Morgunblaðið - 22.11.1939, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.11.1939, Qupperneq 8
8 jíöorjgttttMaWO Miðvikudagur 22. nóv. 1939L . ITLl PÍSLARVOTTURINN „Já, hann er klaufi — finst yð- nr það ekki?“, spurði hún gletnis- lega. „Jæja, Heron borgari“, bætti iiún við í ákveðnum róm. „Þjer drekkið nú kaffi með okkur. María frænlía kemur á hverri stundu með það. Hector“, sagði 5xún og sneri sjer að Armand. „Komdu niður úr skýjunum og biddu Maríu frænku að flýta sjer ineð kaffið“. etta var í fyrsta skifti sem Heron var vinsamlega boðið til kaffidrykkju, þar sem hann ko:m| til þess að elta bráð sína. Og hann furðaði sig nú enn meira á elskulegu viðmóti Jeanne og ósk hennar um það, að hann dveldist lengur á heimili hennar. De Batz hafði áreiðanlega átti við Englend- ing, en þessi frændi hennar frá Orleans var Frakki í húð og hár. Ef það hefði verið einhver ann- ar en de Batz, sem hafði komið með ákæruna, hefð Heron án efa verið varkárari. En formaður vel- ferðarnefndarinnar tortrygði þann mann meira en nokkurn annan í Prakklandi, þ.ó þægi hann mútur af honum. Og alt í einu datt hon- am í hug, að de Batz hefði ef til vill gabbað hann, til þess að fá hann burt frá Temple á ákveðn- nm tíma. Hann sá de Batz fyrir sjer, vera að læðast. inn í bústað hans og steía Íykíunum. Vörður- inn var sljófur og kæruláus, og þíræfinn æfintýramaður eins og de Batz gat auðveldlega leikið á hann! \ Öll tortrygni hans snerist um de Batz og hann þóttist viss í sinni sök. Hefði hann ekki verið hálf blandaður af ótta um það, að prins- inn myndi flýja úr Temple, myndi hann áreiðanlega hafa gefð Arm- and meiri gaum. En nú var hon- nm það ávalt ríkast í huga og Armand var fyrir honum ekki ann- að en heimskingi — leikari! Og hann var ekki Englendingur! Heron spratt á fætur og af- þakkaði boðið. Hann vildi komast í burtu hið allra fyrsta. Leikarar nutu sjerstakrar verndar yfir- valdanna, þar sem þeir skemtu fólkinu á milli hryðjuverkanna og höfðu engin áfskifti af stjórnmál- um. n Jeanne ljek við hvern sinn fingur eins og áður, meðan hún reyndi að lesa úr grimdar- legum svip fjandmannsins. Hún vissi, að það var Armand, sem Heron hafði ætlað að hitta. De Batz hlaut að hafa svikið hann í trygðum. En hún beitti FramhaldssagH 17 iniiimiiiiiimiiuiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiir öllu því snarræði, dirfsku og sjálfs stjórn, sem hún átti til vegna hans. Og hún hjelt áfram að leika hlutverk sitt, þó fyndist henni sem hjarta sitt gæti á hverri stundu brostið eins og strengur, þaninn til hins ýtrasta. Hún stríddi Heron með því hvað hann ætti annríkt, bað hann þó að bíða einar fimm mínútur eftir kaffinu. Og til þess að gera hann órólegan og fá hann til þess að fara sem fyrst, stríddi hún honum líka með prinsinum litla. „Mjer fanst það mikill heiður, að þjer skylduð meira að segja gleyma Capet litla, til þess að vera við frumsýningu mína í gær- kvöldi“, sagði hún og brosti blíð- lega. „öleyma Capet'/', svaraði Her- on og bölvaði í hljóði. „Jeg gleymdi honum ekki eina sekúndu! Jeg verð að flýta mjer! Það er setið um hann eins og kett- ir um :mýs. Verið þjer sælar, borg- ari, jeg hefði átt að koma með blóm — en jeg er svo bundinn, þrælbundinn og kvalinn maður!“ „Jeg veit það“, svaraði hún og kinkaði kolli alvarleg í bragði. „En komið í leikhúsið í kvöld, Heron borgari. „Jeg á að leika eitt af allra bestu hlutverkum mínum“. „Já, já, jeg kem, og þó, það er ekki víst. En nú verð jeg að fara. Það var gaman að sjá yður. Hvar býr frændi yðar annars?