Morgunblaðið - 21.08.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.08.1940, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. ágúst 1940 S Jplor^imMaðid Útget: H.f. Árraknr, Btfklarlk. Rlt*tj6rar: Jön KJartan*»«.is, Valtýr Stef&naaem (Abrnröartn. >. Aoglýsingar: Árni 01». Rltatjörn, aa^fhifar oft alcnitHla': Austuratrœtl 8. — Sljsd WM. á*krlftarg]ald': kr. 1,88 A asAnuDl lnnanlands, kr. 4,00 utamlaBda. f lausasölu: 20 aura •tntaktö, 26 aura m*t UiMk. Reykjavík PAÐ er gott eitt um það að segja, að rædd sjeu vanda- mál Reykjavíkurbæjar ef það er gert af velvilja og einlægum liug til lagfæringar og umbóta. Vandamál Reykjavíkur eru margskonar. Bn til þess að ráðin verði bót á þeim meinsemdum, sem aðallega há bæjarf jelaginu, er nauðsynlegt að menn geri sjer Ijóst, hverjar eru rætur meinsemd- anna. Bf menn þekkja orsakir meinsemdanna, verður hægara að lækna þær, ef á annað borð vilji -«r fyrir hendi. Við vitum, að Reykjavík á nú við margskonar erfiðleika að stríða, og til þeirra liggja tvær höfuðorsakir: 1. Sú stefna þings og stjórnar á undanförnum árum, að velta miklnm byrðum á Reykjavík, áu þess um leíð að sjá bænum fyrir mögúleikum fyrir því, að rísa und ;ir byrðunum. 2. Sú stórfelda hnignun, sem varð á þeim atvinnuvegi, sjávar- útveginum, sem um langt skeið hafði verið undirstaða alls at- Iiafnalífs bæjarins. ÍEirifiðÍeikar Reykjavíkur urðu vitanlega miklu meiri og þung- bærari, þar sem þetta skall sam- tímis yfir bæinn — hinar auknu byrðar og hrun sjávarútvegsins. Bot á hinni fyrri meinsemd, ’hinum miklu byrðum á bæjarfje- : laginu, fæst vitanlega ekki, nema í samvinnu við Alþingi og ríkis- •stjórn. Slík samvinna hefir verið Jlítil undanfarin ár og minni en • æskilegt hefði verið, hverjum sem um verður kent. Upp á síðkastið hefir þetta talsvert lagast og ■ meiri samvinna verið upp tekin. Má án efa þakka það þjóðstjórn- Jinni. Á síðasta þíngi kom í ljós fyrsti árangurinn af því sam- • starfi, með breytingunum á fram- færslulögunum, sem áreiðanlega hafa góðar verkanir fyrir bæjar- fjelagið, þegar frá líður. En sam- vinnan þarf að vera á fleiri svið- ;«m, til þess að vel fari. Hin meinsemdin, hnignun sjáv- -artitvegsins, verður ekki læknuð inema með því að koma nýju lífi í þenna atvinnuveg. Reykjavíkur- bæ verður vitanlega ekki kent um hnignún sjávarútvegsins á undanförnum árhm. Hann gat lítið gert til úrbóta. Hinsvegar var ráðandi mönnum bæjarfje- lagsins það ljóst, að stuðla yrði . að því, að skipastóllinn í bænum ykist aftur. Þessvegna reyndi bær ínn á s.l. sumri að fá keypta 10 mótorbáta og hjet stuðningi til þeirra kaupa. En þetta strftndaði . á opinberum stöfnunum, gjald- eyrisnefnd og banka. Svona er það á flestum sviðum, að bæjar- fjelagið á alt undir skilningi og vnðsýni valdsmanna ríkisins. Hanu verður nvi að gjalda þröngsýni þeirra og skilningsleysis. Önnur grein dr. Bförns Björnssonnr: Vandamál Reykjavíkur og úrræðin til umbóta Hinir miklu atvinnumögu leikar, sem þilskipaút- gerðin skapaði, dró fólkið til sín úr sveitunum að sjávar- síðunni. Bæirnir, og; þó eink- um Reykjavík, tóku að vaxa hröðum skrefum. Svo kom heimskreppan. Fiskiveiðarn- ar, einkum saltfisksfram- leiðslan