Morgunblaðið - 07.12.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIL Laugardagur 7. des. 1940. ^iiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiLi 1 Jðlapóstarnir I Imimimiiiiiiiiiiii! tiimiiiiiiiiimiiiim: Síglíngín fyrír Horn JÓLAPÓSTARNIR hjeðan, úr Reykjavík eru nú að fara út um land. I fyrradag fór póst- urinn með strandferðaskipunum kringum land. 1 kvöld fellur ferð til Aust- urlands með jólapóstinn þang- að. 1 næstu viku fellur ferð vest- ur og norður. En síðasti póst- urinn norður fer um 20. þ. m. 3>á fellur hraðferð til Akureyr- ■ar. Sundmót Ármanns. Ingi Sveinsson vann 100 metra bringusundiö Um 400 áhorfendur voru í Sundhöllinni í gærkvöldi á sundmóti Armanns, sem er síð- asta sundmót ársins. Markverð- ustu tíðindi á sundmóti þessu voru þau, að í 100 m. bringu- sundi karla, varð Ingi Sveinsson (Æj fyrstur, á undan methaf- anum Sigurði Jónssyni (KR). Engin ný met voru sett á niót- inu en ágætur tími náðist m. a. í 4x100 m. boðsundi karla. Úrslit í hinum einstöku sund- um urðu þessi: SO metra frjáls aðferð, karla: Fyrstur var Gunnar Egertsson <Á) á 28,8 sek., annar Guðbr. I>orkelsson (KR) á 29,4 og jþriðji Rafn Sigurvinsson (KR) á 29,6 sek. 100 metra bringusund, karla: Ingi Sveinsson á 1 mín, 20,4 sek. annar varð Magnús Kristjáns- son (Á) á 1:24,2 og þriðji varð methafinn Sigurður Jónsson (KR) á 1:25,3. Met Sigurðar er 1:19,3. Hann mun hafa verið álla fyrirkallaður í gær og auk þess tapaði hann á að synda „flugskriðs“-sund í byrjun. I 200 m. baksundi karla var áðeins einn keppandi, Guð- mundur Þórarinsson (Á), sem synti vegalengdina á 3 mín. 19 sek. 50 m. frjáls aðferð, drengir innan 16 ára: 1. Sigurgeir Guðjónsson (KR) á 31,5, ann- ar Ari Guðjónsson (Æ) á 33,7 og þriðji Benný Magnússon <KR) á 34 sek. 100 m. bringusund, drengir innan 16 ára: 1. Einar Davíðs- son (Á) á 1:34,8, 2. Jóhann Gíslason (KR) á 1:35,4 og 3. Gunnar Ingimundarson (KR) á 1:39,6. 4x100 m. boðsund. Lóks fór fram 4x100 m. boðsund og fóru leikar þannig, að fyrst varð sveit Ægis á 4 mín. 32,5 sek. Er það einnar sekúndu lakari tími en met sömu sveitar fyrir nokkru. Önnur varð A-sveit Ár- manns á 4:39,1 og þriðja B- sveit Ármanns á 4:53.1, gerð öruggarí Hættasvæðíð mínkað Samkomulag hefir náðst milli ríkisstjórnarinnar og yfir- stjórnar breska setuliðsins hjer, um það, að færa austurmörk hættusvæðisins fyrir Norð-Vest- urlandi um hálfa gráðu vestar. Takmörk hættusvæðisins var 66° n. br., eða frá Skaga við Dýrafjörð og austur að 22° v. 1., eða að GeirólfsgnúpáStrönd- um. ' ’ Nú hafa, eins ög fyf segir, austurtakmörkin verið/ flutt vestur um hálfa gráðu, eéa í 22° 30', sem er rjett austan viff Hælavíkurb jarg. Með þessari breytingu er hægt að sigla beint á Horn frá Norðurlandi (að austan), ejti áður þurfti að fara inn á Húna>- flóa, sem er vond siglingaleið. Við breytinguna kemst einnig mikið af Hornbanka og Strandagrunn út úr hættusvæð- inu, en litla þýðingu hefir það á þessum tíma árs, því að eins og kunnugt er, er fiskur þar aðallega eða eingöugu á vorin og sumrin. Halinn er áfram innan hættusvæðisins og fiski- miðin út af Vestfjörðum. Fyrirlestur I morgun I Hjja Bló Guðbrandur Jónsson flytur er- indi á morgun í Ný.ja Bíó kl. 1.30 e. h. Erindið nefnir hann „Stjómmálamensku“ og flytur það til ágóða fyrir Bai-navinafje- lagið Sumargjöf. Það eru nú orðin allmörg síðan almenningur hefir átt kost á því að hlusta á dr. Guðbrand, og munu því margir hafa hug á að heyra hann nú. Þegar þar við bætist, að hjer er verið að styrkja málefni, sem öllum hlýtur að vera hugarhaldið að megi hafa frairl- gang, má gera ráð fyrir að hús- fyllir verði í Nýja