Morgunblaðið - 10.05.1940, Side 3
Föstudagur 10. maí 1940.
3
MORGUNBLABIÐ
Tr
íu
frá Noregi
Æfla að stunda lijer
fiskveiðar
amenn
SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudagskvöld kom norskur
vjelbátur til Seyðisfjarðar og rendi þar upp
að bryggju. Þótti Seyðfirðingum þetta litlum
tíðindum sæta, því norskir fiskimenn eru vanir að koma
þangað um þetta leyti árs. Hjeldu menn því, að eins stæði
á þangaðkomu þeirra, eins og venja erum landa þeirra.
En þegar þeir komu að máli við norska konsúlinn á staðnum,
Jón -Jónsson í Firði, kom það í ljós, að íslandsferð þeirra hafði borið
að með óvenjulegum hætti, eins og alt er öðruvísi en vant er þar
í landi.
Þó hjer sje um 10 röska sjó-
menn að ræða, þá ætluðu þeir sjer
aldrei til íslands. Þetta eru flótta-
menn frá Sandey í Romsdalsfirði.
Skipstjórinn, maður á ferugsaldri,
heitir Sandoy, og báturinn sama
nafni. En heimili hans var í
Molde. Þar er nú ekkert hús, svo
íbúðarhæft sje, eins og kunnugt
er.
Það var á laugardaginn var, að
þessir 10 menn flýðu frá Molde.
Þá voru Þjóðverjar um það bil
að ná( yfirráðum á þeim slóðum.
Bát þeirra höfðu þeir verið að
búa út í flutningaferð. Til þess
að sleppa frá innrásarhernum
lögðu þeir á haf út. Þeir höfðu
nokkrar vistir.
Skipstjórinn hefir stundað
fiskveiðar hjer við land. Er bát-
urinn var kominn út fyrir skerja-
garðinn ákváðu skipverjar að
halda til íslands. Þeir fengu gott
veður, og voru ekki nema 3—4
sólarhringa til Seyðisfjarðar.
Fyrsta hugmynd þeirra var, er
til Seyðisfjarðar kom, að fá bát
sinn undir íslenskan fána og
stunda fiskveiðar hjer. Báturinn
er nýr. Hefir verið gerður út á
eina síldárvertíð. En erfiðleikar
munu á því. Og þá er hugmynd-,
in að reyna að leigja bátinn upp
á þær spýtur, að þessi áhöfn fái
atvinnu á bátnum.
Norðmaður einn á Akureyri
hefir boðist til að hjálpa þessum
löndum sínum og greiða götu
þeirra. Fer báturinn til Akureyr-
ar í dag.
Mótaka I stór
um stll
Bœfarráð
rannsabar
málið
Nýnng i skipasmíði
Línuveiðarinn Jökull
lengdur um 4 melra
Lik Marels Einars-
sonar rekur i V ðey
. T ík Marels Einarssonar, sjó-
manns, sem hvarf hjer í
hænum síðast í janúar s.l. rak í
Viðey í fyrradag.
Líkið var nærri fatalaust og
mikið skemt er það fanst, en á
„tattoveringu" þektist það.
Skipverjar á öðru sænsku
skipanna, sem liggur á ytri
höfninni sáu í fyrradag kl. 8,30
f. h. að lík rak meðfram skips-
hliðinni. Sænski ræðismaðurinn
gerði lögreglunni aðvart síðar
um daginn um þetta og þegar
séndur bátur til að leita líksins.
$. L F. beðið að
taka að sjer
afurðasölu
Græulendlnga
Sölusamband íslenskra fisk-
framleiðenda hefir fengið
tilmæli rnn að taka að sjer sölu
á sjávarafurðum Grænlendinga
í Suður- og Norður-Grænlandi.
Hefir S.I.F. ákveðið að leita
sjer nánari upplýsinga um fram
leiðslu Grænlendinga og sendi í
þeim tilgangi fyrirspurnarskeyti
til Grænlands í gær. Benda lík-
ur til að S.Í.F. muni taka þessu
tilboði.
