Morgunblaðið - 25.11.1939, Qupperneq 8
s
Laugardagur 25. nóv. 19391
LITLI PÍSLARVOTTURINN
Hann hætti að tala og það hra
fyrir gletnisglampa í augum hans,
svo alvaran hvarf algjörlega.
„Nú!“ sagði hann eins og út í
loftið. „Eitt er jeg alveg hárviss
um, og það er, að hans hátign
Jjúðvíg konungur XVII. yfirgefur
lú8 andstyggilega fangelsi í fylgd
með mjer sunnudaginn 19. janúar
á þessu herrans ári 1794, og enn
eitt er jeg viss um — að þessi
viðbjóðslegu þrælmenni skulu ekki
leggja hendur á mig svo lengi,
sem hinn dýrmæti fjársjóður er á
rnínu valdi. Vertu ekki svona þung
búinn, kæri Armand“, bætti hann
við ljettilega og með sínum við-
kannanlega hlátri; „þú þarft á
öllu þínu viti að halda til þess að
aðstoða okkur í fyrirætluninni“.
„Hvað ætlar þú mjer að gera,
Percy sagði ungi maðurinn
blátt áfram.
„Það skal jeg rjett strax segja
þjer“. Fyrst vil jeg fá að vita
bvernig málið stendur. Barnið fer
úr fangelsinu á sunnudaginn, en
enn veit jeg ekki á hvaða tíma
dagsins. Það þarf helst að vera
eins seint og hægt er, því jeg get
ekki komið honum úb úr borginni
fyr en seint um kvöldið. Við meg-
Tim bara ekki tefla á tvær hættur.
Barnið hefir það mikið betra núna
heldur en hann myndi hafa það
eftir að búið væri að draga hann
inn í fangelsið aftur, eftir mis-
hepnaða flóttatilraun. Á þessum
tíma kvölds — milli klukkan 9 og
10 — ætla jeg að reyna að koma
honum út um Vilette hliðið, og
þar ætlast jeg til að þú Ffoulkes
og þú Tony verðið með einskonar
yfirbygðan vagn, dulbúnir eins og
ykkur best sýnist sjálfum. Hjer
eru nokkur vegabrjef. Jeg hefi
safnað þeim um tíma, það er ávalt
hægt að nota þau“.
Hann stakk hendinni ofan í
jakkavasa sinn og dróg upp nokk-
ur óhrein skjöl af þeirri tegund,
sem velferðarnefndin gaf út handa
borgurunum, og sem allir urðu að
hafa á sjer og sýna ef þeir ætluðu
að flytjast úr einni borg til ann-
arar, eða úr einu hjeraði í .annað.
Hann horfði á skjölin og rjetti
síðan Ffoulkes þau.
\7 eldu sjálfur atvinnugrein
n ’ sem á við tækifærið, góði
vinur“, sagði hann kæruleysislega,
og þú líka Tony. Þið getið verið
múrarar, kolaflutningamenn, sót-
arar eða sveitamenn, mjer er al-
veg sama um það, en þið verðið
bai’a að vera svo ljótir og ræfils-
nimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiimiiiiiiiMiiiiiiiiMMiiti
FrctinhaltíssögÞ 20
■illlililliillllliiiiiillllllllilliiiiiiiiiiiiiiliiiilliiiimiiir
legir, að þið þekkist ekki og gætið
þess að vekja ekki grun þegar þið
fáið lánaða kerruna bíðið mín á
nákvæmlega þeim stað, sem jeg
hefi gefið ykkur upp.
Ffoulkes leit á vegabrjefin og
rjetti þau síðan brosandi til Tony
lávarðar. Þessir tveir aðalsmenn
ræddu um stund um kosti sótara-
búnings fram yfir kolaflutninga-
mannsföt.
„Þú getur verið eins óhreinn og
þú vilt, sem sótari“, sagði Blaken-
ey> ,,°g af sóti svíður ekki eins í
augun og af kolum“.
„En sót situr fastara á manni“,
sagði Tony hátíðlega, „og jeg er
viss umi að það verður meira en
vika þar til við komumst í bað“.
„Já, það verður það vafalaust",
sagði Blakeney brosandi. „Eftir
eina viku verður sótið kannske
orðið svo fast að það næst aldrei
af“, sagði Sir Andrew og hugsaði
um leið hvað náðug frúin myndi
þá segja við hann.
