Morgunblaðið - 03.03.1940, Síða 3

Morgunblaðið - 03.03.1940, Síða 3
Sunnudagur 3. mars 1940. MORGUN BLA Ð,I Ð 3 Málin sem valda erf ið- leikum í samstarfinu Hvað tefur lausn þeirra? HIN PÓLITÍSKA RÆÐA, sem forsætisráð- herrann flutti á árshátíð blaðamanna á fimtudaginn var, hefir vakið talsvert um- tal manna á meðal. Það er mjög eðlilegt, að dómar manna um ræðuna sjeu æði skiftir. Ræðan var pólitísk, og flutt af manni, sem fremstur stendur í flokki. Ræðan átti ekki að vera flokkspólitísk og var það ekki. Hitt er annað mál, að aðrir flokkar hefðu í ýmsu kosið aðra túlkun á sínum málstað, en ráðherrann gerði. En um það er ekki að sakast. Forsætisráðherrann mintist á nokkur mál, sem valda örðug- leikum fyrir stjórnarsamvinn- una. Skal þeirra getið hjer að nokkru og sjónarmiða ráðherr- ans. VERSLUNAR- MÁLIN Þau taldi ráðherrann erfið- ust í samstarfinu. Ráðherrann gat þess, að nokkrir menn vildu afnema inn- flutningshöftin algerlega. „En aðrir álíta“, sagði ráðherrann, „og þeir eru miklu fleiri, að innflutningshöft.in sjeu óhjá- kvæmileg eins og stendur, en eigi að afnema stig af stigi, eftir því, sem gjaldeyrisástandið leyfi“. Sjálfstæðisflokkurinn hefir fyrir sitt leyti altaf haldið l^í fram, að stefna bæri að afnámi haftanna, en slíkt yrði að ger- ast stig af stigi. Áður en þjóð- stjórnin var mynduð hjelt Fram sóknarflokkurinn dauðahaldi í höftin. En með komu þjóðstjórn- arinnar var einmitt lýst yfir, að stefna bæri að afnámi haft- anna smám saman. Þá var og farið að setja ýmsar nauðsynja- vörur á frílista, sem gafst prýði lega. Annað mál er það, hvort fram kvæmdin er heppileg á þessum málum nú, eins og ástandið er. Við vitum, að síðan stríðið braust út fæst engin erlend vara keypt inn, nema með greiðslu út í hönd. Það sýnist því óþarfi að vera að hafa áfram hið mikla og rándýra bákn utan um inn- flutningsverslunina. — Nægja myndi að hafa nefnd, sem tæki ákvörðun um til hvers gjaldeyr- inum yrði varið. Þeir einir geta keypt inn vörur, sem hafa trygt sjer gjaldeyrir. Aðrir fá enga vöru. Með því að hafa örugt eft- irlit með gjaldeyrinum, skamt- ast innflutningurinn af sjálfu sjer. ★ Hinn ágreiningurinn í versl- unarmálunum, sem forsætisráð- herrann mintist einnig á, þ. e framkvæmd innflutningshaft- anna, er erfiðari viðfangs. Þar hefir krafa Sjálfstæðismanna frá upphafi verið sú, að eitt og sama yrði látið ganga yfir alla innflytjendur. Sú takmörkun á innflutningi, sem nauðsynlegt væri að gera, yrði látinn ganga jafnt yfir. Þannig hefir fram- kvæmdin verið í öllum löndum, þar sem grípa hefir orðið til ir.nflutningshafta. Hjer hef.ir hinsvegar ný regla verið upp- tekin, sem í framkvæmdinni hefir orðið þannig, að höftin hafa að heita má eingöngu verið látin bitna á kaupmanni- stjettinní. Ef að þjóðarhagsmunir krefð- ust þess, að svona væri fram- kvæmdin, væri ekkert við þessu að segja. En það er fjarri því að svo sje. Hagsmunum þjóðar- innar er best borgið með því, að verslunin sje sem frjálsust og að eðlileg samkepni fái notið sín. Hjer er hinsvegar stefnt að því, af sjálfu ríkisvaldinu, að hneppa alla verslun í fjötra. — Með þessu er beinlínis unnið gegn þjóðarhagsmunum. Forsætisráðherrann