Ríkisstjórninni barst nýlega
skeyti frá landfógetunum í
Grænlandi, en þeir eru tveir,
Svane í Godthaab, sem er land-
fógeti í Suður-Grænlandi og
Brun í Godthavn á Diskoseyju,
sem er landfógeti fyrir Norður-
Grænland.
Fara landfógetarnir þess á
leit við ríkisstjórnina að hún
aðstoði Grænlendinga til að
koma sjávarafurðum þeirra í
verð.
Ríkisstjórnin sneri sjer til S.
I.F., sem eins og fyr segir, tók
málinu vel.
Kristján Einarsson framkv-
stjóri skýrði blaðinu svo frá í
gær, að Grænlendingar fram-
leiddu allmikið af saltfiski, lýsi
og öðrum sjávarafurðum. Hafa
Danir annast sölu á þessum af-
urðum, en nú segir það sig
sjálft, að þeir eru ekki þess
megnugir lengur, í bili að
minsta kosti.
Utaf fyrirspum, sem kom
fram á bæj arstj ómarfund-
inum í gær um það, hvað bæjar-
ráð hygðist fyrir um mótak í
sumar, varð Bjami Benediktsson
fyrir svörum og skýrði nokkuð
frá þeim athugunum, sera farið
hafa fram í því máli.
Hann sagði m. a., að tnótak
hafi einkum komið til athugunar
á þrem stöðum: Hjer i grend við
bæinn, í SVonefndri Krossmýri f
Árbæjariandi, í nánd við Akranes
og vestur á Snæfellsnesi.
Samanburður he!:’ir noklcur ver-
ið gerður á því, hvað mór myndi
kosta, sem tekinn yrði upp í
Krossmýri og hjá Akranesi, og
gætu orðið áhölá um það, hvaðan
hann yrði ódýrari, þegar bæði er
tekið tillit til gæða mósins, að-
stöðu við flutningana og við að
vinna hann. Til þess að vinna
bæjarmanna notaðist sem best,
væri þægilegast að taka upp mó-
inn í grend við bæinn, einkum
með tilliti til vinnunnar við þnrk-
unina. Því ef móvinslumenn yrðu
áð liggja við mótöknna fjarri
heimilum sínum, þá mætti húast
FRAMH. Á SJÖTTTJ SÍÐU
„Jökull’ ‘ í Slippnum í heilu lagi.
ÞAÐ er skemtilegt að koma vestur í Slipp. Þar
bylja við hamarshögg og hávaði frá starfandi
mönnum, sem beinir huganum til vinnu og
verkefna.
Þessa dagana er þar nýjung á ferðinni. Á einni dráttar-
braut Slippsins er línuveiðarinn ,,Jökull“. Það er að segja, hann
er þar í tveim pörtum. Ekki svo að skilja að skipið sje orðið
flak úr sjávarháska. ,,Jökull“ er þar að ganga í endurnýjung
lífdaganna, að verða stærri.
,,Kirkjuritið“, apríl-hefti, er
komið út. í ritinu er fjöldi greina
um andleg mál og kvæði trúar-
legs eðlis. Þar etu meðal annars
eftirtaldar greinar: „Kirkjan og
stríðið“, eftir Ásmund Guðmunds
son- „Merkileg nýjung í safnað-
arstarfi“, eftir síra Sigurgeir Sig
urðsson- biskup; „Kirkjumál á Al-
þingi“, eftir Magnús Jónsson pró-
fessor; „Niels Dael Lísulundur“,
eftir síra Sigurjón Guðjónsson.
Fyrstu badminton-
meistarar á islanúi
TA yrsta meistaramót í badmin-
4 tonknattleik hjer á landi
hefir staðið yfir undanfarið hjá
Tennis- og badmintonfjelagi
Reykjavíkur og fóru úrslitaleikir
fram í gærkvöldi í leikfimissal
Austurbæjarbamaskólans.
