Morgunblaðið - 07.12.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.12.1940, Blaðsíða 5
Iftaugardagur 7. des. 1940. 5 otBtmMii&id ÍJtgef.: H.f. Arvakur, Reyitjavlk. Rltatjðrar: Jðn Kjartaniaon, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.). Aug'lýsingar: Árnl Óla. Rltatjörn, auglýilUKar or afgrelCaia: Austurstrætl 8. — Slaal 1800. Áakriftargjald: kr. 8,60 á. aaánuBl lnnanlands, kr. 4,00 utanlanda. 1 lausasölu: 20 aura eintaklB, 26 aura metJ Lesbðk. Gísli Sveinsson sýslumaður, Vetrarhjáipin Vetrarhjálpin hóf starfsemi sína í gær. Það er nokkuð seinna en undanfarin ár, sem stafar af því, að ekki var unt . að fá hentugt húsnæði fyr en nú. Það er sem betur fer ekki eins dapurlegt umhorfs hjá mörgum heimilum í bænum nú og undanfarin ár. Atvinnan .hefir verið drjúgum meiri og Jþau eru mörg heimilin, sem nú hafa sæmilega afkomu, en áð- ur höfðu ekki neitt. Þetta ljett- ír starf Vetrarhjálparinnar. En hinu má heldur ekki rgleyma, að enn eru mörg heim- iíin í bænum, sem eiga við mjög ^Jnröngan kost að búa. Ýmsar á- ; stæður geta legið til þessa. En : aðallega munu ástæðurnar vera jþær, að heimilisfaðirinn hefir •ekki getað stundað þá vinnu, sem í boði hefir verið, vegna i heilsubrests, elli eða þvíumlíkt. En þá verðum við líka að minn- ast þess að hjá þessum heim- ilum er róðurinn þyngri en nokkru sinni áður, vegna hinn- ar þungbæru dýrtíðar, sem nú herjar þetta bæjarfjelag. Þeir, :sem sæmilega afkomu hafa nú • og þessvegna geta veitt sjer ým- islegt, sem áður urðu að neita ■ sjer um, vita vel hve fljótt dag-, viku- og mánaðarkaupið er að fara. En ef þeir vilja í ró og næði íhuga þetta stundarkorn, ; ættu þeir að geta sett sig í spor hinna, sem litla eða enga vinnu hafa haft og því ekkert handa .á milli, er þeir koma í búð- .irnaT. ★ "¥jer efumst ekki um, að : Reykvíkingar munu nú, sem • endranær muna eftir heimilun- um, sem bágt eiga. Á liinum miklu erfiðleika- og þrenginga- tímum síðustu árin, gleymdu : Reykvíkingar aldrei bágstöddu heimilunum. Síðastliðið starfsár !Ham verðmæti það, sem Vetrar- !Íhjálpin úthlutaði til bágstaddra om 63 þús. króna. Af því voru gjafir frá einstaklingum um 49 hús. kr. En þeir, sem aðnjótandi voru úthlutuninni voru 334 ein- staklingar og 709 fjölskyldur, •er höfðu á framfæri sínu 1381 barn. ★ Þannig var hjálpsemi Reyk- víkinga í fyrra, í öllum þeim miklu þrengingum, sem þá voru. Hjá mörgum hefir orðið mikil breyting frá í fyrra, aðstaðan batnað stórum og þeir eru eigi fáir, sem hafa nú talsverð pen- ingaráð. Ætti því, ef menn eru samtaka, að vera leikur einn, að veita bágstöddu heimilunum þá hjálp, sem þau nú þarfnast svo mjög. Morgunblaðið veitir móttöku gjöfum og samskotum til Vetr- „arh j álparinnar. U inn af mætustu embættis- mönnum landsins, Gísli Sveinsson sýslumaður or al- þingismaður í Vík, er sex- tugur í dag. Gísli Sveinsson er Skaftfelling- ur í húð og hár. Hann er fæddur í Oræfum og hefir lengst af dval- ist í sýslunni, m. a. verið sýslu- maður Skaftfellinga í meira en 20 ár, eða síðan 1918. Hann er elsk- aður og virtur af sýslungum sín- um, enda hefir liann verið þeim alt í senn heilrát.t, nærgætið og skörulegt yfirvald. Það ræður af líkum, að slíkur maður sem Gísli Sveinsson, liefir mörgum opinberum trúnaðarstörf- um gegnt, um dagana. Alstaðar hefir mikið að honum kveðið. Á Alþingi er hann hinn mesti skör- ungur, heilsteyptur, hreinn og flekklaus. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fór fram á það við Gísla Sveins- son, að hann, ásamt frú sinni, yrði hjer í bænum á afmælisdaginn og sæti samsæti er miðstjórnin geng- ist fyrir. En Gísli gat ekki: þegið boðið, því að’ hann hafði lofað hjeraðsbúum, að vera heima þenna dag. Þeir, sem vita, hvað Gísli hefir verið fyrir Skaftfellinga, skilja ofur vel, að þeir vilja hafa hann í sínum hóp á þessum merk- isdegi. Við hinir, sem einnig hefð- um viljað vera í návist hans þenna dag, verðum að láta okkur nægja að senda honum kveðjur úr fjar- lægðinni. Benedikt Sveinsson bókavörður, sem manna best þekkir Gísla Sveinsson að fornu og nýju, hefir ritað eftirfarandi grein um hann: ★ ísli Sveinsson sýslumaður og alþingismaður Skaftfellinga verður sextugur í dag. Þó að hann sje fjarstaddur oss Reyk- víkingum og margir vor á meðal hefði óskað þess að sitja með hon- um á þessum merkisdegi ævi hans, þá er þess nú eigi kostur fyrir fjarlægðar sakir og torleiðis. Það fer vel á því, að Gísli Sveinsson er og hefir lengi ver- ið hvorttveggja, æðsti valdsmað- ur Skaftfellinga og fulltriii þeirra á Alþingi, því að hann er bor- inn þar og barnfæddur, sannur sonur þessa svipmikla og tignar- lega hjeraðs. Ýmsar greinir ætt- ars hans hafa átt þar heima um langan aldur, og aðrar, ]>ótt að- komnar væri úr öðrum hjeruðum, dafnað þar vel og ílenst. Nefni jeg þar fyrst afsprengi hins merka og mikilhæfa vísindamanns og læknis Sveins Pálssonar, sem lengi bjó í Vík og var langafi Gísla sýslumanns. Paðir Gísla, dóttursonur Sveins læknis, var Sveinn Eiríksson, síðast prestur í Ásum (druknaði í Kúðafljóti 1907), alþingismaður Skaftfell- inga 1886 til 1891, kynbor- inn Skaftfellingur að faðerni, röskleikamaður, djarfur og þjóð- rækinn, en fátækur að jarðnesk- um auði. Þá var móðurætt Gísla sýslumanns eigi síður rótgróin og traustlega tengd Skaftafellsþingi, því að móðurfaðir hans, Páll pró- fastur Pálsson í Hörgsdal, var fulltrúi Skaftfellinga á þjóðfund- imrrn 1851, og ýmsir þeir frænd- sextugur í dag ur fleiri hafa verið fulltrúar hjer- aðsins síðan á Alþingi og miklir virðingamenn lieima fyrir. Gísli hafði snemma ' mikinn áhuga á þjóðmálum og tók mik- inn þátt í þeim þegar á skólaár- um sínum. Var það hvorttveggja, að þjóðmála-áhugi var honum í blóð borinn, og hitt, að á þeirn árum, er hann var í latínuskól- anum, vóru stjórnmál mjög á dagskrá þjóðarinnar, fyrst deilan milli „Valtýinga“ og Heima- stjórnarmanna, og er á þá deilu leið hófst landvarnarstefnan. Ungir mentamenn höfðu mikinn hug á sjálfstæðiskröfum þeim og hreifingum, er þá vóru uppi og lágu ekki á liði sínn að efla þann málstað, er þeir fylgdu. Gekk Gísli snemma fram fyrir skjöldu og talaði hiklaust máli fullkom- ins skilnaðar við Dani og hjelt þeim málstað uppi, hvar sem við varð komið, í ræðu og riti. Þeg- ar hann kom til háskólans í Kaup- mannahöfn var þar og sívaxandi hugur ungra Islendinga á ölliim þjóðernismálum, bæði um