Morgunblaðið - 19.05.1940, Page 2

Morgunblaðið - 19.05.1940, Page 2
2 MdRGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. maí 1940. ítrasta tilraun Frakkatil að stöðva sókn Þjóðverja Sóknin hægari í gær en undanfarna daga Loftárásir á óvarðar borgir Itilkynningu þýsku hersjtórn. arinnar í gær segir, að Banda menn geri loftárásir á Þýskaland af handahófi á staði, sem enga hernaðarlega þýðingu hafa og segist herstjórnin vilja vekja sjerstaka athygli á þessu með tilliti til þess, sem af þessu kann að leiða. Þjóðverjar halda því fram, að sex árásir af 71, sem óvinaflug- vjelar hafa gert á Þýskaland, hafi verið gerðar á staði, sem hernaðarþýðingu höfðu, og 14 á staði, sem talist gætu hafa hern- aðarlega þýðingu. En 51 ávás hafi verið gerð á staði-, sem als enga hernaðarlega þýðingu höfðu. í herstjómartilkynningu Þjóð- verja í gær er getið um loftárás á Hamborg og Bremen. Þjóðverj- ar segja, að í loftárásinni á Ham- borg liafi 29 óbreyttir borgarar farist og 51 særst. 1 London er skýrt ft'á því, að loftárásin á Ilamborg bafi verið gerð á olíugeyma, sem þar voru. Því er baldið fram í London, að breskar flugvjelar h'afi jafnan gætt þess, að gera ekki árás á aðra staði en þá, sem hernaðar- þýðingu höfðu, þótt aðfarir Þjóð- verja í Póllandi. Noregi, Hollandi og Belgíiz hafi í raun og veru gef- ið tilefni til annars. Bretar segja, að fullyrðingar Þjóðverja um, að .breskar flugvjelar hafi gert árásir á óvarðar borgir, sjeu fram komn- ar í því augnamiði, að geta afsak- að með þeim árásir, sem Þjóð- verjar kunna að ætla að gera á óvarðar borgir í Englandi. í sambandi við tilkynningu Breta, um að breskar flugvjelar hafi eyðilagt olíugeyma í Bergen, segja Þjóðverjar að breskar flug- vjelar hafi aldrei hætt sjer nær en svo, að allar sprengjur þeirra fjellu í sjóinn. Þýik skípaíest í Norðursjóntím Breskar flugvjelar gerðu meðal annars árás 4 þýska skipa- lest með berskipafylgd í Norður- sjónum í gær, að bví er segir í tilkynningu frá breska flugmála- ráðuneytinu. Bandamenn hafa yfirgefið Anfwerpen EFTIR að BrUssel fjell í fyrradag, reyndist Bandamönnum ókleift að verja Antwerpen. Hersveitir þeirra urðu að hörfa undan vest- ur og suður á bóginn, því að þær áttu á hættu að öðr- um kosti, að hersveitir Þjóðverja, sem sækja í vestur írá Brussel, slitu sambandi þeirra við varnarlínuna sunn- ar í landinu og króuðu þær þannig inni. Hvar Bandamenn hafa tekið upp nýjar varnarstöðv- ar í JBelgíu er ókunnugt, að öðru leyti en því, að í öllum hernaðartilkynningum er talað um að þær sjeu fyrir vest- an Brussel. I Norður-Frakklandi gera Frakkar nú sitt ítrasta til að stöðva sókn Þjóðverja. En Þjóðverjum varð enn nokkuð ágengt í gær, þótt sóknin hafi ekki verið eins hröð og undanfarna daga. HERNAÐARTILKYNNING FRAKKA Eins og í fyrradag er'ákafast barist vestast á svæðinu í varnarvirkjum Frakka, þar sem Þjóðverjumí tókst að skjóta inn fleyg sínum. Markmið Þjóðverja er að breikka fleyginn á báðar hendur, en þeim virðist lítið hafa orðið ágengt að austan- verðu hjá Sedan og Montmedy; þótt Frakkar viðurkenni að or- usturnar hjá Sedan hafi verið tvísýnar. En vestast á