„Ef það þarf þessi vandræði út
af þessu“, sagði Sir Percy, „er
best að jeg geri rauðkrítarnámu-
mann xir öðrum ykkar og litagerð-
armann úr hinum. Annar ykkar
mun þá verða rauður alla sína
ævi, því að rauðkrít er ekki hægt
að þvo af sjer og hinn verður að
liggja í bleyti í terpentínu áður
en liturinn fer af honum...................
Hvort sem er .... og góði Tony!
.... Ólyktin .. ..“
Hann hló eins og skólastrákur,
semi skemtir sjer við prakkara-
strik, og hjelt vasaklútnum sínum
fyrir nefið.
Ilastings lávarður hló innilega,
og Tony sló til hans fyrir glens
hans.
Armand fylgdist forviða með
því sein gerðist í herberginu.
Hann hafði dvalið rúmt ár í Eng-
landi, en var þó ekki enn farinn
að botna neitt í þessari þjóð. Eng-
lendingar voru sannarlega ein
skrítnasta þjóð í heiminum.
Loks hættu þeir að tala urn dul-
| búningana. Sir Andrew Ffoulkes
! og Anthony Dewhurst lávarður
höfðu loks komið sjer saman um
1 að þeir ætluðu að vera tveir ó-
hreinir kolaflutningamenn. Þeir
völdu tvö vegabrjef, sem gefin
voru út á nafn verkamannanna
Jean Lepetit og Achille Grospiere.
Formálalaust frá þessum barna-
látum að alvarlegu umræðuefni
sagði Sir Andrew Ffoulkes alt í
einu:
„Segðu okkur nákvæmlega,
Blakeney, hvar þú vilt að kerran
verði á sunnudaginn".
Blakeney reis á fætur og Tony
og Ffoulkes fylgdu honum eftir
að kortinu á veggnum. Þeir stóðu
alveg við hlið hans á meðan liann
fór með hendinni um kortið. Að
lokum benti hann á ákveðinn stað:
„IIjer“, sagði hann, „er Villette-
hliðið. Beint á rnóti hliðinu, til
hægri, er þröng gata, í áttina að
skurðinum. Það er einmitt í enda
þessarar þröngu götu, sem jeg ætl-
ast til að þið bíðið mín með kjerr-
una. Það er annars best að þetta
sje kolakerra", bætti hann við
með shiuin alkunna gáska. „Þú
og Tony getið reynt kraftana
á því að bera kol og kynna ykk-
ur í nágrenninu, sem tvo góða, en
óhreina föðurlandsvini“.
n
LJað er best að við byrjui
strax í kvöld að leika*'
sagði Tony. „Jeg ætla að kveðj
mína lireinu skyrtu þegar á þess
um degi“.
„Já, það mun líða langur tím
þar til þú sjerð haiia aftur, kæri
Tony. Að lokinni vinnu á morgun
verðið þið að sofa í vagninum ykk-
ar, ef þið hafið náð ykkur í vagn,
eða þá undir einhverjum brúar-
stólpa“.
„Jeg vildi óska að þú hefðir
svona þægilegt verk handa Hast-
ings“, sagði Tony lávarður.
„Nú ætla jeg #ð hafa þetta upp
aftur“, sagði Sir Andrew Ffoulkes
og benti með vísifingri á hinn á-
kveðna stað á kortinu. „Tony,
vagninn og jeg munum bíða þín
hjer á sunnudagskvöld, hjer við
skurðinn“.
„Og merki þitt, Blakeney?“,
spurði Tony.
„Eins og venjulega“, sagði Sir
Percy. „Mávsskrækur, þrisvar
sinnum með stuttu millibili. En
nú“, hjelt hann áfram og sneri
sjer að Ilastings og Armand, sem
til þessa höfðu ekki tekið þátt í
samtalinu. „Jeg þarf á ykkur að
halda töluvert langt frá þessum
stað“.
„Já, jeg bjóst við því“, sagði
Hastings.
