Morgunblaðið - 12.12.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.12.1940, Blaðsíða 3
Fimtudagur 12. des. 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 Dtdarftíít ljós norðtir af Síðti- afrjettí SÍÐASTLIÐINN laugardag fóru bræður tveir af Austur-Síðu, Páll og Þorvarður Bjarnasvn- ir frá Hörgsdal í eftirleit inn á Síðuafrjett. Um kl. 4*4 voru þeir komnir inn í kofa leitarmanna í Miklafelli, en þar voru þeir yfir nóttina. Skömmu eftir að þeir komu í kofann, sáu þeir greinilega ljós í stefnu í NA frá þeim. Bar ljósið frá þeim sjeð rjett framan við fjallið, sem kof- inn stendur undir. LEITARMÖNNUM fanst þetta einkennilegt, þar sem var þungbúið loft og engin stjarna sást. Þeir miðúðu Ijósið rjett eftir að þeir sáu það fyrst og sáu það greini- lega í sömu stefnu til kl. um 10 um kvöldið, en þá lögð- ust þeir til svefns. Ljósið var mjög skírt til kl. 7, en eft- ir það dofnaði það nokkuð, en sást þó til kl. 10, að þeir fóru að sofa. Meðan ljósið var skærast, virtist þeim það blakta, líkt og rafmagns- Ijós. Ljósið var altaf á sama stað, svo þegar af þeirri á- stæðu telja leitarmenn úti- lokað, að um stjörnu hafi verið að rseða. Leitármenn tóku nákvæmt mið af stefnu ljóssins frá kofanum og æt.1- uðu að athuga þetta nánar næsta morgun. En þá var komið dumbungsveður og þoka, svo að þeir sáu ekki norður til Vatnajökuls. EFTIR þeirri miðun., sem leit- armenn gerðu, virtist stefnan frá kofanum vera á Bratt- háls eða þar um slóðir, sunn- an undir Vatnajökli. — Leit- armenn eru þaulkunnugir á afrjettinum og voru alls ekki viltir, en eins og kunnugt er, sjá menn oft allskonar dular- fullar sýnir, ef þeir eru vilt- ir. Um slíkt var ekki að ræða hjer. — Leitarmenn komu heim á sunnudagskvöld og sögðu þá þessi tíðindi. FREGN þessa hefir Morgun- blaðið frá Snorra Halldórs- syni hjeraðslækni á Breiða- bólstað. Italskir kafbátar I Atlantshafi Sú fregn barst frá New York fyrir nokkrum dögum, að þý.skur kaf- bátnr hefði sökt kanadiskum tnndur- spilli. í gær var tilkynt í Berlín;. að þaö hafi ekki verið þýskur kafbátur seöi sökt tundurspillinnm, heldur ítalsk- ur kafbátur. I■'>■■■ '■ t Tvö skip (erlend) farast á tund- urdutlum við Austurland Skipshafnirnar komnar til Seyðisfjarðar TVEIR erlendir togarar hafa farist á tundur- duflum skamt undan Austfjörðum í þessari viku. Var annar þeirra færeyskur, en hinn breskur. Mannbjörg varð á báðum skipufium og eru skipshafnir beggja nú á Seyðisfirði. Skipshöfn færeyska togarans náði landi í björgunarbát sínum, en bresku skipshöfninni bjargaði línuveiðarinn „Sverrir“, sem var í reynsluför, eftir viðgerð, sem skipið hafði fengið á Seyðisfirði. Lárus Blöndal, skipstjóri á „Sverri“, sem bjargaði skipshöfn- inni áf breska togaranum, sagði Morgunblaðinu svo frá þessum slysum, í símtali í gær. — Bæði skipin fórnst á tnndur- duflum um 15—18 sjómílur út af Glettinganesi. Pæreýski togarinn hjet Toroy. Á honum var 18 manna skipshöfn. Færeyski togarinn. Færeyski togarinn var að veið- um með vörpuna úti klukkan um 4 á þriðjudagsmorgun, er alt í einu varð sprenging mikil undir