Morgunblaðið - 03.01.1941, Blaðsíða 2
'2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 3. janúar 1940.
Kuldar
og snjóar
í Evrópu
Harður vetur er nú að ganga
í garð á meginlandi Ev-
rópu.
Fregnir frá Svíþjóð herma,
að á Suðuj-Skáni hafi gengið
stórhríð frá því á nýársdag. Er
þar nú metersþykkur snjór og
öll umferð hefir teppst.
í. Danmörku gerði líka stór-
hríð á nýársdag. Isa er farið
að leggja í sundunum í Dan-
mörku og á Limfirði hefir um-
ferð teppst vegna ísa.
Fregnir frá Höfn herma, að
fjórar konur hafi fallið í öng-
vit þar á sporbrautum í gær,
vegna kulda.
En jafnframt því, sem kóln-
aði í veðri, greði mikla rign-
ingu, svo að mikil ísing varð
á götunum. Um 50 manns urðu
fyrir beinbrotum eða öðrum
slysförum á götum þessarar
Mið-Evrópuborgar í gær.
Hernaðurinn
sfðari árshelm-
íbq 1940
Þýska herstjórnin birti í gær
tilkynningu um hernaðarað-
gerðir síðari helming ársins 1940.
Samkvæmt þessari tilkvnningu
hefir frá því 25. júní verið sökt
skipum, sem voru í eign Breta
eða í þjónustu þeirra, að burðar-
magni samtals 3.900.000 smál.
En auk þess hefir verið sökt
breskum herskipum, sem voru
samtals 190 þús. smálestir.
Sjálfir segjast Þjóðverjar hafa
mist á þessu tímabili þrjá tund-
urskeytabáta, 5 tundurduflaslæð-
ara, 8 kafbáta og 12 minni her-
skip.
Um loftárásir Þjóðverja segir í
tilkynningu herstjórnarinnar -.
Frá því 8. ágúst hefir í yfir 2
þús. loftárásum á England, verið
varpað 43 milj. kg. af tundur-
sprengjum, en auk þess 1.600.000
kg. af íkveikjusprengjum.
1 tilkynningunni segir, að Þjóð -
verjar hafi varpað 25 sinnum
fleiri sprengjum á England held-
ur en Bretar hafa varpað á
Þýskaland.
Tilkynningin endar á þeiin,
ummælum, að stríðið gegn Eng-
landi haldi áfram, og að þýski
herinn, sem hafi við að styðjast
meiri hergögn en nokkru sinm
fyr, gangi sigurviss að marki,
lokasigrinum vfir Bretum.
Kveðjur hafa farið á milli
Hitlers og Mussolinis í tilefni af
áramótunum, og lýsa báðir yfir
því, að herir þeirra muni berjast
hlið við hlið til sigurs.
Þýskur flu
til Italí
gher kominn
U/ opinberlega \
Vstaðfest fregn/
Italir hafa kallað heim flug-
sveit sína við Ermarsund
Kröfur
Þjóðverja
á hendur
Búlgtirtim
Phíloff og von
Ríbbentrop
bíttast í dag
T? regnir hafa borist til Lon-
-*■ don um að svo geti farið,
að von Ribbentrop setji for-
sætisráðherra Búlgara, Philoff,
einhverskonar úrslitakosti, er
Þýsk vjelahersveit sögð
komin til Albaníu
ÞAÐ var opinberlega tilkynt í Rómaborg í gær,
að sveit úr þýska flughernum væri komin til
ítalíu til þess að taka þátt í orustunum um
yfirráðin á Miðjarðarhafi. Þar með er fengin staðfesting
á fregnunum, sem bárust skömmu fyrir áramótin um
liðsflutninga Þjóðverja til ítalíu.
Það er þó ekki vitað, hvort hjer hafi aðeins verið um
ræða flugmenn og aðstoðarmenn þeirra, verkfræðinga ö.
fl., eða hvort einnig ,hafi verið flutt þangað fótgöngulið
eða vjelahersveitir.
í fregn, sem borist hefir til Bandaríkjanna segir, að þýsk
vjelaherdeild sje þegar komin austur yfir Adriahaf til Albaníu.
í ítölsku tilkynningunni um að þýskur flugher sje
kominn til Ítalíu, er einnig skýrt frá því, að ítalska flug-
þeir hittast í Vínarborg í dag.
