Morgunblaðið - 21.08.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.1940, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. á MORGUNBLAÐIÐ Engin breyting j á Ameriku- póstinum Tafir þær, sem orðið hafa á póstsendingum frá Ameríku, hafa sem von er vakið nokkra óánægju meðal fslendinga. Rúm- lega þrjár vikur eru nú liðnar síðan Goðafoss kom með póst frá Ne>vV York. Pósturinn var sendur til Englands, en er ókominn enn. Nýlega var Ameríkupóstur tekinn úr öðru skipi hjer í Reykjavík og er varla að búast við honum fyr en eftir langan tíma. Margir liafa furðað sig á, að ekki skuli hafa verið hægt að gera einhverjar ráðstafanir til að flýta fyrir póstinum, t. d. með því að láta skoðun á honum fara. fram hjer. En öll tormerki virð- ast vera á þessu. Breska stjórnin heldur fast við að brjefaskoðun verði að fara fram, en telur sig ekki geta opn- að hjer skrifstofu til brjefaskoð- unar fyrir þau fáu skip, sem eru í förum milli Bandaríkjanna og Islands. Morgunblaðið hefir spurt sendi- herra Breta hjer á landi, Mr. Ho- ward Smith, hvort ekki væri von til þess að eitthvað rættist úr þessum málum. Ráðin til að flýta póstinum. Sendiherrann kvaðst hafa farið fram á að einhver leið yrði farin til þess að flýta fyrir póstsend- indum frá Ameríku til íslands, og þó einkum verslunarpósti. Eins og nú standa sakir er hægt að senda skýrslur um vörur í sjerstöku skipspóstboxi, sem er undir umsjá skipstjóra. Einnig hefir komið til mála, að verslun- arbrjef, sem send eru í tveimur eintökum, og annað eintakið í opnu umslagi, verði sent í þessu sjerstaka póstboxi, og fær því viðtakandi brjefið strax og skipið kemur. Það mun ekki vera nokkur von til þess, að breska stjórnin láti sig hvað snertir skoðun á Ame- ríkupósti til íslands og besta leið- in til þess að fá póst frá Ameríku og tafaminst verður því að send- endur í Ameríku skrifi á brjefin „Yia United Kingdom“ eða „Yia Liverpool". Á þenna hátt ættu brjef frá Ameríku að vera fljót- ari á leiðinni frá Ameríku til ís- lands heldur en ef senda þarf þau hjeðan til Englands og svo hingað aftur, eins og nú er. Eins og kunnugt er fengu skip okkar að sigla beint milli Ame- ríku og íslands án þess að koma við í breskri eftirlitshöfn, með því skilyrði að þau tækju ekki póst til flutnings. Nú fór það hinsvegar svo, að Bandaríkjastjórn neitaði að skip- in færu úr höfn í New York nema að þau tækju póst til íslands. Breska stjórnin gaf þá eftir að skipin flyttu póst aðeins frá Ame- ríku. Þessu var svo aftur breytt síðast er Goðafoss kom. Síldveiðin í bræðslu getur haldið átram ,Hvert þo p er virki“ ^ Búið að veiða meira en í samn- ingana, en verksmiðjurnar taka áfram móti síid Samtal við Olaf Thors atvinnumálaráðlierra PRÁTT fyrir það, að þegar er búið að veiða talsvert meira af bræðslusíld en tekist hefir að selja, og þrátt fyrir, að alger óvissa ríkir um söluhorfur síldarafurða umfram það sem samningar heimila, hafa síldarverksmiðjurnar ákveðið að halda áfram að taka á móti síld af skipum, sem þess óska, en útborg- unarverðið hefir verið lækkað úr 12 kr. niður í 9 kr. málið. Tilkynning um þetta var birt í útvarpinu í gærkvöldi og er hún svohljóðandi: „Ákveðið hefir verið að undirritaðar verksmiðjur haldi áfram að taka móti síld til bræðslu fyrst um sinn og greiði 9 krónur fyrir málið. Verður síldin tekin til vinslu af ís- lenskum skipum, en keypt af erlendum skipum. Gildir ákvörðun þessi fyrir alla þá síld, sem ekki hefir verið losuð fyrir kl. 20 í kvöld, en fyr ef svo hefir um samist“. Allar síldarverksmiðjumar, bæði ríkis- og einstaklinga, voru undir tilkynningunni. Morgunblaðið sneri sjer í gærkvöldi til Ólafs Thors at- vinnumálaráðherra og spurði hann, hvort ríkisstjórninni væri kunn þessi tikynning verksmiðj-- anna. Svaraði ráðherrann því játandi. — Hver er ástæðan fyrir til- kynningunni? spurðum vjer ráðherrann. — Ástæðan er sú, svarar ráð- herrann, að nú þegar er búið að veiða talsvert meira en þarf til þess að fullnægja bresku samn- ingunum. Bretar tilkyntu á laugardagsmorgun, að þeir keyptu ekki meira en samning- ar tilgreindu. — En er þá ekki von um sölu annars staðar? — Söluhorfur annars’ staðar eru mjög slæmar og verðið í algerðri óvissu. Þó er nokkur von um, að eitthvað verði unt að selja af síldarmjöli, en