Morgunblaðið - 10.07.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.07.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. júlí 1940. Nýja flugvjelin Landflugvjelin TF—ÖRN. FHAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. breyting, sem gerð hefir verið á fíugvjelinni. í stað flotholtanna, sem notuð voru í TF—SGL, eru komin hjól undir TF—ÖRN — sömu hjólin, sem fylgdu gömlu flugvjelinni. En vegna þess, að TF— ÖRN er orðin landflugvjel, er það brýn nauðsyn að hjer í Reykjavík fáist hið allra fyrsta góður flugvöll- ur. Á meðan enginn flug- völlur er fyrir hendi, get- ur flugvjelin ekki komið nema að hálfum notum hjer í Reykjavík. Eins og kunnugt er, er þegar búið að velja stað fyrir flug- völl hjer í Reykjavík, fyrir sunnan Vatnsmýrina. En engar framkvæmdir eru byrjaðar á hinum fyrirhugaða velli. Bergur G. Gíslason, formaður Flugfjelags íslands h.f. og fram kvæmdastjóri fjelagsins, sýndi blaðamönnum í gær báðar flug- vjelar fjelagsins, TF—-ÖRN og TF—SGL. Þar sem flugvjeiin TF—SGL verður látin annast nær eingöngu síldarleit í sum- ar, er þeim mikið áhugamál að gfeta notað hina flugvjelina til farþegaflugs. Þeir skýrðu m. a. frá því, að í ráði væri að gera flugbraut fyrir landflugvjfelau að Egilsstöðum, og að verkinu við að reisa flugskýli í Horna- firði miðaði vel áfram. En á meðan enginn flugvöll- ur er hjer í Reyk.javík, háttar. í raun og veru svo í flugmálum okkar, eins og Bergur orðaði það, ,,að líkja má við það, að við ættum bíla en enga ak- vegi“. Það er því nauðsyn fyrir þró- un flugmálanna hjer að hafist verði handa við byggingu flug- vallar hjer i Reykjavík strax. Þýska herstjórnar- tilkynningin Herstjórn Þjóðverja tilkynnii': ýskir kafbátar hafa að und- , anföfnu valdið andstæðing- unum mikJu tjóni. Kafbátsstjórinn von Stoekhausen filkynnir, að kaf bátur hans hafi í leiðangri sökkt 56 500 smálestum breskra skipa. Annar kafbátur lief'ir sökt tund urspillinum „Whirlwind“ og nokkrum- vopnuðum kaupskipum, þar á meðal 11.600 smálesta vopn úðu olíuflutningaskipi breska flot- ans. Þýskir herbátar hafa sökt, við suðurströnd Englands, vopnuðu aðstoðarskipi. Loftárásir hafa verið gerðar á skip. hafnarniannvirki, oiínstöðv- ar, flugvelli og hergangnasmiðj- ur, svo seni skipasmíðastöðina í Hevonport, olíustöð í ípswich, s])iengiefnagerð í Harwich ö. s. frv. Kröfur Ungverja lagðar fyrir Hitler Celeki greifi, forsætisráð' herra Ungverja og Cza- ky greifi, utanríkismálaráðherra lögðu af stað frá Budapest á- leiðis til Þýskalands í gaer. Það er talið, að þeir ætli að ræða við þýska stjórnmálamenn um fandakröfur Ungverja á hendur Rúmenum. Þar sem Hitler fór frá Berlín í gær, er talið að hann hafi far- ið að hitta hina ungversku stjórnmálamenn. Sjóflugvjelin TF—SGL. Gæslumaður í Valhöll Breytingar á gístíhásíntí Hörður- Bjarnason, arkitekt, hefir látið Morgunblaðinu eftirfarandi upplýsingar í tje: liveðið liefir verið að sjer- stakur umsjónarmaðtir verði ráðinn við gistihúsið Valhöll á Þingvöllum. Starf þettá 'verður í því fólgið að gæta þess, að gestir í Valhöli verði ekki fyrir óþarfa ónæði, og hafi eftirlít með rekstri gisthúss- ins, að því er snýr að gestunum. Frumkvæðið að því að slíkur maður verði ráðinn, er komið frá 1 ögreglustjóranum í Reykjavík i samráði við Þingvallanefnd og eftirlit með gistihúsunr. Ef vel