“, spurði hann alt í einu. „Hann býr hjerna“, svaraði hún hiklaust. „Það er ágætt. Látið hann til- kynna komu sína á morgun og fá vegabrjef. Það eru ný lög, og það er best, að þjer fáið vegabrjef líka“. „Þakka yður fyrir. Við Hector komum þá á morgun, og María frænka kannske líka. Þjer megið ekki senda okkur undir fallexina fyrst um sinn“, bætti hún við gletnislega. „Þið fáið ekki fljót- lega eins góða leikkonu og mig“. Hún var stöðugt jafn fjörug og eðlileg og fylgdi Heron sjálf til dyra. Þegar hún sá mennina tvo, sem biðu hans fyrir utan, þóttist hún verða undrandi, en henti jafn- framt gaman að því, að liann skyldi liafa fylgdarlið. „Þjer eruð eins og aðalsmaður“, sagði hún. „Jeg er hreykinn að sjá svo marga borgara í húsi mínu. Jæja, þjer komið þá í leikhúsið í kvöld og gleymið ekki, að dyrn- ar inn í leikaraálmuna standa yð- ur ávalt opnar“. Hún hneigði sig fyrir honum og hann gekk út, :með „blóðhundana“ tvo á hælunum. Síðan lokaði hún hurðinni, og stóð kyr um stund og hlustaði eftir fótataki þeirra. Loks 'heyrði hún, að þeir voru komnin út á götu og snerti aftur inn í stofu. 10. kapítuli. Syrtir að. ftirkostin eftir hina miklu taugaofraun og geðshrær- ingu voru óhjákvæmileg. Jeanne varð alt í einu svo máttvana, að hún gat varla staðið á fótunum og skjögraði. Armand hljóp til móts við hana og tók hana í faðm sinn. „Jeg elska þig og á þjer líf mitt að þakka. Ó, hvað þú ert yndislega fögur og hugdjörf. Jeg elska þig“, hvíslaði hann. En hún gat nú ekki stilt sig lengur. Hún hjúfraði sig upp að honum og grjet: „Þú verður að fara frá París þegar í stað. Jeg veit, að hann kemur aftur. Og þú ert ekki ör- uggur, fyr en þú ert kominn á enska grund“. Maður nokkur stendur upp frá borði í veitingahúsi, færir sig í frakka og er í þann veginn að fara út er maður gengur til hans og spyr kurteislega: — Afsakið, eruð þjer Jón Sig- urðsson stórkaupmaður frá Akur- eyri. — Nei, svaraði maðurinn for- viða. — Þetta vissi jeg, en þjer eruð nefnilega að fara í frakkami hans °g Jeg er Jón Sigurðsson frá Ak- ureyri. ★ Tohn Drydon var kvæntur Elisa- beth Howard, en hann hugsaði meira um bækur sínar heldur en hina fögru konu sína. Þetta varð til þess að konunni leiddist, dg dag nokkurn gat hún ekki stilt sig lengur heldur sagði gremju- lega við bónda sinn : — Jeg vildi að jeg væri bók, þá myndir þú skifta þjer meira af mjer heldur en þú gerir nú. — Já, elskan mín, svaraði eigin- maðurinn, og helst almanak. — Almanak? Hvers vegna? — Vegna þess að þá værir þú ný á hverju ári. ★ Heyrnardaufur. herforingi, sem stjórnaði virki einu, hafði lagt sig ef-tir mat. Skotfærageymslan sprakk í loft upp á meðan gamli maðurinn svaf og hann vaknaði við hvellinnj — Kom inn! varð hermanninum að orði. ★ — Þjónn! Það hefir einhver stolið hattinum mínum. —i Það gæti verið að maðurinn, sem sat þarna í horninu hafi tekið hattinn yðar. — Það er mjög líklegt. Mjer fanst hann svo kunnuglegur er hann gekk út. ★ Ferðamaður kom á veitingahús uppi í sveit og í smjörinu var langt kvenmannshár. Ferðamaður- inn sagði við húsmóðurina. — Gjerið svo vel að bera smjör- ið og hárið á borð hvort fyrir sig. Jeg^ kann best við að blanda því sjálfur. ★ íri einn var spurður hvers vegna hann væri ávalt í svartri skyrtu. — Yegna þess að hún er altaf jafn hreinn. ★ Maður einn hrækti á gólfið í strætisvagni. Bílstjórinn segir úr- illur. — Vitið þjer ekki að það er bannað að hrækja hjer. Getið þjer ekki lesið það sem stendur á skilt- inu? — Það er nú ekki hægt að fara eftir öllu' á skiltunum hjer í þess- um vagni, bílstjóri góður, svaraði maðurinn ofur rólega. Þarna á einn skiltinu stendur: „Notið brjósthaldara“. Notið þjer kann- ske brjósthaldara, bílstjóri? ★ — Heldur þú, að nokkurntíma verði friður meðal mannanna barna? — Nei, konau mín gengur aldr- ei inn á það. En Armand hafði um alt annað að tala. Hann kysti burtu tárin, þakti andlit hennar og hendur með kossum og hvíslaði yndislegum ást- arorðum í eyra henni. Þannig leið tíminn, án þess að þau vissu af og brátt fór að skyggja. Anmand var heillaður af ást hennar og yndisþokka og eins og í vímu og- blómailmi í stof- unni. Uti fyrir var alt hljótt, en hinum megin við götuna var nú kveikt á li-tlu ljóskeri, svo að birtuna lagði inn í stofuna. Armand stóð á fætur. „Þú elskar mig líka?