Morgunblaðið - 12.12.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ j Ný bék I Ivar Hlújárn Pað er ástæða til að fagna því, að bókin um „ívar Hlújárn“, eftir hinn kunna skoska rithöfund, Walter- Scott hefir verið gefin út að nýju. Hjér er um að ræða riddara- sögu eins og þær gerast bestar, «nda gat varla vinsælli bók hjá unglingum hjer en ívar Hlújárn, þegar bókin var fyrst þýdd á íslensku fyrir nokkrum áratugum. Það er í raun og veru svo um ívar Hlújárn, að þá bók verða allir drengir að hafa lesið. 1 1 hinni nýju prýðilegu útgáfu h.f. Leifturs, er „ívar Hlújárn“ að vísu styttur, en þar kemur á móti að þarna er mynd á hverri síðu, þar sem dregnar eru upp skemtilegar myndir til skýring- ar efninu um æfintýri ívars, Svarta riddarans, sem var eng- inn annar en Ríkarður Ljóns- hp’arta, Hróa hattar, sem klæddi sig í gerfi Húnboga bónda, og skógarmanna hans. Alt eru þetta nöfn, sem hver drengur kannast við. Bókin er als prýdd 206 myndum. Afreksmanna- sögur Ur þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar frá Eyvind- ará er nýútkomið bindi með sagnir af ýmsum afreksmönn- um, sem uppi hafa verið á síð- ari tímum. Fyrir nokkrum ár- um kom út fyrri hluti þessa bindis fyrir áskoranir margra er þektu til safns Sigfúsar. Síð- an varð dráttur á útgáfunni, þangað til nú að hægt er að fá bindið heilt og samfast. Einn- ig munu þeir sem áður höfðu fengið fyrri hlutann nú geta fengið hinn síðari sjerstakan. — Áður var útkomið úr safni Sigfúsar: Sögur um æðstu völdin, Vitranasögur, Drauga- sögur og Álfa sögur og trölla. — Svo merkilegt hefir þetta safn þótt, að til )útgáfu þess hefir verið veittur nokkur op- inber styrkur, og má vænta að framhald verði á því. H. Rólegra á Balkanskaga að var tilkynt í Ankara í g*r, að myrkvunarráð- stafanir þær, sem gerðar voru nýlega, skuli feldar úr gildi þegar í stað. Sarajoglu, utanríkismálaráð- herra Tyrkja flutti ræðu í gær, þar sem hann ljet í ljós þá von, að Balkanríkjunum myndi tak- ast að halda sjer utan við styrj- öldina. Czaky greifi, utanríkismála- ráðherra Ungverja er nú kom- inn til Belgrad og gekk á fund Páls ríkisstjóra í gær. 1 Lond- on þykir það nokkuð athyglis- vert, áð ftalir skýra þannig frá heimsókn Czakys í Belgrad, að hann eigi að gera þar mikil- væga'samninga fyrir hönd öx- ulríkjanna, en Þjóðverjar segja að Czáký ætli að ræða mál, seirj varði Ungverja og Júgóslafa eina. SjóhernaOur Þjóðverfa N orska útvajrpið í London birti 1 gær aðvörun til norskra skipa sem eru í ; siglingum fyrir Breta, vit því, að skipið „Ole Jgirl", sem einný hefir verið í siglingum fyrir Breta, er sem Þjóðverjar hertóku nýlega, kynn: að reka hernað um úthöfin. Þýskt herskip, sem náði „Ole Jarl“ á sitt vald, setti nm borð í þa)5 þýska áhöfn, sem sigldi skipinu til Kobe, og setti norsku skipshöfnna á land þar. Síðan sigldi skipið til hafs undir norskum fána, og er óttast að það rnuni reka þar hernað. Fiskur frá Svartahafi til Þýskalands Berlín í gær: —- Samningar hafa verið undirskrifaðir milli fiskútflytjenda í Istambul og Þjóðverja um sölu á nýjum fiski til Þýskalands. Fiskurinn verður fluttur í skipum, til Svartahafshafna Búlgaríu og þaðan í kælivögn- um til Þýskalands. Narviksjóhetja fær aukin völd LEIÐRJETTING afmælisgrein um Gísla Sveins- son sýslum. þ. 7. des. segir B. Sv. : :.'C' „Arið eftir gaf Guðmundur læknir Hannesson út bæbling sinn nm stjórnmál, er hann nefndi „I afturelding* ‘. — — Kveðst hann hafa ritað bækling þann, að hvöt- um Gísla Sveinssonar og með hans ráði“. Þetta er á misskilningi bygf Mjer var þetta mál djóst áður en jeg kyntist Gísla, eins og sjá má á „2. fyrirlestrum um stjómmál“, sem prentaðir eru í Norðurl. 