Morgunblaðið - 10.07.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.07.1940, Blaðsíða 5
JMiðvikudagur 10. júlí 1940. Útget.: H.f. Arvakur, ReykjavIIc. Rlt«tj«rar: Jön Kjartannon, Valtýr Stefanaaon (4byrB«arm.). A.aglýsingar: Árnl Óla. Rltatjörn, auglýalngar oar átcrelSala,': Austurstrœti 8. — SI«*1 1900. Ankriftargjald': kr. 8,60 * manuBl lnnanlanda, kr. 4,00 utanlande. 1 lausasölu: 20 aura elntakiC, 25 aura meS Iiesbök. i Vitleysah áfram Hán heldur áfram vitleysan í samgöngumálunum hjer ¦á' Suðurlandi. Það er nú unnið SLÍ. kappi í miljónaveginum, sem á að liggja um Krýsuvík, en sá vegur verður aldrei aðalsam- ÍTÖnguleiðin austur yfir fjall, hversu miklu fje sem ausið er í hann. Þessi dýri, vegur var kominn að Kleifar'vatni hjer að vestan. Látum það vera þó að sá vegar- spotti væri lagður, því að hann nægði þeim Hafnfirðingum, en það var þeirra vegna, sem upp- haflega var ráðist í þenna veg. Hann átti að verða til þess, að bjarga þingsæti Emils í Hafnar- firði. Það var Jónas frá Hriflu, sem fann upp þetta snjallræði kaneð veginn, til þess að bjarga þingsæti Emils. Þá elskaði hann Sósíalista af öllu hjarta. En brátt fyrir þær hundruð þús-» undir, sem varið hafði verið í vegarspottann suður að Kleifar- vatni, tókst ekki að bjarga iþingsæti Emils. Hver einasti maður, sem hef- ir kynt sjer þennan svonefnda Krýsuvíkurveg, telur það hreint brjálæði að ætla, að þetta verði :jttokkurntíma aðalsamgönguleið-í in austur. Þess vegna bjuggust jmenn fastlega við því, að stöðv- .að"~yfði við Kleifarvatn, því að vegur meðfram'v&tninu verður -óskaplega dýr. Var því þess vænst, að þjóðstjórnin myndi stöðva framhald þessarar vit- leysu og verja heldur fjenu til þess að fá góðan veg stystu ieiðina austur yfir fjall. En það er engu líkara en að þau álög fylgi þeim mönnum, ;sem ráða í okkar landi, að hagga í- engu því sem Jónas frá Hriflu hefir fundið upp,' hversu • vitlaust sem það er. Svo er með þenna Krýsuvíkurveg. Nú er farið að sprengja klappirnar meðfram Kleifarvatni og er lík- ast því, sem verið sje að vinna við hafnargerð. Þessi vegavit- íjeysa kostar ógrynni fjár. En ekki er öll vitleysan eins. JNú hefir verið ákveðið að Verja 100 þúsund krónum til endur- bóta á veginum austur yfir Hell- ísheiði, vegna mikillar umferðar á veginum. Hefði nú ekki verði vitur- legra, að ríkið hefði hætt við : syðri veginn og svo haf ist handa um fullkominn veg austur yfir f jall stystu og ðruggustu leiðina. Nú er ríkið að burðast með milj- ónaveginn syðri leiðina, sem aldrei verður aðalsamgönguleið-> in austur. Svo koma kák-umbæt- ur á gamla veginum, sem ekki koma að hálfu gagni. Svona ráðsmenska í vegamálum er >ekki hagkvæm eða viturleg. HERVÆÐINGIN VESTAN HAFS Eftir Jakob Sigurðsson frá Veðramóti Kanadiskur her lendir á íslandi". „Nýar sveit- ir bætast við þær, sem áður höfðu komið frá Englandi". Þannig hljóðuðu fyrirsagnir blaðanna hjer fyrir fáum dögum, þegar þag Var fyrst gert kunnugt, að kanadiskur her hefði sest að á Islandi. Þar á eftir komu auðvitað fjöl- margar sögur nm ísland, sumar sannar, en