Morgunblaðið - 07.09.1940, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.09.1940, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 7. sept. 1940. CB DAGLEGA LÍFIND Engilbert Hafberg fimtugur 9. þ. m. Englendingnr, sem dvaldi í Chile skrifaði á þessa leið: „Þegar jeg kom til Chile sannfærðist jeg af eigin reynslu um, að stjómin, sem samsett er af radikölum, sosialist- um og kommúnistum, er gegnum rotin, og þó að í gamla daga væri nokkuð um mútur, gengur núverandi ástand fram úr öllum mannlegum skilningi. Til dæm- is eru veitt leyfi til innflutnings á á- kveðnum vörutegundum, og þau ættu vitanlega að veitást rjettlátlega, en nú er svo komið, að menn sem nákomnir eru hinum opinberu skrifstofum ganga ”m með leyfin í vösunum og selja hæstbjóðanda". Þið tókuð vafalaust eftir því, að þessi lýsing er ekki frá íslandi — held- ur frá Chile. Pappírsvörur allskonar hafa stór- hækkað í verði síðan stríðið braust út. Ef til vill veita menn því ekki al- ment eftirtekt, að einmitt þessar vör- ur eiga sinn drjúga þátt í, að skapa dýrtíS hjer hjá okknr. Verslanir hjer nota mjög mikið af umbúðapappír. En vitið þið það, að einn meter af umbúða- pappír kostar 15—20 aura? Almenningur gæti á ýmsan hátt hjálpað kaupmanninum til að spara á þessum lið, með því að vera ekki kröfu- harður með umbúðir á þessum tímum. Það fólk, sem fer sjálft í búðimar og gerir innkaup, ætti að hafa meðferðis körfu, því að á þann hátt er hægt að komast af með minni umbúðir. En folk er orðið vant því, að vörunum sje pakkað inn í vandaðar umbúðir og kann ekki við annað. En það gætir þess bara ekki, að með því verðlagi sem nú er á umbúðapappír, verður þetta til að hækka verðið á þeirri nauð- synjavöm, sem það er að kaupa. Væri nú ekki reynandi fyrir fólk, að verða samtaka í því, að spara sem mest umbúðimar? Vigfús Guðmundsson frá Engey hefir sent blaðinu eftirfarandi sögukom sem dæmi um það hvemig verðlaunaðar jarðabætur geta verið úr garði gerðar. Erásögn V. G. er svohljóðandi: Nýlega sá jeg á einum bæ, í austur- hJuta Bangárv.s., þar sem heita átti að bygt væri úr steinsteypu: þró fyrir súrhey, safngryfja fyrir áburðarlög og hús, að nokkru leyti fyrir hey. Þetta var bygt, eða mælt a. m. k. í fyrra. Nú var súrheysþróin sundursprungin og ill- nothæf, eigi síður var safngryfjan rifin niður í botn og gjörsamlega ónothæf. En um steypugaflinn, baka til á hey- húsinu (hlaða getur það varla talist), er það að segja, að efsti hlutinn, sem var upp úr jörð, fcmk í veðrinu 27. júní s. 1. undan þakinu, og alt sprakk gaflhaðið og hálfhrundi niður að gólfi. Sjeð hefi jeg margt — fyr og Síðar — misjafnlega vandað, en varla ann- að meira að endemum. Og svo var mjer sagt að þessi fyrirmynd hefði verið verSlaurmðJeg átti bágt með að trúa því, og taldi því sjón sögu ríkari. Og þá varð jeg að sannfærast, með því að í jarðabótaskýrslunni 1939, sjest það að fyrir þessi afreksverk hefir fráfar- andi bóndi fengið í verðlaun kr. 291.04. Gott væri ef þetta, eða annað þessu líkt, væri einsdæmi. En hræddur er jeg um það, að svo sje ekki. Og þá er þetta og annað þvílíkt, alt í senn: hóf- laus sóun af ríkisfje, kenslugrein í hroðvikni og ásælni, hróplegt rang- læti. gagnvart öllum f jölda bænda, sem vanda allar endurbætur sínar eftir fremsta megni, og alvarleg áminning til jillra trúnaðarmanna Búnaðarfjelagsins. '^T' æstkomandi mánudag, 9. þ. 4-' m., er Engilbert Einarssop Hafberg fimtugur að aldri. Hann er fæddur á Álftanesi 9. sept. 1890. Fór ungur í Flensborgar- skólann í Hafnarfirði og síðan á verslunarskólann í Reykjavík. Gerðist að námi loknu deildar- stjóri bjá Brydesverslun hjer í bænum og síðar deildarstjóri hjá Zimsen. Yar um tíma stórkaup- maður hjer í Reykjavík og fjekst um eitt skeið við útgerð á Vest.