Morgunblaðið - 08.09.1940, Side 5

Morgunblaðið - 08.09.1940, Side 5
Sunnudagur 8. sept. 1940. JPIorjcpsttM&fttd Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjðrar: J6n Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgfiarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. t— Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,50 & mánuSi innanlands, kr. 4,00 utanlands. t lausasölu: 20 aura eintakiS, 25 aura meS Lesbók. Röng stefna ÞAÐ er ekki vafi á því, að afkoman hjá okkur íslend- íngum gæti nú verið mjög góð, ef xjettilega væri á haldið. Vegna Jiess hve vel hefir gengið hjá sjávarútveginum á þessu ári, hef- Ir hagurinn út á við hatnað stór- kostlega á árinu. Hefir verslunar- jöfnuðurinn sennilega aldrei ver- Jð okkur hagstæðari en einmitt nú. En hvað á að gera, til þess að tryggja afkomu þjóðarinnar i slíku árferði? Hjer í blaðinu hefir oft og inörgum sinnum verið bent á, hvað gera j)yrfti. í fyrsta lagi á ríkið að greiða allar þær erlendu skuld- ir, sem það liefir einhverja mögu- leika á að greiða. í öðru lagi á að leggja áherslu á, að hirgja landið með nauðsynjavörum og reyna á þann hátt að sporna við verðhækkun nauðsynja í landinu, sem fyrirsjáanleg er, ef stríðið stendur lengi. / Þegar þessi mál báru fyrst á góma í opinberum umræðum, var helst að skilja á Tímanum, að besta ráðið væri að gera ekki neitt. Það ætti að safna fje í sjóð- um erlendis og geyma það, uns stríðinu væri lokið. Síðar gat þó Tíminn fallist á, að rjett myndi vera að greiða eitthvað af skuld- unum. En þar við skal látið sitja, segir Tíminn. Ef vissa væri fyrir því, að stríð- inu myndi brátt verða lokið, og að ekki þyrfti að óttast verð- hækkun nauðsynja að stríðinu loknu, ])á væri ekkert við því að segja, þótt farið væri að ráði Tím- ans. En hvaða líkur eru fyrir því, að þannig verði það? Lík- urnar eru alls engar. Þvert á móti eru hinar líkurnar miklu sterk- ari, að stríðið standi lengi og að framundan^ sje stórfeld verðhækk- un nauðsynja, og ekki aðeins með- an stríðið stendur, heldur einnig að því loknu. Það er því ðkki víst, að okkur , haldist lengi á þeim sjóði, sem nú kynni að Vera fyrir hendi. Fari svo, að grípa þurfi til sjóðs- ins, til þess að kaupa nauðsynjar fyrir miklu hærra verð en fáan- legar eru, þá verður sjóðurinn ekki lengi að hverfa. En hið beina þjóðartap nemur tugum miljóna, auk óbeina tapsins, sem skapasc af dýrtíðinni í landinu. Hvernig sem á mál þetta er litið, er það áreiðanlega óhyggi- legt mjög, að hið opinbera skuli á þessum tímum takmarka svo mjög innflutning nauðsynja, sem raun er á. .Með því er þjóðarbú- skapnum beinlínis stefnt í hættu, auk þess sem ríkissjóður verður gerður vanmegnugur þess, að rísa undir þeim býrðum, sem á honurn koma til að hvíla í náinni fram- -tíð. % Reykjauíkurbrjef 7. sept. MNIIIIIIIHIMIIIIHIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIilllllllllllllllvr Sumri hallar. austvindar hafa blásið yfir landið undanfarna daga, kaldir og liráslagalegir, svo ótíð- in hjer sunnanlands ætlar ekki að verða endaslepp á þessu merki- lega viðburðaríka sumri, sem engu sumri ep líkt, að því er inn- lenda viðburði snertir, þegar alt er með talið. En um það furðu- legasta og merkilegasta er svo sáralítið talað. Og furðulítið sem menn vita um aðgerðir hinna er- lendu manna. Það er olnbogarúm í landinu okkar, enda hefir aldrei verið þröngt hjer um mannfólkið. Fregnirnar