skipinu. JCom þegar svo mikill leki að skipinu að skipverjar tóku þ.ann kóstinn að fara í björgun- arbátinn og yfirgefa skipið. Flaut skipið og varpan var enn nti er Færeyingarnir yfirgáfu skipið. Færeyingarnir náðu landi í Borgarfirði eystra í fvrradag. Leið þeim ölluxn vel. í gær vax* sendur vjelbátur frá Seyðisfirði til að sækja þá og kom skips- höfnin til Seyðisfjarðar í gærdag. Breskt eftirlitsskip var sent út til að leita færeyska togarans, en fann, hann ekki. Fr því talið full- víst að hann hafi sokkið. Breski togarinn. Breski togarinn var frá Grims- by, en ekki vissi Lárus Blöndal nafn á honum. Á því skipi var 12 manna skipsböfn. Breski togarinnar var að veið- um á líkum slóðum og „Toroy“. Hafði hann verið að veiðum lengra norður með landinu, en hafði ný- léga flut.t sig sunnar. Klukkan 8 í fyrrakvöld, er ver- ið var að draga inn vörpuna, komu tvö tundurdufl í hana. Sprakk annað framan til á skipinu, en hitt aftan undir því. Leki kom strax mikill að skip- inu og bilaði ljósavjelin. Skips- höfnin sá því ráðlegast að yfir- gefa skipið og fór í björgnnar- bátinn. Togarinn sökk skömmu síðar. Björgunarbáturinn hafði laskast er hann var settur á sjóinn og var lekur mjög. 1 gærmorgun um 8 leytið fanxi „Svérrir" björgunarbátinn. Var bátxxrinn þá þóftufxxllur af sjó og mennirnir í honnm mjög illa á sig komnir af vosbúð, eink- Um eldri nxennirnir meðal skips- hafnarinnar. Einn maður var nokkxxð særður í andliti, en þó ekki hættulega. „Sverrir“ var á þessixm slóðum af tilviljun einni, því eins og áð- ur er sagt, var skipið á reynslu- för eftir viðgerð á Seyðisfirði. Farið var með bresku skips- höfnina til Seyðisfjarðar. ★ Lárus Blöndal skýrði blaðinu svo frá„ að viðgerð hefði farið fram á „Sverri“ og væri skipið nxi í besta lagi. Öryggisráðstaf- anir Slysavarna- fjelagsins við Tjðrnina Slysavarnafj elagið hefir látið setja upp tvo kassa við Tjörnina með öryggistækjum til notknnar við björgun manna, sem kynnu að falla í Tjörnina. Annar kassinn er á Bxxnaðar- fjelagshúsinu, en hinn á íshúsinu Isb.jörninn, við syðri enda Tjarn- arinnar. Morgunblaðið hefir haft tal af Jóni Oddgeiri Jónssyni um þessar öryggisráðstafanir. Sagðist honum svo frá: -— Oðru hvoru, þegar ís er á Tjörninni, kemur það fyrir, að unglingar og jafnvel fullorðnxr menn detta í Tjörnina ofan um ísinn. Hingað til hefir ekki verið neitt við hendina við Tjörnina af tækjum til björgxxnar. Slysavarnaf jelagið hefir þess vegna, í samráði við bæjarráð, látið setja upp þessa öryggiskassa við Tjörnina. í kössunum er kastlína með stórri lykkju á öðrum endanum. Er ætlast til að þeim enda, sem lykkján er á, sje kastað til þess, sem fallið hefir í Tjömina. Einnig ntAMH. A RJÍlÚTfDU SÍÐU. Olögleg verslun íslendinga við breska hermenn Þýfi finst á íilensk- m liciniiluin MIKIÐ hefir borið á því, síðan breska setu- liðið kom hingað, að íslendingar hafa keypt af hermönnum ýmsar vörur, einkum tóbak, matvörur og jafnvel skófatnað. Undantekningarlaust eru vörur þær, sem breskir herixiéun selja, ófrjálsar og' verslun við þá því hættuleg og varðar við lög, eins