Morgunblaðið - 08.09.1940, Síða 3
Sunnudagur 8. sept. 1940.
3
MORGUNBLAÐIÐ
London eítir dð stríðið hófst
Frá götu í London. Hérfylking á ferð um götuna. Þinghöllin með
,.Bíg Ben“ í baksýn.
Tvö innbrot
I fyrrinótl
T fyrrinótt brutust breskir her-
menn inn í Kjötbúð Hjalta
Lýðssonar á Qréttisgötu 64 og
stálu þar einum kjötskrokk.
Höfðu þeir farið inn um ókrækt-
an glugga yfir búðardyrum, en
við það brölt brutu þeir ríiðu og
varð af svo mikill hávaði að fólk
varð vart við. Var þegar hringt
úr tveimur stöðum til lögreglu-
varðstofunnar og henni skýrt frá
þessu. Brugðu íslenskir og enskir
lögregluþjónar þegar við og fóru
á staðinn. Bar þá svo skjótt að,
að innbrotsmennirnir voru ekki
komnir lengra en suður á Baróns-
stíginn á móts við Egilsgötu. Þar
náðust þeir; voru 4 saman og
hafði einn kjötskrokkinn á bak-
inu. Bresku lögreglumennirnir
hirtu mennina og fóru með þá í
varðhald.
100 krónum í
skiftimynt stolið.
Þá var og í fyrri nótt brotist
inn í mannlaust herbergi á Lauga-
vegi 103. Býr þar Hannes Ágústs
son pylsusali og átti hann geymd-
ar um 100 krónur í smápeningum
í kassa í herberginu. Þessa pen-
inga hafði þjófurinn á braut með
sjer, og hefir ekki náðst í hann
enn.
Meistarakepni hefir farið fram
síðastliðna viku á golfvellinum.
Úrslitakepni verður í dag kl. 2.
Þá keppa í meistaraflokki kvenna
Herdís Guðmundsdóttir og Ólafía
Sigurbjörnsdóttir, í meistaraflokki
karla Gísli Ólafsson og Þorvaldur
Ásgeirsson og í 1. flokki karla
Hallgrímur F. Hallgrímsson og
Frímann Ólafsson.
Sýningin fekk
ekki eyri
Tíminn gefur rangar
upplýsingar
ÍÐASTUÐINN föstudag birt-
ist á fremstu síðu Tímans
smáklausa, sem ritstjórnin ætl-
ast sýnilega til, að ekki fari
framhjá lesendum, því að hún
er sett með feitu letri inn í
ramma. Klausan er svohljóð-
andi;
„ÞJÓÐVILJINN ræðst á Vilhjálm
Þór fyrir að hann hafi stungið
í sinn vasa launum fyrir vinnu
við síldarsölu í Ameríku. Til
leiðbeiningar kommúnistum og
íhaldi skal það tekið fram, að
allar tekjur fyrir störf Vil-
hjálms ganga til að standast
kostnað við sýninguna og önn-
ur störf, er hann vinnur fyrir
þjóðina“.
TIL ÞESS að lesendur Morgun-
blaðsins geti betur áttað sig á,
hvað hjer er átt við, skal þess
getið, að það kom nýlega fram
á aðalfundi síldarútvegsnefnd-
ar, sem haldinn var á Siglu-
firði, að Vilhjálmi Þór hafi s.l.
ár verið greiddar tæpar 40 þús.
krónur fyrir að annast sölu
síldar í Ameríku. Það eru vafa-
laust þessar 40 þús. krónur, sem
Tíminn segir, að runnið hafi til
sýningarinnar í New-York.
MORGUNBLAÐIÐ sneri sjer til
Haralds Árnasonar kaupmanns,
sem hefir haft aðalframkvæmd-
ir sýningarinnar með höndum
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
5500 tunn-
ur síldar til
Fyrsta salan
Samningár hafa tekist um sölu
á 5500 tunnum saltsíldar til
Svíþjóðar og verður þessi síld
send út nú næstu daga. Verðið
er 70 ísl. kr. tunnan, komin í skip
í höfn hjer.
Þessi sala hefir farið fram fyrir
milligöngu íslenska sendiráðsins í
Stokkhólmi (Vilhjálmur Finsen),
en Finnur Jónsson alþm. hefir
verið sendiráðinu til aðstoðar.
