Morgunblaðið - 21.08.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.08.1940, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. ágúst 1940 Úr daglega Iífinu Hernaðaryfirlit Churchills Einkennilegir eru þeir menn, sem skrifa í Tímann. Í»at5 leynir sjer ekki. Hjer nm daginn birtist þar löng ranna- rolla nm það, að Reyk,javíkurbl öðin Rafi hælt Gísla Jónssyni vjelstjóra og þeim samferðamönnum hans of mikið. Því það yrði til þess að varpa skngga á þá sjómenn, sem siglt hefðu til Eng- lands í vetur. Það er margt eftirtektarvert við ferð þeirra fjelaga. Eitt er það, að erfið- leikamir á því að fá leyfi til þess að komast á stað frá Danmörku, fá skip, fá olíu og fá annað sem til fararinnar þurfti voru svo miklir, að enginn gat skilið er til Noregs kom hvemig nokkr- um mönnum var þetta hægt. Má hver meta þaim dugnað og þau hyggindi sem til þess hafa þurft, eins og hann er naaður til, alveg án tillits til þess hvað Tíminn segir um þetta. Annað sjerkennilegt við ferðina var það, að allir þeir fjelagar að tveim undanteknum vora engir sjómenn, ó- vanir sjómensku með ölln. Það væri fróðlegt að vita hvort nokkur sjómaður fyndi að kastað hefði verið nokkurri rýrð á sjómannastjett- ina, þó blöðin hafi vakið eftirtekt á þessari ferð frá Danmörku á fimtugum 32 tonna bát, yfir tundurduflasvæði og gegnum allar þær hindranir, sem lagð- ar verða í veg fyrir menn í heraaði. ★ Þeir, sem til Norðurlands hafa farið hjeðan að sunnan á þessu smnri hafa haft tækifæri til að finna muninn á hinu sunnlenska og norðlenska veðr- attufan. Ýmsir hafa komist að þeirri ofur- eðlilegu niðurstöðu, að í sumrum eins og þessu, þegar sunnanátt er ríkjandi, þá eigi þeir, sem á annað borð eiga þess kost, að taka sjer frí nokkra sumardaga, og bregða sjer norður fyrir fjöllin. Því þar er sól- skinið. I öllu rigningartalinu hjer syðra er gaman að athuga hvemig munurinn á Suðurlandi og Norðurlandi lýsir sjer í skýrslum Veðurstofunnar, þar sem 1 -. , , . . , mennrar kvortunar yfir þvi, ef urkoman yfir arið er reiknuð í milh- Nlðurinðuglös Sultutausglös, Tappar, allar stærðir, Flöskulakk og Betamon. visin Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. AUGAÐ hvílist meC gleraugum frá THIELE & Þeir, sem þurfa að ná til blaðlesenda í sveitum landsins og smærri kauptúnum, auglýsa í ísafold og Verði. metram. Hjer í Reykjavík hefir meðalúrkom- an á ári reynst vera 870 millimetrar. Jeg býst við að allir viti hvað við er átt þegar þannig er komist að orði. Að öll úrkoma samanlögð myndi í með- alúrkomuári gera 87 sentimetra vatns- dýpi. Norður á MiöðravöIIum í Hörgárdal hefir úrkomumagnið lengi verið mælt, og hefir meðalúrkoman þar á ári reynst að vera 337 millimetrar. Svo ekki er að furða, þó mismunur finnist mikill. Að sjálfsögðu er með úrkomu átt við bæði regn og snjó. Því fer mjög fjarri, að Reykjavík sje mesta rigningabæli á landinu. í Vík í Mýrdal er meðalúrkoman á ári 2175 millimetrar eða yfir tvo metra. Þar er vatnsmagnið sem úr loftinu kemur svo mikið yfir árið, að það stæði manni langt yfir höfuð, ef kyrt væri það sem niður fellur. En norður á Möðravöllum yrði það manni ekki í hnje. ★ Nú skyldi maður halda, að úrkomu- dagar væra líka miklum mun færri fyrir norðan heldur en hjer syðra. En á þessu er ekki mikill munur, sam- kvæmt veðurskýrslum. Úrkomudagar era hjer í Reykjavík 179 á ári að meðaltali, þ. e. a. s. hjer er einhver úrkoma að jafnaði nálega annan hvem dag. En á Möðravöllum era úrkomudagamir 160 á ári. ★ Úrkomudagafjöldi á mánuði er hjer svipaður alla mánuði ársins, frá 13 og upp í 17. 