Morgunblaðið - 22.11.1939, Side 7

Morgunblaðið - 22.11.1939, Side 7
Miðvikudagur 22. nóv. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 1 Síðari grein Ólafs J. Ólafssonar'- Málfundafjelagið „Óðinn“ og Tkað er fyrst með stofnun 1 _ JLJ.J_ £ *• rl P Málfundafjelagsins 08 0^131133 ÍVnr OhaÖU mn sem verulegur sknður J verklýðssambandi kemst á baráttuna fyrir ó háðu verkalýðssambandi. En um sama levti brestur flótta í lið Alþýðuflokksins. Fjölda margir verkamenn, sem voru sósí- al-demokratar í hugsunarhætti, en á öndverðum meið við Alþýðu- flokkinn í sambandsmálinu, yfir- :gefa flokkinn og gerast stuðnings- hienn Sjálfstæðisflokksins. Kommúnis'tar verða strax varir við jmnn áhuga sem verkamenn hafa fyrir óháðu sambandi. Þeir setja upp grírau. Hefja áróður fyrir óháðu sambandi í því trausti að þeiir* auðnist að hafa yfirtökin í mörgum fjelögum til að stofna ínýtt samband eins og 1930. Enda •er tilgangur þeirra nú kominn frami með stofnun Landssambands Sslenskra stjettarfjelaga. Það er áminning til Óðinsmanna am að herða baráttuna fyrir ó- Káðu sjálfstæðu verkalýðssam- bandi miskunnarlaust, og skipu- leggja kraftana svo vel, að vinstri flokkunum takist ekki að kljúfa Verkalýðshreyfinguna eins og 1930. Krafan um óháð sjálfstætt verka lýðssamband, um hlutfallskosningu í fjelögunum og til sambandsþings, og að allir fjelagsmenn sje jafn- rjettháir til trúnaðarstarfa í fje- lögunum, er svo sjálfsögð og eðli- leg, að það er stórmerkilegt að til «kuli vera menn sem láta sjer ■detta annað í hug. Ekkert væri Sjálfstæðisverka- mönnum hægara, en að kljúfa sig lút úr samtökunum á sama hátt og kommúnistar og Alþýðuflokks- menn hafa gert, ef þeir hafa ekki þóst ráða nógu miklu í fjelögun- um. En Sjálfstæðisverkamenn hafa ekki kosið að fara þá leið, heldur kina, að bíða átekta og starfa með festu að því, að Verka,lýðshreyf- ingin væri færð í rjett horf, í þeirri trú, að smárn saman myndi skynsemin sigra hjá þeim mönn- tnn, sem níi fara með völd í fje- lögunum. Ef við berum saman þessa af- stöðu Sjálfstæðisverkamanna við gerðir kommúnista og Alþýðu- flokksmanna þá fer ekki hjá því, að við sjáum að Sjálfstæðisverka- mennirnir eru heilsteyptustu og þestu verkalýðsfjelagarnir. Og hver sem hugsar um þessi mál og fylgist með því sem er að gerast, hann hlýtur að sjá að það getur ekkert annað legið á bak við þessa sundrungastarfsemi kommúnista og Alþýðuflokks- ;manna annað en það að þessir menn hugsa sem svo, ef að verka- lýðshreyfingin er ekki jafn sósíal- istísk eða kommúnistísk eins og við yiljum, þá viljum við enga verkalýðshreyfingu, þá er okkur sama um alla hagsmunabaráttu verkamannanna, þá eigum við eina ósk, ög hún er sú, að verkalýðs- samtökin sjeu sem veikust. Það er þennan verkalýðs fjandsamlega hugsunarhátt sem verkamenn verða að umskapa og þá fyrst getum við bygt upp sterka verka- lýðshreyfingu. Jeg hefi þá skoðun, að það al- heppilegasta væri, að verkalýðsf je- lögin væru þess megnug að skapa sjer sjálf þann grundvöll sem þau gætu starfað á, á heilbrigðan og eðlilegan hátt. Eu eins og ástandið er nú, þá er því ekki til að dreifa. Því hefir þingmaður Hafnar- fjarðar, Bjarni Snæbjörnsson, lagt frani frumvarp í þinginu, sem míðar að því að bjarga verkalýðs- hreyfingunni úr því öngþveiti sem hún er í. Og með tillati til ástandsins í