1905. „f afturelding" skrifaði jeg af eigin hvötum, án þess að spyrja neinn ráða. Guðm. Haimesson. Breski sjóliðsforinginn Whit worth, sem stjórnaði síð- ari árásinni á Narvik um borð í orustuskipinu „Warspite“ í vor, hefir verið gerður annar æðsti yfirmaður bregka heima- flotans. FÖRSÍÐUFRJETT í BANDARÍKJUNUM að þýkir" mikill „samkvæmis“ viðburður í Bandaríkjunum, að frú Roosevelt hefir boðið frú Willkie tií veislu í „hvíta húsinu“ n.k. fösttúlag, Bn frú Roosevelt, hafði skýrt blaðamönnum frá því í gærkvöldi, að hún hefði enn ekkert svar fengið frá frú Willkie. Sídl Baraní FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. ÍTALSKA HERSTJÓRN- ARTILKYNNINGIN. í tilkynningu ítölsku her- stjórnarinnar í gær er skýrt frá því, að Bretar hafi að morgni þess 9. des, gert áhlaup fyrir sunnan Sidi Barani, og að ítölsku hersveitirnar hafi varist þar hraustlega 1 fyrstu, en síð- ar orðið að hörfa fyrir ofurefl- inu til Sidi Barani. Allan dag- inn 9. þ. m. hefðu staðið harðir bardagar og einnig þ. 10. þ. m. og að svartstakkasveitir hefðu getið sjer góðan orðstír í þess- um orustum. í bardögunum hefði ítalski hershöfðinginn Maletti fallið í fylkingarbrjósti fyrir mönnum sínum (en ekkert er minst á aðstoðarmann hans, sem Bretar segja að tekinn hafi verið til fangá). Einn af egypsku ráðherrun- um sagði í gær, að taka Sidi Barani væri frábaprt afrek og bætti því við, að ef einhverjir hefðu óttast framtíð Egypta- lands, þá hefðu atburðir síðustu daga eytt þeim ótta. Eiffliig að sunnan? 1 ^ rá, aðalbækistöð frjálsra Frakka í London var í gær birt fregn um, að herlið frjálsra Frakka væri nú við suðurlanda- mæri Libyu í frönsku Mið-Afríku. Grikkland FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. syðst á vígstöðvunum vestur við ströndina, þar sem þeir eru sagðir vera aðeins 10 km. frá borginni Kimara. Nokkru austar eru Grikkir sagð- ir vera í aðeins 4 km. fjarlægð frá Tepelini. Það er álitið að ítalir ætli að leggja mikið kapp á að verja þessa borg, því að frá henni liggur þjóðvegur til Vallona. Er talið, að víglínan, sem ítalir ætla að verja í Vestur-Albaníu, liggi frá Tepelini til Vallona. -En Grikkir eru nú komnir svo nálægt Tepelini, að þeir hafa getað hafið skothríð á borgina íxr fall- byssum. Enn austar, hjá Moscopolis, eru ítalir sagðir hafa gert gagnárás á Grikki. * En nyrst á vígstöðvunum hjá Pogrdaec standa mjög harðar or- ustnr, að því er fregnir frá Júgó- slafíu herma. Eru ítalir sagðir yeita þar harðvítugt viðnám. Samt sem áður miðár sókn Grikkja einnig þar nokkuð áfram, og er búist við að í næstu vikn verði háð orusta um mikilvægt fjall, sem er þungamiðjan í vörn- um borgarinriar Elhasan. Breski flugherinn heldur áfram að veita