Morgunblaðið - 21.08.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.1940, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. ágúst 194® iiiiiimimmimmiiimiimiiiiimiiiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiirliiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiimiiiiimiimimiimiiiiiiMiiiimimi. h Falleg útiföt Nýtískn dragt, smáköflótt, ineö feldu pilsi, sem fer ungum stúlk- um einkar vel. Hásumarskápa yfir ljettan sum- | arkjól. Fallegt er að fóðra kápuna || með sama efni og er í kjólnum. GRÆNMETIÐ! Rfetlir úr spinati Eríiðleikarnir með garðana Er ekki erfitt að varðveita mat- jurtagarðana gegn sýkingu í tíðarfarinu, sem hjer hefir verið í sumar?, spyrðum vjer Matthías Ásgeirsson garðyrkjuráðunaut Reykjavíkur í gær. — Jú, það er mjög erfitt, svar- ■ar Matthías, enda eru talsverð brögð að sýkingu — myglu og stöngulsýki — í kartöflugörðuu- um. — Er nokkuð við þessu að gera, úr því sem komið er? — \'ið stöngulsýkinni er ekkerí að gera, annað en að uppræta hina sjúku jurt og sjá um, aÖ taka ekki útsæði frá henni. Við myglunni er ráðið altaf hið sama, að sprauta — sprauta. Þó áliðið sje, ættu þeir, sem enn eiga ó- sýkta garða, að sprauta þá, því að með því eina móti geta þeir verið öruggir með að varðveita þá gegn sýkingu. Sprautun þýðir hinsvegar ekki á þá garða, sem þegar eru mjög sýktir. Við þá er ekki annað að gera en að taka upp kartöflurnar. Rjett er að láta þá standa ca. hálfan mánuð áður en upp er tekið. -— En rófurnar og kálplönt- urnar ? — Þeir, sem smágarða hafa, aettu að vökva þá með varnar- lyfi einu sinni ennþá. Það ver þá betur gegn kvillum. N$ maíreiðslubók Matreiðslubók eftir ungfrú Helgu Thorlaeius er nýkom- in á markaðinn. Eru þar fjölda margar uppskriftir og mjög að- gengilegar. Bjarni Bjarnason læknir hefir skrifað formálann og kemst m. a. svo að orði: „Bókin verður að því leyti brautryðjandi, að hún kenn- ir þeim, sem hana lesa, að nota íslenskar nytjajurtir meira en tíðkast hefir, bæði með því að blanda þeim öðrum fæðutegund- um og búa til iir þeim sjálfstæða rjetti og drykki“. Bókin skiftist niður í þessa kafla: Jnngangur, Mjólkurmatur •og súpur, 'Grænmetísmauk og jafn- íngur, Fiskrjettir, Kjötrjettir, ýúniskonar, Búðingur, Ýmsir rjett- ir úr innmat úr kálfum og lömb- um, Eggjarjettir, Sósur, Salöt, Salatsósur, Kaldir rjettir, Ábæt- isrjettir og Drykkir. Af þessu má sjá, að hjer kenn- ir margra grasa. TJm 250 uppskrifl ír eru í bókinni og brotið mjög handhægt. X'tgefandi bókarinnar «r h.f. Leiftur. HásráO Sinnep er oftast hrært upp rmeð vatni, en ef á að bera það fram með reyktu svínakjöti eða bamborgarahrygg er sjálf- sagt að hræra það upp með «diki og ósköp litlu af sykri. NOTIÐ Spínatsúpa með eggjarauðum. 125 gr. spínatblöð, 1X4 1. kjötsoð, 2 harðsoðn- ar eggjarauður. Kjötsoðið verður að vera sterkt. Það er hitað og salt og pipar látið í það eftir smekk. Sje ekki kjötsoð fyrir hendi má nota grænmetissoð eða vatn sem kjötkraftur er látinn í. Spínatblöðin eru þvegin, skor in í mjóar ræmur ,sett í súpu- skál, sem áður er hituð. Harð- soðnu eggjarauðurnar eru muldar gegnum gatasigti yfir spínatið. Síðast er sjóðandi kjöt soðinu helt í gegnum sigtið. Ef vill má saxa eggjahvít- una og láta saman við súpuna. í staðinn fyrir spínat má nota grænkál, njóla eða salat en það er ekki eins gott. Niðursoðið spínat. Nýupptekið óskemt spínat er þvegið úr köldu vatni, látið á gatasigti sem sett er ofan í sjóðandi vatn í 1 mín. Kalt vatn látið renna yfir blöðin, og spínatblöðunum raðað á hrein- an línklút. Þannig er farið með alt spínatið. Saxað 1 sinni í soðinni söxunarvjel, þó er það ekki nauðsynlegt, það verður að gera það viðstöðulaust, því það má ekki standa neitt í vjel- inni. Spínatið saltað eftir smekk og látið með silfurskeið ofan í vel hrcinsuð niðursuðu- glös. Ofurlitlu af spínatsoði er helt yfir spínatið, glösunum lokað og soðin í 1 klst. Látið bíða í 24 klst. þá soðin aftur í 25 mín., í bæði skiftin við 100°. Þetta spínat er notað í súpur, jafninga og að öllu leyti eins og nýtt. Spínatfiskbúðingur. X4 kg. spínat, X4 kg. j fiskdeig. Spínatið