“, hvíslaði hann, og hann var ekki í vafa um svarið, er hann sá augnaráð henn- ar. — Loks kom María frænka með lampaljós inn, í stofuna, og þá sátu þau þögul og hjeldust í hendur eins og börn. En hin titr- andi rödd gömlu konunnar vakti þau upp til veruleikans, og ótti Jeanne um manninn, sem hún elsk- aði, var vakinn á ný. „Líf þitt er í hæftu“, sagði hún. „Jeg gleymdi því, að hið dýrmæta líf þitt er í hættu — —“ Framh. IO. G. T. Afmælisfagnaður St. „Eining- in“ er í kyöld. Fundur hefst kl. 8. Að honum Íoknum verður mjög fjölbreytt skemtun. Ein- ingarfjelagar og aðrir templar- ar geta fengið aðgöngumerki frá kl. 6 síðd. REYKHÚS Harðfisksölunnar við Þvergötu, tekur kjöt, fisk og aðrar vörur til reykingar. Fyrsta flokks vinna. Sími 2978. HERBERGI til leigu fyrir einhleypan mann Freyjugötu 4, niðri. SMURT BRAUÐ fyrir stærri og minni veislur. Matstofan Brytinn, Hafnar- stræti 17. Silrónur nýkomnar. Þorsteinsbúð, Grund- arstíg 12, sími 3247. Hringbraut 61, sími 2803. ÍSLENSKT BÖGLASMJÖR Hnoðaður mör. Harðfiskur, vel barinn. Þorsteinsbúð, Hring- braut 61, sími 2803, Grundar- stíg 12, sími 3247. ATHUGIÐ Kvenhanskar frá kl. 10,00, herra-hanskar frá frá 11,00. — Lúffur á börn og ^ullorðna með bæjarins lægsta verði. Einnig ínikið úrval af fallegum kjóla- spennum. Hanskinn, Lækjar- ,'götu 4. Blóm & Kransar h.f. Hverfisgötu 37. Sími 5284. — Bæj.;rins lægsta verð. SALTVÍKUR gulrófur góðar og óskemdar af flugu og:; maðki. Seldar í 1/1 og pok- um. Sendar heim. Hringið í síma 1619. REYKJAVÍKUR APÓTEK kaupir daglega meðalaglös,. smyrslkrukkur (með loki), hálf1 flöskur og heilflöskur. KÁPUR OG FRAKKAR fyrirliggjandi. Einnig sauma® með stuttum fyrirvara. Gott snið! Kápubúðin, Laugaveg 35» MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR Fersólglös, Soyuglös og Tómat- flöskur keypt daglega. Spariíí milliliðina og komið beint til okkar ef þið viljið fá hæst» verð fyrir glösin. Við sækjunr heim. Hringið í síma 1616. — Laugavegs Apótek. ÞORSKALÝSI Laugavegs Apóteks viðurkenda. meðalalýsi, fyrir börn og full- orðna, kostar að eins 90 aur» heilflaskan. Lýsið er svo gott* að það inniheldur meira af A- og D-fjörefnum en lyfjaskrái®- ákveður. Aðeis notaðar ster«í ilar (dauðhreinsaðar) flöskur, Hringið í síma 1616. Yi& sendt- um um allan bæinn. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðin. Guðmundsson, klæðskeri. — Kirkjuhvoli. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28-. Sítni 3594. Kaupum allskonar FLÖSKUR hæsta verði. Sækjum að kostrp- aðarlausu. Flöskubúðin, Hafnar- stræti 21, sími 5333. KAUPUM FLÖSKUR stórár og smáar, whiskypelai. glös og bóndósir. Flöskubúðin* Bergstaðastræti 10. Sími 5395*. Sækjum. Opið allan daginn. VENUS SKÓGLJÁI mýkir leðrið og gljáir skóna af- burða vel. VENUS-GÓLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur. —- Ávalt í næstu búð. FRIGGBÓNIÐ FlNA, er bæjarins besta bón. SLYSAVARNAJELAGIÐ, skrifstofa Hafnarhúsinu við’ Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árs- tillögum o. fl. VANTI YÐUR KENNARA tjl að lesa með barni yðar, eða. til þess að koma því í lestur, þá hringið í síma 1799, milli kl. 1—2 og 8—9 e. h. KENNI ENSKU Albert Goodman, GarðastrætL 33. Sími 4360.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.