Morgunblaðið - 03.09.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1940, Blaðsíða 4
I • BRJEF • | „Foringjar Frakklands brugðust landi sinu á hættustund" Herra ritstjóri! orgunblaðið 28. ágúst birtir ! grein eina með þessari fyr- irsögn. Höfundurinn er amerísk- ur blaðamaður, Ralph Delahaye Paine Jr., sem sagt er, að dvalið hafi í Frakklandi meðan á ófriðn- um stóð, og fylgst með flótta- mannastraumnum frá París til Tours, og síðar til Bordeaux. — Grein þessi lítur helst út fyrir -að vera skrifuð fyrir “Berlínarút- varpið, og er auk yfirborðs- .kendra skýringa á tildrögunum til ósigurs Frakklands full af ■villandi lýsingum á þeim atburð- um, er gerðust þar hinn örlaga- ríka júnímánuð. Meðal annars virðist það til- gangur höfundarins að telja les- «ndum sínum trú um, að franska þjóðin hafi lagt á flótta án þess uð vita hvers vegna, og auðvit- að alveg að ástæðulausu, þar sem „við heyrðum ekki neinar sögur af hro'ttaskap Þjóðvrerja“. Osennilegt er það mjög, að blaðamaður, er dvaldi’ í Frakk- landi þenna tíma, hafi aldrei átt tal við neina þá, er voru á flótta frá skeífingum þeim, er áttu sjer stað í nánd við vígstöðvarnar, sem, eins og allir vita, færðust með degi hverjum lengra suður á bóginn. En hitt er gersamlega óhugsanlegt, að hann hafi komist hjá að virða fyrir sjer útlit bif- reiðanna, sem í endalausum þvög um, dag og nótt, vikum saman, óku um vegina á leið til Suður- Frakklands. Flestar þessara bif- reiða báru greinileg merki þess að hafa orðið fyrir hörðum árás- um frá vjelbyssum hinna þýsku flugkappa, og enginn gat efast um, hver var ástæðan til flótta þess fólks, er í þeim sat, eða hinna, er fengu að hanga utan á þeim. — Þess skal getið, að sams konar árásir voru gerðar ura meiri hluta Frakklands, og vav vegurinn milli Parísar og Tours þar engin undantekning. Dag og uótt fluttu óendanlegar lestir vagna særða hermenn frá víg- stöðvunum fyrir norðan París til Tours, eftir að París var tekin «g bardagarnir hófust um Tou- raine og aðra staði í Mið-Frakk- landi. Tók Bordeaux við ógrynn- um særðra hermanna og borgara. frá þessum orustusvæðum, og þá sá höfundur greinarinnar og þeir, sem með honum voru, „svo að segja ekki særða hermenn, og var þetta skýrt með hinni hröðu framrás Þjóðverja“. Fullyrðingar þessa merkilega sjóndapra manns um, að aðeins hernaðarlega þýðingarmiklir stað ir væru ofsóttir, eru jafn tilhæfu- lausar og það, sem á undan er talið. Við, sem vorum í Borde- aux er borg þessi varð fyrir heiftarlegum loftárásum, vitum, að þar var eingöngu varpað sprengjum á íbúðahverfi, troðfull af flóttafólki, aðallega konum og börnum. I lok greinarinnar er lýsing á ástandinu í Bayonne. Franskir hermenn köstuðu sjer niður, er gerð var loftárás á borgina, og urðu þar við hlægilegir. í augum hverra? Jeg var ásamt konu minni og barni á meðal þeirra, er biðu í Bayonne þann 21. júní, og á erfitt með að skilja, að nokkr- um þeirra, er þar voru staddir, hafi komið hlægilega fyrir sjónir, að fólk kastaði sjer niður, er sprengjum var varpað. Við höfð- um öll komist í kynni við stríð- ið, og vissum auk þess, að her- menn, sem nýkomnir voru frá vígstöðvunum, gera þetta ósjálf- rátt. Jeg vil með þessum dæmum reyna að sýna fram á, hve fullar blekkingar slíkar greinar geta ver- ið, og af hversu mikilli fyrirlitn- ingu á mannlegum hörmungum þær eru skrifaðar. Herra Ralph Delahaye Paine Jr. lætur skil.jast í byrjun greinarinnar, að