Morgunblaðið - 03.09.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.09.1940, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. sept. 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 — r Tveir Islendingar fluttir sem fangar til Englands Skýrsla um leynistöðva- málið væntanleg í dag B RESKU hernaðaryfirvöldin hjer hafa ákveðið að senda tvo íslendinga sem fanga til Eng- lands og hafa þá í haldi þar til ófriðnum lýkur. Menn þessir érn þeir Sigurður Finnbogason rafvirkjanemí á Ei- ríksgötu 27 og Þórhallur Pálsson útvarpsvirki frá Akureyri. Báðir þessir menn hafa, sem kunnugt er, verið handteknir í sam- handi við leynilegar stuttbylgjustöðvar. Þeir munu nú vera komnir, eða vera á leiðínni til Englands. Vðrður um járnbrautir Englands 200.000 járnbrautarstarfsmenn liafa gerst sjálfboðaliðar í heimavarnaliðinu breska. Þessir járnbrautarmepjtt halda dag og nótt vörð um allar járnbrautarlínur Englands, sem eru sam- tals 20.000 mílur á lengd. — Á myndinni sjest einn þessara 200.000 sjálfboðaliða á verði. Bræðslusíldin 1200 þús. mál- tiin iiiciri en í fyrra Saltsfldin 80 þúsund tunnur »Tryggvi gamli“ hæstur SAMKVÆMT skýrslu Fiskifjelagsins nam allur bræðslusíldaraflinn s.l. laugardag (31. ágúst) 2.345.221 hektólítra; var 1.145.372 hl. um sama leyti í fyrra og 1.490.671 hl. um sama leyti árið 1938. Saltsíldin var s.F. laugardag 80.323 tn., en 215.410 tn. um sama leyti í fyrra og 271.584 tn. árið 1938. Saltsíldin skiftist nú þannig í flokka: Venjuleg saltsíld 411 tn., sjerverkuð saltsíld 54.653, matjessíld 20.473, kryddsíld 869, sykursíld 1671, sjerverkuð síld 2247. , Aflahæsta skipið í flotanum er Tryggvi gamli með 26.416 mál og 207 tn. í salt. Næstur er Garðar með 25.364 mál og 139 tn. — Af línuveiðurum er ólafur Bjarnason hæstur með 22.150 mál (155 tn. í salt) og af vjelbátum Dagný með 16.482 mál (104 tn. í salt). Aðstandendum piltanna hefir verið tilkynt þessi ráðstöfun fyrir nokkru. Að svo stöddu getur blaðið ekki sagt neitt frekar um þetta mál, en yfirmaður npplýsingadeildar breska hersins hjer á landi hefir kvatt blaðamenn á sinn fund kl. 11 í dag til að gefa skýrslu um málið. Kemur þá væntanlega í ljós hvaða sakir Bretar hafa á hendur þessum mönnum. Sigurður Finnbogason var hand tekinn 12. ágúst s.l., en Þórhall- ur var handtekinn á Akureyri nokkrum dögnm síðar. Hafa þeir háðir verið hafðir í haldi hjer í bænum síðan og rannsókn farið fram í máli þeirra. DJðpavfknrverk- smiðjan bstt bræOslu Bræðslu lauk í Djúpavíkur- verksmiðjunni í gærkveldi og þar með vinslutíma, símar frjettaritari vor á Djúpuvík. Alls hefir verið unnið úr 188 þús. málum og starfaði verk- smiðjan 47 daga. Síld var land- að hvern einasta dag allan starfstímann og bræðsla stöðv- aðist aldrei að undanskildum einum degi. Vinslan gekk yfir- leitt vel. Lýsi hefir aldrei verið jafnmikið á Djúpuvík miðað við síldarmagn, enda var meðal fitumagn síldarinnar yfir allan tímann 21%. Saltaðar voru rúmlega 1600 tunnur. Starfsfólk verksmiðjunnar að sunnan mun fara heimleiðis með Súðinni n. k. miðvikudag. HJALTEYRI: Þar lönduðu í gær og fyrra- dag þessi skip: Sjóborg 11000 mál, Kitty- wake 461, Sandoy 165, Simoy 543, Yvonna 1293, Ekliptika 760, Nordfaret 518, Utver 615, Cementa 381 og Thurid 188. Hitaveitudeilan Samkomu- lag náðist i gær Samkomulag varð í gær í deilunni milli Höjgaard & Schultz og Dagsbrúnar, við- víkjandi flutningi verkamanna til vinnunnar utan bæjar. Deiluaðilar undirrituðu í gær framhaldssamning um deiluat- riðið og er sá samningur svo- hljóðandi: Firmað Höjgaard & Schultz A/S og Verkamannafjelagið