- fjörðum. En kunnastur mun hann vera sem auglýsingastjóri Morg- unblaðsins. Því starfi gegndi hann árum saman með miklum dugnaði Nú er Engilbert bóndi á hinu forna höfuðbóli Viðey, en annast jafnframt afgreiðslu vikublaðsins „Vikunnar" og útvegun auglýs- inga fyrir það blað. Konu sína, Olgu Magnúsdóttur verslunar- manns í Stykkishólmi misti hann fyrir nokkrum árum frá 5 böm- um. Af því, sem hjer hefir sagt ver- ið, sjest, að Engilbert Hafberg hefir lifað tilbreytingaríku og fjölþættu lífi, og hefir því aflað sjer mikillar og margháttaðrar lífsreynslu. — En Hafberg er meira en umsvifamikill athafna- maður. Hann er hugsandi maður og andlega sinnaður, og hefir alla jafna látið sig tilraunir mannanna til skilnings á rökum tilverunnar nokkru skifta. Hefir hann árum saman verið meðlimur í fjelags- skap Guðspekinema hjer á landi og í Sam-Frímúrarareglunni, og jafnan lagt þar gott eitt til mála, enda er maðurinn góðviljaður og hinn tillögubesti. Fjölbreytileg lífsreynsla mun hafa keiit honum, að jafnan hefir hvert mál margar hliðar og að hefir hver til síns ágætis nokkuð, og fyrir því s.je viturlegast að fordæma aldrei neitt, en að „fordæma“ þýðir að dæma fyrirfram, eins og orðið sjálft segir til um, áður en allir málavextir hafa verið athugaðir og krufðir til mergjar. Þrátt fyr- ir ríkar tilfinningar er Hafberg því vel til þess fallinn að vera málamiðlari og mannasættir. Hann er og hugkvæmur maður og fær oft ljós yfir viðfangsefn- in í snöggum leiftrum, líkt óg skáld og listamenn. Jeg, sem þessar línur rita, hefi haft þá ánægju að kynnast Eng- ilbert Hafberg allmikið, og vii nota þetta tækifæri til að þakka honum fyrir þá viðkynningu og árna honum allra heilla í fram- tíðinni. Hann hefir margs að minnast, er hann lítur nú yfir veg hálfrar aldar á þessum merkilegu Kartðflur ágætar, nýar. Lækkað verð. vmn Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. □ 30 Engilbert Hafberg. tímamótum, og munu hvarfla um hann hugir margra vina og kunn- ingja. Því Hafberg er vinsæli maður. Vil jeg að síðustu óska honum þess fimtugum, að vætt- irnir í Viðey, sem vera munu hollvættir, veiti honum örugga fvlgd það, sem eftir er æfinnar, hvort sem það á að verða langt eða skamt. Gretar Fells. fslensk kona lýsir ástandinu í Kína FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU. í Hunan. Norska fjelagið, sem styður þau, átti fje í Englandi, svo að þau verða ekki í vandræð- um í bráðina. Við hjónin erum bæði við furð- anlega góða heilsu, þegar litið er á aldur okkar og allar aðstæður. Það eru þó nokkrir, miklu yngn en, við, sem hafa blátt áfram ekki haft taugar til að vera sjónar- vottar hörmUnganna, sem hjer eru daglegir viðburðir. En við erum afar þakklát kristniboðsvinum á ættjörð minui, sem biðja fyrir okkur. Við höf- um verið að vona að geta komið við á fslandi á heimleið til Ame- ríku, þegar dagsverki okkar hjer er lokið. En Norðurálfustríð og tundurduflahætta breyta öllum ferðaáætlunum. — Guð blessi alt kristilegt starf á gamla landinu mínu og varðveiti þjóð mína frá hörmungum ófi'iðarins“. Þetta var aðalefni brjefsins. En vilji einhver gleðja frú Steinunni með brjefi, þá má fá áritun þeirra hjóna hjá mjer. Sigurbjörn Á. Gíslason. Rakarastofur bæjarins verða framvegis opnar til kl. 7 á laugardögum. AUGAÐ hvílist með gleraugum frá Startskráin kemur í blaðinu á morgun. Sendið auglýsingar tíman- lega í dag. Nýtt jarðsíma- kerfi í mið- bænum \T egfarendur hafa verið að * spyrja um það, vegna hvers Landssíminn sje nú sem óðast að láta grafa upp götum- ar í Miðbænum og steypa upp allstór jarðhús á gatnamótum. Hefir blaðið spurst fyrir um þetta og fengið þá skýringu. Hingað til hafa jarðsíma- strengir bæjarsímans verið í járnumbúðum og varðir með sementssteypihéllum. En meðan þessi útbúnaður er, þarf oft að grafa upp göturnar. Til þess að komast hjá því að róta nokkuð í