hann hafi vitað, hvernig fara myndi fyrir Frakklandi í stríðinu, áður en almenningi varð það ljóst, Eftir frásögn hans að dæma, er eklti ástæðulaust að láta sjer detta í hug, að hann hafi verið einn þeirra fvrirhyggjnsömu manna, er brugðu sjer yfir landa- mæri Spánar nokkru áður en hættan varð of alvarleg í Frakk- landi. Þorvaldur Skúlason. Hárkambar — Hðrspennur Nýasta tíska frá New York. MIKIÐ ÚRVAL. K. Einarsson & Björnsson Reykjavík - Akureyri IHraðierðir alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. sept. 1940. Signor Bocchini, Himmler M ussolinis Eftir Eugene Lemmhoff A Ilur heimurinn kannast við •*-*- Herr Himmler Þýskalands, sem flestir hræðast þar. Lítið er þó minst Signor Arthuro Boce- hini Itala, sem hefir samsvarandi stöðu í Róm, og fólk þar hræðisi: jafnmikið. Munurinn á þeim er sá, að Himmler leyfir að dr. Göbb els noti verk hans og Gestapo í áróðursskyni, en Bocchini aftur á móti álítur, að fyrst og fremst1 sje verkefni leynilögreglu hans að vinna leynjlega. Signor Bocchini er feitur, lítill maður og brosandi andlit hans hylur kaldlyndan og grimman mann. Bocchini er miskunnarlaus og öflugur skipulagningarmaður og hann hefir gert Gestapo ítala eða 0. V. R. A. (Organisazione Vigil- ansa Repressione Antifascismo) að öflugu vopni í höndum fastcista- stjórnarinnar. Hið mikla vald þess jafnast fyllilega á við Gesta- po Þýskalands. Yfirmaður 0. V. R. A. fer snemma á fætur. Á hverjum morgni má sjá undirhöku hans fyrir ofan skrifborð hans í Pal- azzo Venezia. Fyrsta verk hans er að gefa II Duce skýrslu um allar leynilegar upplýsingar, sein umboðsmenn hans hafa komist yfir síðustu 24 klukkutímana, hæði mikilvægar og aðrar. Mussolini elskar að heyra um sína menn, bæði það sem skeður opinberlega og einkamál þeirra. Þær gefa hon um efnisríkt en þó oft rangfært yfirlit. Ekkert er dulið fyrir I Bocchini, hvorki í Ítalíu eða er- lendis. Hann hefir þúsundir njósn ara í hverri stjett mannfjelags- ins, í hverri iðngrein og hverjum fjelagsskap. Njósnir og her voru frá byrjun mikilvægur þáttur í stjórn fascista og Bocchini liefir komið hreinasta snildarbrag á skipulagningu þessara mála. Á síðustu árum hefir hann oft farið í heimsóknir til Þýskalands og hnuplað ýmsu frá skipulagningu Gestapo. Aftur á móti hefir Himmler, vinur hans, fúslega ját- að, að njósnarakerfi Bocchinis hafi verið fyrirmynd að mörgum endurbótum á leyniþjónustu Þjóð- verja. Jafnframt því að setja alt sitt traust á yfirmann lögreglunnar, sem er ábyrgur á persónulegu ör- yggi 11 Duce og stjórnar hans, á- lítur Mussolini hann einnig sem einn af helstu leiðbeinendum sín- um. Þegar Bocchini hefir gefið morgunskýrslur sínar, biður Mussolini hann um stjórnmála- legar leiðbeiningar. Það er oft sagt, að hann hafi nreiri áhrif á Mussolini heldur en flestir ráð- herrar hans og herforingjar, og að ráð hans beri ábyrgð á inn- rás Mussolinis í Abyssiníu og hinu þegjandi samþykki á undir- okun Tjekkóslóvakíu. Vei þeim ítala, sem er grunað- ur um að vera ekki 100% fascisti eða í samhandi við antifascistisk- ar hreyfingar. Hvern þann mann fer Bocchini vægðarlaust með eins og persónulegan óvin sinn. Bocchini hefir verið við starfa sinn í 14 ár. Endurskipulagning ítölsku lögreglunar var falin hon- um á hendur 1926, eftir að nokkr- ar mishepnaðar tilraunir til þess að ná lífi Mussolinís höfðu, verið gerðar. — Þetta verk hefir hon- um tekist til fullnustu. Hann seg- ir við blaðamenn og það má sjá slægðina í augum hans: „Leyni- lögreglan mín er sú besta í heimi, en segið engum frá því!