svæðinu hafa Þjóðverjar sótt fram í vesturátt um 12—20 km. frá Avesnes til Landrecies og frá Vervins til Guise. Frá þessu er skýrt í hernaðartilkynningu Frakka í gær-. kvöldi, sem er á þessa leið. „Orustur hjeldu áfram í allan gærdag, einkum á svæðinu hjá Guise og Landrecies, þar sem Þjóðverjar halda áfram á- hlaupum þrátt fyrir ógurlegt manntjón Og sækja í vesturátt. Frá öðrum vígstöðvum eru engin tíðindi". TANGARHALD Hersveitirnar, sem sækja fram hjá Guise og Landrecies sæ-kj-a fram í vesturátt og norðvesturátt og virðist markmið iþeirra vera að knýja hersveitir Bandamanna í Belgíu og norð- vestur horní Frakklahds til að hörfa undan, til þess að komast hjá því að verða króaður inni. Eru Þjóðverjar þannig að reyna að ná tangarhaldi á hersveitum Bandamanna,, á milli hersveita þeirra í Belgíu og hersveitanna í Norður-Frakklandi. Vestur-álman á herlínu Þjóðverja í Norður-Frakklandi, hjá Sedan og Rethel virðist aftur á móti stefna til París. í Frakklandi er á það bent, að franska herstjórnin hafi með því að taka upp hreyfistríð hindrað að Þjóðverjar gætu unnið nokkurn úrslitasigur á hersveitum Bandamanna í Belgíu og Frakklandi. Hersveitir þeirra hefðu hö’rfað undan úr stöðvum sínum og tekið upp nýjar varnarstöðvar, og geti því ósigraðar biðið eftir bendingu tækifæris til að gera gagnsókn. Þjóðverjar hefðu hinsvegar gert sjer vonir um að geta brotið varnir Bandamanna á bák aftur með því að brjótast í gegnum herlínu þeirra. NÝR HERSHÖFÐINGI Nýjum hershöfðingja; Giraux, sem Frakkar hafa sett yfir her sinn á Sedanvígstöðvunum er þakkað hve vel hefir tekist að koma á þessari svokölluðu hreyfistyrjöld. Giraux nýtur mikils trausts bæði í Frakklandi og Englandi. Frakkar hafa og síðustu dagana dregið sáman mikinn liðs- auka til Norður-Frakklands og er talið að nokkuð af þessum liðsauka hafi komið frá Englandi. Loks gera Frakkar sér nokkrar vonir um, að fallbyssur þær, sem þeir eru nú farnir að nota, hinar svokölluðu 75 mm. fallbyss-- ur, muni geta stöðvað þýsku skriðdrekana. Hinsvegar gera menn sjer Ijóst í París, að þótt dregið hafi verið úr sókn Þjóðverja í gær, þá kunni það að stafa af því að þeir eru að endurskipuleggja lið sitt og draga að sjer hergagnabirgðir og olíubirgðir. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU, Franska stfórnin I>ýr sig undir úrslitaátökin Petain marskðlk ur rððunautur Reynands Petain hershöfðingi. Petain marskálkur, sem er 84 ára gamall, hefir ver- j ið gerður að aðalráðunaut Reynauds, forsætisráðherra i Frakka í öllum málum, sem lúta ; að hernaði. Hann hefir verið ; gerður að ráðherra án stjórnar- ! deildar í franska ráðuneytinu og varaforsætisráðherra. | Þetta var tilkynt í París í gær, samtímis því og skýrt var frá í öðrum breytingum, sem gerðar | hafa verjið á ráðuneyti Reyn- auds/ Reynaud, sem gegnt hefir embætti utanríkismálaráðherra ásamt forsætisráðherrastörfum sínum, fekur nú við hermálaráðu neytinu af Daladier, en Daladier verður utanríkismálaráðherra. Innanríkismálaráðherra verð- ur Mandel, en honum til lofs er á það bent, að hann hafi verið lærisveinn Clemenceus, „tígris- dýrsins", sem var