13 í mars, júlí, ágúst og september, er 17. nóv., des. og janúar. Og enda þótt manni finnist rigna hjer ógurlega mikið á sumrin, þá er regn- magnið mun minna mánuðina maí— ágúst en vetrarmánuðina eða um 50 mm. á mánuði. En í september er úr- fellið 89 m.m. og 100 m.m. í janúar. ★ Margir sinna því lítt, að athuga skýrslur, bæði um veðurfar og annað. En það skaðar ekki að vita það, að reynslan hefir sýnt, að maður verður að búast við og sætta sig við að t. d. hjer í Reykjavík sje einhver úrkoma annan hvem dag ársins, að öllu saman- lögðu, og það er 870 millimetra djúpt vatnslag sem hjer á að steypast yfir mann í 365 daga án þess að nokkur hafi rjett til þess að kvarta yfir því, að hjer rigni meira en venjulega. FRAMH. AF ANNARI 3ÍÐU hefði lýst yfir algeru hafnbanni á Bretland. Enginn þarf að kvarta yfir því, sagði Churchill, en það væri ástæða til al- Finnar ÍBrnirrúr’P Þjóðabandalaginu f inska stjórnin hefir kallað heim alla starfsmenn sína i Þjóðabandalaginu og tilkynt úrsögn Finnlands úr öllum nefndum bandalagsins. Einnig hefir verið tilkynt að Finnar hætti að greiða iðgjöld til Þjóðabandalagsins. Starfsmenn Finna í Þjóða- EF LOFTUR GETUR ÞAÐ bandalaginu fá stöður í utan- F.KKT ___ ___ ÞÁ HVER? ríkismálaþjónústu Finna. Þingvallaferðir I ðgústmðnuði Til Þingvalla kl. 10y2 árd., Zyz og 7 síðd. — Frá Þingvöllum kl 1 e hád., 51/2 og 8V2 síðd., daglega. Aukaferðir laugardaga og sunn1 1 Steindór, sími 1580. vjer yrðum til þess að íengja þjáningatímabil allra Evrópu- þjóða með því að leyfa mat- vælaflutning til þeirra landa, sem Þjóðverjar hafa lagt und- ir sig, því að vafalaust mundu hinir nazistisku sigurvegarar hnupla þessum matvælum. Churchill kvað margar tjllög- ur hafa fram komið og því hald ið fram að af mannúðarástæð- um væri skylt að slaka til á hafnbanninu og leyfa matvæla- flutninga til þessara undirok- uðu þjóða. Ráðherrahn kvaðst harma það, að hann væri til neyddur að hafna þessum til- lögum. Hann sagði, að nazistar gortuðu af því, að þeir hefði komið á fót nýju hagkerfi í álf- unni. Þeir hafa, sagði Chur- chill, margsinnis lýst yfir því, að þeir hefði nægar matvæla- birgðir og gæti fætt þær þjóðir, sem þeir hafa sigrað. 1 þýsku útvarpi þ. 27. júlí var komist svo að orði, að áætl- un Hoover’s fyrverandi Banda- ríkjaforseta um hjálp til handa Hollendingum, Belgíumönnum og Frökkum væri allrar íhug- unar verð og meðmæla, en Þjóð verjar hefði þegar gert það, sem nauðsynlegt væri í þessum mál- um. Vjer vitum, sagði Churchill, að þegar Þjóðver ar komu til Noregs voru þar nægar mat- vælabirgðir til margra ára. Vjer vitum, að Pólland, þótt það sje ekki ríkt land, framleið- ir vanalega nóg matvæli