verkalýðsmálunum þá mega allir sannir verkalýðsvinir vera Bjarna Snæbjörnssyni þakklátir fyrir að gera þessa tilraun til að bjarga verkalýðsmál unura. Og þeir menn, livort þeir eru í Alþýðuflokknum eða Sósíalista- flokknum, sem telja frumvarpið OOOO<OOOOO<CXXOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO<X Jón Trausfi: Ritsofn fæst hjá bóksölum XOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO skerðing á frelsi verkalýðsfjelag- anna, mega sjálfum sjer um kenna að frumvarpið er fram komið, því það eru þeir sem hafa sbapað það óngþveiti í verkalýðsmálmium, að það er orðin brýn nauðsyn að frumvarpið verði samþykt strax á þessu yfirstandandi þingi. En þó þetta frumvarp verði samþykt: og það bjargi verkalýðs- samtökunum út úr því öngþveiti sem þau eru nú í, þá ættu verka- menn að muna það um alla fram- tíð, að það eru í raun og veru aldrei verkamenn sem kljúfa sam- tök sín heldur pólitískir agitator- ar sósíalistisbra eða kommúnist- iskra flokka, sem þykjast vera vinir verkamannanna, en eru það aldrei nema þeir hafi sjálfir hag af því. Þessir flokkar þykjast hafa sjerstakt umboð frá verkamönnum til að túlka þeirra, málstað á sósí- alistiskan eða kommúnistiskan máta. En vel að merkja: Hvaða verkalýðsf jelag á landinu er það, sem hefir gefið Þjóðviljan- um og Alþýðublaðinu umboð til að túlka málstað verkamanna á sósí- alistiskan eða kommúnistiskan hátt? Það eru aldrei hagsmunir verka- manna, að ríkið hafi með alla fram leiðslu að gera. Þeir einu, sem geta. haft hag af því, eru forystu- menn hinna rauðu flokka, því þar gætu þeir náð sjer í margan góð- an bitling og svikið mörg góð lof- orð án þess að verkamenn gætu nokkuð við ráðið. Verkamenn! Standið fast á þeirri kröfu, að engir, sem ekki eru verkamenn, geti vérið fjelagar í verkalýðsfjelögunum. Vinnið ein- huga að því, að leysa samtök ykk- ar úr þeim háska sem nú ríkir vfir þeim. Verkamenn! Hvaða stjórnmála- skoðanir se;m: þið hafið og hvaða áhugamál sem þið eigið, sem er óviðkomandi fjelagssamtökum ykk ar, þá takið höndum saman við okkur Sjálfstæðisverkamenn og vinnum heilir að því að skapa ó- háða sjálfstæða verkalýðshreyf- ingu, sem eingöngu sje hágsmuna- og menningarsamtök verkamanna einna og vopn þeirra í lífsbarátt- unni. Ekki til að rífa niður. heldur til að byggja upp. Ekki í hatramri baráttu gegn atvinnu- veitendum heldur í samstarfi við þá. í baráttu með þeim. Qagbófc Veðurútlit í Reykjavík í dag: V- eða NV-kaldi. Snójel. Næturlæknir í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Bifreiðastöðin Geysir, sími 1633, annast næturakstur næstu nótt. Háskólafyrirlestrar á sænsku. Sænski sendikennarinn, fil. mag. Anna Z. Osterman, flytur í kvöld kl. 8 háskólafyrirlestur um Fred- rika Bremer og kvenrjettinda- hreyfinguna í Svíþjóð. Kartöflur. Á fundi, sem Nátt- úrulækningafjelag Islands heldur í kvöld í Varðarhúsinu, flytur Jónas Kristjánsson læknir erindi um kartöflur, en frú Guðbjörg Birkis talar um hvernig k að rrjat- reiða kartöflur. Rafmagrisbilun.varð hjer í bæn- um í gærmorgun um hádegi. Bil- unin varð á öðrum jarðstrengn- um>, sem liggur frá Elliðaánum til bæjarins. Er talið líklegt að bil- unin hafi orðið í sambandi við hitaveitugröftinn. Bifreiðastjóranámskeiðinu, sem staðið hefir vfiy að undanförnu, lýkur i dag og halda nemendur kaffikvöld með dansleik í