lagðist nær alveg í rústir. Það kom harðast nið- ur á þeim bæjum, þar sem saltfiskveiðai’nar höfðu ver- ið aðal atvinnuvegur fólks- ins. í ýmsum bæjum höfðu 40—50% íbúanna þar 1930 lífsuppeldi sitt af sjávarútvegi, en hjer í Rvík að- eins 16%. Nxi hætti fólk að flytja til þessara <staða, og fólk það, sem fyrir var, tók jafnvel að leita burtu. Það lagði leið sína hingað Hjer voru fjölbreyttustu afkomu möguleikarnir. Ýmsir biðu skip- brot vona sinna um lífvænlega af- komu hjer, og urðu að leita á náðir hins opinbera. Hinir, sem komust áfram, þrengdu olnboga- rúmið fyrir þá, sem fyrir voru, svo að sumir þeirra komust á von- arvöl. Pátækrabyrðin óx, álögurn- ar sömuleiðis. Skuldaskil flestra bæjar- og sveitarfjelaga fór fram. Reykja- vík var ekki í þeirra hópi. Bærinn tapaði stórkostlegum upphæðum af því fje, er hann hafði lagt út vegna styrkþega, annara bæjar- og sveitarfjelaga.. Þar við bætt- ist skriða framfærslubyrðarinnar, sem skall á bæinn, um leið og sveitfestin var uppliafin. Vandkvæði bæjanna og lands- bygðarinnar yfifleitt utan Reykja- víkur eru síður en svo leyst enn. Þau eru eins og vandamál Reykja- víkur vandamál alls landsins. Þeir erfiðleikar, sem heimskreppan, styrjöldin á Spáni o. s. frv. leiddi vfir landið, voru meiri en svo, að fyrverandi ríkisstjórnir gætu siglt þjóðarskútunni slysalaust út úr þeim ógöngum. Hún var að síðustu beinlínis komin að því að sökkva. Þá var gripið til þeirra ráða, að mynda þjóðstjórn. Það er kunnara en frá þurfi að segja, ,að meirihluti Sjálfstæðis- fiokksins gekk nauðugur til þess- arar stjórnarmyndunar, en hásk- inn, sem yfir vofði, var svo aug ljós, að ekki var hægt að hika við að gera þessa tilraun til að bjarga ríkinu frá liruni, enda voru fyrirheit gefin um, að breytt yrði um stefnu. Það er ekki ofsögum sagt, að seinagangur ríkisstjórnarinnar og aðgerðaleysi í því að ráða bót á augljósustu misfellunum, sem m. a. lagasmíði Alþingis á undan- förnum árum hafði skapað, hefir valdið miklum þorra landsmanna sárum vonbrigðum. Þó hefir t. d nokkur, raunar ófullnægjandi, lagfæring fengist á framfærslu- löggjöfinni. Það ljettir undir með Reykjavík í að koma þeim um- bótum á í framfærslumáhumm, sem stefnt hefir verið að nú und- anfarið. — Þær eru ein af þeim leiðum, sem greinarhöf. bendir á til xirlausnar vandamálunum. Út á þá braut hefir þegar verið lagt, án þess, að greinarhöf. hafi átt þar frumkvæðið, og mun verða haldið áfram, raunar ekki með glamri og trumbuslætti — heldur festu. En menn mega ekki láta blekkjast og halda, að það eitt sje nóg til að ráða fulla bót á vandamálunum. ★ Áður en lijer er sagt skilið við lokunarhugmyndina, skal það skýrt tekið fram, að eftirlit með flutningum óvinnufærs fólks, eða fólks, sem vitað er, að ekki getur bjargað sjer af eigin ramleik, get- ur verið og er nauðsynlegt. Það er t. d. óeðlilegt að gamalmenni og öryrkjar, sem ekki geta sjeð sjer sjálfir farborða, flytjist til þess staðar, þar sem dýrast er að halda þeim uppi, og ekki hefir notið starfskrafta þeirra áður en þeir urðu því opinbera til byrði. Auk þess hefir hvert bæjar- og sveitarfjelag í hendi sinni að koma í veg fyrir, að utanbæjarmenn, eða menn