aðrar ósannar eða illa bjagaðar, svo sem venja er til. Fyrst og fremst var áherslan lögð á hernaðarlega þýðingn landsins, ef það skyldi falla í hend ur Þjóðverjum, sem kafbátastöð og flugvjelahreiður til þess aó' herja á England og skip Breta í Atlantshafinu. Bn það, sem þykir þó meira um vert hjer, er lega þess sem viðkomustaðar á fyrir-: hugaðri('J) árás Þýskalands á Kanada eða Bandaríkin. Noregur, ísland, Grænland, Nýfundnaland, Kanada — þannig á hún að koma, loftárásin mikla, semi kvað öll vera fyrirhuguð og tilbúin, þeg- ar mótstaðan í Evrópti hefir ver- ið brotin á bak aftur. Eftir að flotar Frakka og Englendinga hafa verið herteknir eða eyðilagð- ir, og Hitler leggur af stað í heimsins mestu herferð Arestur yf- ir Atlantshafið, þá yrðu ísland, Grænland og Nýfundnaland að vera helstu stöðvarnar áður en fótfestu á sjálfu meginlandinu væri ná'ð. Hvort þetta er það, sem koma skal, er erfitt að segja, en það er á hvers manns vörum hjer. Nú þegar Frakkland er yfirbugað og England er eitt eftir, hvað verð- ur langt þangað til það hefst? Geta Englendingar varist, eða verða það aðeins fáar vikur, þang að til það hefir Hka verið troðið undir? En ef það verður sigrað. Hvað þá? Er breska heimsveldið á enda, eða verður Kanada upp frá því miðstöð þess, til þess að halda stríðinu áfram, ef til vill við hlið Bandaríkjanna? • Þegar frjettirnar frá Evrópu hafa stöðugt farið versnandi síð- ustu vikurnar, hafa menri tekið að brjóta- heilann órólega um framtíð Vesturálfunnar. Það tók langan tíma og mikla ósigra að koma Kanadamönnum í skilning um, að stríðið væri veru- lega að snúast á móti þeim, að ósigur Englands væri miögulegur, Furðanlega fengi gátn þeir vitnað í hina stórfenglegu sigra nazistanna, herkænsku þeirra og hina óskeikulu berstjórn, án þess að gera sjer grein fyrir, að alt það, sem þeim hafði verið sagt um yfirvofandi skort, uppreisnir og virka mótstöðu gegn Hitler í Þýskalandi, væru aðeins óábyggi- legar uppástungur þeirra manna, sem stöðugt hjeldu það best að telja fólki trú um, að það yrði auðvelt að sigra Þ.ióðverjana. Blöðin tóku þá afstöðu að gera altaf sem minst úr sigrum Þjóð- verja, úr gagnsemi tækja þeirra og hreysti hermianna þeirra. Al- þýðu manna var í lengstu lög tal- in trú um, að sigurinn væri vís, og að ekkert væri að óttast. Alt átti auðvitað að vera til þess. að halda við tiltrú og kjarki þjóð- arinnar. Þetta er þó varhugaverð stefna, og eins og Hitler segir sjálfur í „Mein Kampf", að þýsku hermennirnir hafi staðið sem þrumu lostnir í sjðasta stríði, þeg- ar þeir fyrst komust að raun um dugnað og þrek andstæðinga sinna — þessara „úrkynjuðu'" Englendinga, sem altaf hafði ver- ið gert grín að sem einskis nýt- uihi hermönnum, — þannig verða óvinir Þjóðverja ml að gera sjer óþægilega ljóst, að þeim hafa ver- ið gefnar rangar upplýsingar. Það er augljóst, að betri skiln- ingur á meðal alþýðu manna eigi síður en valdhafanna á því, hvað við væri að etja, hefði orðið til ó- segjanlegs gagns, enda hefir það verið áberandi hjer undanfarið, að þegar verst hefir