Morgunblaðið - 03.09.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.09.1940, Blaðsíða 5
JÞriðjudágur 3. sept. 1940, Útgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Rltst j<5rar: Jðn Kjartansson, ValtÝr Stefánsson (ábyrgBarm.). Auglýsingrar: Árni Óla. Ritstjörn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,50 á mánuBl innanlands, kr. 4,00 utanlands. 1 Iausasölu: 20 aura elntakiB, 25 aura meB Lesbðk. Mjólkurverðið Olafur Bjarnason í Brautar- holti átti í sumar í rit- deilu við Tímann út af verði Jþví, sem bændur fá fyrir mjólk' sína í Mjólkursamsölunni. Ólafi . þótti verðið lágt. Tíminn hjelt því fram, að hann fengi 26 aura fyrir lítrann. Og það væri kapp- nóg. Ólafur vildi ekki fallast á að bændur fengi einu sinni svo mikið, og væru þeir þó ekki of- haldnir af 26 aurum. Til þess að taka af allan vafa um það, hve mikið hann fengi fyrir mjólk sína, fjekk liann staðfest eftirrit af við- skiftareikningum sínum við Samsöluna fyrir árið 1939 og þar er útkoman þessi: Fyrir 76.0511,4 lítra af mjólk fjekk hann greiddar kr. 15.949,06 eða tæplega 21 eyri á lítra. Auk þesS fjekk hann heimsendar mjólkurafurðir fyr- ir kr. 812.38, eða sem svarað rúml. einum.eyri á hvern mjólk- urlítra. Svo alls hefir hann fengið rjett um 22 aura fyrir hvern iítra, en þá eru greidd bæði vinsluafföll kr. 668.56, akstur kr. 1521.15 og frádráttur í tvo mánuði vegna þess mjólk hans var talin gölluð kr. 202.80. Nú er mjólkin seld hjer sem kunnugt er á 54 aura lítrann. En verðið til bændanna hækk- ar ekki. Samkv. júníreikningi Samsölunnar til sama manns fær hann enn ekki nema tæpl. 23 aura fyrir hvern lítra mjólk- ur og er fitumagnið að meðal- tali þó 4%. Það er ekki að furða, þó mjólkurframleiðendur hjer nærlendis hafi fullan hug á því að kynnast sem greinilegast rekstri Samsölunnar og hvað verður áf þessum rúml. 30 au., sem það kostar þá að koma hverjum mjólkurlítra á borð neytendanna hjer í bænum. • Mjólkurfarmleiðendur hljóta að heimta gagngerða endur- skoðun á núverandi sölufyrir- komulagi mjólkurinnar. Bæj- arbúum þykir nóg að greiða 54 aura fyrir mjólkurlítrann. En þeir væru yfirleitt mjög á- sáttir með ef framleiðendur gæti fengið meira en 22 aura af því verði sem þeir greiða. Því, ef ekki fæst hjer lagfær- Ing og niðurfærsla á hinum mikla kostnaði við alt samsölu- farganið, má búast við því, að cnn hækki mjólkin í verði og enn stækki hið mikla bil, sem orðið er milli þess verðs sem neytandinn greiðir og framleið- andinn fær. Hjer er alvörumál á ferðinni, sem' enginn getur sýnt tómlæti lengur, hvorki bóndinn sem sel-| ur mjólkina og fær 22 aura fyrir hana, nje kaupandinn, rsem greiðir fyrir hana 54 aura. 5 1 Kæling bræðslusílöar i. A rið 1937 voru kæld rúm ** 1100 mál síldar í kæli- brónni á Sifflufirði. Voru í hvert mál síldar notuð 21 kíló af snjó og 7.4 kíló af salti. Við þetta kólnaði síld- in niður í 4- 3° C. Mánuði síðar var síldin tekin til vinslu úr þrónum. Var þá sami kuldi í síldinni og verið