nýaðfluttir, verði að- njótandi þeirrar vinnu, sem þau hafa yfir að ráða. Takmarkið, sem keppa ber að er það, að enginn þnrfi að þiggja opinberan styrk, er getur unnið fyrir sjer og sínum, og jafnframt að enginn, sem vill ekki vinna eða á annan liátt skorast undan þeirri skyldu að bjarga sjer, sje veittur opinber styrkur. Sá vandi verður ekki leystur fvrir alla þjóðina, a£ einu bæjarfjelagi, og allra síst með því að loka sig inni og þar með segja sig úr lögum við aðra landshluta. Slík innilokunarstefna mundi vera sjerstaklega skaðleg í voru þjóðfjelagi, þar sem jafn mikil árstíðaskifti eru í atvmnu- lífinu eins og raun ber vitni um. Sjálfsagt fylgdu aðrir bæir for- dæmi höfuðstaðarins og lokuðu hjá sjer. Tökum til dæmis, að Siglufjörð- ur „lokaði“. Mest þörfin fyrir vinnukrafta þar á staðnum er á sumrin, en þó mjög misjöfn, eft- ir því, hvernig síldveiðarnar ganga. Siglufjarðarbær vildi vernda atvinnumarkaðinn fyrir sína menn, og bannaði því öðrum að sækja þangað í atvinnuleit. Á veturna er mjög lítil lausavinna í bænum. Bærinn þyrfti því að halda uppi" sínum atvinnuleys- ingjahópi yfir veturinn þangað til sumarið kæmi og síldveiðarnar byrjuðu, nema því aðeins tekist hefði að hækka kaupið það mik- ið, að sumarlaunin nægðu fyrir ársþörfunum. Það snjallræði myndi hinsvegar koma óþyrmilega við atvinnureksturinn. f Vestmannaeyjum horfir mál- ið alveg öfugt við. Þar er lausa- vinnan á veturna. Lokun Vest- mannaeyja myndi liinsvegar hafa nákvæmlega sömu afleiðingar fyr- ir þann bæ og lokun Siglufjarðar liefði þar. Ef til vill myndu lok- unarmennirnir aldrei ganga al- veg svona langt, en það hálfa væri líka meira en nóg. f sumar vai’ sú nýbreytni tekin upp að senda trillubáta hjeðan að sunnan, sem höfðu ekkert að gera, til fiskiveiða við Norðurland. Sú tilraun mun reynast betri bu- hnikkur fyrir þjóðfjelagið en loka hverjum stað sem rambyggileg- ast, en það myndi óhjákvæmilega mjög torvelda alt samstarf milli bæjar- og sveitarfjelaga landsins. — Það má ekki trufla þannig eðlilega hringrás atvinnulífsins, sem er í ætt við lífseðlið sjálft, en ekki kyrstaða, sem þýðir dauða. Vjer höfum næga reynslu af allskonar höftum og frelsis- skerðingu bæði fyr og síðar. For- mælendur þeirrar stefnu hafa verið nægjanlega margir og feng- ið nógu áorkað, þótt „víðsýnir" fjármálamenn bætist ekki í hóp- inn og gangi þar fram fyrir skjöldu. ★ Auk þessa aðal bjargráðs, sem greinarhöf. tilfærir, lokun bæjar- ins, bendir hann á nokkrar aðrar leiðir, sem virðist bera að skoða sem hjálparmeðul. Þau eru yfir- leitt þess eðlis, að óþarfi er að fara þar um mörgum orðum. 1. Eins og drepið var á hjer að framan, hefir þegar verið hafist handa um nýskipun framfærslu- málanna. Plestum mun ljóst, að slíkri skipun er ekki hægt að koma á í einu vetfangi, eins um- fangsmikil og þau mál eru orðin. 2. Sú tillaga greinarhöf. miðar sumpart að því, að hjer í bæ kæm- ist á algerð „planökonomi", sem myndi lítt samþýðanleg þjóðskipu- lagi því, er vjer búum við. Að öðru leyti hefir þegar verið stofn- að til rannsóknarstarfsemi fyrir alt land af svipuðu tagi og grein- arliöf. minnist á, með skipun hinn ar svokölluðu bjargráðanefndar. 