er þvegið og soðið í 2 mín. í gufu, eða í eina mín. í saltvatni, vatnið sígi vel af því. Helmingurinn af fiskdeig-i inu er látið í smurt mót, þar á er spínatinu jafnað, og mótið fvlt með því, sem eftir er af fiskdeiginu. Mótið soðið í vatni eða bakað í ofni í l/z klst. Spín- atfiskbúðingurinn er borðaður með soðnum kartöflum og bræddu smjöri. Líka má hafa helmingi minna af spínati og búa til jafn ing úr nokkru af því. Spínat með reyktum laxí. 750 gr. spínat, vatn og salt, 250—300 gr. reykt- ur lax, 100 gr. smjör, 4 egg. Spínatið hreinsað og sett of- an í vatn sem sýður, með salti, soðið í 2 mín. Tekið upp á gata sigti og vatnið látið renna vel af því. Búðingsmót eða köku- mót er smurt með smjöri. 1 það er spínatblöðunum raðað, þann- ig að gerðar eru í það fjórar holur og í hverja holu er sett 1 hrátt egg, ofan á er svo rað- að lax-sneiðunum. Smjörbitar settir hjer og þar og mótið sett inn í heitan bakarofn og bakað þangað til eggin eru hlaupin saman. Borðað til miðdegis- eða kvöldverðar. Spínatjafningur, hveitilaus. 1X4 kg. spínat, 50 gr. smjör, sykur og salt. Spínatið er þvegið, sett í pott með engu vatnþ soðið í 3 mín. Helt á gatasigti svo alt vatn sígi vel úr því, nuddað gegnum sigti niður í pottinn, hitað. Smjör, salt og sykur er látið út í. Spínatið er borðað með soðnum eða steikt-v.m fiski, eða sem sjálfstæður rjettur með sonðum kartöflum. Helga Sigurðardóttir. í stað þess að uota glasúr á kök- ur nú í sykurleysinu er ágætt ráð að setja eina eða tvær súkkulaði- plötur ofan á kökuna um leið og hún er tekin út úr ofninum og breiða svo úr því eftir því sem það linast upp. Súkkulaðið geym- ist ekki vel þannig, svo kakau verður helst að borðast ný. Þvottur á ultartaui að verður að þvo ullart?«* mjög varlega, ef það á að halda lögun og lit. Við þvott á hvítri ullarblússu með mislitum. útsaum er best að haga sjer þann- ig: Dýfið einu horninu ofan í kalt vatn og vindið innan í hvítu. stykki, til þess að vita, hvort hún litar frá sjer. Þó hún liti frá sjer, er hægt að þvo hana, en það verð ur að gerast rösklega. Takið fyrsfc fram, það sem með þarf, en það er þvottaefni, handklæði, helst úr frotté, edik og glycerín. Fyrst er blússunni dyfið í kalfc vatn. Þvínæst í vatn, þar sem þvottaefnið hefir verið uppleyst, sem þarf líka að vera kalt. Reyn- ið að halda sama hita á ölluin vötnunum. Heitara en 25° Celsíus má það ekki vera, því þá gulnar hvíti liturinn og randirnar smita. Kreistið blússuna vel úr sápu- vatninu, en nuddið ekki efninu saman. Heldur ekki má nudda bletti, heldur verður að taka sápu löður með hendinni og nudda með henni þangað til bletturinn hverf- ur. Þegar blússan er orðin hrein er hún skoluð úr köldu vatni með dá- litlu ediki í. Það skerpir litina og hindrar hvíta litinn í að gulna. Edikslyktin hverfur eftir að nokkrum sinnum hefir verið skol- að úr köldu vatni. Ef þjer verðið þess áskynja, að efnið hlaupi, er sett ein teskeið af glycerini í síðasta skolvatnið. Glycerinið gerir efnið mjúkt og teygjanlegt aftur. Kreistið vatn- ið varlega úr og breiðið úr blúss- unni og leggið hana svo sljetta milli tveggja handklæða, vefjið því svo saman og, vindið vatnið úr. Látið ekki blússuna liggja innan í handklæðunum, en hengið hana strax upp. Blússan er strok- in á röngunni á meðan hún er lít- ilsháttar deig. Það er hægt -að þvo öll þunn ullar- og silkiefni á þennan hátt. Meðferð á prjóni f meðferð á prjóni er ekki ^ góð, þegar er verið að setja það saman, getur það eyðilagt allan heildarsvip. Teknar upp lykkjur. Þegar lykkjur eru teknar upp, t. d. í hálsmáli til þess að prjóna kraga eða líningar, er best að gera það þannig: Takið fínni prjóna en flíkin er prjónuð með, takið lykkjurnar upp og prjónið um leið, þá eru umskiftin næstum ó- sýnileg. Pressun. Áður en flíkin er saumuð saman, þarf að pressa hvert stykki. Járnið má ekki vera of heitt. Það má aldrei setja jám,- ið á prjónið, heldur hafa deigt stykki ofan á, sem er lagt á röng- una. Það má ekki pressa flíkur, sem hafa rjettar og rangar lykkjur á víxl. Það tekur alla teygju úr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.