Sænska aðalkonsúlatið hjer í
Reykjavík hefir einnig unnið
dyggilega að þessari sölu.
Það þótti rjett að skýra frá
hvernig þessi sala hefir gengið til.
vegna frásagna Alþýðublaðsins í
gær, sem ekki er heil brú í að
neinu leyti.
Síldarútvegsnefnd hefir í alt
sumar unnið að síldarsölu til Sví-
þjóðar. Enn hefir ekki tekist að
ganga frá meiri sölu en hjer að
framan greinir. En unnið verður
að þessu máli áfram og er von-
andi, að úr rætist betur síðar.
Svíar vilja gjarna kaupa af okk-
ur talsvert af síld, en það hefir
til þessa strandað á öðrum ófrið-
araðilanum (Þjóðverjum). Þeir
hafa enn ekki leyft nema þessar
5500 tunnur.
En, sem sagt, síldarútvegsnefnd
vinnur áfram að þessu máli.
Nefndin nýtur þar dyggilegrar að-
stoðar sænska aðalkonsúlatsins
hjer og sendiráðsins íslenska í
Stokkhólmi. Hefir nefndin vou
um, að takast muni að koma í
gegn meiri síldarsölu til Svíþjóð-
ar á næstunni.
Haokadalskirkja
vfgð I dag
Vígsla hinnar nýju, endurbygðu
Haukadalskirkju fer fram í
dag, og hefst athöfnin um kl. 1.
Herra Sigurgeir Sigurðsson bisk-
up vígir kirkjuna, en, viðstaddir
verða sendiherra Dana, Jón Helga-
son biskup og aðrir gestir.
Ilin mikla friðunargirðing í
Ilaukadal og hin nýbygða kirkja
er reist fyrir gjafafje íslandsvin-
arins Christians Kirk verkfræð-
ings, sem nú er látinn. Hefir minn-
ismerki hans verið reist innan við
hlið friðunargirðingarinnar.
Tjald, sem tekur 300 manns,
hefir verið reist á staðnum og
verða þar veitingar og ræðuhöld
í sambandi við athöfnina.
Að Jaðri, skemtistað Templara,
fara fjelagar st. Einingin nr. 14,
berja- og skemtiför í dag kl. 1
stundvíslega frá G. T.-húsinu.
Reyk jnvíkurhöfn
lokað á nóttnnni
BRESKA SETULIÐIÐ hefir ákveðið að loka Reykja-
víkurhöfn á nóttunni. Kemur þetta til framkvæmda
í nótt.
Lokunin er þannig, að duflgirðing er sett í mynni hafn-
arinnar, og er höfninni lokað frá kl. 8 að kvöldi til kl. 6 að
morgni. Geta skip því ekki komist inn í höfnina á þessum
tíma. Lokun hafnarinnar verður á sama tíma framvegis, eða
,,þar til öðruvísi verður ákveðið' , eins og segir í tilkynningu
hafnarstjóra.
Brjefaviðskifti um verklegar fram-
kvæmdir A.s. Nðjgaard & Schuitz
Til atvinnumálaráðherra frá fjelögum múr-
ara og trjesmiða, og skýrsla til bæjar-
stjórnar frá Höjgaard & Schultz
D5. sept sendu fjelög
* Múrarameistara og trje-
smiða brjef til atvinnumálaráð-
herra og til bæjarstjórnar
Reykjavíkur út af verktöku Höj
gaard og Schultz, þar sem þess
er vænst, að ráðherrann taki
málið til athugunar.
Brjefið til ráðherrans er svo-
hljóðandi:
Háttvirti atvinnumálaráðherra.