forsætisráð- herra Frakka síðustu ár heims- styrjaldarinnar. Nokkrar aðrar breytingar hafa verið gerðar á ráðuneytinu. Petain var árið 1939 falið að vandasaTUa hlutverk, þótt hann væri kominn á níræðisaldur, að vei'a sendiherra Frakka í Madrid, eftir að Franco hafði horið sigur úr býtum á Spáni. En Frakkar áttu þá alt annað en vinsældum að fagna á Spáni. Hið óbilandi traust, sem franska þjóðin ber til Petains, er bygt á því, að það var hann sem stjórn- aði vörn Verdun-virkisins í heims- styrjöldinni. Kjörorð hans var þá: „Þeir skulu ekki komast í gegn“. Hann á nú að þrýna þetta kjör- orð að nýju fyrir frönsku her- mönnunum og frönsku þjóðinni. I ræðu, sem Reynaud flutti í FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Herstjórnar- tilkynning Þjóðverja Landhreinsunin á hollensku eyjunum í Zeeland geng- ur nú greiðlega. Hvergi var bar- ist í gær nema austur af Vliss- ingen á eynni Walcheren. Yfir- foringi Hollendinga þarna hefir nú boðist til' að gefast upp. Á eynni Schouwen og Suður- Beverlandi voru 2000 Hollending ar og Frakkar teknir höndum. Nokkur hluti af hollenska her skipaflotanum hefir þegar verið tekinn, þar sem hann lá í höfn. Einnig hafa hollensku strandvíg- in verið tekin. í norður hluta Belgíu hafa Þjóðverjar komist á tveimur stöð um inn í útvígi Antwerpen-borg ar. Og eins og skýrt var frá í gær, voru vígin Micheln og Löwen tekin eftir harða orustu. En yfirherstjórnin í Brússel gaf borgina upp orustulaust- Frá Dyle-vígstöðvunum er rekinn flótti óvinanna, sem hörfað hafa þaðan. Suður af Maubeuge brutust þýskar brynvagnasveitir í g-egn um landamæravígi Frakka, unnu sigur á tveimur herdeildum ó- vinanna (Divisions) og eltu hin- ar hörfandí hersveitir yfir Efri- Sombre og alla leið suður að Efri-Oise. Ógrynni fótgönguliðs fylgir brynvagnahersveitunum fast eftir. Þarna var tekinn fjöldi fanga af hinum sigruðu frönsku hersveitunum, og geisimikið herfang. Fyrir sunnan Sedan sóttum vjer einnig fram. Flugliðið hefir aðallega ráðist á samgönguleiðir að baki óvina- hernum, og á þjettar fylkingar hopandi óvina í Frakklandi og Belgíu. Til þess að komast undan þessum árásum, lögðu óvinirnir víðsvegar á flótta. Á könnunarflugferðum yfir hollensku og belgisku ströndinni tókst að sökkva einum tundur- spilli óvinanna. Hjá Narvik í Noregi var ráðist á óvinina, þar sem þeir voru að setja lið á land. Hitti þung sprengja þar stórt beitiskip. í gær mistu óvinirnir 108 flug vjelar, þar af 53 í loftorustum, ; 11 voru skotnar niður með fall- j byssum, en hinar voru eyði- lagðar á flugvöllum. Sjálfir mistum vjer 26 flugvjelar. Óvinirnir gerðu loftárásir -á ýmsar borgir á norðurströnd Þýskalands, einkum á Hamborg og Bremen og á vesturhluta Þýskalands. Eins og altaf áður, voru árásir þessar gerðar af handahófi, og hvergi á þá staði er hemaðarlega þýðingu hafa, nema á einn hermannaskála. Yfirstjórn þýska hersins vek- ur sjerstaka athygli á þessu með tilliti til þess, sem af þessu kann að leiða. Þýsk herskip hafa lagt tund- urduflum fram undan höfnum í Suður-Afríku, þar sem óvinirnir hafa hernaðarbækistöð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.