um, að ríkisstjórnin sje í þann veginn að gefa út lög um stríðsvátryggingar fasteigna koma samtímis haustvindunum. Það er vísbending og verkleg sönnun um það, að þjóðin hugsi sjer að standa saman, hvað sem að höndum kann að bera. Og ekki að yita að við ættum auðvelt með að fara eins að eins og Finnar, að jafna niður tjóninu af hernaðar- skemdum eftirá. En það gerðu þeir eftir styrjöldina £ vetur. Þeir eru æfðir í því að standa saman, Finnar. Síldin. r jeg um daginn spurði kunn- ingja minn á Norðurlandi frjetta í síma, sagði hann, að þar hefði tvent á þessu sumri verið mest áberandi — Bretar og síld. Og enn er síld um allan sjó við Sljettu og Langanes. Hún gerir það ekki endaslept síldin í ár. En þegar hún einliverntíma hverfur, þá velta menn því fyrir sjer, hvernig beri að skilja þetta óvenjulega ríkidæmi sjávarins. Er hjer að renna upp ný síldar- öld, eins og í gamla daga, fyrir aldamót, er menn þurftu stund- um lítið annað en rjetta hendina niður í sjóinn í flæðarmálinu til að fá síld? Ellegar er veiðin að einliverju leyti því að þakka, hve aðrir veiða lítið í ár? Árni Frið- riksson hallast að þeirri skoðun, sem kunnugt er, að síldin hjer við land sje lijer í sumarheimsóka frá Noregi. Og þessi mikla ganga hjer' í ár sje „sama síldin“ og gaf óvenjulega veiði þar fyrir fjórum árum. Einhverntíma verður þao leitt í Ijós, hvort þetta er rjetr. eða ekki. Yeiðin. ikill hluti síldarafurðanna, sem kominn er á land, er óseldur. Því lagt var iit á veið- arnar þegar seldar voru afurðir, sem samsvöruðu meðalafla á þann flota, sem búist var við að stundaði veiðar þessar. Þegar veiðin reyndist svo ör, að tregða var á afgreiðslu skipanna, flúðu ýms stærri skipanna frá síldinni til annara veiða. Samt varð flotinn langtum of mikili fyrir verksmiðjurnar og móttöku- skilyrðin í landi. Utaf þeirri töf, sem varð við afgreiðslu skipanna, liafa menu efnt til samtaka um að byggja stórfelda verksmiðju fyrir næstu vertíð. Jeg fæ ekki sjeð það sjálf- sagða í þeirri leið. Iléfðu t. d. verksmiðjurnar verið helmingi stærri í sumar en þær eru, þá hefðu skipin að vísu fengið sama afla á styttri tíma. En þá hefði líka sá tími Komið þeim mun fyr, að svo mikið væri komið í land af óseldum afurðum, að tvísýnt hefði orðið um sölu þeirra. Og live mikið var þá unnið? Og hvernig sem á töf veiði- skipanna er litið, þá er eitt víst,, að það voru londunarskilyrðin og geymsluhættir síldarinnar, sem takmörkuðu hve mikil veiði komst á land á sólarhring. Ef hægt er að afgreiða fleiri skip og geyma síldina í landi óskemda langa tíma, er hægt að auka afköst skip- anna. Og það er eftir því, sem menn sækjast. Fólkið, sem vinnur í landi við að gera verslunarvöru úr síldinni, vill heldur að starfs- tíminn verði sem lengstur á ári þar. Þeim mun fleiri síldarmál, sem unnin eru í sömu verksmiðj- unni, þeim mun ódýrari er vinsl- an, að öðru jöfnu. Valdamisbeit- ingin. um rök til A-arnar röngum málstað eru stundum áhrifa- ríkari en sterk málefnaleg sókn þeirra, er rjett mál flytja. Hjer í blaðinu hefir þráfaldlega verið sýnt fram á misbeitingu valdsins af liendi Framsóknar- manna á sviði verslunarmálanna. „Höfðatöluregla“ þeirra hefir verið afhjúpuð og stendur *ber- strípuð hverjum hugsandi manni, sem eitt liið allra ámótlegasta skrípi brjóstvits-heimspekinnar. Sjerrjettindi S. í. S. um afnot og umráð gjaldeyrisins hafa verið marg sönnuð, og enda þótt