gengið í Ev- rópu, þá hafa menn, meira en nokkru sinni áður, verið reiðu- búnir að standa upp og taka til ó- spiltra málanna í þessu stríði. • En stjórnin hefir farið sjer ró- lega. Eftir Danmörku og Noreg sögðu þeir: ,,Hvað um það — flotinn er enn þá svo að segja óskertur og flug- herinn fer batnandi". Jafnvel eft- ir ósigra Hollands og Belgíu: „Það er ískyggilegt, en England vinn- ur altaf síðustu orustuna". Það var ekki fyr en nazistarn- ir höfðu sýnt hinn,ómótstæðilega mátt sinn í Frakklandi sjálfu, að valdhafarnir og / almenningur hjer virtust verulega gera sjer ljóst, að ósigur væri, þegar alt konn til alls, hreint ekki svo 6- mögulegur. Stríðið, sem áður hafði verið heldur svona óljóst, leiðinda viðfangsefni í Evrópu, varð að ógnandi A-eruleika, Ráðstafanir, sem fyrst voru álitnar fullnægj- andi, urðu lítilsvirði, og stjórninni virtist loksins verða ljóst, að hjer dugði engin hálfvelgja. Herskjdda var lögleidd fyrir fá- um dögum, þegar þetta er skrif- að, og mönnum hefir verið fjölg- að í hernum meira en áður, enda þótt eingöngu sjálfboðaliðar hafi verið teknir fram til þessa. Flug- herinn hefir verið aukinn, oít þjálfun hans, samkvæmt hinu mikla áformi snemma í vetur, hef- ir verið hraðað. En alt þetta geng ur þó hægt, samanborið við hina skjótu atburði stríðsins, og marg- ar þær ráðstafanir, sem mi ern gerðar, geta ekki komið að not- tnn, fyr en eftir eitt eða fleiri ár — að því er virðist of seint. • f sumar á að byggja flugvelli í Kanada fyrir 52 miljónir dollara. Margir þeirra verða ekki notaðir fyr en eftir ár eða svo. Aðeins 15 eða svo af hinum 78 flugskólum og þjálfunarstöðvum fyrir flug- herinn, sem gert er ráð fyrir, munu ennþá hafa tekið til starfa, og nokkrir fleiri eru á byrjunar- stigi. Sumir af kennnrumim og flugvjelunum, sem nota átti til æfinga, voru jafnvel sendar yfir til Englands fyrir fáeinum dög- um síðan til þess að uppfylla hina aðkallandi þörf Bandamanna. Þetta mun þó ekki hafa tafið framkvæmdir hjer verulega, þar sem auðvelt var að fá bæði vjelar og menn frá Bandaríkjunum til þess að fylla upp í skörðhi. Það er sem sagt auðsjeð, að mikill hluti hins gífurlega áforms, sem framar öllu öðru átti að bæta úr vanmætti Englendinga í loftinu, er ennþá aðeins til á pappírnum, enda þótt flugmenn svo hundruð- um skifti hafi þegar verið sendir til Englands. En hjer eins og í öðr- um hernaðarráðstöfunum hefir alt frá því fyrsta verið hugsað meira um að búa sig undir langt stríð, heldur en að beita öllum kröftum að því að vinna bug á óvinunum undir eins. Of mikið hefir verið bygt á reynslunni frá síðasta stríði, og mönnum var ekki ljóst, að um skjót úrslit gæti verið að ræða. Kanada var að kálla mátti al- gjörlega óviðbúið að fara í stríð í haust, Herinn var fámennur, flugvjelarnar svo fáar, að þær hefðu algjörlega tínst í hinum mikla aragrúa stórveldanna, og engar hernaðarflugvjelar voru framleiddar í landinu. Það voru engar skriðdrekaverksmiðjur og aðeins 5 eða 6 herskip til land- varna. Það er því skiljanlegt, að það tæki tíma að byggja upp her- afla, sem