Morgunblaðið - 30.11.1939, Page 7

Morgunblaðið - 30.11.1939, Page 7
I Fimtudagur 30. nóv. 1939. MÖRGUNBLAÐIÐ Dagbot? m HelgafeU 593911307—IV.—V. Aðalf. I. O. O. F. 5= 12111308’/2 = E.S. Veðurútlit í Rvík í dag: A-kaldi. Dálítil slydda eða rigning. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Bifreiðastöðin Geysir, sími 1633, annast næturakstur næstu nótt. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Árna Sigurðssyni Kjartan Sveinsson símamaður, Reykjavík, og ungfrú Þórhildur Jónsdóttir, Norður-Hjá- leigu, Álftaveri. Heimili ungu hjónanna verður í Vík í Mýrdal. Spegillinn kemur út á morgun. Knattspyrnufjelagið „Víkingur“ héldur dansleik í Oddfellowhúsinu n.k. laugardag. Þar verða leikin 3 ný danslög eftir H. Rasmus og syngur kvennatríó lögin. Bragi Hlíðberg spilar á harmóníku og fleira verður til skemtunar. Sjálfstæðisfjelögin í Hafnarfirði halda fullveldishátíð n.k. laugar- •dag. Margt verður þar til skemt- nnar, svo sem sameiginleg kaffi- drykkja, songur og ræður. Brynj- ólfur Jóhannesson leikari skemtir finNtimHiimiiiiiniiiiiiiutiimiHiimmiiiiiinnuiiiiiiiiiitnim } MUNIB I | dansinn [ | I kvöld | 11 Oddfellow. 1 -=s . EE ~ = Boomps-a-Daisy. s = IniiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimmiiiiiiiiiiIIí MÁLAFLUTNINGSSKttlFSTOFA Pjetur Magnússon. Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—6. OOOOOOOOOOOOOOOOOC Islenskar Gulrófur Úrvals Kartöflur. vmn Laugaveg 1. Simi 3655. Útbú Fjolnijiveg 2. Sími 2555. oooooooooooooooooo ROLASALAN S.l Ingólfshvoli, 2. hæð, ISímar 4514 og 1845. og ennfremur Bára Sigurjónsdótt- ir danskennari. „Kolahamstarar- ‘. Lögreglunni hafa borist kærur út af því að menn birgðu sig upp með kol. Er hjer um heldur lítilfjörlegt „hamstur“ að ræða, að því er lög- reglan skýrir hlaðinn frá. Knattspyrnuþingið hjelt áfram í fyrrakvöld. Ekki gafst þinginu tími til að afgreiða þau mál, sem fyrir því lágu, og var þinginu frestað til 15. febrúar n.k. Ríkisskip. Esja var væntanleg til Reykjavíkur kl. 12 í gærkvöldi úr strandferð að austan. Alliance Fran5ai.se hefir kvik- myndasýningu í Nýja Bíó í dag kl. 5 fyrir fjelagsmenn sína og gesti þeirra. Sýnd verður kvik- mynd af för Daladiers, forsætis- ráðherra Frakka, til Korsíku og Túnis síðastliðinn vetur. Á undan kvikmyndinni flytur ræðismaður Frakka, M. Yallory, stutt erindi. Erindið verður flutt á frönsku, en síðan þýtt á íslensku. Nýjung í SundhöUlinni. Fram- vegis mun verða sjeð, til þess, að baðgestir Sundhallarinnar geti fengið tilsögn í sundi á fimtu- dagskvöldum kl. 8—9, án þess áð greiða kenslugjald. Er sundkensla þessi aðallega ætluð fyrir fólk sem verið hefir á námskeiðum í Sundhöllinni og vill æfa sig bet- ur undir eftirliti sundkennara, og aðra þá er einhverja nndirstöðn hafa fengið í sundkunnáttu og á- huga hafa fyrir því að læra betur. Vafalaust mun þetta mælast vel fyrir hjá þeim er áhuga hafa fyrir sundíþróttinni, en ekki hafa haft efni á að kosta miklu til þess. Besta íslenska danslagið. At- kvæðagreiðslan á Hótel íslend1 um besta íslesnka danslagið 1939 fór svo, að „Dagný“, eftir Sigfús Hall- dórsson, fjekk 1. verðlaun. „Minn- ing“, eftir Uuðmund Jóhannsson, fjekk 2. verðlaun. Þá fengu; 5 af þátttakencíumi í atkvæðagreiðsl- unni verðlaun frá hljómsveitinni, voru það nótur. Þýski háskólafyrirlesturinn fell- ur niður í kvöld. Stúdentar. Hafið með ykkur „Carmina canenda“ (söngbók stúdenta) á hófið að Hótel Borg annað kvöld. Munið að hófið liefst klukan 7. Þjóðræknisfjelag fslendinga. Stofnfundur fjelagsins verður haldinn í Kaupþingssalnum á morgun kl. 5 e. h. Guðspekifjelagar. Septíma held- ur fund á morgun, 1. des., kl. 8.30. Orjetar Fells flvtur erindi: Hvað er heilagt líf? Útvarpið í dag: 19.20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Þingfrjettir. 19.50 Frjettir. 20.15 Erindi: Frumstæðir menn, II. (dr. Símon Ágústsson). 20.40 Orgelleikur í Dómkirkjunni (Eggert Oilfer): Hirðarnir á akrinum, eftir O. Malling. 21.00 Frá útlöndum. 21.15 Utvarpshljómsveitin: Laga- syrpa eftir Beethoven. 