tekst, er í ráði að þetta starf verði ekki eingöngu- b,uudið við sumarið, heldur' Aærði . slíkur eftirlitsmaður hafður framvegis ef það sýnir sig, að hann geri tilætlað gagn. Þá eru fyrirhugaðar ýmsar breytingar á Valhöll. Er þegar byrjað á þeim að nokkru, en þær eru gerðar með það fyrir augum, að algerður aðskilnaður eigi sjer stað á fastagestum á gistihúsinu og þeim sem aðeins dvelja stutta stund. En það er óviðeigandi að gestum hótelsins, sem' koma til lengri dvalar, sje gert ónæði af ferða.mönnum sem koma og fara. Gæslumaður á að hafa lögreglu- vald á staðnum, og er það haft sVo vegna þess, að reynsla er fengin fyrir því, að nauðsynlegt er að slíkur maður s.je á þessum fjölsótta stað. Ilann verður að kunna ensku, þýsku og dönsku. ' Breytingar þessar eru gerðar með fullu samþvkki eiganda gisti- hússins. 75 ára verður í dag frú Ing- veldur Magnúsdóttir, Bjargi, 'Grímstaðarholti. Hún er fædd að tíörðum á Akráhesi, en hefir búið að Bjargi í fjöldamörg ár. Glað- lyndi —og góðlyndi hefir einkent Ingveldi um ævina, og gerir enn, þrátt fyrir erfiðleika og áföll, sem hún hffir orðið fyrir á sinni löngu iífsleið. Gestrisin er Tngveidur með afbrigðum, að góðurn og gömlum íslenskum sið, og góðgerðalaust sleppur enginn géstur, sem kem- ur að Bjargi, þrátt fyrir kaffi- og sykurskömtunina. Ingveldur er vei ern og fremur heiisugóð og hugsar um sitt iii.ýiega héimili eins og ung væri. Tngveldur er gift Hannesi Hannessyni. Herskylda FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU. hafa þó verið ungir menn, sem áð- ur voru atvinnulausir, eða hjer um bil svo. — Dálítið furðulegt. að þeir, sem njóta minst allra af gæðum þess þjóðskipulags, sem barist er fyrir. skuli vera hinir fvrstu til þess að taka upp vopn- in. En þeSsir menu líta á hérþjón- ustu sem atvimiu, Kaupið, um 40 doiiarar á mánuði fvrir óbreytta liðsmenn, er ekki iiátt. en Örilgt. og lífið er hoit og hressandi, a. m. k. til að byrja með. Æfintýraþráin dregur aðra, og yfirleitt er svo að sjá, sern flest- ir hafi haft sínar eigin ,,prívat“ ástæður til þess að ganga í her- inn. ♦ Jeg átti fyrir nokkru tal við nokkra nýliða urn lífið í hernuirr og meðal annars hversvegna þeir ilrefðu gerrgið r lrann. Þeir- voru auðvitað allir sammála urrr, að fyrst og fremst yrði að sigra Ilitler. Einrt þeirra, vaskiegUr ungling- rrr tneð brennandi ættjarðarást og trú á köllun sína. liafði iátið af' hátt launaðri stöðu tii þess að gera sitt besta fyrir hugsjón iýðræðis- ins. Annar hafði verið atvinnuiaus og liafði hugsað gott til góðra máltíða og þægilegra vasapeninga Sá þriðji sagðist hafa beðið eftir því í svo langan tíma að seg.ja yfirmanni sínum, þar senr hann vann áður, að fara til fjandans, að harrn hefði ekki getað stilt sig iengur. „Og sá fjekk þó að heyra það óþvegið, þegar jeg fór úr vinrt irnni í síðasta skiftið“. Síst rná þó glevma þeim síðasta, sem leit á rnáiið rneð tilhlýðilegri alvoru og- sagði: „Það er ekki til neirrs að vera að hanga yfir þessu lerrgur. Við getum: barið líftóruna úr þessum skarfi, honum Adolph, ef stjórnin vill gera eitthvað nreira í því. Jeg fyrir mitt leýti var feginn að sieppa frá konunni. Stjórnin borgar henni nú alt, sem hún þarf, og lrún getur jagast þar, ef hún vill. Mjer fellnr bet- 'ur við strákaiia hjer“. En það skiftir engu, hvaðan þeir koma. Lífið í