Samkvæmt viðtali og brjefaskiftum
er iðnfjelögin hafa haft við ráðuneyti
yðar í sumar, er yðnr kunnugt, að at-
vinnuleysi á meðal byggingarmanna
hefir verið mjög mikið, síðari hluta
síðasta árs og þetta ár, þar til nú að
breska setuliðiö hóf byggingu her-
mannaskálanna. Þessi vinna er þó þeim
annmörkum háð, að hún er aðeins fyrir
þá, sem vinna hjá öðrum. Við þessn
vasri ekkert að segja ef ekki hefði
bfugðið svo við, að útlent byggingar-
fjelag (Höjgaard & Schultz), er hjer
hefir með stórverk að gera, tekur að
sjer í ákvæðisvinnu að franikvsema
verk fyrir breska setuliöið, sem að engu
er frábugöið hliðstæöum verkum er
innlendir byggingamenn, hafa áður
leyst af hendi. Þó er engum innlendum
byggingamönnum gefinn kostur á aö
bjóÖa í þetta verk. Hafa þeir þó verk-
færi og áhöld, sem þeir hafa keypt
dýru veröi, og því fyllilega samkepn-
isfærir að því leyti, til að framkvæma
verkiö, en ekki gefinn kostur á að
njóta samkepninnar.
Aöur áminnst fjelag hefir flutt hing-
að inn byggingarefni og áhöld til á-
kveðins verks, tollfrjálst, sem ætla má,
að notað sje til áðurgreinds verks, að
einhverju leyti.
Vjer vonum að þjer háttvirtur ráð-
herra, takið þetta mál til athugunar- og
á þann veg, aö íslenskir byggingamenn,
hvort sem þeir eru æöri eða lægri, fái
af njóta fylsta rjettar í sínu eigin
landi, og þurfi ekki að eiga yfir höfði
sjer þá hættu, að útlent byggingarfje-
lag, er fær hjer fríðindi um stundar-
sakir, til framkvæmda á ákveönu verki,
fái aðstöðu til að keppa á móti íslensk-
tm byggingarmönnum, meö þeirri sjer-
stööu, að það hefir yfir að ráða toll-
frjálsu efni og ef til vill undanskilið
þeirri skattaálagningu til bæjar og rík-
is, sem íslenskir menn verða að greiða
Virðingarfylst.
| F.h. Trjesmiðafjelags Reykjavíkur,
| F.h. Múrarameistaraf jelagsReykjavíkur,
rá K. Langvad yfirverkfræð-
ing'i við firmað Höjgaard og
Schultz hjer hefir bæjarstjórn
borist brjef eða skýrsla út af á-
lykttminni, sem gerð var á síðasta
bæjarstjórnarfundi, um fram-
kvæmdir firmans hjer í bænum.
Er í niðurlagi brjefsins sagt svo,
að þess sje vænst að bæjarstjórn
geri almenningi kunnugt innihald
þess.
I brjefinu segir svo:
- Við ályktun þá, sem samþykt vax
einróma á síðasta bæjarstjómarfundi,
leyfum vjer okkur hjer meö að gera
eftirfarandi athugasemdir:
Verk þau, sem við í ár höfum tekið
að okkur til framkvæmda, höfum við
tekist á kendur samkvæmt beinum til-
mælum Gðkomandi verkbjóðanda, þar
eð sjerstakar kringumstæður hafa gert
það mjög eðlilegt að verkbjóðendur
snúi sjer til okkar.
1 síðastliðnum nóvembermánuði sneri
Landsíminn sjer til okkar viðvíkjandi
fyrirætlun um að leggja símastrengja-
pípnr með tilheyrandi jarðhúsum í
Miðbæinn. Þaö er svo eðlilegt að vinna
þetta verk I sambandi við gatnakerfi
Hitaveitunnar, að það hefði verið 6-
skynsamlegt af Landsímannm að
sleppa því tækifæri. Því þeir geta
best gert jarðsímakerfið, sem gera
gatnakerfi Hitaveitunnar, þar eð vinna
þarf bæði verkin samtímis í hverri
götu. Mörg verkleg atriði koma þar til
greinai, sem ekki er hægt að gera
nema í mjög náinni samvinnu.
Nokkrir fimdir vóru haldhir um þetta
í nóvember milli landsímastjómarinnar
FRAMH. Á SJÖTTU Sfi)U.
Snfóar níðtir
í bygð
Frjettaritari Morgunblaðsins á
Akureyri símar í gær:
Hjer er nú norðan hvassviðri
og mikill knldi. Snjóað hefir í
fjöll hjer allsstaðar og jafnvel
niður á láglendi. Tún ern víða
alhvít hjer nm slóðir.
Frjettaritarinn á Siglufirði sím-
ar: Síðasta sólarhring hefir verið
versta veður, norðanstormnr með
snjókomu. Alhvítt niður í bygð.