Morgunblaðið - 07.09.1940, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.09.1940, Qupperneq 2
'Wmiifj!,, M 0 R G UNBLAÐIÐ Laugardagur 7. sept. 1940. „Nýr þáltur hafinn í orustunni um EnglandM Loftvarnasónn í London nær óslitið allan sólarhringinn Fleiri flugvjelar yfir Suður- Englandi en nokkru sinni frá því stríðið hófst LOFTVARNAMERKI var gefið í London sex sinnum í gær: Fyrir dögun, um dagmál, kl. 1 e. h., kl. 6 e. h. og tvisvar í gærkvöldi. í hvert skifti stóð sónninn yfir í frá x/i klst. upp í IV2 og 2 klst. Reuterfrjettastofan segir í gær, að hinar auknu loftárásir Þjóðverja tákni, „að nýr þáttur sje hafinn í orustunni um England“. Þegar fyrsta loftvarnamerkið var gefið í London í gærmorgun, hafði fólkið ekki haft nema hálfrar klukku- stundar frið, frá því að lengsta loftvarnamerkið var hljóðnað, sem gefið hefir verið í London frá því að stríðið hófst. Stóð það í 7*4 klst., eða frá því kl. hálf ellefu í fyrrakvöld þar til kl. 6 í gærmorgun. Tvisvar sinnum í gær bárust fregnir frá London um að fleiri þýskar flugvjelar hefðu þá sjest yfir Suður-Englandi en nokkru sinni frá því að stríðið hófst. í fyrra skiftið, í gærmorgun var skýrt frá því, að 300 þýskar sprengju- og orustuflugvjelar hefðu haft samflug yfir Thamesárósum, en dreift sjer þar og flogið 30 til 40 saman yfir Kent og Sussex. MESTU ÁRÁSIRNAR í STRÍÐINU Tókust þarna hinar hörðustu loftorustur og segja Bretar að um eitt skeið hafi verið skotin niður ein þýsk flugvjel á hverjum tveim mínútum í orustu, sem stóð í klst. 1 þessari morgunárás segjast Bretar hafa skotið niður 34 þýskar flugvjelar en mist 9. Deutsches Nachrichtenbúro segir frá því, að þýsku flugvjel- arnar, sem flugu yfir Thamesárósæ í morgun, hafi mætt harð- vítugu viðnámi. 1 orustunum, sem tókust þarna, hafi 35 breskar flugvjelar verið skotnar niður. En eftir að þýsku flugvjelarnar höfðu sigrast á vörnum Breta, hafi þeir varpað sprengjum yfir flugvelli og flugvjela- skýli, samkvæmt áætlun, segir D. N. B. Síðari árásin sem gerð var síðdegis í gær, var enn meiri en árásin um morguninn. Komu þá um eða yfir 300 þýskar flug- vjelar og flugu upp Themsár- ósa. Tókst þarna enn hörð loftor- usta. Bretar viðurkenna að sprengj um hafi verið varpað niður á nokkrum stöðum, en segja að tjón hafi hvergi orðið veru- lega mikið. Þýsku flugvjelarnar komust ekki inn yfir London í öll skift- in, sem loftvarnamerki voru gef- in þar. Barist var í úthverfunum, en í gærkvöldi bárust fregnir um, að flugvjelar hefðu komist yfir miðborgina. Nokkrum sprengjum var varpað niður og komu þær niður á götur. En Bretar segja að manntjón hafi ekki orðið, en nokkur hús eyðilagst. Sumstaðar í Suður-Englandi segja Bretar að nokkurt mann- tjón hafi orði ðog á einum stað í Thamesdalnum hafi orðið efnis- legt tjón. Samtals voru skotnar niður í gær: að sögn Þjóðverja 75 bresk- ar flugvjelar og T4 þýskar, en að sögn Breta 45 þýskar flugvjel- ar og 19 breskar. Breskur kafbátur bjargar breskri og norskri skipshöfn Breskur kafbátur hefir bjargað áhöfninni af tveim skipum, bresku og norsku og höfðu Þjóðverjar sökt breska skipinu, en hertekið norska skipið, að því er segir í tilkynn- ingu frá breska flotamálaráðu- neytinu. í tilkynningunni segir: Kafbáturinn „Truant“ (1090 smál., fullgerður í fyrra), hitti skamt undan Kap Finis Terre, skip, sem reyndist vera norska 5 þús. smálesta skipið TropMc Sea, sem Þjóðverjar höfðu hertekið. Um borð í þessu skipi var áhöfn a£ bresku skipi, Heotor, sem Þjóðverjar höfðu sökt og auk þess þýsk áhiifn, sem siglá átti hinu hertekna skipi til Nor- egs. Strax og vart varð við kafbátinn, sökti þýska áhöfnin skipi sinn sjálf. En áhafnirnar. Mnar bresku og norsku og þýsku, fóru í bátana. Kafbáturinn tók um borð bresku áhöfnina og skip- stjórann og konu hans af hinu norska skipi. Nokkru síðar kom breskur flug- bátur og tók nm borð alla norsku skips- höfnina. Þrjár loftárásir é höfnina I Boulngnn reskar flugvjelar gerðu í gær einhverjar mestu loftárásir á lönd óvinanna, sem gerðar hafa verið frá því að stríðið hófst. Flugvjelamar flugu alla leið austur til Stettin suður til landamæra Þýska- lands og Bæheims og Mæris og yfir Alpafjöllin til Turin í ftalíu. Hjá Stettin var gerð árás á olíugeyma og olíuvinslustöð. Hjá landamærum Bæheims og Mæris var gerð árás á olíu- gevma í Regensburg. 