Bíó á morgun. Barnavinafjelagið Sumargjöf hefir í vetur vistar- og dagheim, ili í Vesturborg og dagheimili og bamagarð á Amtmannsstíg 1. Á vegum fjelagsins em nú 80 börh daglega, og er ekki útlit fyrir að sú tala muni minka. Það er því augljóst, að Sumargjöfin þarf nu á miklu fje að halda. Minningarrit er nýlega komið út eftir Sigurbjörn Á. Gíslason cand. theol. um Elli- og hjúkrun- arheimilið Grund, og er það gefið út í tilefni af 10 ára afmæli heim- ilisins s.l. haust. í ritinu er rak- in saga heimilisins frá upphafi og prýða ritið margar myndir. Allur ágóði af ritinu rennur til Elli- heimilisins. Gísli Sveinsson FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU. hans öllum er við brugðið. Er þá vel skipað valdsmönnum í landi voru ef margir reynast hans jafn- okar. Gísli Sveinsson hefir jafnan verið skörungur í allri gerð. Snar og fjörlegur á velli, ósjerhlífinn, snarpur og fylginn sjer að hverju málj, er hann beitist fyrir. Hann er rökfastur í ræðu og riti, manna best máli farinn, einarð- ur og bersögull, en kurteis í fram- komu og stillir í hóf flutningi sín- um. Hann kynnir sjer rækilega öll þau mál, er hann á , um að fjalla. Málafylgjumaður mikill og manna liðgengastur. Drengur er hann traustur og öruggur. Glað- ur og reifur þegar svo skal vera. Hýbýlaprúður er hann og gest- risinn. Þykir honum að öllu vel farið. Gísli kvæntist 1914 Guðrúnu Einarsdóttur trjesmiðs í Reykja- vík Pálssonar. Er hún gervileg kpna og manni sínum samboðin og hefir átt sinn hlut að því að gera garðinn frægan. Þeim hjón- um hefir orðið fimm barna auð- ið. Mistu þau einn dreng, en fjög- ur eru á lífi, dætur þrjár og son- ur. 011 upp komin. Vjér vinir hans og samferða- menn árnum honum og heimili hans allra heilla um leið og vjer þökkum langt og nytsamlegt starf í þarfir lands og þjóðar. Væntum vjer, að hans megi enn lengi við njóta. B. Sv. FyrirlesturGuðmundar Thoroddsen FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU nefnt í því sambandi, en jeg álít, að ekki sje hægt að dæma neitt um það, hvort það hefir nokkur áhrif. Eina ráðið til úrbóta er, að sjúklingar komi sem fyrst til læknis. En þar er sá galli á, að Krabbameinið er í byrjun mjög hægfara sjúkdómur, sem veld- ur að jafnaði mjög óljósum ein- kénnum. En ef krabbameins- sjúklingar kæmu til læknis í fagka tíð, væri í mörgum tilfell- um hægt að lækna þá að fullu. Prófessor Guðm. Thoroddsen mun í erindi sínu taka sjerstak- lega til athugunar krabbamein 1 maga, sem er sá krabbi, sem einna erfiðastur er viðfangs. Hann mun gefa yfirlit um það, hvernig gengið hefir að lækna þeksa meinsemd þau 10 ár, sem handlæknisdeild Landspítalans hefir starfað. Að síðustu sagði prðfessor- i'nn: Það er mjög undir menn- ingarstigi fólksins komið, hvernig tekst með lækningar krabbameins. Mín skoðun er, að miklu betri árangri mætti ná en nú fæst, með því að uppiýsa fólkið. Aðrar ráðstafanir t. d. í sambandi við berklavarnir hafa sýnt, að fólkið tekur vel öllu, sem að gagni má koma. ★ Vafalaust verður húsfyllir í hátíðasal Háskólans á morgun, er Guðm. Thoroddsen flytui þetta merka erindi. Svifflugfjelagið FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. inn Ólsen og Sigurður Steindórs- son, samtals 3; en frá stofnun hafa 8 lokið þriðja prófi. Til skýringar er rjett að geta þess, að í A-prófi þarf nemand- inn að fara 5 flug beint áfram, vera minst 20 sek. á lofti og lenda sæmile'ga, og 1 flng minst 30 sek. I B-prófi verður að fara 5 flug, minst 1 mín. hvert, beygja til beggja handa" og lenda vel á á- kveðnum stað. Til að ná C-prófi, verður nem- ándinn að svífa minst 5 mínútur án þess að tapa