hafði í byrjun — nema rjett í ysta lag- inu — enda var þróin óeinangr- uð. Síldin var að öllu leyti sem ný síld eftir þessa géymslu, enda vanst hún með þáverandi toppaf- köstum SRN-verksmiðjunnar (3000 rnálum á sólarhring) og fekst ur henni 17.5% lýsi og ca. 16.5% mjöl. Mjölið var lítið eitt of salt, en að öðru leyti voru afurðimar ágætar. Allar líkur benda til að síldin hefði með þessu salt- og snjómagni getað geymst miklu lengur en einn mánuð og líklega í tvo til þrjá mánuði, án þess að skemm- ast til muna. II. Síðan þessi tilraun var gerð hafa engar rannsóknir verið látn- ar fara fram á kæligeymsln bræðslusíldar, fyr en nú í sumar er útgerðarmennirnir Ólafur Jóns- son, Ingvar Vilhjálmsson og Jón Sveinsson rjeðust í að kæla 2000 mál, útgerðarmaðurinn Friðrik Guðjónsson 500 mál og Snorri Stefánsson framkvstj. fyrir Gránu og Rauðku 800 mál. Síld þessi liggur nú í þremur mismunandi þróm á Siglufirði. Þró Ingvars, Ólafs og Jóns er mjög Ijeleg, aðeins um iy2 m. á dýpt og því illa fallin til kæli- geymslu fyrir það hvað yfirborð- ið er tiltölulega stórt. — í þró þessari var kuldinn eftir 3 fyrstu vikurnar um -1- 1—0°, þar sem mælt var. I þró Snorra Stefánssonar, sem er dýpri, var kuldinn -4- 3° í 1 metra dýpt, eftir 3 vikna geymslu. Síldin sem var 4—5 daga gömul úr skipi þegar hún var látin í þróna, lítur út eins og ný. í þró Friðriks Guðjónsosnar var síldin eftir sama tíma með nýja- lykt og hinn besti mannamatur. Að líkindum mun síldin enn verða geymd í hálfan mánuð eða lengur og verður hún þá orðin 1%—2 mánaða gömul. — Verður fróðlegt að sjá hvernig vinsla þessarar síldar tekst, og segir mjer svo hugur um að hún muni ganga að fylstu óskum hvað snertir a. m. k. síldina úr þróm Friðriks og Snorra — en nokkru lakar úr hinni grunnu þró svo sem við er að búast. III. I síðasta hefti Tímarits Verk- fræðingafjelags íslands setti jeg fram töflur yfir saltmagn og snjó- magn, sem jeg hefi áætlað hæfi- legt til mismunandi langrar geymslu. — Þá hefi jeg reiknað út kostnaðinn við kælinguna annarsvegar og sölt- unina hinsvegar og loks gefið síldinni einskonar sameiginlega fjárhagslega einkunn fyrir vinslu- hæfni, afurðanýtingu í olíu og mjöli og vörugæði. Töflur þessar fara hjer á eftir: Eftir Gísla Halldórsson TAFLA I. Kostnaður vitS söltun bræðslusíldar. Áætlaður geymslu- tími í þró Salt kg./mál Aurar/mál Saltverð kr. 45.00 Aurar/mál Saltverð kr. 150.00 Hráefnisgæði °/« Tap O/o 1 vika 3 13.5 45 98 2 2 vikur 5 22.5 75 90 10 3 vikur 8 36 120 75 25 4 vikur 11 49.5 155 50 50 4-8 vikur 14 63 210 50-0 50-100 TAFLA II. Kostnaður við kælingu bræðslusíldar. Áætlaður geymslu- tími í þró Salt og snjór kg./mál Aurar/mál Saltverð kr. 45.00 Aurar/mál Saltverð kr. 150.00 Hráefn- isgæði °/o Tap »/« 1 vika 2 kg. salt 6 kg. srijór 9.0 9.0 18.0 30.0 9.0 39.0 98 2 2 vikur 2 kg. salt 10 kg. snjór 9.0 15.0 24.0 30.0 15.0 45.0 97 3 3 vikur 3 kg. salt 12 kg. snjór 13.5 18.0 31.5 45.0 18.5 63.5 96 4 4 vikur 4 kg. salt 15 kg. snjór 