Dagsbrún í Reykjavík gjöra hjermeð, í sambandi við verka- mannavinnu við hitaveitu Reykjavíkur, svofeldan fram- haldssamning viðvíkjandi brott- farartíma bifreiða þeirra, sem flytja verkamenn til vinnnu á morgnana frá geymlsuplássi Höjgaard & Schultz A/S við Flókagötu hjer í bænum. Tímaákvarðanir þær, er sett- ar eru í brjefi Höjgaard & Schultz A/S til Verkamannafje- lagsins Dagsbrún, dags. 27. nóv. síðastl., sjeu fluttar um fimm mínútur til baka t. d. þannig, að 25 mín. verði 30 mín., þó að því áskildu að verka mennirnir samþykki þessa breyt ingu, og skulu trúnaðarmenn verkamanna á vinnustöðunum leita samþykkis verkamanna í því efni. Að svo miklu leyti sem verka- menn ekki veita samþykki sitt til ofangreindra breytinga á fyr- greindum tímaákvörðunum skulu þær standa óbreyttar. Samningur þessi er gjörður í tveimur samhljóða eintökum og heldur hvor aðilji sínu eintaki. Reykjavík 2. sept. 1940. F.h. V.M.F. „Dagsbrún", Sigurður Halldórsson. Guðm. R, Oddsson. pr. Höjgaard & Schultz A/S Kay Langvad. Slys í Biskups- tungum Dað slys vildi til í Biskups- tungum, skamt frá Brautar- holti s.l. sunnudag, að ríðandi manni og bíl lenti saman og slas- aðist bæði hesturinn og maðurinn nokkuð. Maðurinn á hestinum var Stefán Árnason á Syðri-Reykjum. í gær var talið að drepa þyrfti hestinn vegna meiðsla. LOgreglurannsðkn á skothríDinni í Vesturbænum T3 annsóknarlögreglan hefir rannsakað skothríðina í Vesturbænum aðfaranótt laug- ardagsins s. I. og sem sagt var frá hjer í blaðinu. Samkvæmt framburði sjónarvotta er sagan í stuttu máli á þessa leið: Maður nokkur, sem býr á horni Hofsvallagötu og Sólvalla- götu vaknaði við skothljóð. Er hann fór út í glugga á svefn- herbergi sínu til að gá að hverju þetta sætti, heyrði hann annað skot. Sá hann hvar her- maður stóð undir ljósastaur á götunni hjá Hofi. I sama mund bar að bíl. I þessum bíl var Sigurgeir Sigurdórsson bíl- stjóri. Var hann með farþega, sem ætlaði á Sólvallagötu 17. Þegar ljós bílsins lentu á her manninum tók hann upp riffil sinn og miðaði á bílinn og ók þá Sigurgeir bílnum aftur á bak, því hann helt að breski herinn hefði lokað götunni einhverra hluta vegna. Farþeginn fór hinsvegar út og ætlaði að ganga heim til sín, en um leið og hann kom út úr bílnum, miðaði her- maðurinn á hann riffli sínum og skotið reið af. Maðurinn flýtti sjer inn í bílinn aftur og Sig- urgeir ók á lögreglustöðina. Þá hafði lögreglan fengið tilkynn- ingu um skothríðina gegnum síma frá manni þeim, sem vaknað hafði við fyrstu skotin. Tveir íslenskir lögregluþjón- ar og einn enskur fóru nú upp í bíl Sigurgeirs og óku vestur á Sólvallagötu, en sáu þá her- manninn hvergi. Óku þeir um Sólvellina og er þeir komu fyr- ir hornið á Ljósvallagötu og Hringbraut lýstu ljós bílsins upp hermann, sem var á gangi hjá Elliheimilinu. Um leið og hermaðurinn sá bílinn, skaut hann á bílinn, án þess þó að hitta. Bílnum var nú ekið inn í Ljósvallagötu og var ætlunin að komast að baki FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Hjer birtist á eftir afli hvers einstaks skips, eins og hann var s. 1. sunnudag; tölurnar innan sviga tákna tunnur í salt. Botnvörpuskip: Egill Skallagrímsson (í beitu 151) 5870, Garðar (139) 25364, GyUir 4730, Kári (129) 19488, Rán (100) 19628, Skallagrímur 6868, Surprise (207) 14671, Tryggvi gamli (207. í beitu 111) 26416. Línugufuskip: Aldan 7124, Alden (143) 7558, Andey (436) 7193, Ármann (205) 13082, Bjarki (339) 11316, Bjarnarey (203) 11344, Bjöm austræni (94) 5309, Fjöln FRAMH. Á SJÖTTU Sfi)U.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.