hernum er skipulagt fyrir þá. Þeir hlýða yf- irboðurum símrrn, læra bardaga- aðferðir, láta hverjum degi nægja sína þjáning og fá sjer neðan í því, ef því er að skit'ta. ★ Enginn getur sagt, hvað fram- tíðin kann að færa fyrir Kanada, erida þótt eins og stendur sje erf- itt að ímynda sjer, að England verði sigursælt á næstunni. En Karrada er nú ákveðnari en nokkru sinni áður. Ilerinn fei' vaxandi, enda jiótt skortur á her- gögnum hafj fram til þessa verið tilfinnanlegur, og stjórnin sje lát- laust siikitð urrr að hafa eltki flýtt framleiðslu þeirra svo sem auðið hefðr verið. Fleiri rrrenn hafa -til þessa boðist til herþjónustu en hægt hefir verið að taka, en nú Cr fyrst verulega farið að hvetja menn t iI herþjónustu, og áður en langt líður kemur úthoðið, sam- kvæmt hinritn nýju lögum um her- skvldu. Alt þetta getur vel orðið of seint að því er England snertir, en ef það er sigrað, er við því að í Kanada búast, að Kanada gangi í hernað- arbandalag við Bandarílfin, til sameiginlegrar varnar fyrir Norð- Ur-Ameríku. Fregnirnar urn. hina breyttu af- stöðu sunnan við landamærin hafa verið hið eina, sern valdið hefir al- merrnri ánægju hjer undanfarið. Ákvörðunum Roosevelts vrrn að efla herinn, tvöfalda flotann og’ auka frarnleiðslu hernaðarflug- vjela upp í 50.000 á ári, hefir vev ið tekið með miklum fögnuði, svo setn við er að búast, ef Kanada og Bandaríkin skyldu ganga í alls- herjar verndarbandalag, jafnveí eftir að nazistarnir hef'uð lagt und ir sig alla Evrópu. Roosevelt hefir fyrir löngu lýst y.fir því, að Bandaríkin mundu undir eins skerast í leikinn, ef sjálfstæði Kanada væri ógnað. Vald Þýskalands, er það hefði lagt undir sig alla Evrópu, yi’ði' arrðvitað nokkurnveginn tak.mai’ka jaust; en jafnvel þó að engin á- rás á Aineríku yrði hafin fyrrst ,um, sinn, er svo að sjá sem Kan- ada og Bandaríkin mundu halda áfrarn að hervæðast til hins ítr- asta. Toronto, 20. júní 1040. Jakob Sigurðsson. Tvð samsæti i Akureyri ýú jálfstæðismenn á Akureyrí ; kv-' hjeldu þeim Jakob Möll- er f jármálraáðherra, syni hans, Jöhanni Hafstein og frú, sam- sæti að Hótel Gullfoss í fyrra kvöld. Samsætið var fjölment. Marg- ar ræður voru fluttar og skemtu menn sjer hið besta. Þann 7. þ. m. helt Stúdenta fjelag . Akureyrar Gunnari B. Björnsson ritstjóra og frú hans samsæti að Hótel Gullfoss. Voru fluttar ræður til heiðurs- gestanna af hálfu Stúdentafje- lagsins, en Gunnar B. Björnsson svaraði og þakkaði. Samsætið fór hið besta fram. Utanríkismálin FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. ríkisstjórnin veitt ræðismönnum, sem kjörnir eru, sömu heimild og ræðir um í fyrri málsgr. þessarar greinai*. 8. gr. Kostnaður samkv. lögum þess um, þ. á m. skrifstofukostnaður við sendiráð og ræðismannsskrifstofur, greiðist úr ríkissjóði. 9. gr. Ákvæði 8. gr. gildi.ekki um kjörræðismenn. Þó er heimilt, ef mjög ríkar ástæður eru fyrir hendi, að veita ræðismönnum þessum allt að 2000 kr. til skrifstofukostnaðar. ' 10. gr. Fyrir embættisverk starfs- manna utanríkismála skal greiða gjald eftir nánari fyrirmælum, sem ríkisstjórnin setur með sjerstakri reglugerð. 11. gr. Ríkisstjórnin setur almenn- ar starfsreglur fyrir fulltr-úa utan- ríkismála erlendis, ákveður starfssvið þeirra og gefur þeim erindisbrjef.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.