handa þjóðinni. Þá er þess að geta, sagði Churchill, að í öllum öðr- um löndum, sem Þjóðverjar rjeðust inn í með her manna, var framleitt mikið af matvæl- um. Ef öll þessi matvæli eru ekki lengur fyrir hendi getur ekki verið nema um eina á- stæðu að ræða: Matvælin hafa verið flutt til Þýskalands handa þýsku þjóð- inni, til þess að hún gæti fengið aukinn matarskamt. Þjóðverjum er því um að kenna ef til hungursneyðar kemur á komandi vetri í Ev- rópulöndum, vegna flutnings matvæla til Þýskalands, eða þá vegna þess, að þeir dreifa ekki þeim birgðum, sem þeir hafa yfir að ráða. LÁTUM HITLER BERA ÁBYRGÐ GERÐA SINNA. Þá vjek Churchill að því, að margar hinar verðmætustu matvælategundir væri nauðsyn- legar við mikilvæga hernaðar- lega framleiðslu. — Ef Þjóð- verjar nota þær matvælabirgð- ir, sem þeir hafa komist yfir í þá framleiðslu, sem gerir þeim kleift að varpa sprengi- kúlum á konur vorar og börn, heldur en að nota þær til þess að fæða þjóðir þeirra landa, sem þeir hafa hernumið, getum vjer verið vissir um, að hvers- sömu leiðina eða til þess að leysa Þjóðverja frá þeirri á- byrgð, sem þeir hafa tekist á hendur. Látum Hitler bera fullan þunga þeirrar ábyrgðar, sem hann hefir tekið sjer á herðar. Stuðlum að því, að þær þjóðir, sem stynja undir þeim byrðum, sem Hitler hefir lagt á þær, geti gert sitt á sem flestan hátt, að sá dagur renni upp sem fyrst, að veldi hans verði brotið á bak aftur. Reynum að koma því til leiðar, að sem mestar birgðir safnist, svo að unt verði að koma þeim sem hraðast til hvers þess lapds, sem Þjóðverj- ar hafa hernumið, undir eins og það losnar undan oki þeirra. Verum hvetjandi þess, að slík um birgðum verði safnað sem víðast um heim, svo að öllum þjóðum álfunnar, sem pazistar hafa kúgað, þeirra meðal Þjóð- verjar sjálfir og Austurríkis- menn, megi ljóst vera, að þegar veldi nazista er brotið á bak aftur fá þær þegar í stað mat- væli, frelsi og frið. STÖKKBRETTIN. Churchill mintist á það í ræðu sinni hvaða hörmungar hefði dunið yfir síðan er stjórn hans kom til valda. Hollend- ingar, sem væri það fjarri skapi, að ætla neinni þjóð ilt, hefði orðið fyrir innrás og ver- ið sigraðir í skjótri svipan, hin ástsæla drotning þeirra hefði orðið að flýja land. í hinni frið samlegu borg, Rotterdam, hefði verið framin hryðjuverk eins grimdarleg og nokkur, sem framin voru í þrjátíu ára stríð- inu. Ráðist var inn í Belgíu og öll mótspyrna barin niður. Hinn ágæti her vor, sem Leopold Belgíukonungur kvaddi sjer til hjálpar, var innikróaður og við lá að allur herinn væri tekinn til fanga, og gengur þaö krafta verki næst, að hann komst und- an, en hergögn hans töpuðust. Frakkland varð að lúta í lægra haldi. ítalía snerist gegn oss. Alt Frakkland varð á valdi óvinanna, allar vopna og skot- færaverksmiðjur og vopnabúr o. s. frv. og alt þetta hefir verið tekið til notkunar gegn oss eða kann að verða notað gegn oss. Leppstjórnin, sem sett var á stofn í Frakklandi, kann að verða neydd til þess er minst varir, að ganga algerlcga í lið með fjandmönnum vorum. Öll strandlengjan frá Norðurhorni í Noregi til Spánar er á valdi