Morgunblaðið - 03.09.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.09.1940, Blaðsíða 7
I»riðjudagur 3. sept. 1940. MORGUNBLAÐIÐ '7 Loftárásirnar PRAMH. AF ANNARI SÍÐU. iynningar hafa verið birtar um tjón af þessari árás. í gærkveldi bárust fregnir af þýskum flugvjelum víðsveg- ar yfir Englandi. í London var gefið merki um loftárásir 4 sinnum í gær. HERNAÐAR- TILKYNNINGARNAR í hernaðartilkynningu Þjóðverja í gær er skýrt frá loftárásum, sem gerðar voru í fyrradag á Liverpool, Swansea, Chatham og Bristol. í þýskum fregnum er því haldið fram að mikið tjón hafi orðið af loftárásunum á höfnina í Liverpool undanfarið. I tilkynningu breska flugmála- ráðuneytisins er skýrt frá loftá- rásum, sem gerðar voru í fyrra- dag norðan frá Emden og suður til Italíu: M. a. var gerð fyrsta loftárásin á Miinehen og stóð húu yfir í 80 mínútur. Aðrar borgir, sem loftárásir voru gerðar á, eru: Stuttgart, Leipzig, Hannover, Ludwigshafen, Nordenh amn,Cassel, Mannheim, Turin (Fiat-verksmiðjurnar) og Morelli Magneto-verksmiðjurnar, skamt fyrir norðan Milano. Blaðaummæli Flugmálafrjettaritari „Times“ rek- ur í blaðinu í gær loftárásir ÞjóS- verja um helgina og kemst að þeirri niðurstöðu, að þær hafi farið siharðn- undi og komist á eins hátt stig og þær raunverulega geta komist. „Það verður að gæta þess, að hark- «n í loftárásunum takmarkast ekki af eSru en getu þýska lofthersins, en get- an takmarkast af þeim viðbúnaði, sem hann getur haft á þeim flugvöllum, sem næstir eru Bretlandi. Nú er breski flugherinn sem óðast að eyðileggja birgðastöðvar, flugvelli og herbúðir í NorSur-Frakklandi, eða þar sem þýski flugherinn heldur sig mest, enda er það sýnilegt, að viðbúnaður þýska fulghersins á jörðu niðri er ekki nærri því eins góður og Þjóðverjar myndu kjósa. Þýski flugherinn getur því ekki haft ótakmörkuð not af hinum frönsku og belgisku flugvöllum og því minni not, sem loftárásir Breta eru örari og hæfnari. Þess ber einnig aS gæta, að tjón Þjóðverja er ekki allt þar, sem flug- vjeiatjóniS er, því að margar af flug- vjelum þeim, sem þátt taka í loft- árásum á Bretland, eru eftir árásina orðnar óhæfar til hernaðaraðgerða, vegna þess hve mjög þær hafa skemmst. Loks mistu Þjóðverjar aði jafnaði í síðasta mánuSi 4 flugvjelar fyrir hverja eina breska, og munar þó því, að vjer getum notfært oss allar flugvjelar, sem skotnar eru niður og falla á land hyort sem þær eru breskar eða þýskar, þar sem hinar þýsku flugvjelar eru Þjóðverjum algerlega tapaðar, og enn- fremur það, að oss hefir tekist að bjarga miklum hluta áhafnanna úr hin- j KartOllur j ágætar, nýar. Lækkað verð. vt*m \ Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. b □ si ii^siSEr..,- ia um bresku flugvjelum, en þeir ÞjóS- verjar, sem bjargast: eru teknir til fanga. Það er því engin furSa, þó að Þjóð- verjar hafi hvað eftir annaS breytt um árásarfyrirætlanir og tilhögun árása enda er nú svo komið, að þótt oss finn- ist árásimar harðari en í byrjun, þá er raunverulega um færri flugvjelar að ræða frá ÞjóSverjum, sem þátt taka í árásunum, og sýnir það ekki nema eitt: aS árásimar hafa náð hámarki sínu, og að hjeSan af geta þær ekki farið vaxandi að öllu óbreyttu. Það er athugavert, að Þjóðverjar leggja nú mjög mikla áherzlu á aS gera sprengjuárásir á flugvjelaverk- smiSjur vorar, en sem betur fer hafa þær árásir ekki tekist betur en aSrar árásir þeirra. FlugvjelaframleiSsla