„Við getunii ekið í kolavagnin-
um, með bykkjunni fyrir, fimtán
eða sextán kílómetra, en ekki
lengra. Jeg hafði lmgsað mjer að
fara norður fyrir borgina til að
komast til St. Germain, ;sem er
fyrsti staðurinn, þar sem hægt er
að ná í sæmilega hesta. Þar býr
bóndi, sem Achard heitir. Hann á
ágæta hesta, sem jeg hefi áður
fengið lánaða; við þurfum vitan-
lega á fimmi hestum að halda, og
hann á sterkan klár, sem jeg get
riðið, því hesturinn verður að bera
meira en minn þunga skrokk, þar
sem jeg verð að reiða drenginn.
Nú verðið þið báðir. Hastings og
Armand að fara af stað snemma í
fyrramálið. Þið verðið að fara út
um Neuilly-hliðið oð fara þaðan
til St. Germain með fyrsta besta
farartæki, sem ykkur tekst að ná
í. Þegar til St. Germain kemur
Framh.
Blóm & Kransar Ii.f..
Hverfisgötu 37. Sími 5284. —
Bu.-j„rnib lægsta verð.
SALTVÍKUR GULRÓFUR
góðar og óskemdar af fiugu og
máðki. Seldar í 1/1 og t/2 pok-
jm. Sendar heim. Hringið íi
síma 1619.
REYKJAVÍKUR
APÓTEK
kaupir daglega meðalaglöSs,,
smyrslkrukkur (með loki), hálf;
flöskur og heilflöskur.
KÁPUR OG FRAKKAR
fyrirliggjandi. Einnig sauma&
með stuttum fyrirvara. Gotfei
snið! Kápubúðin, Laugaveg 35.
MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR
Fersólglös, Soyuglös og Tómat-
flöskur keypt daglega. Sparið'
milliliðina og komið beint tit
okkar ef þið viljið fá hæst»-
verð fyrir glösin. Við sækjun^
heim. Hringið í síma 1616. —
Laugavegs Apótek.
ÞORSKALÝSI
Laugavegs Apóteks viðurkenda*
meðalalýsi, fyrir börn og full-
orðna, kostar að eins 90 aur&
heilflaskan. Lýsið er svo gott,
að það inniheldur meira af A-
og D-fjörefnum en lyfjaskráÍE
ákveður. Aðeis notaðar ster-
ilar (dauðhreinsaðar) flöskurc
Hringið í síma 1616. Við senA
um um allan bæinn.
DÖMUFRAKKAR
ávalt fyrirliggjandi. Guðm.,
Guðmundsson, klæðskeri. —
Kirkjuhvoli.
KALDHREINSAÐ
þorskalýsi sent um allán bæ. —■
Björn Jónsson, Vesturgötu 28;
Sími 3594. r
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, whiskypelaí;,
glös og bóndósir. Flöskubúðin,.
Bergstaðastræti 10. Sími 5395..
Sækjum. Opið allan daginn.
SPARTA DRENGJAFÖT
Laugaveg 10 — við allra hæfl.
Það hefir komið fyrir einu sinni
svo menn viti, að maður hefir ver-
ið tekinn af lífi á leiksviði á leik-
húsi. Dauðadæmdur fangi hafði
gengið inn á að láta taka sig af
lífi í leikriti, sem sýnt var í Belgíu
1549 til heiðurs Filipusi II. Á æf-
ingum var notað pappasverð við
aftökuna. En á fi'umsýningu’fini
notaði böðullinn venjulegt sverð
og það fór hrollur um áhorfendur
er höfuð afbrotamannsins fjell frá
bolnum.
★
Tvö blýantsstrik, skrifuð af
karlmanni á hvítan pappír, vega
30 milligrömm. • Það eru Banda-
ríkjamenn, sem hafa leitt þenna
sannleika í ljós með nýrri „ultra“-
vigt. Tvö blýantsstrik, skrifuð af
kvenhönd, vega aðeins 18 milli-
grömm. — Það er norskt blað,
sem þetta er haft eftir. Láðist
blaðinu að gefa þýðingarmiklar
upplýsingar, en það er hve strik-
in eru löng!
★
Coolidge, fyrverandi forseti
Bandaríkjanna, er frægur fyrir
hve fámæltur hann er. Sunnudag
einn kom hann heim frá kirkju og
kona hans spurði hann hvort ræða
prestsins hefði verið góð.