Odd- fellowhúsinu kl. 9 í kvöld. Kann best við íslendinga. Tíma- ritið „Alle Kvinners blad“, sem gefið er út af Gyldendalsforlag- inu í Noregi, birti nýlega samtal við frú Mögdu Ruud, konu skíða- kappans Birger Ruud, sem hjer var í fyrayetur. Blaðamaðurinn spyr frúna m. a., hvaða þjóð hún kunni best við af öllum þeim þjóðum, sem hún hefir heimsótt með manni sínum. Frú Ruud svar- aði; — „Islendinga; þeir voru indælir, góðir og ske;mtilegir“. — Með greininni fylgja myndir af Ruudhjónunum hjer á Islandi. Björgun' úr bruna. Fjölskyldur, sem búa í loftíbúðum hárra timb- urhúsa, ættu; að nota sjer það tæki- fairi, sem nú .gefst, til þess að fá ódýr en hentug tæki, — kaðal með belti og hemlaútbúnaði, og höfð eru við glugga, svo hægt sje að bjarga sjer út um þá, ef eldsvoða þer að höndum og stigar teppast af reyk eða eldi. Það er Slysa- varnafjelagið, — slysavarnir á landi —sem enn -hefir látið útbúa þessi björgunartæki; selur þau með vægu verði, lætur setja þau; upp og segir fólki til um notkun þeirra. Gengið í gær: Sterlingspund 25.38 100 Dollarar 651.65 — Ríkismörk 260.76 — Fr. frankar 14.65 — Belg. 107.16 — Sv. frankar 146.72 — Finsk mörk 13.21 ' — Gyllini 346.65 — Sænskai krónur 155.40 — Norskar krónur 148.29 — Danskar krónur 125.78 Útvarpið í dag: 20.30 Kvöldvaka: a) íslensk lög (plötur). b) dr. Jón Helgason biskup: Kanselliráðið í Garði. Erindi. c) íslensk lög (plötur)_ d) 21.05 Upplestur: „ Bærinn á ströndinni' ‘; sögukafli (Gunnar M. Magnúss rithöf.). e) 21.30 Olafur Beinteinsson og Svein- björn Þorsteinsson syngja og leika á gítar. Mishepnað landnám Af 48 f jölskyldum, sem fóru frá Danmörku fyrir um ári, og ætluðu að nema land í Vene- zuela í Suður-Ameríku, hafa 32 snúið heim aftur, eða eru um það bil að snúa heim. Þær segjast heldur vilja sæta þeim kjörum, sem þær verða við að búa í Danmörku, heldur en að dvelja áfram í Venezuela. Isíokkrar fjölskyldur leggja af stað heimleiðis í lok þessa mán. § Timbunrerslnn I P. W. Jacobsen & Sön R.s. Stofnuð 182 4. " Símnefni: Granfuru — 40 Uplandsgade, Köbenhavn 8. §H Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- mannahöfn. - Eik til skipasmíða. - Einnig heila =§§ skipsfarma frá Svíþjóð og Finélandi. Hefi verslað við ísland í cirka 100 ár. Nýar gúmmívðrnr: Baðhettur, margar teg. Gúmmíbuxur, margar teg. Gúmmihanskar, margar teg. Gúmmítúttur og Gúmmísnuð. Laugaveg: 19. t uj , Þýska utanríkismálaráðuneytið hefir tilkynt frjettaritara belg- ísk.u frjettastofunnar í Berlín, að þýska herstjórnin hafi ald- rei hugleitt að gra innrás í Blg- íu. NRP-FB. Til Laugarneskirkju: B. 5 kr. E. 10 kr. B. 5 kr. E. Th. 5 kr. N. N. 5 kr. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER? Konan mín, móðir og tengdamóðir GUÐNÝ VIGFÚSDÓTTIR frá Skarði í Landmannahreppi andaðist í gær á Ásvallagötu 37 í Reykjavík. Guðni Jónsson, böm og tengdabörn. Það tilkynnist hjer með vinum og vandamönnum, að dóttir okkar , GUÐRÚN andaðist í Hafnarfjarðarspítala, í morgun. Hafnarfirði, 21. nóv. 1939. Ólafía Hallgrímsdóttir. Steingrímur Torfason. Hjartanlega þökkum; við öllum þeim, er sýndu samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarfrö dóttur minnar og syst- ur okkar SÓLVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Guðmundur Gíslason og börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.