Morgunblaðið - 03.09.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. sept. 1940, I dag er ár liðið fró þwi að Bretar og Frakkar sðgða i Þjóðverfum stvið á hendur. I gœr notuðu Þjóðverjar Stórar herflutningaflug- vjelar í loftársum á London Varnir Shetlandseyja Dað var tilkynt í London í gær, að Shetlandseyjar hefðu verið víggirtar og væru við því búnar að hrinda öll- um árásum, sem á þær kynnu að verða gerðar. Herflutningar Þjóð- verja um Rotterdam PJÓÐVERJAR hófu í gær notkun 4 hreyfla herflutningaflugvjela, sem eru betur bryn- varðar en aðrar flugvjelar, í loftárásum sín- um á England. En að öðru leyti leið hinn síðasti dagur hins fyrsta árs Breta í stríðinu á sama hátt og aðrir und- anfarnir dagar, með þýskum flugvjelum öskrandi yfir Suður-Englandi og London og breskum flugvjelum yfir borgum í Þýskalandi og Italíu. Fregnir bárust frá Rotterdam, um að þýskar her- sveitir hefðu farið um borgina í gær. í London leggja menn ekki trúnað á, að hjer sje um að ræða undirbúning undir yfirvofandi árás á England. Sú skoðun var látin í ljós í London í gærkveldi að her- sveitirnar hafi átt að vekja ótta Hpllendinga, svo að þeir legðu ta,umhald á andúð sína gegn Þjóðverjum. ÓLAG Á HERNAÐARÁÆTLUNINNI Reuter-frjettastofan skýrir frá því, að málsmetandi Þjóð- verji hafi farið til firma nokkurs í Istambul og viljað semja við firmað um aukna samvinnu við þýsk firmu, en þegar hon- um varð ekki ágengt, hjelt hann á burt í bræði og ljet þau orð falla að skilnaði, að hann ætlaði að koma aftur eftir hálfan mánuð, þegar Hitler væri komin til London. En frá því þessi atburður gerðist eru liðnar þrjár vikur, símar frjetta- ritari Reuters í Istambul. Yfirleitt virðist sú skoðun vera að festa rætur víða um heim (segir í fregn frá Landon), að eitthvert ólag sje komið á hernaðaráætlun Þjóðverja. LOFTÁRÁSIRNAR Samt sem áður hjeldu þýskar flugvjelar uppi látlaus- um loftárásum á England frá því' laust eftir kl. 8 í morgun og fram á nótt. I gærkvöldi sögðust Þjóðverj- ar vera búnir að skjóta niður 86 breskar flugvjelar yfir daginn og missa sjálfir 23. Bretar sögðust í gær- kvöldi hafa skotið niður 43 flugvjelar og og mist sjálf- ir 13 yfir daginn. í; fyrradag segjast Þjóðverjar hafa skotið niður 62 ensk- ar flugvjelar og mist sjálfir 9. En Bretar segjast hafa eyði- lagt 63 þýskar flugvjelar í fyrradag og mist 16. Þýsku flugvjelarnar komu í gær 1 stórum hópum, frá 150— 250 saman, og flugu inn yfir Kent-ströndina og Themsár- mynni. í flestum tilfellum voru orustuflugvjelarnar helmingi fleiri en sprengjuflugvjelarn- ár í hverjum hóp. í farar- broddi fyrir sprengjuflugvjel- unum fóru stórar 4 hreyfla herflutningaflugvjelar. í tilkynningum Breta er get- ið um aðeins lítið tjón á versl- unarhúsum og íbúðarhúsum, á einum stað eyðilagðist bifreiða géymsla og á nokkrum stöðum varð manntjón. Úm miðjan dag í gær flaug meiri flugvjelastyrkur en dæmi eru til áður inn yfir Themsár-mynni, en síðan dreifðu flugvjelarnar sjer í norður og suður. En engar til- PRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Hitler er I Berlin Ribbentrop fór á fund * ú/11 Hitlers í ríkiakanslara- höllina til að gefa honum skýrslu, strax eftir komu sína til Berlín frá Vínarborg. Skeyti hafa farið á milli von Ribbentrop og Ciano greifá, eftir komu Cianos til Ítalíu, og láta báðir í ljós ánægju sína yfir því samstarfi, sem leitt hafi „til lausnar binna mikilvægu mála Dónárríkjanna“. í gær tok Hitler, í viðurvist von Ribbentrop, á móti sendíberr- um Spánverja og Portúgala, sem báðir hafa nýlega verið skipaðir í stöður sínar, í ríkiskanslaraböll- inni í Berlín. Skípí með 320 börntím sökt Bðrnin bjðrguðust Skípíð var á leíð tíl Kanada Oregn barst frá London í fyrra- dag, um að þýskur kafbátur hefði sökt bresku skipi, sem var á leiðinni með 320 börn frá Eng- landi til Kanada. Það tókst að bjarga öllum börnunum og komu þau til hafnar á Bretlandseyjum í fyrrakvöld. í gær voru þau látin hvíla sig eftir sjóvolkið, en í dag