3. Það er spor alveg í öfuga átt, að ætla sjer að gera lausa- skuldir bæjarins að föstum af- borgunarlánum, sem skapaði bæjarsjóði þungar vaxtabyrðar um langt skeið. Lausaskuldirnar þarf að borga upp á allra næstu árum, og koma fjárhag bæjarins jafnframt á þann grundvöll, að skuldir geti eklti myndast, hverju nafni sem þær nefnast, við eyðslu eða óarðbærar framkvæmdir. 4. Iljer er ekki riim til að ræða skipun bæjarmálefnanna yfirleitt, sem að ýmsu leyti þurfa gagn- gerðrar breytingar við. Hefir þeg- ar verið hafist handa um sumar þeirra breytinga, aðrar eru í und- irbúningi og enn aðrar bíða íir- lausnar. Hinsvegar skal fullyrt, að lijer í þessum kotbæ er engin þörf á þremur borgarstjórum, eða þriggja manna fastri allsherjar framkvæmdastjórn, sem er nokk- urnveginn það sama, en sú er að- al umbótatillaga greinarhöf. á þessu sviði. 5. Allmikil byggingarstarfsemi hefir verið rekin hjer í bæ á und- anförnum árum. T. d. var bygt fyrir 5.3 milj. kr. að meðaltali á árunum 1929—38. Er mjög vafa- samt, að æskilegt væri, frá þjóð- hagslegu sjónarmiði sjeð, að lagt væri í meiri framkvæmdir af því tagi. Fjeð hefir á þessum árnm leitað úr þeirri framleiðslustarf- semi, er skapar hin raunverulegn verðmæti. Hin nýju hús hafa yfirleitt ver- ið búin miklunf nýtísku þægind- um. Er'út af fyrir sig ekki nema gott um það að segja. Hinsvegar hafa húsin orðið svo dýr, að erf- itt er, ef ekki ókleift, fyrir hin- ar lægst launuðu stjettir bæjar- fjelagsins að búa í þeim. Yæri nauðsynlegt að finna leiðir til að lækka byggingarkostnaðinn, svo að hinum efnaminstu borgurum oþnaðist leið til að búa í hinum nýju húsum, annars myndu þeir altaf útilokaðir frá því, hversu mikið, sem bygt væri. Það er staðreynd, að bygging- arkostnaðurinn og þar af leið- andi húsaleigan, er langtum hærri hjer í bæ en í öðrum kaup- stöðum landsins. Má af því ráða, að byggingarkostnaðurinn hjer muni, af einhverjum ástæðum, vera óeðlilega hár. Um leið og tækist að lækka byggingarkostn- aðinn, væri hægt, að byggja að sama skapi meira af húsum, án þess að verja til þess meira fjár- magni, en gert, hefir verið. Yi5 það myndi skapast nokkur aukin atvinna, en þó fyrst og fremst skilyrði til þess, að allur almenn- ingur gæti búið í viðunandi húsa- kynnum. Það er takmarkið, sem keppa ber að í húsnæðismálunum. ★ Hjer að framan hefir verið sýnt fram á, að tillögur greinarhöf. um úrlausn vandamála Reykjavíkur- bæjar eru ýmist skaðlegar, spor í öfuga átt, eða svo fánýtar, a5 þær myndu að engu raunhæfu gagni koma. Því miður gefst ekkí kostur að þessu sinni að ræða hina alhliða lausn vandamálanna. En það er óhætt að fullyrða, aS hún verður ekki fundin, nema því aðeins, að komist verði fyrir raet- ur meinsemdanna, sem eru orsök þeirra. Hvað snertir málefni bæjanna út. af fyrir sig, má taka það fram, að vjer erum frumbýlingar í landl voru sem bæjarbúar. Skipun þeirra mála er enn ófullkomin og vantar fastan grundvöll. Þanu grundvöll þarf að leggja sem fyrst m. a. með víðtækri nýrri löggjöf. Yona jeg að mjer gefist, áðui1 en langt um líður, tækifæri á að taka málefni Reykjavíkur til nán- ari meðferðar, en hjer hefir verið kostur á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.