Coolidge kinkaði kolli.
— Hvað talaði hann urn ?, spurði
frúin.
—• Syndina.
—- Hvað sagði hann um syndina?
— Hann var á móti henni.
★
Þegar ítalski myndhöggvarinn
Canova var að höggva út stand-
mynd þá af Napoleon mikla, sem
er í Milano, sagði keisarinn einu
sinni, er hann sat fyrir:
— Allir ítalir eru hugleysingjar.
Myndhöggvarinn svaraði:
— Buona parte si — sem þýðir:
„Mikill hluti, já“, en sem einnig
mætti leggjast út: „Að minsta kosti
Bonaparte".
★
Hæstu öldur, sem vitað er um,
risu við Góðravonarhöfða í norð-
vestanstormi. Þær voru um 14
metrar á hæð. Mesta lengd, sem
mæld hefir verið á öldum hafsins,
er 780 metrar, en slíkar risabylgj-
ur eru afar sjaldgæfar. Við Kap
Horn hafa verið mældar öldur,
sem voru 9% metri á hæð og í
Norður-Atlantshafi hafa verið
mældar öldur, sem voru iy2 metri
á hæð. I Norðursjónum verða öld-
urnar sjaldan hærri en 3—3y2 m.
★
Amerísk dansmær ritaði Bern-
hard Shaw brjef og sagðist hafa
heyrt að hann hefði fullkominn
heila. — Jeg, sagði hún — hefi
að dómi sjerfæðinga fullkominn
líkama, þess vegna finst mjer til-
valið að við giftum okkur til þess
að þessir tveir kostir komi fram
hjá börnum okkar.
Shaw svaraði: .... en hugsið
yður nú að börn okkar erfðu
minn líkama og yðar heila? Með
þann möguleika fyrir augum
neyðist jeg til að afþakka yðar
ágæta og vingjarnlega tilboð!“
★
í Kína þyki svo lítið koma til
dætra, að algengt er að stúlku-
börn eru ekki skírð heldur auð-
kendar með tölum eftir aldri. T.
d. 1., 2., 3., 4. o. s. frv.
SMURT BRAUÐ
fyrir stærri og minni veislur.
Matstofan Brytinn, Hafnar-
stræti 17.
JtaufisJinpri * r
KARTÖFLUR OG GULRÓFUR
í pokum og lausri vigt. Góðar
og ódýrar. Þorsteinsbúð, Grund
arstíg 12, sími 3247. Hringbraut
61, sími 2803.
ÍSLENSKT BÖGLASMJÖR
Hnoðaður mör. Harðfiskur
vel barinn. Þorsteinsbúð, Hring
braut 61, sími 2803, Grundar
stíg 12, sími 3247.
ÚTLENT PARFUME
Hárgreiðslustofa J. A. Hobbs.
AUGABRÚNALITIR
bestir hjá Hárgreiðslustofu J.
A. Hobbs.
• ÓDÝR BLÓM
í dag.
KAKTUSBÚÐIN.
11 Laugaveg 23. Sími 1295.
BLINDRA IÐN
Gólfmottur fyrirliggjandi. —
Ingólfsstræti 16.
FORNSALAN, Hverfisgötu 4»=
selur húsgögn o. fl. með tæki-
færisverði. Kaupir lítið notað®.
muni og fatnað. Sími 3309.
HARÐFISKSALAN,
Þvergötu, selur saltfisk nr. 1»,
2 og 3. Verð frá 0,40 au.
kg. Sími 3448.
SiMtynfM-n gup
VENUS SKÓGLJÁI
mýkir leðrið og gljáir skóna af-
burða vel.
VENUS-GÓLFGLJÁI
afburðagóður og fljótvirkur. —
Ávalt í næstu búð.
MUNIÐ ÆSKULÝÐSVIKU
K.F.U.M. og K. Hafnarfirði. f
kvöld kl. 81/2 talar Bjami Ey-
ólfsson. Söngur og hljóðfæra-
sláttur. Allir velkomnir.
FRIGGBÓNIÐ FÍNA,
er bæjarins besta bón.
t o. G. T.
BAZARINN
verður opnaður kl. 3 í dag í
Templarahúsinu. Margir ágætir,.
eigulegir og ódýrir munir.