Morgunblaðið - 12.12.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLA ÐIÐ Fimtudagur 12. des. 1940. SIDI BARANI I HÖNDUM T) f> TT^r A /Þrfir ítalskir licrsliöfð>\ DlllJ X l\ lingjar tcknir til fanga/ Stórárás á borg i Nlið- Ifregn frá Berlín í nótt var skýrt frá því, að þýskar flugvjelar væru lagðar af stað í leiðangur til stórárása á borg í miðlöndum í Englandi. En engar nánari fregnir höfðu borist. I London var skýrt frá því í nótt, að fregnir hefðu borist a£ þýskum flugvjelum víða yfir miðlöndum. Þýskar flugvjelar höfðu einn- ig birst yfir London snemma í gærkýöldi, og skömmu síðar heyrðist þar ákÖf loftvarnaskot- hrið. Tveggja daga nær óslitnu hlje á loftárásum — hinu lengsta síðan í september — lauk í gærmorgun, er þýskar flugvjelar flugu yfir Ermarsund og gerðu árásir á borgir í Suð- ur- og suð-austur-Englandi. Nokkurt tjón varð á einstök- um húsum og nokkrir menn fórust eða særðust. Hljeið, sem varð á loftárásun- um stafaði af óhagstæðu veðri. En þrátt.fyrir afar slæmt veður (segir í fregn frá London), gerðu breskar flugvjelar árásir í fyrrinótt á innrásarborgirnar og á borgir í Vestur-Þýska- landi. Tilkynning þýsku herstjórn- arinnar í gær var á þessa leið: Vegna slæmra veðurskilyrða fór þýski ffugherinn aðeins vopnaðar könnunai'ferðir á þriðjudaginn, og aðfaranótt miðvikudags. Hafnar- mannvirki í S'winton on Sea voru hæfð og einnig iðnaðarstöð milli Polkestone og Coulerbury. Ráðist var á kaupför framundan Harwich með sprengjum og skothríð af byssum. Langdrægar fallbyssur þýska flotans og þýska landhersins skutu með góðum árangri á skip í Ermarsundi. Um kvöldið skutu þýsk strandvirki með góðum árangri á hernaðarstöðvar hjá Dover. Nokkrar óvinaflugvjelar vörpuðu í nótt niður allraörgum íkveikju- og púðUr-sprengjum í löndum, sem Þjóð- verjár háfá hemumið og í Suðvestur- Þýskalandi. Bamaheimili í borg einni í Suðvestur-Þýskalandi var laskað til muna og lítilsháttar tjón var unnið í byggingum á nokkrum stöðum í Ei- fel. Ekkert tjón annað varð. Tveir óbreyttir borgarar særðust alvarlega og einn særðist lítillega í Þýskalandi, en í hernúmdu löndunum var eitt barn drépið og tveir óbreyttir borgarar særðust. Tvær breskar, Bristol Blen- ham sprengjuflugvjelar voru skotnar niður af loftvamabyssum. Engrar þýskrar flugvjelar er saknað. Sókn Breta heldur áfram vestur á bóginn Italir viðurkenna undanhaldið BRESKA HERSTJÖRNIN í Kairo tilkynti lausc fyrir kl. 7 (ísl. tími) í gærkvöldi, að Bretar hefðu tekið Sidi Barani 56 klst. eftir að hern- aðaraðgerðirnar í vestur-sandauðninni hófust og þrem mánuðum eftir að þeir höfðu orðið að víkja úr borginni fyrir hersveitum Grazianis. í London er talað um þenna sigur, sem alvarlegan hnekki fyrir ítali. SÓKNIN HELDUR ÁFRAM í tilkynningu bresku herstjórnarinnar segir, að mikill fjöldi fanga hafi verið teknir, þ. á. m. þrír ítalskir hers- höfðingjar. Einnig fjell mikið af hergögnum í hendur Breta. Sókn breska hersins vestur á bóginn, frá Sidi Barani í áttina til Libyu, heldur áfram (segir í tilkynningunni). Þótt þrír hershöfðingjar hafi verið teknir í Sidi el Bar- ani, þá er vakin athygli á því í London, að á þessu stigi sje ekki hægt um það að segja, hvort þrjú ítölsk her- fylki (divisionir) hafi þar með verið króuð inni. Er á það bent, að þarna í vestur-sandauðninni sje enginn heilsteypt víglína og ennfremur sje þarna um að ræða svo stórt svæði, að möguleikar sjeu á því fyrir heri að smjúga und- an, ef hætta er á að þeir verði innikróaðir. En þótt ekki sje vitað að svo stöddu hve marga fanga Bret- ar hafa tekið í Sidi el Barani, þá var það kunnugt orðið, nokkru áður en tilkynningin um töku þessarar borgar var birt, að þá þegar höfðu yfir 6000 fangar verið teknir. ÞÁTTTAKA FLOTANS Skömmu fyrir miðnætti í nótt birti breska flotamálaráðu- neytið tilkynningu, þar sem skýrt er frá því, að breski flotinn hefði aðstoðað við töku Sidi el Barani með því að skjóta á her- stöðvar ítala þar í fyrrakvöld og ennfremur með því að skjóta á samgönguæðar og herflutninga ítala fyrir vestan borgina. I Reutersfregn frá Kairo í nótt, var skýrt nokkuð nánar frá því, hvaða aðferð Bretar notuðu við töku borgarinnar. Þeir hófu árásina með áhlaupi á hægri væng ítalska herliðsins fyrir sunn- an borgina og sóttu norður til strandar. Síðan gerðu þeir áhlaup beint á víglínu ítala í Sidi el Barani. En þegar herliðið, sem var til varnar í borginni varð þess vart, að það var að verða króað inni, vegna sóknar Breta til strandar að vestan, kom