“ Það er staðreynd, að hver ítalskur borg- ari er undir eftirliti alt sitt líf. Ef þrjár manneskjur sitja saman á kaffihúsi, er ein þeirra áreið- anléga starfsmaður O. V. R. A. Þessvegna er það hreinasta brjál- æði að láta í ljósi nokkrar skoð- anir á móti fascisma. Meira að Segja að hvísla gagnrýni er mjög hættulegt, því það eru miklir möguleikar á, að sá sem hlustar sje í þjónustu Bocchinis. Mikill hluti þjóðarinnar var algerlega mótfallinn að fara í stríð með Ilitler. Eftir herferð ítala til Abyssiníu urðu margir Italir, þrátt fyrir að öðru sje haldið á lofti, friðarsinnaðir og mundu hafa viljað berjast með Banda- mönnum, ef þeir hefðu verið til- neyddir að fara í stríð. Viku áður en ítalir sögðu Bretum og Frökk- um stríð á hendur hafði 0. V. R. A. meira að gera en venjulega. Itölsku fangelsin voru troðin með föngum, sem höfðu tilhneigingar til friðar eða að berjast með Bandamönnum. Margir háttsettir menn í fas- cistaflokknum hafa á seinni, árum haft ástæðu til þess að sjá eftir því, sem þeir hafa látið sjer um munn fara, en það hefir gert það að verkum, að þeir hafa komist á lista sem „óáreiðanlegar persón- ur“. Bocchini hefir eins og Himmler „hreinsað“ flokkinn. Þótt hann hafi ekki farið að dæmí Þjóðverja með St. Barthomoleus- kvöld, er hann þó sá, sem ber á- byrgðina á hvarfi margra fas- cista úr opinberu lífi, sem hafa notið helst til mikillar hylli. Koma nöfn þeirra fram á fanga- listum, á skrám vitfirringahæla eða meðal þeirra, sem eru í út- legð á Liparieyjunum. Jörð til sölu. Fitjar á Miðnesi (við Sandgerðil eru til sölu nú þegar, með áhöfn. og heyjum ef óskað er. Upplýs- ingar í síma 1950 og hjá eiganda jarðarinnar Árna Bjarnarsyni, Fitjum. Símar 1540, þrjár línur. • Góðir bílar. ------- Fljót afgreiðsla. Auglýsing um kenslu og einkaskóla. Berklavarnarlögin mæla þannig fyrir, samkvæmt 9. gr. þeirra: „Enginn, sem hefir smitandi berklaveiki, má fást við kenslu í skólum, heimiliskenslu nje einkakenslu. Engan nemanda með smitandi berklaveiki má taka í skóla, til kenslu á heimili eða til einkakenslu. Engan nemanda má taka til kenslu á heimili, þar sem sjúklingur með smitandi berklaveiki dvelur“. Allir þeir, sem stunda ætla kenslu á komanda hausti og vetri, eru því beðnir um að senda tilskilin vottorð fyrir sig og nemendur sína á skrifstofu mína, hið allra fyrsta, og mega þau ekki vera eldri en mánaðar gömul. Þá er ennfremur svo fyrirmælt í ofangreindum lögum: „Enginn má halda einkaskóla, nema hann hafi til þess skriflegt leyfi lögreglustjóra, og skal það leyfi eigi veitt, nema hjeraðslæknir telji húsnæði og aðbúnað fullnægja heilbrigðiskröfum, enda liggi fyrir tilskilin læknisvottorð um að hvorki kennari eða aðrir á heimilinu nje neinn nem- endanna sjeu haldnir smitandi berklaveiki“. Þeir sem hafa í hyggju að halda einkaskóla, eru því ámintir um að senda umsóknir sínar til lögreglustjórans í Reykjavík hið allra fyrsta, ásamt tilskildum vottorðum. Það skal tekið fram, að þetta gildir einnig um þá einkaskóla, smáa sem stóra, er áður hafa starfað í bænum. IJmsóknir um slíka einkaskóla utan lögsagnarumdæm- is Reykjavíkur, en innan takmarka læknishjeraðsins, má senda á skrifstofu mína. Hjeraðslæknirinn í Reykjavík, 2. september 1940. MAGNÚS PJETURSSON. B.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.