rök liggi að nauðsyn nokkurra versl- unarhafta, hefir óteljandi sinnum verið skjalfest, að til þeirra hafta, sem nú eru í gildi og þeirrar framkvæmdar, er um árabil hefir viðgengist, liggja engin rök önn- ur en þau, að með þeim hætti hefir Framsókn best sjeð sínum eigin hagsmunum borgið. Alt þetta hefir Mbl. sýnt og sannað oftar en tölu verði á komið. Tíminn hefir látið þau rök sem vind um eyru þjóta. Hann hefir horft á málið frá sínu sjónarmiði, og sagt frá því einu, sem hann taldi sínum flokki henta. Smátt og smátt hefir þó tekist að þoka Framsóknarmönnum úr vígstöðunni. Með því að flækja þá í eigin staðhæfingum hafa þeir verið hraktir iir hverri skotgröf- inni af annari. Nú loks eru þeir komnir í síðustu varnarlínu. Nú eiga þeir ekkert skjól annað en það, að úr því Ólafur Thors af- nemi ekki hömlur á útflutnings- versluninni, þá sje þar með sann- að, að innflutningshöft sjeu nauð- synleg. Þetta er sverðlð, sem Tíminn sveiflar síðustu vikurnar, einasti brandurinn, sem hinir bágstöddu búast við að bíta muni. Tilboð. eg þykist mega fullyrða, að Ólafur Thors sje fiis að semja viS Framsókn um, að leggja niður t. d. Fiskimálanefnd og Síldarút- flutningsnefnd, þótt vitað sje að hann, sem aðrir Sjálfstæðismenn telji, að til þess beri ekki nauð- syn meðan Sjálfstæðisflokkurinn fer með yfirstjórn þeirra mála. En hvað sem því líður, verður að ætla að TÍminn kunni skil á mun- inum á útflutningshömlum og inn- flutningshömlum. Skipulögð sála útflutningsafurð- anna getur oft verið nauðsynleg, í því skyni að hindra, að sam- kepni þeirra| er slíka vöru bjóða, valdi óeðlilegu verðhruni á er- lendum markaði. Með þessu græð- ist þjóðinni fje. Það afsakar höft á útflutningsversluninni. Ilöft á innflutningsverslun ganga alveg í gagnstæða átt. Þau útiloka samkepni þeirra, er slíka verslun vilja reka og verða með því þess valdandi, að þekking og dugnaður fær ekki að vera að verki til þess að kaupa sem besta og ódýrasta vöru á erl. markaði til þarfa þjóðarinnar. Á því tap- ar þjóðin fje. Framsóknarmenn eru eigi svo fákunnandi, að þeir gangi þessa duldir. Að þeir nú beita þessuni „rökum“, er sterkasta sönnun þess, að þeim er ljóst, að þeir halda eigi aðeins á röngum mál- stað, heldur líka óverjandi. Maður líttu þjer nær. llir kannast við söguna um manninn, sem batt vasa- klútnum sínum í umbúðir u m, höfuðið á sjer, þó heilbrigt væri. Er hann var að því spurður, hvað þetta ætti að þýða, sagði hann það vera til þess að leiða athygli manna að höfðinu — en sem lengst frá fótnnum. Hann var á svo skítugum skóm! Langlokugreinar í Tímanum um málefni Reykjavíkur minna á að- ferð þessa manns. Þar á að þyrla upp ryki um vandamál og erfið- leika þessa bæjarfjelags á undan- fö.rnum árum, og má svara því lið fyrir lið og reka alt öfugt ofaní höfuudana, ef í það er eytt papp- ír og svertu. En hversu lengi sem þeir skrifa Tímamenn um þessi mál, fá þeir enga sál hvorki í Reykjavík eða út um bygðir landsins til þess að gleyma þeirri staðreynd, að erfið- leikar bæjarfjelagsins stafa fyrst og fremst af hinni öru mannfjölg- un í bænum og aðstreymi fólks úr sveitum landsins. Síðan er rjett að benda þeim, sem enn kunna að hafa skýlu fyrir augunum á það, að það eru Framsóknarmenn, sem í 20 ár hafa ætlað sjer að vinna að „alhliða viðreisn“ sveitanna, svo fólkið fengist til að vera þar kyrt. En þeir Framsóknarmenn hafa svik- ist um þetta, eða hvorki