mætti sín nokkurs gegn voldugum óvini. Sa.mkvæmt tölum, sem gefnar voru út í blöðunum nýlega, er landherinn nú um 120 þúsund manns, þar af margir í Englandi. Þetta er ekki mikið, borið saman við heri Evrópuþjóðanna, eða þæ^ 100 þúsundir, sem f jellu í Hollandi á 5 dögum, en það fer stöðugt vaxandi, og ef stríðið stendur lengi. getur það mátt sín mikils. Blöðin segja nú frá byggingu nýrra hergagnaverksmiðja og auk inni framleiðslu á ýmsum hernað- arnauðsyiijum, sem alt væri gott og blessað, ef stríðið hefði geng- ið nokkuð svipað því, sem ætlað var í fyrstu. Ef herir Frakka og Englendinga hefðu veitt öflugri mótstöðu, og baráttan hefði staðið árum saman. En nii, þegar Frakk- land er farið og framtíð Englands getur orðið ákveðin á fáum vik- um, líta menn á hernaðaraðgerð- irnar og brjóta heilann um, hvort alt sje ekki um seinan. Stjórnin hefir alt frá því fyrstst sett sjer það mark, að raska sem minst hinu venjulega viðskifta- lífi landsins, og hefir að því leyti fylgt sömu stefnu og stjórn Eng- lands, þangað til fyrir tiltölulega- stuttu síðan. Englendingar áttu .því ekki að venjast, að hafa all- an iðnað og viðskiftí jai^dsins skipulagt með það eitt fyrir aug- um að styrkja hernaðaraðstöðu landsins. Fulltrúar stóriðjumann* í stjórn Englands sáu enga ástæðn til þess að skerast alt of mikið í leikinn og samræma undir einni yfirstjórn og með nánu tilliti til hverrar annarar hinar ýmsu grein- ar iðnaðarins, sem beinlínis eða ó- beinlínis höfðu hernaðarlega þýð- ingu. Þeir hjeldu uppi þeirri stefnu svo lengi, sem auðið var, að frelsi einstaklingsins á sviSi fjármála og iðnaðar skyldi óskert, jafnvel þótt þeir hlytu að sjá, a$ slíkt afskiftaleysi gæti verið hættu legt, þegar öllum kröftum þjóð- arinnar varð að beina í eina átt undir einni og samhuga stjórn. Ein snurðan kom á eftir aðra, og loksins gat allur heimuriun sjeð, að þar sem stríð ræður úrslitum mála, er „lýðræðið", eins og á því hefir verið haldið í Englandi og' Frakklandi, veikt og óábyggilegt í samanburði við hið stefnufasta einræði nazismans. 'Aftur og aftur urðu þeir að skotspæni fyrir háðshróp nazist- anna um hið lirræðalausa og reik- andi „bureaucracj^", þar sem stöð- ugt var skift um menn í himam ábyrgðarmestu stöðum, hver skar- aði eld að sinni köku, og almenn- ingur vissi aldrei hver yrði næsta nefndin, næsta sáttatillagan eða næsta afsökunin. Og nú spyrja menn hver ann- an um alt Bretaveldi: „Hvernig gátu þeir haft Neville Chamber- lain í forustusessi allan þennan tíma, eftir öll hans mistök og hörmulegu hrakfarir?" Eftir því sem frjettirnar frá Evrópu versna, því betur tekur Kanada að sætta sig við byrðar þær, sem stríðið leggur henni k herðar. Herskylda þótti í fyrstn ólíkleg og óþörf. Stjórnin hafði lýst yfir því, að hún mundi ekki lögleiða herskyldu. En þegar húíí kom, brá engum við, enda var vi8 henni búist. Nýliðar í hernum hafa fram til þessa verið menn af öllum stjett- um, en mikill fjöldi þeirra — sumir segja um helmingurinn — FRAMR. A SJÖWU StÐTf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.