riðl á það, og þess vegna varð minna um varnir en ella. Hersveitir frjálsra Frakka tóku þátt í þessu áhlaupi. Sidi Barani var vel víggirt. Graziani marskálkur hefir und- anfarna mánuði látið vinna að því að víggirða borgina og gera hana að miðstöð ítalska hers- ins vestur í eyðimörkinni. Sidi Barani var endastöð vegarins, sem allir flutningar til hers- ins fóru um, og þaðan var þess- um flutningum síðan dreift til herjanna. Sóknin heldur nú áfram eftir veginum, sem ítalir hafa verið að gera undanfarna mánuði vestur til Libyu. PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Viðnám Itala í Albaníu harðnar Gríska herstjómin tilkynti í gærkvöldi, að sókn Grikkja hjeldi áfram „á nokkrum víg- stöðvum* ‘. Ástandið á vígstöðvunum í Alb- aníu virðist vera eitthvað á þessa leið: Best miðar sókn Grikkja áfram FRAMH. Á SJÖTTU SfiÐU 8var Breta tll Hlllcrs Skipulag þjóð- anna á sam- vinnugrundvalli — Alþjóða flug- lögregla Herbert Morrison, innan- ríkismálaráðherra Breta svaraði í gær ræðu Hitlers og sagði að hið nýja skipulag, sem Hitler vildi koma á í Evrópu væri „skipulag þrælaekranna“. Morrison sagði, að skipulag- ið, sem Bretar ætluðu að koma á eftir stríðið, væri skipulag frjálsra þjóða. En hann sagði, að þjóðirnar yrðu að fórna að einhverju leyti hinu óháða lífi sínu. Það væri ekki nóg, að af- nema tolla og hergögn. Það yrði að skipuleggja þjóðirnar á samvinnu-grundvelli. Morrison kvaðst vera því fylgjandi, að komið yrði á fót einhverskonar alþjóða-fluglög- reglu, sem komið gæti í veg fyr- ir að einstakar þjóðir ógnuðu öðrum með flugflotum sínum. Hitler þakkar iðnrekendum Hitler þakkaði í gær iðnrek- endum hergagnaiðnaðarins, á sama hátt og hann þakkaði í fyrradag verkamönnum hergagna- iðnaðarins, fyrir störf þeirra í þágu þýsku þjóðarinnar. Ásamt iðnrekendunum færði Hitler hern- um og nazistaflokknum þakkir, fyrir hjálp þá, sem þessir aðilar hefðu lagt fram til þess að gera árangur hergagnaiðjunnar sem mestan. í London eru dregin fram tvö atriði í sambandi við ræðu Hitlers í fvrradag. í fyrsta lagi er áhersla sú, sem Hitl- er lagði á sósíalisma nazista tnlkuð á þá leið, að hann hafi viljað örva traust iSnaSarverkamanna á stjóm naz- ista, en traustiS hefSi rjenað , síðustu mánuðina. En í öðru lagi ór á það bent, að hjer hafi nánast verið um varnarræSu að ræða, því að þetta hafi naumast veriS hæfileg ræSa fyrir mann, sem hefSi sett sjer að leggja undir sig heiminn. - AkvörðuBÍD - sem beðið er ettir í Engiandi Það er búist við að einhver ákvörðun um fjárhagslega hjálp Bandaríkjanna til Breta verði tekin þegar Roosevelt forseti kemnr aftur til Was- hington, úr ferð sinni um Karabiska hafið, í næstu viku. Er fylgst með þessu máli af mikilli athygli í London. Það er þó ekki búist við að ákvörðunin, sem tekin kann að verðá um hina fjár- hagslegu hjálp, verði birt fyr en í janúar, er Roosevelt verð- ur hátíðlega settur inn í em- bætti sitt að nýju, en þá er gert ráð fyrir, að hann flytji „mjög mikilvæga“ ræðu. Eins er búist við, að Chur- chill gefi yfirlit yfir aðstöðu Breta í byrjun næsta árs. Siglingamálið „alvar- legt" en ekki „stórhættulegt" Pað hefir verið ákveðið, að siglingamál Breta skuli rædd á lokuðum fundi í breska þinginu innan skams. Tvær ræður voru fluttar í London í gær um siglingamálin. Hudson land- búnaðarráðherra sagði í ræðu, að mat- vælaástandið væri mi jafn örðugt og árið 1917. I lávarðadeild breska þingsins, fitj- aði Strobolgi lávarður, foringi sósíal- sta í deildinni upp á þessu máli og líkti einnig ástandinu við ástandið 1917, er harðast svarf að Bretum í heimsstyrjöldinni En þótt ástandið væri alvafrlegt, þá horfði það þá ekki til stórvandræðaj ennþá. Strobolgi hvatti stjómina til að gera gangskör að því, að ha.fin yrði smíði á kaupförum og herskipum í stórum stíl til að vinna á móti hættunni. Fulltrúi stjómarinnar í deildinni sagði, að stjórnin hefði þetta mál til rækilegrar yfirvegunar. En hann kvað of langt til jafnað, að líkja ástand- inu við ástandið 1917. Hann ljet í ljós þá trú, aið Bretum tækist smátt og smátt að sigrast á bættunum, þegar kaupför þau og her- skip, sem nú eru í smíSum, yrðu tefc- in í notkun. Skipatjónið vikuna sem endaði 1. desember varð 52 þús. smál., eða um 6 þús. smálestum undir hinu vikulega meðaltjóni frá því að stríðið hófst. Sökt var 9 breskum skipum samtals 41.300 smál., 3 skipum bandamanna samtals 57000 smál. og 1 hlutlausu skipi, 5000 smál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.