stjórn- mál og annað. Hafði mörgum góð- um mönnum verið hugur á, að flytja heim „Hafnardeild" Bók- mentaf jelagsins, en lítt orðið ágengt, enda hafði vegur þeirrar deildarinnar verið meiri fyrrum, meðan Jón Sigurðsson hafði völd og ráð fjelagsins. Þegar Gísli var kominn þar til náms tók hann brátt forustu heimflutnings- manna. Sótti hann það mál með svo miklum skörungskap og festu, að hann vann fullnaðarsigur að lokum, deildin var „flutt heim“ og sameinaðist Reykjavílrurdeild inni. Síðan er þetta elsta bók- mentafjelag vort „eitt og óklof- ið“ og á heimilisfang sitt í höf- uðstað landsins. Gísli hafði hina mestu virðing af máli ]>essu, því að lítið hafði á. unnist fyrr en hann tók forustu þess. Var þetta mjög mikið kappsmál meðal Islendinga í Höfn, því að fjelagsdeildin var að mestu í höndum íslensku pró- fessoranna, og börðust þeir með oddi og egg gegn lieimflutningn- um. Var það mikið afrek af Gísla, svo ungum manni, að bera sigur af hólmi í þeirri viðureign. Á Hafnarárum sínum var Gísli heilsuveill og varð að hverfa frá námi um hríð. Kom hann heim til íslands 1906 og dvaldist þá á Akureyri á annað ár. Stundum hafði verið að orði haft „Akur- eyrarlogriið' ‘ á undanförnum ár- um, en nú tók heldur að hvessa, því að Gísli gekk fljótt í önd- verða fylking sjálfstæðismanna, ritaði mikið í blað þeii-ra og tal- aði djarfmannlega á mannfund- um. Árið eftir gaf Gnðmundur læknir Hannesson út bækling sinn um stjórnmál, er hann nefndi ,„í afturelding“ og mælti fast fram með fullum skilnaði milli Dan- merkur og íslands. Kveðst hanu hafa ritað bækling þann að livöt- jum Gísla Sveinssonar og með hans ráði. Vakti bæklingur þessi Gísli Sveinsson. margan mann af svefni víða um land og kom að miklu liði í sjálf- stæðisbaráttunni. Vóru þeir Gísli eindregnir samherjar meðan þeir vóru saman á Akureyri og varð gott til liðs. Er það í minnum og í frásögur fært, er þeir háðu þingmálafund að Ljósavatni og kljáðust þar 16 klukkustundir samfleytt við forsvarsmenn „heimastjórnar". Var við brugðið rökfestu Gísla og málafylgi. Þótti fylgismönnum sjálfstæðismálanna norður þar góður gestur kominn í bygðir þeirra. Akureyrarbær og stjórnmálafje- lagið „Skjaldborg“ (fjelag Sjálf- stæðisflokksins þar) kusu fjóra menn til Þingvallafundarins, er háður var í júnímánuði þetta ár (1907). Var Gísli Sveinsson einn fulltrúanna og tók þátt í störf- um fundarins og tillögum. Vóru þar samþyktar ákveðnar og snarp- ar tillögur með samhljóða fylgi. Fundur þessi var fjölsóttur og markaði grundvöll fyrir sjálf- stæðisbaráttuna, sem fylgt var jafnan síðan, sem kunnugt er. Árið eftir reit Gísli Sveinsson allítarlega og skipulega grein um Sjálfstæðismál íslands, yfirlit yf- ir sögu málsins 1907. — Kom það fram þá um haustið 1908, hve mikið landvarnarmönnum og öðr- um sjálfsæðismönnum hafði ágeng orðið undanfarin ár, er „uppkastinu“ nafnkunna var sálg- að. Gísli laulc embættisprófi í lög- um við Kliafnarháskóla veturinn 1910. Fór hann þá heim til ís- lands, settist að í Reykjavík, varð málaflutningsmaður við landsyfir- rjettinn alt til 1918. En 1. júní það ár var hann skipaður sýslu- rnaður í Skaftafellssýslu og hefir gegnt því starfi síðan