taldi litl- ar líkur til, áð takast mundi að jáfna þenna ágreining. En þá verður þjóðin áreiðanlega FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Hellisheiði mokuð í dag T T ellishejði, sem verið hefir 1 "*■ ófær bílum síðan að snjón- um kyngdi niður á dögunum, verður mokuð í dag. Hefir eingöngu verið farið yfir fjallið á snjóbílnum und- anfarna daga, en mjólkurflutn- ingar hafa farið um Þingvalla- veginn. Nú er kaflinn á Þingvallaveg- inum orðinn ófær, svo mjólkur- fiutnjngar hafa tepst að austan. Tveir hópar verkamanna moka Hellisheiðarveginn í dag. Byrjar annar að austanverðu, en hinn að vestanverðu. En búist við við, að vegurinn verði orðinn fær bílum í kvöld. Borgfirðinga- og Mýramannamót verður haldið að Hótel Borg n.k. föstudag, 8. þ. m. Geir Ttiorsteinsson fimtugur á morgun Geir Thorsteinsson útgerðar- maður á fimtugsafmæli á . morgun. Hann er einn af þeim athafna- mönnum, sem lielst kýs að vinna störf sín í kyrþey. Bn rjett þenna eina dag verður hann að láta sjer | lynda að honum sje veitt sjerstök , athygli. En það er eitur í hans beinum. Svo hljedrægur er hann að eðlisfari. Það sem hann gerir finst honum jafnan smámunir samanborið við verk annara. En sannleikurinn er, að alt sem hann á annað borð fæst við, það gerir hann allra manna best. Þannig er honum rjett lýst í fám orðum. 'Geir ólst upp í andrúmslofti mikilla viðskifta á íslenskan mæli- kvarða. Hann var sjálfkjörinn til að taka þar við. Faðir hans rak jöfnum höndum verslun og út- gerð. En Geir fjekk alhliða hag- nýta verslunarmentun, er hann samlagaði þeirri menning hjart- ans, sem er honum í blóð borin. Af viðskiftagreinum föðursins valdi hann sjer þá, sem honum var næst skapi, útgerðina. Yöru- dreifing var honum aukaatriði, er hann festi ekki hugann við. Nú er Geir meðal þeirra manna hjer, sem lengst hefir starfað við togaraútgerð, þó ekki sje hann nema fimtugur. Svo vel lætur hon um það starf, að á undanförnum 10 erfiðleikaárum útgerðarinnai’ hefir hann í almenningsaugum vaxið við hverja raun. Þegar öldurnar risn hjer sem hæst gegn þessari stóriðju ís- lenskrar framleiðslu, var viðkvæð- ið í þeirri herferð, að fjárhags- vandræði togaraútgerðarinnar stöfuðu af slæmri stjórn, fálmi, fyrirhyggjuleysi, óþarfa eyðslu í stjórnarkostnað. Þegar litið var inn á skrifstofu Geirs Thorsteinssonar varð lítið úr þeim áburði. Hann sat þar einn. Hann var „einyrki“ á skrif- stofu stóriðjunnar. En þegar einhver vildi eitthvað vita um rekstur togara, smátt eða stórt, þá var ekki annað en snúa sjer til hans. Og svo er það, enn. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU ----Skíðamót Reykjavíkur -— K. R.-ingar unnu allar kappgöngur Gunnar Johnson fyrstur í 18 km. INGAR urðu fyrstir í skíðakapp- göngunni á Skíðamóti Reykjavík- ur, sem hófst við Kolviðarhól í gær. Fyrstur í 18 km. göngunni varð Gunnar Johnson úr K. R. á 1 klst. 4.24 mín. Annar varð Björn Blöndal (K. R.) á 1 klst. 7.04 mín. Þriðji Georg Ltiðvíksson (K. K.) 1:7.07 og fjórði varð Hjörtur Jónsson (K. R.) á 1 klst. 7.54 mín. Fimti var Ármenningurinn Stefán Stefánsson á 1 klst. 8.17 mín. Bét bvolfir i SandgerOishðfn Um kl. 11 í gærmorgun hvolfdi bát með fjórum munnum