verða þau send heim til foreldra sinna.. Þau verða síðan látin ákveðá, hvort þau vilja senda börn sín aftur af stað vestur um baf. Sjálf eru börnin hughraust og er til marks um það, segir í fregn frá London, að börnin sungu ætt- jarðarsöngva í björgunarbátunum, á leið út í skipin sem komn á vettvang. Á skipinu, sem sökt var, var einn björgunarbátur fyrir hver 15 börn. í Þýskálandi er því lýst yfir, að þar sje ekkert vitað um þenn- an atburð. Þjóðverjar telja fregn- ina tortryggilega, þar sem Bret- ar hafi hvorki nefnt nafn skips- ins nje hvar því var sökt. Þeir segja að fregnin sje aug- sýnilega ,fyrir amerískan mark- að“. Þeir líkja fregninni við það, er Átberiíu var sökt, en segja að glæpur Churchills sje stærri að þessu sinni, þar sem hjer hafi- fórnarlömb hans verið saklaus börn. Breskar flugvjel- ar yfir Sviss Flugvjelar, sem talið er að hafi verið breskar (á leið til ít- alíu), flugu yfir Sviss í fyrrinótt. í Genf voru gefin loftvarnamerki þrisvar sinnum um nóttina. ítölsk blöð gera mikið veður út af þessu og segja, að Bretar sjeu með „hinum ítrekuðu blutleysis- brotum sínum“, að reyria að draga Svislendinga inn í styrjöldina. Segja blöðin að Svisslendingar sjeu nú sjálfir farnir að opna aug- un fyrir þeirri hættu, sem Bretar sjeu að stofna þeim í. Cngverskuf her ier inn í Transylvaníu ; ---- Þrem dogum fyrir tilsetlan tíma FREGNIR frá London herma, að Ungverjar hafi farið á þremur stöðum yfir landamærin inn í Transylvaníu í gær, þrátt fyrir að sam* komulag hefði orðið innan sjerstaklega skipaðrar ung- versk-rúmenskrar nefndar um að Ungverjar skyldu ekki fara inn í hjeraðið fyr en á fimtudaginn. En í Budapest er sú skýring gefin, að ungverski her- inn hafi ekki getað setið hjá á meðan menn af ungversku þjóðerni sættu ofsóknum í Rúmeníu. Samkomulag það, sem ungversk-rúmenska nefndin bafði gert með sjer, var, að Ungverjar skyldu byrja að leggja undir sig Transylvaníu, eða þann hluta bennar, sem þeir eiga að fá þ. 5. september, og bafa lokið því þ. 13. september. Danir senda Færeyiugum kveð)u Þingið í Eæreyjum kemur sam- an í dag. Samkvæmt fregn frá Kaup- mannahöfn mun Poul Niclasen þingmaður, sem staddur var í Danmörku þegar innrásin var gerð, flytja kveðju frá ríkisstjórn Dana og danska þinginu til Fær- eyinga í danska útvarpið í kvöld. Orka frá Noregi til Þýskalands O kipuð hefir verið nefnd í Noregi, sem á að rann- saka möguleikana á aukinni hagnýtingu vatnsorkunnar í landinu, m. a. með það fyrir augum, að geta flutt út orku til Þýskalands. LOFTÁRÁSIR Á FRAKKLANDSSTRÖND Seint í gærkvöldi beyrðust öiiklar drunur handan frá Frakklandi á suðurstrÖnd Eng- lands. Álitið er að breskar flugvjelar hafi verið að gera loftárás á byssustæði Þjóðverja á Frakk- landsströnd. NlU LÖGREGLU- ÞJÓNAR DREPNIR En stöðugar fregnir hafa verið að berast um ókyrð í Transylvaníu, mótmælagöng- ur bænda, borgarafundi og hollustu rúmenska hersins við bændurna. Níu rúmenskir lög- regluþjónar eru sagðir hafa verið drepnir, er árekstur varð í einni borg á landamærum Rúmeníu og Ungverjalands. I Kronstadt komu um 10 þús. þændur saman til að mót mæla áfsalinu á Norður-Sieþen burgen. Eitt rúmenskt blað, sem áður hefir verið þekkt að fylgi við nasista, hvetur til þess að .draga þá menp til ábyrgðar, sem ljetu bugast, áður en svo mikið sem einu skoti var hleypt hleypt af. ÓEIRÐIR I BUKAREST I Búkarest urðu nokkrar óeirðir á laugardag og sunnudag, en í gær var þar vopnuð lögregla á götunum og brynvarðar bifreiðar fóru um borgina. Rúmenski innanríkismálaráð- herrann hefir hvatt rúmensku þjóð ina til að h jálpa til við fram- kvæmd Yínarsamningsins og lýst yfir því að allur mótþrói muni vægðarlaust verða brotinn 4 bak aftur. 281 maður hefir verið tekinn í varðhald, þ. á. m. 2 kunnir járn- varðarliðsf oring jar. Fimm hundruð almenningsbif- reiðar fóru frá Búkarest í gær, til að sækja opinbera starfsmenn á svæðinu, sem látið hefir verið af hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.