Morgunblaðið - 03.03.1940, Síða 5

Morgunblaðið - 03.03.1940, Síða 5
Sunnudagur 3. marS 1940. Útget.: H.f. »ÁrTaknr, R»ykjavlk. XUtctJðrar: Jðn K'jartan»ion, Valtýr Stefftnaíon (tbyr*8ar*.). t.ng;lýalngarr Árnl Ól*. BUtatjðrn, augljtlngar og af®r»18sl»: Auatur»tr»E'tl 8. — Blml 1800. Áckriftargjalil: kr. í,00 t mfenuSl. í lauaasölu: 15 aura eintaklB, 25 aura navC L>*abðk. Spá forsætis- ráðherrans JE G held, að það verði nokkrir erfiðleikar í stjórnarsamvinnunni. Jeg við- urkenni, að það geta komið fyr- ir mál, sem verði að valda sam- vinnuslitum, en jeg held þó, að |)ingið muni verða fremur stutt og stjórnarsamvinnan muni haldast". Með þessum orðum lauk for- sætisráðherrann ræðu sinni á árshátíð blaðamanna. Eftir því, sem pólitíska við-i horfið er í dag, eru allar líkur til, að hjer reynist forsætisráð- herrann §annspár. Þingið hefir nó setið rúman hálfan mánuð «n ekkert stórmál komið þar fram, að undanskildum fjárlög- «num. Má því segja, að verk- efni þingsins sje það eitt, að af- greiða fjárlögin. Og eftir þeim fregnum sem berast af fjár- veitinganefnd, er þar unnið af iniklu kappi. Formaður nefnd- arinnar er að þessu sinni Pjetur Ottesen, mesti vinnuþjarkurinn á Alþingi. Takist nefndinni að koma sjer saman um höfuð- stefnuna í afgreiðslu fjárlag- anna, mun hún verða f 1 jót að ganga frá þeim. Sumir hafa verið að gera sjer vonir um, að þinginu ætti að geta orðið slitið fyrir páska. Æskilegast væri, að þetta gæti orðið. Stutt þing og framhald stjórn, arsamvinnunnar, var spá for- sætisráðherrans. En hvað verð- ur þá um hin óleystu ágreinings- anál, sem ráðherrann mintist á? ®ga þau að halda áfram að ' valda erfiðleikum í stjórnarsam- vinnunni? Eða verða þau leyst é. meðan þingið situr? Þannig spyrja að sjálfsögðu ýmsir. Allir hljóta að vera sammála um, að brýna nauðsyn beri til að fá ágr^iningsmálin leyst og jþað hið allra fyrsta. Meðan þau «ru óleyst, hvílir skuggi yfir samstarfinu og torveldar það á állan hátt. Flokkarnir ganga «kki heilir til samstarfsins. Þeir eru sjálfir við og við að gera ráð fyrir, að samvinnan rofni. l>eir komast þá í kosningaham og segja hver öðrum til synd- anna. Þetta ástand er óþolandi. Ágreiningsmálin verða vitan- 3ega að leysast, því að öðrum kosti hlýtur stjórnarsamvinnan að fara út um þúfur, fyr eða æíðar. Þeir flokkarnir, sem ekki fást til að leysa ágreiningsmál- an, vilja slíta samvinnunni. En þeir verða þá líka að taka á sig ábyrgðina. En ágreiningsmálin þurfa ekki að tefja þingið, því að það er stjórnarinnar að leysa þau. — Sköpum heilbrigt samstarf með 'því að ryðja úr vegi þeim mál- um, er erfiðleikum valda. £ Reykjauíkurbrjef ’ 2. mars Tvær ræður. íðastliðna viku hafa ráðherrar Sjáifstæðisflokksins, Ólafur Thors og Jakob Möller, haldið liver sína útvarpsræðuna, Jakoh f járlagaræðuna, Olafur um at- vinnumálin 1939. I yfirlitinu ura fjárhag ríkis- sjóðs skýrði fjármálaráðherrann svo frá, að tekjuafgangur hefði árið 1939 orðið kr. 19.000.00. En .til þess að standast nauðsynlegar afborganir af lánum varð greiðslu- halli á ríkisbúskapnum sem nam kr. 1.470.000.00. Fiotið var að þessu sinni yfir þann greiðsluhalla með því að ^auka skuld ríkissjóðs í Lands- þankanum. En sú leið er vita- skuld skamma stund fær. Skuldina í Landsbankanum þarf að borga. Og fleiri greiðslur eru fyrirsjáan- iegar, sem falla á ríkissjóð