vor er óskert og vjer nálgumst það hröSum skrefum að hafa jafnvígisað- stöðu við Þjóðverja í lofti. En hvað sem fjölda flugvjela viðvíkur, þá er að vissu leyti komin jafnvígisaðstaSa, að minsta kosti meðan barist er yfir Bretlandi, því að breski flugherinn hefir undanfama mánuSi sannað yfir- burði sína yfir hinn þýska. Hitt er annað mál, að til þess aS geta aukiS Íoftárásir vorar á Italíu og Þýska- land og þvingað þar með óvininn til að hætta loftárásunum á Bretland, þurfum vjer fleiri flugvjelar og meira lið — en ekki betra“. Valur>Fram vann Vlkino-K. R. 2:1 Kappleikur Rnattspyrnuráðsins á sunnudaginn, varð, eins og flestir bjuggust við , mjög skemtilegur og vel leikinn. Leik- ar fóru svo, að Valur—Fram (í bláum peysum) vann Víking— K. R. (í rauðum peysum). Veður var hið ákjósanlegasta og áhorfendur fjölda margir; mun þetta vera næst best sótti kapp- leikur sumarsins. í fýrri hálfleik höfðu þeir bláu heldur betur. Þeir voru ljettári, ena var liði þeirra stilt mjög vel upp. Þá rauðu vantaði ekki góða ein- staklinga, en aðal-gallinn á þeirra liði var hvernig það var staðsett,. T. d. í seinni hálfleik þegar tveir bakverðir (Brandur og Haraldur) ljeku í framlínunni. Annars voru liðin afar jöfn og mátti ekki á milli sjá lengi vel hvor myndi bera sigur úr býtum. Mörk þeirra bláu settu þeir Jón Magnússon (Fram) og Björgúlfur Baldursson (Val). Mark rauða liðs ins setti Óli B. (K. R.) eftir send- ingu frá Haraldi Guðmundssyni. Þorsteinn Ólafsson (Vík,) ljek ekki nema fyrir hálfleik sökum meiðsla á fæti, og Hermann (Val). fór út af í byrjun seinni hálfleiks. I stað þeirra komu Einar Páls (Vík.) ogMagnús Jónsson (Fram). Ahorfendur fengu það sem þeim hafði verið lofað, fallegan og prúðan leik. Ilinsvegar hafði K. R. R. látið hafa eftir sjer að meðlimir ráðs- ins yrðu línuverðir og formaður dómari. Formaðurinn dæmdi, en ráðsmennirnir svikust um( að vera línuverðir. Vívax. Dagbók Næturlæknir er í nótt Karl S. Jónasson, Sóleyjargötu 13. Sími 3925. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. 60 ára varð í gær Ásbjörn Páls- son sjómaður, Brekkustíg 6A. Hjónaband. 18. ágúst voru gef- in saman í Kaupmannahöfn Þóra Jónsdóttir (dóttir J. Jónssonar læknis) og Jörgen Höberg-Peter- sen (sonur Petersens fyrv. bíó- stjóra). Hjónaefni. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Ólafía Gísladótt- ir verslunarmær og Atli Már Árna son teiknari. Hjónaefni. S.l. laugardag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Sig- ríður Mýrdal, Lokastíg 2, og Að- alsteinn Guðmundsson stud. jur. Knattspyrnumennirnir frá Vest- mannaeyjum (II. fl.) hafa kept hjer tvo leiki og unnu þeir fyrri leikinn, móti Val, með 2:0. í gær keptu þeir við K. R. og varð jafn- tefli 0:0. í kvöld keppa Vest- mannaeyjingarnir þriðja leik sinn hjer við blandað lið úr Fram og Víking. Aðgangur að þessum leikj- um er aðeins 50 aurar og ætti fólk að fjölmenna á íþróttavöllinn til að sjá þessa efnilegu knattspyrnu- menn frá Eyjum. Sunnudaginn 4. ágúst.s.l. voru festar upp í Skarðskirkju á Landí 2 ljósastikur, gerðar af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara. Er önnur yfir prjedikunarstóli, gefin til minningar um frú Ólafíu Ólafs- dóttur frá Fellsmúla, konu síra ófeigs prófasts Vigfússonar, og hin á súlu hinum megin kórdyra gegnt prjedikunarstóli, til minn- ingar um Guðnýju Vigfúsdóttur, konu Guðna bónda Jónssonar í Skarði. Báðar