og hvert annað þýfi, sem menn kaxxpa. Undanfarið hafa verið gerðar hxxsrannsóknir á nokkrum stöðum, þar sem talið hefir verið, að vörur frá bresku hermönnunum hafi ver- ið keyptar, og hefir fundist ótrú lega mikið þýfi á snmum stöðum. Á einum stað, rjett utan við bæiniXj var gerð húsrannsókn x fyrradag. Framkvæmdi bæjarfó- getinn í Hafnarfirði þá húsrann- sókn og var ensk herlögregla í fylgd með lögreglumönnnm frá Hafnarfirði. Þar fundxxst vörnr frá breska setuliðinu í heilum kössum og sekkjum. Breskur undirforingi hafði selt manni þeim, sem á þessum stað býr, heil bílhlöss af vörum. Á öðrum stað, hjer í bænum, var gerð húsrannsókn í fyrra- kvöld. Þar fanst einnig mikið af vörxxm frá breska hernnm; m. a. hveiti í sekkjum og sylrur í köss- um. Bresku hernaðaryfirvöldin hafa óskað eftir samvinnu við íslensku 1 lögregluna í þessum málxxm, með það fyrir augum að stöðva þessa ólöglégu verslunarhætti. Bretar mxinu rannsaka mál sinna manna og hegna þeim, en íslénsku yfirvöldin munn dæma íslendinga, sem kaupa þýfi af breskxxm hermönnum. ★ Almenningur er alvarlega var- aður við ,að kaupa vörur af bresk- um hermönnum, þar sem slíkt getur haft hinar ’ alvarlegustu af- leiðingar fyrir þá, sem það gera. Bresku vörurnar eru allar mjög auðþekkjanlegar: Hafi ménn í fór um sínum slikar vörur og géti t. d. ekki greint hvar þeir hafa keypt þær, þékkja e. t. v. ekki manri þann, sem þeir fengu þær hjá, gæti farið svo, að þeir yrðu sjálfir ákærðir fyrir þjófnað. Svo mikið hefir t. d. .kveðið að sígarettusölu breskra hermanna, að sígarettusala hjá Tóbakseinka- sölunni hefir stórum minkað xind- anfarna mánuði. I framtíðiútii mun bæði ísleriská lögreglan og sú breska gera sjer far um að uppræta þessa óíög- legu verslunarhætti. Nokkrir menn hafa þegar verið kæi’ðir og mál þeii'i’a athugað af sakadómara. Eru xnál þessi nú til athugunar x stjórnarráðinu og þess vegna er dómxxr í þeim ekki fallinn enn. Vetrarhlðlpln Skátuniím sjerstaklega vel. tekíð Skátar fóru í gærkvöldi um Vesturbæinn, Miðbæinn, Skerjafjörð og Seltjarnarnes í er- índum Vetrarhjálparinnar til aö safna peningum og fatnaðargjöf- um. Gekk söfnun þeirra með af- brigðum vel. í peningum söfnuðust kr. 3011,- 26, en það er nm 50% meira en söfnunin nam í sömn bæjarhlutum í fyrra. Þá söfnxxðust kr. 2035.57; en frá því í hitteðfyrra hefir; söfnunin aukist í þessum bæjar- hlxxtxxm um rúmlega 100%, því þá söfnuðust kr. 1310.70. Fatnaðargjafir voi'u hinsvégar' heldur minni nú en í fyrra. 1 í kvöld kl. 8—11 fara skátarnir um Austurbæinn og Laugames- hverfi í sömu erindum. f fyrra- vetur söfnuðust kr. 3895.88 í þess- um bæjarhlutum. Þarf ekki að hvetja Austurbæinga til að taka vel á móti skátunnm í kvöld, því þeir munu sjálfsagt auga gjafir sínar eins og Vesturbæingar. Tímaritið Ægir, 11. tbl., er kom- ið út. Er þetta hefti helgað minn- ingu dr. Bjama Sæmundssonar. Um hann rita þessir menn; Ámi Friðriksson, Brynjólfnr Magnús- son, Geir Sigurðsson, Guðmundur Jónssón, Kristján Bergsson, Lúð- vík Kristjánsson og Magnús Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.