fyrir verð sem er svo lágt, að það myndi lækka ferkssíldina um sem svarar yfir 4 kr. pr. málið. En hvað snertir síldarolíuna eru horfur í bili þannig, að ekki verði unt að selja meira af henni en bresku samningarnir áskilja. Þannig horfði málið við, seg- ir ráðherrann ennfremur. Það, sem þá lá fyrir var, að stöðva algerlega síldveiðarnar — og hefir undanfarið verið gripið til þess ráðs að því er saltsíldina snertir — eða að halda áfram að taka á móti síld og þá að sjálfsögðu fyrir lækkað verð. Það var álitamál, hve mikið þurfti að lækka verðið á fersk- síldinni og verður að segja, að þar sje teflt á fremsta hlunn með 9 kr. verðinu. — Er þetta 9 kr. verð fast? Skiftimyntin væntanleg btéðlega Haldið ekki mynt í fórum yðar! FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Ríkisstjórnin tilkynnir hjer í blaðinu í dag, að hún hafi samið við bresku myndsláttuna um að slá ísl. skiftimynt og muni hún væntanleg hingað eftir tvo mánuði. Jafnframt brýnir ríkisstjórnin það fyrir kaupsýslumönnum og al- rnenningi, að þeir afhendi jafn- harðan bönkum þá mynt, sem þeii geta án verið. Þar sem nú er vissa fengin fyr- ir því, að ný skiftimynt er vænt- anleg áður en langt líður, ættu allir að gera sjer það að reglu, að afhenda bönkunum alla þá skiftimynt, sem þeir geta án ver- ið. Ef allir fylgja þessari reglu, ætti það mjög að greiða fyrir viðskiftunum. Hinsvegar geta vandræði af hlotist, ef menn fara að safna mynt fyrir hjá sjer, af ótta við að hún gangi til þurðar. Slíkur ótti er ástæðulaus nú, eftir að vissa er fengin fyrir því, að ný mynt kemur bráðlega. Sjálfsagt er að verða við þeim tilmælum ríkisstjórnarinhar, að tæma sparibauka og leggja inn í banka þá mynt, sem í þeim ér. Ættu ráðamenn sparibauka að gera þetta hið fyrsta. „Vjer höfum víggirt land vort — og hjörtu vor“, sagði Churchill forsætisráðherra Breta í gær. „Hvert þorp er virki“. Myndin sýnir hvernig Bretar hafá búist til várnar úti á þjóð- vegunum. Ekki veiðí veður í Siglufirði, þriðjudag. Síðan í gær hafa komið til rík- isverksmiðjanna 36 skip með nm 20 þús. mál. Síld var mikil á miðunum í gær og ágætt veiði- veður. Söltun síðasta sólarhring var 3028 tn., þar af 643 tn. úr rek- netum. í dag er NA-strekkingur og ekki veiðiveður. HJALTEYRI. í gær landaði þar Fróði 980 mál; fjöldi skipa lágu inni, vegna storms. Fjell af bil og slasaðist Þingeyri, þriðjudag. Síðastliðinn sunnudag fjell 17 ára stúlka, Hulda Sigmunds- dóttir, af palli vörubíls, er var á leið frá Þingeyri að Söndum, og hlaut mjög alvarleg meiðsl á höfði, viðbeinsbrotnaði, einnig nokkur rif, auk fleiri áverka. Stúlkan var flutt meðvitundar- laus í sjúkrahús. Hefir hún nú fengið rænu aftur og er talin úr lífshættu. Hún er dóttir Sigmund- ar kaupm. Jónsonar og konu hans Fríðu Jóhannesdóttur og er nem- andi í Verslunarskóla íslands. Italir lýsa yfir algjöru hafnbannl Italska stjórnin hefir farið að dæmi Þjóðverja og lýst yfir hafnbanni á breskar hafnir við Miðjarðarhaf og Rauða haf. Meistaramit í. S. í. eistaramót f. S. í. í frjáls- um íþróttum hófst í gær- kvöldi á íþróttavellinum. Kalt var í veðri og mun það hafa háð kepp- endum nokkuð. Urslit í einstökum greinum urðu þessi: 100 m. hlaup. 1. Brandur Brynjólfsson (Á.) 11.3 sek. 2. Björn Jónsson (H.) 11.8 sek. 3. Brynjólfur Ingólfsson (H.) 11.8 sek. Methafinn, Sveinn Ingvarsson, var ekki með vegna meisla á fæti. 110 m. grindahlaup. 1. Jóhann Jóhannesson (Á.) 18.1 sek. 2. Sigurður Nordahl (Á.) 18.1 sek. 3. Þorsteinn Magnússon (K.R.) 20.3 sek. Langstökk. (V, 1. Oliver Steinn (H.F.) 6.37 m. 2. Jóh. Bernhard (K.R.) 6.21 m. 3. Georg L. Sveinsson (K.R,) 6.07 m. 800 m. hlaup. 1. Sigurgeir Ársælsson (Á.) 2 mín. 6.3 sek. 2. Ólafur Símonarson (Á.) 2 mín. 8.0 sek. 3. Evert Magnússon (Á.) 2 mín. 14.2 sek. Kringlukast. 1. Ólafur Guðmundsson (f.R.) 38.04 m. 2. Sveinn Stefánss. (Á) 32.66 m. 3. Sig. Finnsson (K.R.) 31.88 m. Mótið heldur áfram í kvöld kl. 7.30 og verður þá kept í þessúm greinum: Stangarstökki, 200 m. hlaupi, spjótkasti, 1500 m. hlaupi, þrístökki og kúluvarpi. Undanrásir í 200 m. hlaupi hefj ■ ast kl. 6. Jón Hjartar frá Siglufirði mun koma fljúgandi hingað suður í dag, til þess að taka þátt í spjót- kasti og þrístökki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.