á hinu jiýbyrjaða ári, sem nmfram eru greiðslur síðastliðins árs. Það er afborgunin af ensku bráðabirgða- jáni er tekið var fyrir t.veim ár- um, rúml. miljón, tekjnhalli á f jár- lögum ársins sem var 14 miljón og væntanleg hækkun á starfsmanna- jaunum vegna dýrtíðarinnar önn- ur Yz miljón. AUs éru þetta 3.6 miljónir, sem sjá verður fyrir á þessu ári umfram greiðslur fyrra árs, ef fjárlög gera ekki betur en standast. Að tekjur ríkissjóðs árið 1940 verði þetta meiri en í fyrra kem- ur ekki til'mála. Heimild var fyrir nokkru gefin fyrir því að ríkisstjórnin tæki 3 miljón króna innanlandslán. Fyr- yerandi fjármálaráðherra notaði þessa heimild að nokkru, tók 700 þús. kr. að láni En fjármálaráðherra hugsar sjer að nota þessa heimild á þessu ári. Auk þess er svo búist við að hin nýja tollskrá kunni að auka toll- tekjurnar eitthvað. Tolltekjurnar fara vitanlega ekki síður eftir því hver innflutn- ingurinn verður. Áætlun fjárlag- anna ura tekjur af tollum miðast við að innflutningurinn minki um 20% a,ð magni til. En þegar þess pr gætt hve mikið innflutningur hefir verið skorinn niður undan- farin ár, er ekki víst að innflutn- ingurinn minki svona mikið. Það fer alt eftir því hvernig tekst með verðlag á útflutningsvörum og útflutninginn yfirleitt. I öllum þessum útreikningum eru margar „óþektar stærðir“, mörg vafaat- riði, sem ekkert er hægt að segja um. Hin auknu útgjöld. jármálaráðherrann gaf í ræðu sinni stuttort yfiriit yfir það, hve mikið ríkisútgjöldin hafa hækkað síðustu 11 árin. Hækkunin nemur 8% miljón króna að með- taldri hækkun á afborgunum lána. Yaxtagreiðslur og afborganir hafa hækkað um kr: 1.700.000, dómgæsla og lögreglustjórn um kr. 1.150.000, samgöngumál um kr. 1.424.000.00, kenslumál um kr. 936.000.00, verklegar framkvæmd- ir um kr. 2.552.000.00 og styrkt- arstarfsemi um kr. 558.000. v | Þetta eru tölur sem; tala sánu mikla og merkilega máli. Og þó er ekki nema hálfsögð sagan. Að því rekur að þjóðin spyr hvort hún fái tilsvarandi gæði fyrir þessi útgjöid öll, eða hvað sje þarna, sem ekki svari kostnaði. Iíjer er mikið og vandasamt verkefni fyrir höndum. Að því er’ snertir vandann við að minka út- gjöldin, þá er hann þeim mun meiri en að auka þau, eins og það er meiri vandi að klífa brattann, heldur en að láta sig velta niður. Að þessum einföldu tölum spyrja 'menn einna fyrst: Hvað veldur því að dómgæslan og lög- reglustjórn kostar á 2. miljón meira á ári en áður ? Er svona mikið erfiða en áður að stjórna þjóðinni? Eða voru svona miklar Jögleysnr framdar bjer áður, að það kosti miljón á ári að stemma stigu fyrir þeim? Viðvíkjandi kenslumálunum spyrja menn einnig: Er andlegt uppeldi þjóðarinnar það betra nú en 1927, að evðandi sje 936 þús- und krónum á ári upp á þær við- bætur ? Svo er það styrktarstarfsemin seni kostar 580 þiis. krónum meira nú en áður. Það er með rjettu talið ómannúðlegt að ráðast á þann gjaldalið umfram aðra, höggva í styrki þeirra sem hjálparþurfi eru í þjóðfjelaginu. En hversu mikil styrkþörf hefir sprottið af því, að atvinnuvegir landsmanna liafa staðið höllum fæti? Jarðræktarmálin. jármálaráðherrann mintist á úlfaþyt þann, sem Varð út af tillögum hans um að lækka fram- lagið til jarðabótanna árið 1941. Hann gat þess í ræðu sinni, að þær tillögur hefði hann gert upp á sitt eindæmi, til þess að undir- Strilía nauðsynina