óslitið. Allan þann tíma, sem Gísli átti heima í Rvík, tók hann mjög mik- inn þátt í sjálfstæðisbaráttunni og var sjálfkjörinn foringi þeirra, er eindregnast báru fram skiln- aðar-kröfuna. Ritaði hann þá og að staðaldri í blöð og tímarit um margskonar efni, auk stjórnmála, svo isem bókmentir og trúmál. Ár- ið 1915 reit hann . bækling, er hjet „Skilnaðarhugleiðingar. Nokk ur rannsóknaratriði“. Er það gagnort_ og rækilegt yfirlit um málið. Vann hann í mörgum nefndum á þessum árum með mesta dugnaði og ósjerhlífni. Skal hjer fyrst getið nefndar þeirrar, er Fiskifjelag íslands kaus 1913, til þess að athuga land- helgisvarnir íslands. Lagði nefnd þessi eindregið til, að Alþingi gerði gangskör að því, að þjóðin tæki sem fyrst í sínar hendur strandgæsluna. Árið 1916 var hann kosinn í Flóaáveitunefnd- ina, er var mjög umsvifamikið starf. Þingmaður Vestur-Skaft- fellinga var hann 1916—1922, en sagði þá af sjer þingmensku sak- ir heilsubrests. Á síðari árum hefir hann aftur náð góðri heilsu og þá færst í aukana á ný. Var hann. aftur kosinn þm. Vestur-Skaft- fellinga 1934 og hefir hann átt þar setu síðan fyrir þeirra hönd. — Meðal mikilvægra trúnaðar- starfa, er Gísli hefir haft á AI- þingi eða fyrir þess hönd, er þess að geta, að hann hefir verið full- trúi íslendinga* í dansk-íslensku ráðgjafar-nefndinni. Mun það ein- mælt, að þar hafi verið valinn „rjettur maður í rjettan stað“. Þá er að drepa á eitt hið göfg- asta mál, er Gísli Sveinsson hefír nokkuru sinni haft með höndum og alþjóð er allra mála hjart- fólgnast og hverjum Islendingi þykir því meira máli skipta sem hann er vitrari og langsýnni, en það er „endurheimt íslenskra. skjala og gripa úr söfnum í Dan- mörku“. Hefir Alþingi haft méí þetta talllengi með höndum. Hefir Gísli gerst oddviti þessa máls síðan hann var kjörinn í ráð- gjafarnefndina. Skrifaði liann um málið prýðilega ritgerð í 1. hefti. Eimreiðarinnar þessa árs og seg- ir þar frá, hversu því er komið. Höfum vjer jafnan treyst Gísla allra manna best til þess að ná þar slíkum úrslitum, sem um heimflutning „Hafnardeildar“ Bókmentafjelagsins, sem áður er á vikið, enda er það aðeins „til þess að tefja tímann“, ef ekki er orðið við slíkri kröfu. Mun hún aldrei verða látin niður falla fyrr en fram gengur. í>að yrði langur uppi, áður taldar væri allar mikilvægar at- hafnir Gísla Sveinssonar í þágn hjeraðs síns og þjóðar. Hefir hjer verið: á fátt eitt drepið um ]>au störf hans, er alþjóð varða mest. Hann hefir einatt verið grjót- páll fvrir málum Skaftfellinga. Það er mælt, að betri sje hús- bruni en hvalreki á fyrsta bú- skaparári. Svo varð það, aS Kötlugos dundi yfir hjeraðið haustið 1918. Samdi Gísli þá þeg- ar nákvæma og ljósa frásögn um þann atburð allan og sendi skýrslu þá stjórnarráði, en það ljet prenta. Þótt gos þetta gerði usla fyrst í stað, þá rjettist brátt við hagur hjeraðsmanna, enda hafa þeir átt' ótrauðan forvígis- manninn um hvers konar sam- göngubætur og önnur menning- armál, þar sem Gísli SveiUSson er. Hafa vinsældir hans og virð- ingar farið sívaxandi í hjeraðinu með ári hverju. Embættisrekstri FRAMH. Á SJÖTTTJ SÍÐTT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.