Grikkjum aðstoð, og i fyrrinótt gerði hann loftárás k Vallona. í tilkynningu ítölsku herstjórn- arinnar í gær segir um hernaðinn í Grikklandi, að „éngin sjerstök tiðindi hafi gerst, þar“. Varðarfundur í gærkvöldi Varðarfundur var haldinn í gær- kvöldi. Hafði Magnús Jóns- son 1. þm. Reykvíkinga framsögu, Ræddi hann stjórnársamvinnuna og þau straumhvörf, sem orðið hefðu við upphaf herniar í póli- tískri baráttu flokkanna í landinu. En þótt, hinir örðugu tímar hefða megnað að sameina þjóðina a hættustund, væru þó til öfl, sem ynnu lítt í samræmi við hinn yf- irlýsta vilja til samstarfs. Framsögumaður ræddi viðhorf Sjálfstæðismanna til lausnar vand- kvæða þeirra tíma sem þjóðin lifði á. Þeirra stefna væri fyrst og fremst mótuð af skilningnum á alþjóðarheill. En Sjálfstæðismenn tryðu því að stefna þeirra fæli í sjer fylstu möguleika þess, að þjóðinni mætti vel farnast. Þess vegna myndu þeir vinna að því að gera veg hennar og áhrif sem mest. Til máls tóku auk frummæl- anda: Hannes Jónsson verkam., Gnðm. Ásbjörnsson forseti bæjar- stjórnar og María Maack hjúkr- unarkona. Fundurinn var vel sóttur og fór hið besta fram. Laumufarþegi í bíl. Allskonar sögur hafa gengið um laumufar- þega er fanst í bíl, sem kom frá Laugarvatni 2. des., og 'þetta sett í samband við hvarf piltsins frá Laugarvatnsskóla þenna sama morgun. En það er alt, upplýst með laumufarþegann. Hann hafði mist af sínum bíl, en hafði ekki fyrir fargjaldi suður. Tók hann þá það ráð, að fela sig í geymslu- klefa bíls (aftast). Skamt fyrir austan Kotströnd varð bílstjórinn var við laumufarþegann og setti hann út úr bílnum þar (ekki á miðri Hellisheiði, eins og sagt var í einu blaði). Laumufarþeginn gekk svo vestur í Hveragerði og kom til Reykjavíkur með næsta áætlunarbfl. Austurbæingar! Takið vel á móti skátunum í kvöld. Fimtudagur 12. des. 1940. oooooooooooooooooo Notaður þ noilapottnr óskast til kaups. Upplýsingar í síma 5593. oooooooooooooooooo H Sfra Halldór Kolbems | er til viðtals í Túngötu 31 I klukkan 1—2 og 8—10 síðd. Sími 1655. i A U G A Ð hvílist meC glerangum frá THIELE I ís I 1 til sðlu I hreinn og góður. = Fljót afgreiðsla — 10-12 smá- g lestir á klukkustund. Útgerðarmenn pantið sem fyrst. 1 Allar upplýsingar gefur s j Ólafur O. Guðmundsson, | §§ Keflavík. Símar 21 og 71. §| H.F. ODDGEIR. MÁLLFlUTNMSSiRiFSTOFA Pjetur Magnússon. Einar B. Guðmundsson. GnClangur Þorláksson. Símar 3602, 3202, 2002. Ansturstræti 7. Skrifstofutími kl. 1Q—12 og 1—-5. Skipstjóra og stýrimannafjelagið Kári. Uinsóknir um styrk úr styrktarsjóði fjelagsins, stílaðar til fjelags- stjórnarinnar, sendist undirrituðum fyrir 18. þ. m. JÓN HALLDÓRSSON, Linnetstíg 7. TILBOÐ óskast í 110—120 hestafla Dieselmótor í beinu sambandi við 70 KW. 220 wolta jafnstraums rafal, ennfremur loft- þjöppu sem afkastar 2.5 tenm. á mínútu í beinu sambandi við 220 w. rafhreyfil. Þrýstingurinn skal vera 25 kg. Dcm. Allar nánari upplýsingar gefur skipaskoðunarstjórinn, sem veitir tilboðunum móttöku, sem skulu komin fyrir 20. des. 1940. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS. TROLLI er skemtilegasta barnabókin með fallegustu myndunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.