á tekjuhalla- ,lausum fjárlögum. En ef þing- flokkarnir kæmu sjer saman um aðrar sparnaðarleiðir fyrir ríkis- sjóðinn, þá tæki hann því með þökkum. Eftir því sem síðan hefir frjest lír þingheiminum má vænta samkomulags og friðar á þinginu um hin meiriháttar mál. Og fjár- veitinganefnd hefir hugsað sjer að láta þingið ekki þurfa að bíða leng-i eftir fjárlagaafgreiðslunni. Formaður fjárveitinganefndar ér .nú Pjetur Ottesen. En ef svo skyldi fara, að and- stæðingar núverandi fjármálaráð- herra hugsuðu sjer einhverntíma síðar meir að nota uppástungu hans um niðurfærslu jarðabóta- styrksins 1941, þá ættu þeir áður en þeir tækju upp það vopn og reyndu að beita því, að hafa felt burtu af frjálsum hug 17. grein Jarðræktarlaganna, sem ákveða ekki aðeins að lækka styrkinn um eitt ár, heldur taka ávexti hans einskonar eignarnámi úr höndum sjálfseignarbænda þessa lands. Nýjar leiðir. ví verður ekki neitað, að yfir- lit það, sem Jakob Möller gaf um fjárhag ríkissjóðs var dapurleg saga. Ekki við öðru að bviast. Ræða Olafs Thors um atvinnu- í.iálin beindi hug'um manna til margra óleystra vandamála. En saint verða þær hugleiðingar um ýmsar nýjar leiðir, er opnast fyr- ir þjóðinni, til sjálfsbjargar í framtíðinni, ef vel er á haldið. Hann mintist þar á hinn nýja atvinnuveg, siglingarnar, er getu orðið okkur íslendingum arðvæn- legur eins og Norðmönnum, er fá hundruð miljóna í tekjur á ári fyrir siglingar sínar um öll heims- ins höf. Er mikils um vert, að sú byrjun, sem hjer hefir verið gerð, fái að þróast, og íslenskir farmenn fái að njóta hæfileika sinna sjer og þjóðinni til gæfu og gengis. Eftirtektaverð voru ummæli hans um hafnarbætur þær, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum, og sem áreiðanlega hefir ekki verið stjórnað með fyrir- hyggju. Því pólitískar hendingar og hrossakaup hafa oft ráðið mildu um það, hvar fje hefir ver- ið lagt í hafnarmannvirki, í stað þess, eins og ræðumaður benti á, að taka þyrfti hafnarmálin til skipulegrar meðferðar og láta þörfina og gagnið ráða, hvar fje er í þær lagt. En alveg eins og handahóf hefir miklu ráðið í þessum málum, eins er um mörg önnur mál, svo sem um umbótaframkvæmdir sveit- anna. Eins og ákveða þarf hafnir eftir heildarþörf þjóðarinnar, eins þarf að leggja meginstund á að örfa ræktunina, þar sem hennar er mest þörf og hún gefur bestan arð. Hrakningar. rakningasaga skipverja á vjel- bátnum Kristjáni geymist lengi í annálum íslenskra sjó- manna. Þrekraun þeirra er svo eftirtektaverð, SAro merkileg^ Manni finst það vera yfirnáttúr-. legur máttur, að geta haft þrótt, eftir 12 sólarhringa hrakninga, til að bjarga sjer með ofurliug og karlmensku. Að geta haldið lík- ams- og sálarkröftum allan þenna tímá, án þess nokkurn tíma að fá rólegan svefn eða almennilega máltíð, þurfa að hafast við renn- blautir og skjálfandi af kulda í reykfyltum skipverjaklefa og vinna þar nótt og dag að því að eima lianda sjer 3—4 flöskur af vatni, til þess að brjálast ekki af þorsta. Þeir, sem eru ekki vanir lífi og harðri baráttu sjómanna, finna til þess ef þá vantar svefn eina nótt eða missa nokkrar venjulegar máltíðir. En þessir 5 menn eru hressir og heilbrigðir undir eins og þeir fá hlý föt og heita mjólk eftir 12 sólarhringa vosbúð. Þjóðin. á ekki vænta þess að eitthvað svipað þol sje í þjóðinni eins og þeim mönnum sem