrir kunna að koma, ætti fæstum að verða skotaskuld úr því að útfylla reikn- ingana áfram í sama formi, enda þótt frábrugðið sje því, sem þeir hafa áður vanist. ★ Til þess að gera mönnum auð- veldara fyrir liefir skattstofan samið þannig um við Fjelag lög- giltra endurskoðenda( í Reykjavík, að vissir menn, sem stjórn fje- lagsins tilnefnir, taka að sjer að breyta bókhaldi smáfyrirtækja í 'C' ngum er heimilt að annast verkstjórn á opinberri vinnn, nema hann hafi fengið til þess leyfi. Þannig hljóðar 1. gr. frumvarps þess, um verkstjórn í opinberri vinnu, sem iðnaðarnefnd Nd. flyt- ur. — Yerkstjóri í opinberri vinnu verður að uppfylla þessi sltilyrði: 1) Yera 25 ára. 2) Fá staðist próf samkvæmt ákvæðum, er dómsmálaráðuneytið setur, eða hafa starfað sem sjálf- stæður verkstjóri eigi skemur en 2 síðustu árin. Lögreglustjóri veitir verkstjóra- leyfi og greiðast 50 kr. fyrir það. Eigi er skylt að hafa verkstjóra: 1) ef færri vinna en 10 samtímis, 2) við búrekstur, 3) við minnihátt- ar vegabætur í sveitum. Svifta má mann (með dómi) rjetti til verkstjórnar, ef hann: 1) Verður valdur að alvarleg- um slysförum vegna vítaverðs gá- leysis. 2) Gerist sekur um fjárdrátt eða annan óheiðarleik í starfi sínu gagnvart yfirboðurum. 3) Gerir tilraun til þess vísvit- andi að draga af tíma eðá kaupi verkamanna eða á annan hátt geng ur á rjett þeirra. 4) Er ölvaður við verkstjórn. Frumvarp þetta er flutt sam- kvæmt ósk Verkstjórasambands ís- lands og Verkstjórafjelags Reykja víkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.