þessar konur ljet- ust í sömu vikunni í s.l. nóvem- bermánuði og hafði þá önnur ver- ið prestskona safnaðarins í nær 40 ár og hin húsfreyja staðarins í nær 50 ár. f Theodór Skúlason læknir, sem er nýkominn heim frá Danmörku, hefir opnað lækningastofu í Póst- hússtræti 7 (Reykjavíkur Apó- teki). Theodór tók embættisprÓf við Háskóla íslands 1936, og hefir síðan stundað framhaldsnám á sjúkrahúsum í Danmörku. Sjer- grein hans er lyflæknissjúkdómar. Lögreglustjóri hefir lagt til við bæjarráð að komið verði upp úti símakerfi fyrir lögregluna. Bæj- arráð frestaði að taka ákvörðun um þetta þar til næsta fjárhags- áætlun verður samin. Örorkubætur. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á því, að allir þeir, sem sækja um örorkubætur (fólk 16—67 ára), verða að fá ö'r- orkuvottorð hjá trúnaðarlækni Tryggingarstofnunar ríkisins (Vesturgötu 3, kl. 1—3 síðd.). Umferðarslys. S.l. laugardag ivarð maðui’ fyrir ensku mótðT- hjóli á gatnámótum Hringbrautar og Suðurgötu. Fjekk hann sár á: vhnakka og snert af heilahristing. Maður þessi var Björn Guðmunds- son, Eiríksgötu 27. L.v. Ólafur Bjarnason kom til, Akraness um helgina af síldveið-' um. Hafði skipið aflað 22.301 mál síldar (og tunnur í salt). Úthald- ið var 67 dagar, eða rúmlegá tveir mánuðir. Hásetahhitur vár UíU* 5000 krónur og mun það' véra hæsti hásetahlutur, sem þekst hef- ir á síldveiðaskipi á svona stutt- um tíma. Börn, sem dvalið hafa á vegúm Rauða Kross íslands í sumar að Laugum í Þingeyjarsýslu á sveita- heimilum á Norðurlandi, koma tiL Reykjavíkur fimtudagskvöld þ. 5. þ. m. Nánari upplýsingar um komutíma barnanna verða gefnar á skrifstofu Rauða Krossins seinni hluta fimtudags þ. 5. þ. m. og í símum 5063 og 4658. Þess er vænst, að aðstandendur taki á móti börnunum. Bílarnir nema staðar við Hafnarstræti 5. Til Strandarkirkju. M. O. L. 10 kr. D. J. 20 kr. A. P. J. 10 kr. M. H. 110 kr. J. G. 10 kr. Ferða- langur 9 kr. tJtvarpið í dag: 12.00 Hádegisútvarp. 19.30 Hljómplötur: Lög úr tón- filmum og óperettum. 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi; Trotski (Skúli Þórð arson magister). 21.00 Hljómplötur: Tónverk eftir Bach: a) Konsert fyrir tvær fiðlur (d-moll). b) Píanókon- sert (d-moll). c) Brandenborg- arkonsert nr. 1. 21.45 Frjettir. Nýlendur Frakka Nýlendumálaráðh. frönsku stjórnarinnar í Vichy skýrði frá því í gær, að Frakk- ar hefðu undir vopnum stóran herafla til þess að halda uppi lögum og reglu í nýlendum sín- um. Franska stjórnin hefir borið á móti því að Mið-Afríkuný- lendan Gaboon hafi gengið í íið með de Gaulle. Akranes-Svignaskarð-Borgarnet Bílferðir 4 daga vikunnar frá Akranesi eftir komu skip- anna að morgni: mánudaga, miðvikudaga, föstudaga, laugardaga. Ódýrast, best og fljótlegast að ferðast um Akranes í Borgarf jörð. MAGNIJS GUNNLAUGSSON, Akranesi. Jarðarför mannsins míns, KRISTJÁNS GRÍMSSONAR læknis, fer fram miðvikudaginn 4. september frá Dómkirkjunni og hefst með húskveðju að heimili hans, Hverfisgötu 39, kl. 2 e. h. Bengta Grímsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför HJÁLMARS EIRÍKSSONAR verslunarstjóra. Jóna Kristinsdóttir og börn. Sigurbjörg Pjetursdóttir. Anna Eiríksdóttir. Haraldur Eiríksson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfadtJ og jarðarför okkar hjartkæru HELGU ESTHER. Sigurbjörg Þórarinsdóttir. Anna Magnúsdóttir og Þorgeir Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.