sjóinn stunda, ef verulega reynir á? Sú spurning vaknar oft í huga manns. Það var hinn ósveigjanlegi lífs- vilji er bjargaði þessum 5-menn- ingum frá því að gefast upp. Dæmi eru til þess, að svipaður ódrepandi lífsvilji gagntaki heila þjóð. Mjer er nær að halda að efni í slíkan vilja, slíkan lífsþrjtt, sje til í íslensku þjóðinni ef allur almenningur sæi og skildi til hlít- ar að um lífshættu fyrir þjóðina væri að ræða. En til þess hann vakni ög fái að njóta sín þarf örugga forystu og ráðsnjalla, að sínu leyti eins og var á hinum litla vjelbát hjer vestur í Grænlandshafinu. Talstöðvar. varf vjelbátsins af fiskislóð- unum er mjög alvarleg á- minning um það, að hraða þarf því sem mest, að fiskiflotinn fái full not af talstöðvatækninni. Sjó- fróðir menn, sem stjórnuðu leit- inni að bátnum, hafa ekki, þegar þetta er ritað, getað sannprófað, að vjelbáturinn hafi verið innan leitarsvæðisins, þegar leitin fór fram. En allar líkur benda tíl þess. Því þó bátinn hafi hrakið 120 sjómílur undan landi, þegar hann var kominn lengst í burtn, eftir 7 sólarhringa látlausan reka, þá hefir hann ekki rekið nema 3/4 mílu til jafnaðar á klukkustund. Allar líkur eru til þess að dimm- viðri hafi valdið því að báturinu ekki fanst. Það kennir hve varlega má treysta slíkri leit, ef skygni er :tn jög slæmt eins og í þetta sinn. En hefði báturinn haft senditæki var hægt að miða á hann og finna hann í hvaða dimmviðri sem vera skal. Talstöðvamálið þarf að takast upp til rösklegrar og rækilegrar meðferðar. „Opinberlega tilkynt". fyrri viku gerðust þau tíðindi Torneárdal j Norður-Svíþjóð, að rússneskar flugvjelar vörpnðu sprengjum á þoi’p eitt þar í daln- um, er Pajala heitir, svo mikið tjón vai’ð að. Sænska stjórnin sendi stjórninni í Moskva mótmæli gegn óhæfu þessari. Varð um atburð þenna mikið umtal, sem vænta mátti, einkum í Norðurlöndum. En málgagn Moskvamanpa hjer á Islandi hafði ekki mörg orð um. Þau voru alt fyrir það eftirtekta- verð. Þar var á sunnudaginn var skýrt frá því, að hinir vísu feður í Moskva hafi „tilkynt opinber- lega“ að loftárásin á Pajala hafi aldrei átt sjer stað. Fregnin um hana sje ekki annað en tilhæfu- laus uppspuni Reuterfi'jettastof- unnar(!): Það er líklega nokkuð vand- fundinn sá maður utan Sovjet- ríkjanna, sem heldur að loftárás- in í Torneárdal liafi verið hugar- burður. Og sænska ríkisstjórnin hafi farið eftir „lygafregnum frá Reuter“, er hún sendi mótmæli sín til Moskva(!) án þess að hafa nokkrar áreiðanlegar heimildir um atburðinn. Enginn íslenskur kommúnisti er svo steinblindur eða brjálaður fylgísmaður Stalins, að hann trúi hinni „opinberu tilkynningu“ frá Moskva um það, að flugárásin hafi ekki átt sjer stað. En svo fullkominn er undir- lægjuháttur þeirra Þjóðviljamanna hjer í Reykjavílc, svo hundflatir liggja þeir fyrir Rússanum, að þeir prenta í blaðið það sem þeim pv sagt, hvað sem það er, sje það „opinberlega tilkynt* ‘ frá hús- -bændum þeirra í Moskva. Þeir, sem ekki kjjnna að synda, ættu að athuga hvort ekki væri rjett að nota nú t.ækifærið og læra að synda fyrir vorið. Sund- og sólbiið gefa mönnum aukinn lílcamsþrótt og margar ánægju- stundir. — Sundnámskeið hefjast að nýju í Sundhöllinni mánudag- inn 4. þ. m. Kent vei'ður bringu- sund og skriðsund. Upplýsingar fást í síma 4059.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.