Meistarar nrðu þessi:
I. flokkur. Einmenningskepni
karla: Jón Jóbannesson. Einmenn-
ingskepni kvenna: Unnur Briem.
Mixed double (hjúakepni): Ásta
Benjamínsson og Friðrik Sigur-
björnsson. Tvíkepni kvenna: Ásta
Benjamínsson og Unnur Briem.
Tvíkepni karla: Kjartan Hjalte-
sted og Ingólfur Ásmundsson.
II. flokkur: Einmenningskepni
kvenna: Kristín Pálsdóttir. tíin-
menningskepni karla: Skúli Sig-
nrz.
Alls voru keppendur 18. í tví-
kepni kvenna var kept um1 silfur-
bikar, sem Sigurður Guðmuuds-
son dömuklæðskeri hafði gefið, o’g
í karlakepninni var kept um grip,
sem ónafngreindur áhugamaðut*
liafði gefið.
Ekki voru fleiri verðlauna-
gripir, en vonandi verða einhverj-
ir til að gefa fjelaginu verðlauna-
gripi fyrir næsta mót.
Hann var dreginn á venjuleg-
um skipasleða upp á brautina.
En þegar þangað var komið var
skipið sagað í sundur. Og sleð-
inn, sem hann stóð á, var líka
sagaður í sundur og síðan var
sleðaparturinn með frampart-
inum af skipinu dreginn 4 m.
upp eftir brautinni. Lengja á
skipið um 4 metra.
Það er Stálsmiðjan S.f.,
sem tekið hefir að sjer þessa
stækkun á ,,Jökli“, en milli
Hamars, Slippsins og Stálsmiðj-
unnar, svo og vjelsmiðjunnar
Hjeðins, er mikil samvinna sem
kunnugt er.
Um aðgerð þessa á skipinu
hefir blaðið fengið eftirfarandi
upplýsingar hjá framkv.stjóra
Hamars, Benedikt Gröndal. •—
Hann skýrði svo frá:
Línuveiðarinn Jökull er eign
samnefnds fjelags í Hafnarfirði.
líefir skipið verið gei't út á ís-
fiskveiðar í vetur og siglt með
aflann til Englands. Skipið var
159 brúttó tonn og var lestar-
rými tiltölulega lítið, 53 tonn.
En með því að lengja skipið um
þessa 4 metra, lestar það um
það það bil helmingi meira. Svo
til mikils er að vinna, til þess
að gera.
Stálsmiðjan smíðar plöturnar
í skipið, og annast alla járn-
smíði, en Slippurinn annast trje-
smíðina. Á verk þetta að taka
4 vikur, og vinna við það 20
—50 manns.
Slík skipaaðgerð hefir ekki
verið gerð hjer áður. Var skipið
sagað í sundur um kolahólfið,
en nýtt kolahólf verður gert í
nýja partinum og lestin framan
við það stækkuð.
Jökull var bygður undir eft-
irliti þýska Lloyds. Þegár skjþ-
um er breytt, þá er það venja
að uppdrættir af fyrirhuguðuip.
breytingum sjeu lagðir fyrir við-
komandi skipaeftirlit, til sam-
þyktar. En nú voru ekki tök
á því, og því fekk umboðsmað-
ur Lloyds hjer leyfi fyrir okk-
ar hönd til þess að stækka skip-
ið með því skilyrði að breýting-
in yrði lögð fyrir skipaeftirlitið
; til samþyktar, þegar færi gefst
á því.
— Dettur ykkur ekki í hug
að ráðast í að byggja hjer skip
■af þessari stærð?
j — Vissulega, segir Gröndal.
Við höfum til þess öll tæki að
byggja hjer svo senú 200 tonina
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Bilið á milli frám- og afturparts, eftir að skipið hafði verið sagað
í sundur og framparturinn dreginn 4 metra npp eftir brautinni.