Morgunblaðið - 07.12.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 7. des. 194&. *,«immimmimmiimmimmiiiiinuiminmuumiunuiiH'’ BÆKUR imrnmmmmtmn Verið þjer sælir, herra Chips James Hilton: Verið þjer sælir, herra Chips. Iþessari stuttu skáldsögu eru engin veruleg straumbrot, ■engin liarðsnúin átcik milli ills og góðs, engar stórbrotnar mannlífs- lýsingar, engar hrikalegar, raun- Jiæfar þjóðfjelagsmyndir nje held- ur umrót mikilla viðburða. Hjer eru menn ékki lagðir á skurðar- borðið og krufðir, án allrar misk- unnar. Iljer er ekki gengið uin afkima mannlegs sálarlífs með skæra skriðbyttu í hendi, og því síður flogið um heima og geima á vængjum skáldlegs hugmynda- flugs. Lesandinn er hvorki stadd- ar á víðáttiynikluni flatneskjum eða háum gnæfitindum, því að svið sögunnar er afar þröngt. Það er ýmist lrenslustofa í mentaskól- anum í Brookfield eða herbergi eins kennarans, herra Chipping’s, eða Chips, eins og hann er venju- lega kallaður. Haipi er aðalper- sónan á leiksviðinu. Hann situr við arininn með bók í hendi, en sofnar oftast út frá lestrinum. A veggjunum hanga myndir af Acro- polis og Forum, en latneskar •skræður og grískar lig'gja eins og hráviði í kringum gamla mann- inn. Br hann, þá ekki uppþornað- nr og skorpinn eftir áratuga grúsk í dauðum bókstaf? Nei, því fer fjarri. Karlinn er bráðlifandi og hinn skemtilegasti fram í andlátið. Hann kærir sig kollóttan um ný- tísku kensluaðferðir og hvikar ekki frá venjum sínum, en honum þykir innilega vænt um nemend- urna og lífgar hinn dauða bók- staf með fvndni sinni og kýmni. — Og nemendurnir elska hann og virða, þótt }>eir hermi óspart eftir honum og hendi gaman að hinum sjerkennilegu kækjum hans. • — Herra Chips er íhaldssamur í skoð- unum og vanafastur, en hann er manna heiðarlegastur og laus við allan loddaraskap. Valdafíkn á hann ekki til og aldrei reynir hann að skara eldi að sinni köku. Hann er ekki umsvifagjarn, og líi’ hans líður áfram, kyrt og lygnt. I rauninni bráðnar silfrið í skap- gerð lians aðeins einu sinni og endurmótast að nokkru leyti. Hann er þá fjörutíu og átta ára gamall og verður ástfanginn af kornungri kenslukonu. Hún er gáfaðri en hann og andstæð hin- um steinrunnu skoðunum lians, svo að ferskur blær berst loks inn í hið latneska andrúmsloft skólakennarans. En sambúð þeirra verður ekki löng: Unga konan deyr af barnsförum, en endur- minningin um hana lifir og hefir varanleg álirif á líf hans. „Verið þjer sælir, herra Chipsil er ekki stórbrotið skáldverk, býr ekki yfir neinum óvenjulegum list- rænum töfrum og ristir hvergi djúpt. En hinu verður ekki neit- að, að sagan er hugþekk og skemtileg, svo að Chips gamli verður lesandanum furðu minnis- stæður: Lýsingin á honum er bæði sönn og lifandi. Bogi Ólafsson yfirkennari hefir íslenskað bókina, og mál hans er vfirleitt vandað og gott. Þó er ekki laust við, að hinn persónu- legi stíll höfundarins verði stund- um fyrir nokkurri ágengni af hin- um persónulega stíl þýðandans. Ó. J. S. Minning Sæmundar Halldórs- sonar, kaupm. í Stykkishólmi Sæmundur Ilalldórsson, kaup- maður í Stykkishólmi, verð- ur jarðsunginn í dag. Hann var fæddur á Búðum á Snæfellsnesi 3. desember 1861 og var því nærri 79 ára gamall þegar hann ljest 28. f. m. — Faðir Sæmundar var Hall- dór sonur Sæmundar Guðmunds- sonar prests á Staðastað, Jónsson- ar, en móðir hans var Guðrún dóttir Sæmundar skipasmiðs, ^ sem var sonur Sigurðar stúdents í Geitareyjum, en sá ættbálkur eru hinir svokölluðu Geiteyingar, sem mann fram af manni hafa verið annálaðir hraustleika- og atgervis- menn, þjóðhagasmiðir og glæsi- menni. — Halldór föður sinn misti Sæmundur þegar hann var á 3. árinu. Hann druknaði í Faxaflóa á leið frá Búðum til Reykjavíkur. Ilalldór var smiður og hafði dval- ið í Danmörku til frekara náms og var það ótítt um unga hand- verksmenn á þeim dögum, en þar var hann í skjóli föðurbróður síns, hins mæta manns síra Þor- geirs í Glólundi, sem Jónas Hall- grímsson orti til hið fræga kvæði sitt „Nú er vetur úr bæ o.s.frv.