Morgunblaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. maí 1940. Churchill seg’ir að barisl sje í Boulogne ÞJÓÐVERJAR HAFA 60 KM BREITT SVÆÐI TIL HAFS Bandamenn reyna að loka þe§$u svæði Ávarp Breta konungs í kvöld Idag er samveldisdagur (Bm- pire-day) um alt Bretaveldi. í tilefni af deginum ætlar Ge- org Bretakonungur að ávarpa þegna sína í iitvarp, og hefst ræða hans kl. 8 í kvöld éftir ís- lenskum tíma. I dag fyrir 25 árum Italir I stríðið I dag eru 25 ár liðin frá því að Á ítalir fóru í heimsstyrjöldina með Bandamönnum — 24. maí ár- ið 1915. Sumir höfðu spáð því, að Ital- ir myndu halda upp á afmælið, með því að fara aftur í stríð þenna sama dag, en að þessu sinni með Þjóðverjum geg-n Bandamönn um. Svo mikið er víst, að ítölsk blöð halda daglega uppi áróðri, til þess að sannfæra þjóðina um þá „sögulegu staðreynd“, að ítalir fái lyklavöldin að Miðjarðarhafi, sem þeir kalla „sitt haf“. Þeir segjast ekki lengur vilja vera fangar í sínu eigin hafi. ftalir voru skuldbundnir sam- kvæmt samningi til að hjálpa Þjóðverjum í september síðast- liðnum. En Hitler leysti þá frá þessari skyldu með því að til- kynna Mussolini, að hann þyrft.i ekki á þessari hjálp að halda. Árið 1914 voru ítalir einnig skuldbundnir tál að veita Þjóð- verjum aðstoð. En þeir komu sjer hjá því í það skiftið með því að lýsa yfir því, að Þjóðverjar væru árásarþjóðin, en þeir voru ekki skuldbundnir til að veita þeim að- stoð nema í því tilfelli að á þá hefði verið ráðist. Bæði Bandamenn og Miðveldin gerðu sitt ítrasta til að fá ítali til að halda áfram hlutleysisstefnu sinni, svo ekki sje meira sagt. Þegar Austurríki rjeðist inn í Serbíu, höfðu ítalir þó mint á þríveldasáttmálann, sem mælti svo fyrir, að ef Austurríki legði Franskl herlið í út- hverfnm Amiens FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Mr. CHURCHILL staðfesti það í breska þing- inu í gær, að þýsku herliði hefði tekist að sækja fram á bak við herlínu Bandamanna í N.-Frakklandi og Belgíu alla leið að sjó. Þeir væru nú að reyna að slíta öllu sambandi milli hersveitanna í Norð- ur-Frakklandi og Belgíu, og franska meginhersins hjá Somme. Churchill upplýsti, að Abbeville væri í höndum Þjóð- verja og sagði, að barist væri í eða við hafnarborgina Boulogne. „í þessu felast alvarlegar hættur fyrir heri okk- ar“, sagði Churchill, „hættur, sem Weygand yfirhershöfð- ingi vinnur nú að, að bægja burtu“. Hann sagði að Weygand ynni að því, að sameina breska og franska herinn í vöminni í Norður-Frakklandi og endur- skipuleggja varnarlínur þeirra. 60 KM. BREITT SKARÐ. Það er nú upplýst að Þjóðverjum tókst að brjótast til sjávar á 60 km. breiðu svæði milli borganna Arras og Amiens. Um þetta skarð senda þeir nú herlið og hergögn til þess að berjast í hafnarborgunum. Hersveitir Bandamanna eru nú að reyna að loka þessu skarði bæði að sunnan og norðan. í herstjórnartilkynningu Frakka í gærkvöldi segir, að franskt herlið sje komið í úthverfi Amiens, en ef Frökkum tekst að ná Amiens á sitt vald, er talið, að þeir hafi betri aðstöðu til að loka skarðinu,. Þeir myndu geta notað Amiens sem bækistöð fyrir áhlaup í áttina til Arras. En ef tækist að loka skarðinu, myndu þýsku hersveitirnar sem komnar eru til hafnarborganna komast í mikla hættu. I hernaðartilkynningu Breta í gær, segir að öllum tilraun- um Þjóðverja til að víkka opið norður á bóginn hjá Arras, hafi verið hrundið af breskum hersveitum. TVÆR VÍGLÍNUR. Víglínan í Belgíu og Frakklandi er nú í stórum dráttum á þessa leið : Bandamenn verjast á vinstri bakka Scheldefljótsins norðan frá Belgíu og suður og austur til Valenciennes. Þaðan liggur víglínan til borgarinnar Douai og suður til Arras.En síðan kemur skarðið, sem Þjóðverjar hafa milli Arras og Amiens. En fyrir sunnan þetta skarð liggur víglínan frá ósum Sommefljótsins, meðfram syðri bakka Somme og Aisne til Mont. medy, og þar tekur Maginotlínan við