18 22.5 40.5 60.0 22.5 82.5 95 5 8 vikur 7,4 kg. salt 20,9 k. snjór 33.3 31.4 64.7 111.0 31.4 144.4 90 10 Af töflum þessum sjest að til tveggja vikna geymslu er með nú- gildandi verðlagi á salti dýrara að salta en að kæla. En á normal- tímum er heldur ódýrara í til- kostnaði að salta en að ’kæla. Þetta er þó því aðeins svo að áætlun mín standist. En eins og gefur að skilja er mjög erfitt að áætla mikið út frá aðeins einni tilráun og hefi jeg því undanfarna mánuði gert mitt ítrasta til þess að frekari tilraunir yrðu, af hálfu þess opinbera, látnar fara fram — en árangurslaust. IV. Af söltunartöflunni sjest, að hráefnisgæðin eru í tveggja vikna síld áætluð 90% þegar saltað er, en 97% þegar kælt er. Fullyrða má að þessi mismunur er of lágt áætlaður og þarf að- eins að athuga vinsluna í sumar til þess að sannfærast um þetta. í ríkisverksmiðjunum á Sig^u- firði liafa afköstin þannig alls ekki verið yfir 7500 mál að meðal- tali, en líklegast lægri undanfar- inn iy2 mánuð, en ættu á góðri síld að vera 10.000 mál. Svara 10.000 mála afköst sem næst til 2500 mála afkasta í SRN- verksmiðjunni, sem komst árið 1937 í 3000 mála afköst á kældu mánaðargömlu síldinni. I öðrum verksmiðjum hafa af- köstin verið þetta niðri í 50, 60 og 70% og þar í kring og afurða- nýtingin auðvitað eitthvað minni en ef um nýja eða óskemda síld væri að ræða. Síld sú sem unnin hefir verið þetta tímabil mun hinsvegar jafna sig upp með að vera um 2 vikna gömul. Sjest af þessu, að hrá- efnisgæðin eru upp og ofan tæp- ast yfir 70% eða nær 25—30% lakari en á síld sem kæld hefir verið — með ekki meiri tilkostn- aði en söltunin hefir í för með sjer. En við skulum nú taka annað dæmi: V. Úr því hægt var að halda uppi * toppafköstum á 4 vikna gamalli síld með 21 kg. snjónotkun og 7.4 kg. saltnotkun pr. mál, árið 1937, má telja það víst, að hægt er að halda uppi a. m. k. fullum afköstum (10.000 málum í ríkis- verksmiðjunum á Siglufirði) á helmingi yngri síld, með því að nota sama snjómagn, 21 kg. á mál, og það saltmagn sem hvort eð er er notað til 2 vikna geymslu þegar ekki er kælt. Ef þetta hefði verið gert í þeim þróm sem fyrir eru í ríkisverk- smiðjunum á Siglufirði í sumar, þá hefðu á 25 dögum verið unnin 45x10.000 mál — 450.000 mál í stað þess að aðeins voru unnin 45x7.500 mál = 335.000 mál. Mis- munur 115.000 mál, sem móttakan hefði orðið meiri. f 450.000 mál hefði þá í almesta lagi þurft 21x450.000 kíló af snjó —i 9.450 tonn", sem — keyrð- ur úr skafli neðanvert við Siglu- fjarðarskarð um sumarið — kost- ar ekki yfir 20 kr. tonnið — en minna ef tekinn er að einhverj n leyti að vetrinum. Samtals kostnaður við snjó með þessu móti: 20x9.450 tonn = tæp- ar 390.000 krónur — að mestu falinn í vinnulaunum. Þegar saltið er ekkert minkað er þetta auðvitað beinn umfram- kostnaður við geymsluna. En hvað hefði unnist á hinn bóginn? Sjómenn og iitgerðarmenn hefðu fengið a. m. k. 9 kr. pr. mál fyrir 150.000 mál, sem þejr með sára- litlum