götunum vegna jarðsímastrengjanna, á nú að setja pípur eftir aðalgöt- unum, sem sjeu marghólfa og hægt að renna símastrengjum óvörðum inn í pípur þessar. En á gatnamótum þurfa að vera jarðhús til þess að komast að pípunum. Að þetta er gert nú, kemur m. a. til af því, að þegar hita- veitukerfið er komið í göturnar, vérður örðugra en áður að róta í þeim eins og gert hefir verið. Sumardvöl barnanna FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. sveitalífinu. Altaf þegar þau komu auga á kýr eða hesta, þá töluðu * þau um það hvað gripa þessara væri eins á litinn, eða mintu sig á gripina á sumardvalarheimilum þeirra. Þau töluðu um fólkið, sem þau höfðu kynst, um búskapinn og sveitalífið og voru meira og minna hrifin af hinu nýja og ný- stárlega umhverfi. Sum þeirra barna, sem voru veikluð og illa haldin er norður kom, gerbreyttust bæði í útliti, og í hugsun og framkomu allri. Kirtlaveikur piltur, sem var allur með kaunum, varð á skömmum tíma algróinn sára sinna, var fyrst daufur og sinnulítill, en fjekk áhuga fyrir lestri og hvers- konar fræðslu. Foreldrarnir þakklátir. í gærkvöldi kom maður einn inn á skrifstofu blaðsins, er átti 3 börn sín norður á Laugum. Hann sagði,- Mjer þykir leiðinlegt ef for- eldrar barnanna, sem hafa átt börn sín á vegum Rauða Kross- ins, taka sig ekki fram um það, að þakka það sem fyrir börnin hefir verið gert. Jeg tel það á- kaflega mikils virði. Börnin eru hress og kát. Þau hafa notið þessarar sumardvalar. Þau eru ákaflega vel útlítandi í alla staði. Og fötin, sem þau koma með, eru svo snyrtileg og hrein. Jeg fæ ekki nógsamlega þakk- að hvað fvrir mig og börnin hefir verið gert. Og viss er jeg um, að foreldrar barnanna hugsa yfirleitt eins og jeg. * Indo-Kfna: Samkomulag Frakka og Japana Samkvæmt Reutersfregn frá Hong Kong, hefir Decoux, landstjóri Frakka í Indo-Kína fallist á að leyfa Japönum að setja 12 þús. manna lið á land í Indo-Kína á þrem stöðum. Hafa samningar tekist milli Frakka og japönsku herstjórn- arinnar á þessum grundvelli. Þar sem fregn þessi hefir ekki fengist staðfest, hefir eng- in athugasemd verið gerð við hana opinberlega, hvorki í London nje Washington. Hins- vegar er litið svo á, að reynist það rjett, að Frakkar hafi leyft Japönum að fá fótfestu í Indo- Kína, jafnvel þótt liðið sem þeir mega setja á land þar sje ekki mikið, þá sje jafnvæginu í Aust- ur-Asíu þar með raskað. Cordell Hull, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna skýrði frá því í gær, að hann hefði nýlega sent japönsku stjóminni nýjan boðskap, þar sem lögð var áhersla á, að Bandaríkin teldu það mikilvaígt að jafnvæginu yrði ekki raskað hvorki í Indo-Kína nje í ný- lendum Hollendinga í Austur-Indlands- eyjum. í London er vakin athygli á, að full- komin samvinna sje á milli Breta og Bandaríkjamanna í Austur-Asiu. FRANCO HEIÐRAÐUR Sendiherra Þjóðverja á Spáni hefir sæmt Franco hershöfð- ingja, í umboði Hitlers, stórkrossi járnkrossorðunnar þýsku, úr gulli. Sildin FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. leggja af stað heimleiðis, bíða betra veðurs. MIKIL SÍLD Á AUSTUR- MIÐUM. — RAUFAR- HAFNARVERKSMIÐJAN HÆTTIR. Frjettaritari blaðsins á Rauf- arhöfn símar í gærkvöldi: Fyrripart dags var hjer gott veður og síld um allan sjó frá Rauðanúp að Langanesi. I dag tók verksmiðjan síð- ustu síldina á þessu sumri. Þrær allar fullar og plásslaust fyrir mjöl og lýsi. Síðustu skip er lönduðu á þessari vertíð voru: Freyja frá Súgandafirði 250 mál, Már 250, Hermóður 400, Sæborg 500, Barði 350, Bliki 300, Hrafnkell goði 500, Reynir og Víðir 670, Fylkir Akranesi 500, Huginn III. 800, Garðar 700. Húsnæðl óskasl. Stúlka í fastri stöðu óskar eftir 2—3 herbergja íbúð, méð nýtísku þægindum. — Tilboð, merkt „20“, leggist inn á afgr. Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.