hæð frá því augna- bliki, er hann sleppir vírnum. Lending verður að vera gallaláus. í sumar hafa náðst nokkur góð flug, og má þar einkum nefna 5 brekkuflug 19—82 mín. hvert, sem fimm af C-mönnum vorum hafa flogið við undirhlíð Vífilfells. Brekkuflug eru flogin, þegar vind- ur stendur á brekku (og blæs þá upp eftir henni). Þá „krusar“ flugmaðurinn fram og aftur í upp- vindinum yfir brekkúbrúninni, éða framan við hana. ★ Styrjaldarástandið olli því, að ekkert námskeið hefir verið hald- ið í,ár á vegum fjelagsins, engar flugsýningar hafðar, og erfitt reynst að útvega nauðsynlegustu tæki frá útlöndum. Þó tókst, fje- laginu að kaupa nýjan dráttarvír frá Bandaríkjunum, en það var sá hluturinn, sem mest vanhagaði um. Þannig heldur fjelagið á- fram að starfa, þrátt fyr- ir,,-] örðugleikana. Nú er það vöntun á húsnæði í bænum, þar sem iia'gl væri að hafa verkstæði fjelagsins, sem mestum áhyggjum veldur. Ef einhver lesandi þessara lína gæti bent fjelaginu á skúr eða einhverja aðra vistarveru (jafnvel þó hún væri ekki sjer- lega góð), yrði því afar mikill greiði ger. Væri um .slíkt að ræða, mætti hringja til formannins í síma 4321. H. H. Fjelag ísl. hjúkrunarkvenna hjelt -aðalfund sinn s.l. þriðju- dag. Stjórn fjelagsins skipa nú: Erú Sigríður Eiríksdóttir, form., frk. Kristín Thoroddsen, vara- form., frk. Bjamey Samúelsdótt- ir, gjaldkeri, frk. Jóna Guðmunds dóttir og frú Sigríður Bachmann. Ný barnabók. Guðjón Ó. Guð- jónsson hefir gefið út ævintýrið Mjaðveig Mánadóttir í skemtileg- um búningi með stóru letri, sem hentar vel börnum. Pylgja því teikningar, sem frxi Panney Jóns- dóttir hefir gert. B. S. I. SilfurbrúDkaup Silfurbrúðkaup sitt halda þau- í dag hjónin Karl Guðmunds- son útvegsbóndi í Karlsskála í Grindavík og kona hans Guðrún Steinsdóttir. Hún er ættuð úr of- anverðri Árnessýslu, dóttir Steins. bónda á Skúfsstöðum, en Karl borinn og barnfæddur í Grinda- vík. Hefir hann stundað sjósókn frá barndómi, að kalla má, fyrst, (á róðrarbátum,’ síðan á vjelbátum og togurum. Stundum hefir hann ráðist á kaupför milli landa. Pyrir nokkrúm árum var hanix skipverji á ítölsku skipi, er stund- aði veiðar við Grænland. Hefir hann jafnan happasæll verið í sjó- ferðum sínum og veiðiförum. Er hann og skytta góð og oft feng- sæll. — Símastjóri var hann í 14 ár, gegndi húsfreyjan því starfi jafnan, er hann stundaði störf annars staðar, enda er hún bónda sínum einkar samhent, fyr- irtaks . húsfreyja, viðnrkend vegna dugnaðar, hýbýlaprýði og búrausnar. Hefir heimili þeirra því lengi verið góðkunnugt fyrir þrifnað allan, alúð og gestrisni, enda hefir hjónaband þeirra ver- ið farsælt. Þau hjónin hafa eign- ast níu börn mannvænleg, sjö sonu, sem heldur gerist nú fágætt, nema í æfintýrasögum, og tvær dætur. Elstu börnin eru tvíburar 23 ára, en hið yngsta 10 ára. Það eykur ánægju og gleði heimilisins á þessum minningar- degi þeirra hjónanna, að Þorgeir sonur þeirra heldur þá brúðkaup- sitt og gengur að eiga ungfrú: Helgu Magnúsdóttur. Brúðhjónin eiga heima í Karlsskála. Séra Brynjólfur Magnússon gefur sam- an. Prændur og vinir hvorra- tveggja hjónanna senda þeim ám- aðaróskir á heilládegi þeirra. B. A U G A Ð hvílist með gleraugum frá Hú§ Vil kaupa lítið steinhús í Austur- eða Suðausturbænum. Mikil út- borgun. Lysthafendur leggi nöfn sín, ásamt upplýsingum um stærð og stað, á afgreiðslu Morgunblaðs- ins fyrir 12. þ. m., merkt „101“. Simar 1540, þrjár línur. Góðir bflar. Fljót afgrdMii. Duglegur unglingur gelur fengið atvlnnu við að bera MorgunblaðiO til kaupenda á Langholi* inu og þar i nágrennið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.