tilkostnaði hefðu getað landað aukalega. Þetta gerir 9x115 — 1.035.000 — eða nimlega 1 milj. krónur. Hjer frá dragast 190.000 kr. í tilkostnaði í snjó» — Nettóhagnaður útgerðarinnaf þannig ea. 800.000 krónur, eða með 12 kr. verði yfir 1 milj. kr. f öllum verksmiðjum á landinu hefði aukalegur nettóhagnaður út- gerðarinnar orðið ca. þrefalt meiri, eða milli 2—3 milj. kr. — enda þótt útgerðin hefði lagt til allan snjóinn ókeypis! VI. Af framangreindu ætti að vera auðvelt að renna grun í að með 9 kr. vérði á síldarmál hefði snjór inn mátt kosta útgerðina 800.000/ 9.450 = 85 kr. pr. tonn — þótt notað væri væri 21 kg. af snjó í hvert mál síldar — algerlega Rm- .fram venjulega söltun — áður en gróðínn af aukinni löndun væri upp jetinn! Jeg álít hinsvegar — eins og kælitaflan að framan ber með sje1* að ekki sje þörf á að nota nema e. t. v. helming þessa snjómagns þegar aðeins er um 2 vikna geymslu að ræða og heldur ekki eins mikið salt og venja er til. Verður þá mismunurinn meira en helmingi hagkvæmari á kæling- unni en hjer í dæminu að fram- an — þannig að snjórinn mættv kosta upp undir 200 kr. tonnið áður en fulldýr yrði. Hjer við bætist að öll sú sfld, sem verksmíðjurnar ynnu á þenna hátt, gæfi auðvitað góða útkomn á mjöli og lýsi og hinn fasti vinslu kostnaður verksmiðjanna pr. mál lækkaði verulega. Með því að taka upp notkun á snjó eða ís má að líkindum, eins og að framan hefir verið sagt, ná upp hinum föllnu verksmiðjuaf- köstuiu. Ef takast má að hækka afköst ríkisverksmiðjanna á Siglufirði um 2500 mál á hrotutímabilum aðeins með því að nota snjó sam- an við síldina, þá þýðir það hið sama og að 3000 mála verksmiðja (með 2400 mála afköstum) falli þvínær ókeypis með öllum útbún- aði og starfsfólki af himnum ofan — einmitt þegar mest liggur við! Til slíkrar afkastaaukningar þarf ekkert lánsfje og engan stofnkostnað, nema e. t. v. veiga- litlar yfirbyggingar yfir nokkrar hinna opnu þrða, og það er a. m. k. ósannað mál hvort kælitil- kostnaðurinn er nokkuð meiri en tilkostnaðurinn við söltun, en verð mætin hinsyegar kyr í landinu. VII. Hjer að framan hefi jeg gert að umtalsefni afkastaaukn- ingu þá, sem fá má með því að taka upp notkun á snjó samfara hinni venjulegu söltun, og sem numið getur frá 50—100% hiima raunverulegu afkasta. Á hinn bóginn er svo mögu- leikinn á því að byggja viðbótar- þrær og veita þannig í lirotunum meiri síld viðtöku heldur en hægt er með afkastaaukningu einni saman — án stækkunar á þrónum. Til þess að þetta verði sem hag- kvæmast þarf stofnkostnaður þró- anna að verða sem minstur. En nú vill svo til, að reynslan, sem af kælingunni hefir fengist, sýnir á áþreifanlegan hátt að síldin einangrar sig sjálf. Síldin er svo feit að hitinn kemst ekki nema skamt inn í hið ysta fitulag. Mjer er þannig næst að halda að síldin myndi varð- veitast lítt skemd þó henni væri hrúgað upp í geysistóra hauga á bersvæði og varpað yfir þá seglum FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.