“. — Það má segja um Sæmund, að hann væri af traustustu stofnum Islendinga kominn í allar ættir, enda bar hann það með sjer. — Eftir að Sæmundur hafði mist föður sinn, ólst hann upp með móður sinni, madömu Guðrúnu, — svo var hún ávalt titluð eins og hefðarkonu sæmdi, en madama Guðrún var sannkölluð hefðarkona í sjón og reynd. Hún var gáfuð og góð, og betra verður ekki sagt um neina konu. Þegar Sæmundur óx og stálpaðist kom brátt í Ijós, að hann bar af jafnöldrum sínum að andlegu og líkamlegu atgjörfi svo að til var tekið, og á unga aldri komst hann í þjónustu Hol- Mjaðveig Mánadóltir er fólabók barnanna í ár. Fæst hjá bóksölum. Sæmundur Halldórsson. ger Clausen kaupmanus, sem þá var búsettur á Búðum og upp frá því skyldu ekki leiðir þeirra fyr en Sæmundur bvrjaði verslun í Stykkishólmi á árinu 1892, — en þá hafði hann tveim árum áður gifst heitmey sinni Magðalenu, dóttur Sören Hjaltalín í Stykkis- hólmi, og hjeldu þau gullbrúð- kaup sitt nokkrum dögum áður en Sæmundur dó. — Hjónaband þeirra var sönn fyrirmynd að ást- úð og eindrægni. Þrjú börn eign- uðust þau, en mistu elsta son sinn, Gunnar, fyrir nokkrum árum. Hin eru Ebba Richardson, gift banka- manni í London, og Ragnar, skrif- stofumaður hjá Eimskipaf jelagi ís- lauds í Reykjavík. Sæmundi varð fljótt vel til við- skifta þegar hann hóf verslun sína, enda jókst hún og dafnaði með hverju ári, svo að hún varð ein með stærri ^ erslunum á Vest- urlandi. Samhliða versluninni rak hann líka talsverða þilskipaútgerð á tímabili og veitti þá mörgum atvinnu. — Sæmundur var samviskusamur maður og grandvar í allri fram- komu og því var það að líkindum að hann ávann sjer mikið traust samborgara sinna og því hlóðust á hann flest trúnaðarstörf þess opinbera. Hann var í hreppsnefnd Stykkishólms og sýslunefnd full 20 ár og svo var hann amtsráðs- maður meðan þær stofnanir stóðu. í stjórn Sparisjóðs Stykkishólms var hann á þriðja tug ára og var einn af stofnendum hans. — Það má með sanni segja, að Sæmund- ur var einn þeirra þjóðfjelagsborg- ara, sem hafði einlægan vilja til þess að rækja þannig skyldur sín- ar að þar væri hvergi á blettur eða hrukka, — haún mátti eklti vamm sitt vita. — En slíkir menn eiga kröfu til viðurkenningar þess opinbera, enda fjell hún Sæmundi í skaut. Hann var sæmdur heið- ursmerki Dannebrogsriddara og Fálkaorðunnar, en það var þó ekki eina viðurkenningin, sem honum hlotnaðist. — Sæmundur vann sjer óskorað traust þeirra, sem hann varð samferða í lífinu og kom það best fram þegar þau hjónin hjeldu gullbrúðkaup sitt. Þá sýndu vinir þeirra þeim þá ástúð og hlýju, að órækur vottur var, virðingar og viðurkenningar. Það hefir oft verið sagt um Stykkishólm að bæjarbragur þar stæði á fornri menningu, enda seg- ir prófessor Sigurður Nordal þa5 pm staðinn í minningargrein, sem hann skrifaði fyrir skömmu nni merka konu „að þar væri meiri menningarbragur en víðast hvar annarsstaðar á ísl., Mbýlaprýði og samkvæmislíf með talsverðu Ev- rópusniði, en aðdrættir og bú- sýsla að íslenskum stórbýlahátt- um‘ ‘. — Þetta er hverju orði sann- ara, en eitt þessara heimila var heimili Sæmundar Halldórssonar. Það vita þeir best, sem til þekkja. Jeg ætla ekki hjer að.fara a5 lýsa rausn, höfðingsskap og ein- lægri góðvild húsbændanna, sem þar hefir ávalt setið í öndvegi. — Jeg hefi dvalið á þessu höfðings- heimili í 15 ár' og gæti því best um dæmt. — Heimilið var sann- kallaður kastali friðsældar og á- nægju. — Sæmundur var einstakt snyrti- menni í allri framkomu og reglu- samur um alla hluti. í þjónustn hans voru alla tíð margir ungir menn ,en það var haft á orði, aJ5 allir mótuðust þeir meira og minna af húsbónda sínum, isem var fram- úrskarandi stjórnsamur og harð- ur í kröfum um reglusemi alla. Það þótti happ að, komast í þjón- ustu hans, enda varð dvöliri þeim þar flestum meiri ávinningur, en löng skólaganga. Ef jeg ætti að fara að lýsa Sæ- mundi persónulega, þá býst jeg við að honum hefði verið um ge5 að það væri gert í mörgum orðum, en það vil jeg segja, að hann var einstaklega góðgjarn heiðursmað- ur, sem vildi ávalt, verða öðrum að liði, og hvað þarf að segja meira gott um hann? Er þetta ekki nóg? Þegar það er satt og sagt af manni, sem þekti hann eins vel og jeg gerði. — Jeg bið að lokum Guð að senda frú Magðalenu styrk í sorg henn- ar og eins bið jeg hann að hald-t hendi sinni yfir ástvinum hennar, en við blesssum öll minningn gamla mannsins, sem dó rólegur og í sátt við alla menn. 0. C. ■s Flórsvkur. Succat. Kokosmjöl. Möndlur heilar. Möndlur hakkaðar. VHIIi Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. Q BB^ai issisa maaaammm m Eigoin Grettisgata 54B með tilheyrandi eignarlóð, er til sölu. Söluverð kr. 15.000.00. Út- borgun kr. 5000.00. Nánari upplýsingar gefur Guðlaugur Þorláksson, Austurstræti 7. — Sími 2002.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.