óvinanna. Allar hafnir og flug- stöðvar á þessu svæði eru í höndum óvinanna. Má .líkja þessum stöðvum við stökkbretti, sem Þjóðverj- ar ætla að nota, þegar þeir hefja innrásina í Bretland. Loks er þess að geta, að Þjóð verjar hafa enn miklu fleiri flugvjelar en við. Flugher Þjóðverja hefir nú bækistöðvar nálægt okkur. Það, sem vjer óttuðumst mest, hefir gerst, og sprengjuflugvjelar og orustu- konar innflutt matvæli færi flugvjelar óvinanna eiga ekki nema nokkurra mínútna flug til lands vors. Og þær geta flogið- hingað úr mörgum áttum. Ef vjer hefðum horfst í augu við þetta 1 byrjun maí hefði það þótt ótrúlegt, að vjer mundum nú vera öruggir í þeirri trú, að fullnaðarsigur fallist oss í skaut. AFREK FLUGHERSINS. Vjer höfum bvgt upp her vorn. 2 miljónir manna hafa fengið vopn í hendur í Bretlandi. Aldrei liefir slíkur herafli verið í land- inu. Því stærri sem hann verður því ineiri herafla þarf Hitler að- senda til Bretlands. því auð- veldara verður fvrir flota vorn að sigra. Churchills kvað ógrynni her- gagna hafa verið flutt til Bret- lands í júlímánuði og mikið her- lið. Beverbrook lávarður, sagði hann, hefir komið því til leiðar,. að vjer höfum nægan varaforða af hverskonar flugvjelum, og amerísku flugvjelarnar eru fyrst að byrja að koma. Hann ljet og í ljós von um, að herskip yrði send yfir hafið til stuðnings í baráttunni. Þetta og margt fleira nefndi hann til sönn- unar því, að ríkisstjórnin hefði góð og gild rök til þess að ætla að Bretar myndi styrjöldinni að lokum. Churchills ræddi sjerstaklega hlutverk breska flughersins. Allir hafa samúð og dást að flugmönn- unum, sem stjórna orustuflugvjel- unum, sagði hann, en það má ekki gleyma hinu mikilvæga hlut- verki, sem sprengjuflugvjelarnar vinna, því að flota-, flughafnir og stöðvar og vopnaverksmiðjur eru „fyrsta varnarlínan“. GLÆPUR MANNANNA FRÁ VICHY. Churchill gerði nokkra greiri fyrir þeim hnekki, sem Bretar hefði beðið og málstaður Banda- manna, vegna uppgjafar Frakka. Bretar hefði gert ráð fyrir að hafa not af franska hernum í Somalilandi, flugstöðvum og flota- höfnum Frakka, og franska flot- anum. Þótt Þjóðverjar hefði vað- ið yfir Frakkland hefði nýlendur Frakklands getað tekið þátt í stríðinu áfram, og ef Bretar hefði staðið í sporum Frakka, hefði þeir talið sjer skylt að tryggja öryggi Kanada og Newfoundslands. Glæpur sá, sem hjer væri um að ræða væri ekki „glæpur mikillar, göfugrar þjóðar“, heldur mann- anna frá Vichy. Hann mintist De Caulle og hinna frjálsu Frakka mjög lpf- samlega og kvaðst þeirrar trúar. að nöfn þeirra yrði í heiðri hald- in í Frakklandi í framtíðinni. Churchill kvað ekki viturlegt að fara út í spár um framtíðina, meðan enn væri barist, eða hvað gera þyrfti til að koma í veg fyr- ir, að hörmungariðjur heimsstyrj- aldarinnar bitnuðu á mannkyni öllu. Vjer erum enn að klífa fjall- ið, sagði hann, og vjer erum ekki komnir upp á brúnina, og getum enn ekki sjeð roða nýs dags, og hvað framundan er. Hann kvaðst, óska þess og biðja, að breska þjóðin, ef henni yrði það veitt að sigra, reyndist verðug friðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.