á Sandgerðishöfn, og mátti ekki tæpara standa að slys hlytist að. Skipverjar af bátnum Erlingi úr Garði voru að fara um borð í bátinn, sem úti lá á bátalæginu, á lítilli kænu. Fyrst fóru 5 um borð, en síðan fór einn maður aftur í land með bátinn, til þess að sækja þrjá menn, sem eftir voru. Er þeir voru komnir nm það miðja vegu aftur út í bátinn, eða 200—300 metra undan landi, fylti bátinn af sjó og hvolfdi honum um leið. Tveir mannanna voru syndir, en tveir ósyndir. Um leið og bátnum hvolfdi sást <til hans úr landi og frá vjelbátn- um Erlingi og Gunnari Hámund- arsyni, sem var nýlagstur að bryggju í Sandgerði. Brugðu báð- ir vjelbátarnir við og sömuleiðis var í skyndi settur bátur frá landi og róið á staðinn. Komu all- ir á vettvang um líkt leyti og tókst að bjarga öllum mönnunum, þótt ekki mætti tæpara standa, enda var einn þeirra, Sveinbjörn Sigurðsson úr Garði, orðinn með- vitundarlaus, en öðrum mannanna, sem syndur var, Eggert Magnús- syni úr Reykjavík, tókst að halda honum \ippi þar til komið var til hjálpar. Var í skyndi róið með þá að bryggjunni og lífgunartilraunir gerðar á Sveinbirni og um leið sent eftir lækni, sem staddur var í sjúkrahúsi Rauða Krossins við berklaskoðun. Kom hann að vörmu spori og flutti Sveinbjöm í sjúkraskýlið. Var lífgunartilraun- mn haldið áfram. Sveinbjörn fjekk meðvitund eftir hálfa klukkustund og hrest- ist hrátt. (FÚ) Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað frúlofun sína ungfrú Brynja Þórðardóttir frá Eskifirði og Skúli Einarsson, Nýlendugötu 27. Kept var í þrem aldursflokkum í skíðagöngu, 18 km., 10 km. og 5 km. I öllum göngunum áttu K. R.-ingar fyrstu menn. í 10 km. göngu varð fyrstur Guðbjörn Jónsson (K. R.) á 46.21 mín. Annar Ásgeir Guðjónsson (K. R.) á 46.33 mín. og þriðji Guð- björn Árnason (K. R.) á 46.45 mín. í 5 km. göngunni varð fyrstur Lárus Guðmundsson (K. R.) á 25.25 mín. Annar Haraldur Björns son (K. R.) á 26.16 mín. og þriðji Gunnar Bergsteinsson (Á) á 26.54 mín. Göngukepnin fór fram fyrir of- an Hellisskarð. Hófst hún hjá skarðsbrúninni og gengið var upp með „Ráðherrabrekku“ og áustur með Skarðsmýrarfjalli. Færi var nokkuð blautt (blautur korn- snjór). Rigning var í gærmorgun á Hellisheiði og þoka um tíma, enda fór svo, að einn þátttakendanna í göngukepninni viltist! Hafði hann mist af sjer skíðin og var lengi að hisa við að setja það á sig. Týndi hann þá brautinni og viltist. Voru gerðir út menn að leita hans. Stökk og svig- kepni í dag. Snjór er nægnr á Hellisheiði og er ákveðið að láta skíðamótið halda áfram í dag. Klukkan 11 f. h. hefst stökk- kepni. Fer hún fram austan Hell- isskarðs. Þá verður og kept í svigi og fer það fram í brekkunni hjá dráttarbrautinni. Áhorfendur voru ekki margir að göngunni í gær, en búast má við að fjöldi manns fari nppeftir í dag. Bridge-kepnin • hefst í dag Bridgekepnin hefst á Stúdenta- garðinum kl. li/2 í dag, og fer kepnin fram í lestrarsaln- um og leikfimissalnum. 6 sveitir taka þátt í kepninni og hafa allir þátttakendur áður tekið þátt í bridgekepni. Gott rúm er fyrir áhorfendur og má búast við að fjöldi manns horfi á bridgekepnina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.