1 Turnen voru gerðar árásir á Fiatverk- smiðjur. Einnig gerðu breskar flug- vjelar árás á Kiel, Hamborg, Emden, og Hamm, og á skóg- ana í Harz og Schwarzwald. I Frakklandi gerðu bresku flugvjelamar þrjár árásir, hverja á eftir annari á höfnina í Boulogne. Telja Bretar að tjón þar hafi orðið gífurlegt. Loftárás var einnig gerð á höfnina í Calais og C. Gris Nez við Doversund. Á milli Bou- logne og Calais var gerð árás á fallbyssustæði Þjóðverja. -----♦ • ♦ Weygand hvsrfur úr stjórn Petains Breytingar hafa verið gerðar á stjórn Petains, að því er fregn frá Vichy hermir. Weygand, sem verið hefir landvarnaráðherr'a, hefir verið leystur frá því em- bætti og sendur til Afríku „til þess að samræma stjórn þeirra nýlendna sem Frakkar hafa þar á valdi sínu“. Sendiför Weygands hershöfð- ingja stendur í sambandi við upp- reisn þá, sem gerð var í frönsku Mið-Afríku og Kamerun, er ný- lendur þessar gengu í lið með de Gaulle. Nokkrir aðrir ráðherrar hverfa úr stjórn Petains, eða 6 alls, þ. á. m. innanríkisráðherrann Marquet. En í stjórninni stitja áfram m. a. Laval, Darlan aðmíráll, Huntzing- er hershöfðingi o. fl. Karol kóngur landflótta í annað sinn Járnvarðaliðastjórn í Rúmenlu KAROL KONUNGUR ákvað í fyrrinótt að leggja niður konungdóm, eftir að hafa set- ið alla nóttina á ráðstefnu með foringjum rúmenska hersins, þ. á. m. hinum nýja einræðisherra Rúmena, Antonescu. Alla nóttina voru að berast fregnirx um ókyrð og óeirðir víðsvegar í Rúmeníu, og í Búkarest fóru járnvarðaliðar um borgina og hrópuðu: Niður með Karol. Antonescu og foringjar hersins, sem fyrir rjettum tíu árum höfðu fagnað Karol, er hann kom úr útlegðinni, og lyft honum í valdasess, beittu öllu áhrifavaldi sínu þessa örlagaríku nótt til að leiða konungi fyrir sjónir, að friður kæmist ekki á í landinu, nema að hann ljeti að vilja járn- varðaliðsins. Kl. 4 um nóttina var tilkynt frá konungshöllinni, að Karol hefði lagt niður konungdóm, svo að sonur hans, Michael, tæpra 19 ára, gæti sest á konungsstól í hans stað. KAROL FER í ÚTLEGÐ Fyrir tíu árum hafði Karol svift Michael, þá tæpra 9 vetra konungsstjórn, til þess að geta sest sjálfur á valdastól. Nú hafa örlögin hagað því þannig, að Michael er orðinn konungur í annað sinn, að föður sínum lifandi í útlegð. Síðdegis í gær lagði Karol af stað í útlegðina og var för hans fyrst heitið til Belgrad, þar sem hann ætlaði að hitta syst- ur sína. Sumar fregnir herma, að hann ætli síðar að setjast að í Sviss. En áður en hann fór af landi burtu flutti hann ávarp í út- varp, þar sem hann hvatti rúmensku þjóðina til að sýna syni sínum hollustu og kærleika. ,, Michael I, hinn nýi konungur, | vann konungseiðinn kl. 91/2 í gærmorgun. Strax á eftir vann Antonescu hershöfðingi kon- ungi hollustueið. Síðdegis í gær vann rúm- enski herinn Michael hollustu- eiða. I ANTONESCU RÍKISFORINGI. Hið fyrsta verk Michaels var að staðfesta með undirskrift sinni, vald það, sem faðir hans hafði veitt Antonescu daginn áður. En Michael varð að ganga lengra. Hann varð að «sleppa hinum tveim rjettindum, sem Karol hafði áskilið sjer: þ. 'e. rjettinum til að gera utanríkis- samninga og til að veita upp- gjöf saka. 1 Antonescu, sem tekið hefir sjer titilinn ríkisforingi, birti í gær ávarp til þjóðarinnar, þar ■ em hann hvatti hana til að vera rólega og ganga til vinnu sinn- ar. Strax og það spurðist, að ■ Michael hefði tekið við völdum, söfnuðust hermenn úr lífvarð- arliðinu fyrir utan konungshöll- ina og hófu að syngja her- söngva. Síðar í gær safnaðist gífur- legur mannfjöldi fyrir utan höllina til að hylla konung, og kom hann þá fram á svalirnar. HELENA KÖLLUÐ HEIM. Konungur undirskrifaði í gær ávarpsskjal til Helenu móður sinnar, sem dvalið hefir í útlegð síðan 1930, þar sem látin er í Ijós ósk rúmensku þjóðarinnar um að hún hverfi heim. Fær hún titilinn konungsmóðir Rúmeníu. Ávarp þetta' var sent, sam- kvæmt sjerstakri ósk Antones- cus. Helena hefir dvalið í Florenz í Italíu. En fregnir í gærkvöldi hermdu, að hún væri á leiðinni til Bukarest með einkalest, sem Þjóðverjar fengu henni til um- ráða. Einnig á leið til Bukarest með FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.