21.35 Hljómplötur: Dægurlög. 21.50 Frjettir. Athugasemdirnar við ríkisreikninginn FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU áft stað óþörf innanlandsferðalög a kostnað ríkisstofnana. Skuldaflækjur ríkisstofnana eru alvarlegt áhyggjuefni. Skuldir stofnananna við útlönd eru orðnar til vansæmdar og horfa til alvarlegra vandræða. Þetta mun talið óviðráðanlegt og stafa af yfirfærsluvandræð um. En lánsverslunin innanlands er annað vandræðamálið. Er ríkisstjórninni í sjálfsvald sett að varast þau víti. Vill minni hluti fjárhagsnefndar alveg sjer staklega vekja athygli ríkis- stjórnarinnar á því, hve óviðeig- andi er, að ríkið reki lánsversl un í stórum stíl með áfengi. Yfirskoðunarmenn hafa rjetti lega fundið að hallarekstri rík- isbúanna á Vífilsstöðum og Kleppi. Eru færð rök að því, að stjómarnefnd ríkisspítalanna eigi aðalsökina á þessu. Eðlilegt er, að Alþingi láti í ljós vilja sinn um rekstur búanna. Er lík legt, að rjett sje sú skoðun yf- irskoðunarmanna, að búin ættu að seljast á leigu. En að sjálf sögðu er það rannsóknarefni fyrir ríkisstjórnina, hvaða fyr- irkomulag verður hagkvæm^st. Fundið er að því, hve miklu fje er varið til aðstoðar við 'samningu lagafrumvarpa og reglugerða, sem ríkisstjórnin lætur semja. Vitað er, að stjórn arráðið er vel mönnum skipað til þess háttar starfa. Er það því eðlileg krafa, að þessi verk sjeu að sem allra mestu leyti unnin í stjórnarráðinu. Minni hl. fjhn. telur, að meðferð ríkisstjórnarinnar á at- vinnubótafjenu sje ekki í fullu samræmi við fyrirmæli Alþing- is. En sökum þess að fjárlög fyr- ir næsta ár eru ekki afgreidd, og af þeim sökum ekki sjeð, hvernig fjárveitingu í þessu skyni verður hagað, er ekki lagt til, að Alþingi geri sjerstaka á- lyktun um það efni. Þær stórkostlegu fjárhæðir, sem yfirskoðunarmenn leggja til, að leitað sje aukafjárveit- ingar fyrir, sýna, að umfram- greiðslum hefir lítt verið í hóf stilt. Þykir þó mega láta niður falla að gera ályktun um þetta alment, þar til sjeð verður, hvort þetta breytist ekki af sjálfu sjer. 30E □ □E DDE 30 FullveldishátfO heldur Heimdallur, fjelag ungra Sjálfstæðismanna í Oddfellowhúsinu 1. desember. Ræta: Jóhanv Hafstein cand. jur. DANS. Aðgöngumiðar % Oddfellow eftir kl. 3 á morgun. Hátíðamat geta menn fengið með því að snúa sjer til gestgjafans í Oddfellowhúsinu. Allir Sjálfstæðismenn velkomnir meðan húsrúm leyfir. 01 □ □E □□E □□E □□E Heildverslun Garðars Gislasonar hefir góðar birgðir af Rúgmjoli Haframjöli Klveiti Sfrásykri Ní BÓK. ;A*i - iini Þoiberguf Þórðarson fimfugur eftir dr. Stefán Einarsson, kom í bókaverslanir í dag. Verð kr. 3.50 heft og kr. 5.50 í bandi. BÓKAVERZUN HEIMSKRINGLU, Laugaveg 38. i Sími 5055. Húsmæður Mjólkin hefir ekki hækkað í verði. Skyrverðið er einnig óbreytt, og eft- irlitsmaðurinn með vörum vorum segir það nú vera með allra besta móti. Mjólkursamsalan. BEST AÐ AUGLYSA 1 MORGUNBLAÐINU. Aðgöngumiðar að hófi stúdenta að Hótel Borg á fullveldisdaginn verða afhentir í Háskólanum kl. 1—214 í dag. Pantaðir miðar, sem ekki hafa verið sóttir þá, verða seldir öðrum, því að eftirspurnin er mikil. *.>.>.x**h-h-h**h**h*<*<-h-h**h*<-h-h-h-h-h-h-h-h-h-h-h*<-h-h-:-h-h-:**h*<-h**h**h**h-h-h*<**x*<**h-h* i * »> Skömfunarseðlar fyrlr nóvembermánuð gllda aðelns í dag. CUUniaidi : Ý 1 I I v 1 **. ! Ý I i ❖*H**:**H**H**:**H**:**:**:**:**:**H**:**:*<**:**:**H**:**H**H**H**:**H**H**:**:**H**H**H**H**H**:**H**:**H**H**:**H" ~h**:**h**h**:-h**h**h**h**h**h**h* Konan mín, ÓLAFÍA ÓLAFSDÓTTIR, andaðist 28. þessa mánaðar. Ófeignr Vigfússon prófastur. Kvejuathöfn konu minnar, GUÐNÝAR VIGFÚSDÓTTUR, fer fram á morgun (föstudag) kl. 3 á Ásvallagötu 37. Jarðarförin fer fram á laugardag kl. 1 að Skarði í Land- hrepp. Guðni Jónsson, böm og tengdahörn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda vinsemd og hluttekningu við andlát og jarðarför móður minnar, ÞÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR. Fyrir mína. hönd og annara vandamanna. Óskar Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.