haft til þess vit eða manndóm. Svik Framsóknar í viðreisnar- málum sveitanna er mesta vanda- mál Reykjavíkur, og hefir verið svo lengi. Mega þeir Tímamenn lmgleiða það mál eins lengi og -þá hTstir, en geta aldrei sjálfir kom- ist að annari niðurstöðu, ef þeir vilja líta á málefni þjóðarinnar með raunsæi og drenglund. Heima og erlendis. taf ábendingum, sem birtust hjer nýlega um afstöðu Framsóknarflokksins til einræðis- aðferða og „friðar ofbeldisins“ rauk Tíminn upp á nef sjer hjer um daginn og hjelt því fram. að sá sem þessar línur ritar, hefði verið eða væri fylgismaður hinna þýsku nazista. Það er hægt að láta sjer slíkar aðdróttanir í ljettu rúmi liggja, af því fyrir þeim finst en ginn stafur nje flugufótur. Þó væri það athugandi, hvort ekki væri rjett að láta ritfífl, sem þannig tala, sæta fullri ábyrgð orða sinna, ef ekki vildi svo heppilega til, að enginn Islendingur er svo trú- gjarn til, hversu mikill Framsókn- armaður sem hann er, að hann taki mark á því, sem Tíminn skrifar um nólitíska andstæðinga. En um nazismann í Framsökn- arflokknum er ástæða til að ræða nánar, og útskýra hann þetur fyrir þjóðinni, en gert hefir verið. Það skal skýrt tekið fram, svo enginn geti nokkurntíma misskil- ið, að hinn íslenski Framsóknar- nazismi er alinnlent fyrirbrigði og í engu sambandi við núver- andi valdhafa Þýskalands. Kommúnistar eru eini flokkur- inn hjer á landi, sem er í beinu sambandi við erlendar áróðurs- miðstöðvar. Hann er fyrirbrigði fyrir sig, sjerstakur þáttur þjóð- lífs vors, sorprenna, sem er hvorki verri nje betri en land- ráðasorp annara þjóða. Tvær stefnur. að ætti að vera hægt að átta sig á því, hvaða meginstefn- ur það eru, sem barist er um í heiminum, þó viðureignin væri ekki komin svo langt, að aflmestu þjóðir heims jysu eldsprengjum yfir miljónahorgir allan sólar- hringinn að heita má. En svo svæsin eru átökin þessa dagana um það, hvort persónulegt frelsi og sjálfstæði einstaklinga eigi að fá að vera til í heiminum, eða það alt skuli ofurseljast einvaldskúg- urum. En mörg afbrigði eru uppi í heiminum, sem kunnugt er, af kúgunarstefnunni. Og eitt þeirra hjerna í Framsóknarflokknum. Sem heimtar samvinnu og frið í innanlandsmálum á þeim grund- velli, að aðrir beygi sig fyrir hans vilja, hann fái í friði ofbeldisins að halda sjerrjettindum sínum. Þetta er hin augljósa mynd af' kúgun og stefnu þess stjóm- málaflokks í dag, og ætti engum að dyljast, livorki flokksmönnum hans nje öðrum. En þar með er það ekki sagt. enda væri það f jarstæða, að bendla flokk þann við gálausan fíflaskap fáeinna manna, sem hafa) látið sig drevma dagdramna um það, að þeir gætu orðið álíka sendiboðar þýskra nazista eins og kommún- istar eru verkfæri í höndum Moskvamanna. íslendingar. Engum dettur í hug að loka augunum fyrir þiTí, að ein- ræðisstefnan á sjer ískyggilega marga formælendur um gervallan heim ,svo marga, að vel getur maður látið sjer deáta það í hug, að upp renni yfir lieiminn hólma- laust myrkur ófrelsis og kúgunar. Og menn mega ekki heldur skélla þeirri sök á einstaka menn eða þjóð, ef svo fer. Því upptökin að slíku aft.urhvarfi menningarinnar eru vitanlega í þeim meinsemd- um, sem fengið hafa að þróast í frelsi undanfarinna ára. En fáar þjóðir í heimi ættu að eiga þægilegra með það en við FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTJ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.