til strandar. FYRIR NORÐAN SKARÐIÐ. Fyrir nprðan skarðið hafa Þjóðverjar gert tilraunir til að brjótast yfir Scheldefljótið, en hafi hvergi orðið ágengt nema hjá Oudenaarde (í Belgíu). komu þeir nokkru liði þar yfir, en í gærkvöldi var því haldið fram í London, að þeir hafi verið hraktir aftur austur yfir ána. Hjá Arras hafa staðið yfir orustur milli þýskra og breskra hersveita. Bretar segja að þeir hafi gert hjer gagnsókn gegn Þjóðverjum. En Þjóðverjar segja að breskt herlið hafi gert hjer árangurslausa tilraun til að brjótast út úr kreppunni, sem hersveitir Bandamanna í Belgíu og Norður-Frakklandi sjeu staddar í. Deutsches Nachrichtenbúro sagði í gær, að það kunni að taka nokkurn tíraa, áður en Þjóðverjar hafi -sigrast á þessum innikróuðu hersveitum og segja, að hjer sje um að ræða úrvalssveitip úr liði Bandamanna. Frjettastofan segit, að Bandamenn hafi þarna mik- ið lið. Oswald Mosiey og fascistar hans handteknir FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. OSWALD MOSLEY, foringi breskra fascista, var handtekinn á heimili sínu í London í gær. Með honum voru handteknir átta aðrir for- ingjar breskra fascista. 1 skýrslu, sem breska innanríkismálaráðuneytið gaf út í gærkvöldi um þessar handtökur segir, að þær hafi verið gerðar samkvæmt heimild í lögum, sem samþykt voru í fyrrakvöld. í lögum þessum er svo fyrir mælt, að heimilt sje að handtaka menn, sem eru í fjelagsskap, sem hefir haft samband við ó- vinaþjóð, eða er undir erlnedu áhrifavaldi og sem geti þess vegna verið hættulegur öryggi landsins. Auk Mosleys og fjelaga hans, voru handteknir í gær, þing- maður í breska þinginu, að nafni Ramsay, sem er formaður ,fjelagsskapar, sem kallar sig hægri.fjelagið. Hann er þing- maður íhaldsflokksins breska í skosku kjördæmi. Hinn maður- inn heitir Bickett. Forseti breska þingsins skýrði frá því er þingfundur hófst í gær að Ramsey kapteinn hefði verið tekinn fastur. FLEIRI HANDTNKUR Sir John Anderson, innan- ríkismálaráðherra Breta, lýsti yfir því, í þinginu, að ekki yrði hjá því komist að taka fleiri menn fasta, og að það mundi verða gert undir eins og ástæða þætti til og öryggi ríkisins krefðsit þess. Menn þeir, sem hann nefndi í þessu sambandi erú þeir, sem fylgja Þjóðverjum að málum, fascistar, kommúnistar og út- lendingar. Sir John sagði, að flóttamenn frá Hollandi og Belgíu, yrðu að lúta sömu lögum um eftirlit og aðrir útlendingar. Hann sagði, að í fangabúðum í Bretlandi væru nú um 5 þús. útlendingar, alt karlmenn. Eftirlit væri einn- ig haft með kvenfólki, sem er af útlendu bergi brotið, og margar konur hefðu verið hand. teknar. Hin nýju lög um öryggi landsins gefa ríkisvaldinu auk- ið vald til að láta fara fram húsrannsóknir hjá mönnum, er grunur leikur á að kunni að veita aðstoð þýskum fallhlífar- hermönnum. I gær var gerð húsleit í bú- stað Sir Oswalds Mosley í Lon- don og einnig á sveitaheimili hans. Einnig var gerð húsleit hjá öðrum foringjum fascista, sem handteknir voru. Lögreglan lagði undir sig að- albækistöð fascita flokksins FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Sir Oswald Mosley. Loftárás á Dover? Merki um loftárásarhættu var gefið í Austur.Kent í Englandi (þ. e. hjeraðinu þar sem hafnarboorgin Dover er, gegnt frönsku hafnarborgun- um) í gær. Merki um að hætt-i an væri liðin hjá var gefið þrem stundarfjórðungum síðar. Ekkert hefir frjest um hvort hjer hafi óvinaflugvjelar verið á ferðinni, eða hvort nokkurt tjón hafi orðið. 1 hernaðartilkynningu Þjóð- verja í gær segir m. a., að loft- árásir hafi verið gerðar á Dover og Dunkerque (í Frakklandi) í fyrradag. En í Englandi er því mótmælt að nokkur loftárás hafi verið gerð á Dover. Skrifstofa loftvarnanefndar bið ur að láta þess getið, að sem stendur hefir hún fengið nóg af kven-sjálfboðaliðum, en karlmenn, sem vilja hjálpa, er\ beðnir að gefa sig fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.