Opinberlega hefir verið lát-
ið í veðri vaka, að erindi Phil-
offs til Vínarborgar, sje að
ráðgast við sjerfræðing í augn-
sjúkdómum. En það vakti
strax sjerstaka athygli, að í
för með honum er sendiherra
Þjóðverja í Sofia.
í sambandi við för Philofs
til Vínarborgar hafa rifjast
upp fregnirnar sem verið hafa
að berast síðustu dagan um
liðsflutninga Þjóðverja í Suð-
austur-Evrópu. X London er því
þó enn haldið fram, að fregn-
irnar um þessa liðsflutninga
hafi verið mikið ýktar og að
herlið það sem Þjóðverja hafa
í Rúmeníu sje ekki nema þrjú
herfylki (ca. 50 þúsund her-
menn).
Hinir innsigluðu járnbraut-
arlestir, sem verið hafa í ferð-
um frá Þýskalandi til Rúmeníu
undanfarið (segir í fregn frá
London), fluttu hergögn, í vöru
skiftum fyrir rúmenska olíu.
í London hafa verið birtar
'regnir um hugsanlegt misklíð-
arefni milli Þjóðverja og
Rússa, þar sem er stuðningur
Þjóðverja við járnvarðaliðs-
mennina í Rúmeníu í andstöðu
þeirra við rúmenska kommún-
ista. Eru kommúnistar í Rúm-
eníu sagði hafa aukið mjög
áhrif sín í Rúmeníu síðustu
vikurnar, einkum meðal bænda
stjettarinnar.
Þjóðverjar hafa nú sent nýj-
an sendiherra til Bukarest,
Manfred von Killinger. von
Killinger er sagður eiga að
skipuleggja stajtfsemi járn-
varðaliðsmannanna eftir fyrir-
mynd þýsku Gestapoleynilög-
reglunnar.
Manfred von Killinger er
harðsnúinn stormsveitarleiðtogi,
sem nýtur lítils álits utan
Þýskalands.
sveitin, sem send var til Ermarsunds til að taka, þátt í loft-
árásunum á England, hafi verið kölluð heim til
þess að taka þátt í bardögunum við Miðjarðarhaf; —
aðeins ein lítil flugvjeladeild hafi verið skilin eftir við
Ermarsund.
I sambandi við þessa fregn, er þess minst, í London að í
október síðastliðnum var það tilkynt í Róm að ítalska flugsveit-
in hafi verið send til Ermarsunds, samkvæmt sjerstakri ósk
Mussolinis, þar sem hann vildi taka þátt í að ráða niðurlögum
breska móðurlandsins.
En í sambandi við fregnina
um þýska flugherinn í Ítalíu,
er á það bent í London, að
ekki sje langt síðan að því var
lýst yfir í Þýskalandi, að úr-
slitaorusta stríðsins yrði háð við
Ermarsund. En nú hafa Þjóð-
verjar dregið burtu fluglið frá
Ermarsundi, til þess að senda
það til Ítalíu.
í ALBANÍU
Fregnirnir af vígstöðvunum
í Albaníu herma, að snjóar og
kuldar hamli mjög öllum hern
aðaraðgerðum, en þó er gríski
herinn enn í sókn. Gríska her-
stjórnartilkynningin í <gær-
kvöldi var á þá leið, að hern-
aðaraðgerðir hefðu átt sjer
stað á ýmsum stöðum og að
fangar og hergögn hefðu verið
tekin.
Enn er barist aðallega fyrir
norðan Kimara, vestur við
srtöndina og hjá Klisura og
Tepelini, nokkuð austar. — Á
báðum þessum stöðum stefna
Grikkir í áttina til Vallona.
I fregn frá London í gær-
kvöldi var skýrt frá því, að þar
hefði engin staðfesting fengist
á því, að íalir væru að undir-
búa nýja víglínu fyrir norðan
Vallona, þ. e. að þeir væru að
undirbúa að yfirgefa borgina.
En því er haldið fram í Lon-
don, að þegar tillit sje tekið til
hernaðaraðstöðunnar, þá væri
það ekki nema eðlileg varúðar-
„Berengaria" þýska
hjálparhersKipið
i Kyrrahafi
Bresk skip hafa bjargað um
500 sjófarendum, sem
þýskt h jáJparbeitiskip hafði
sett á land á einni af Bismarck
eyjunum í Kyrrahafi. Sjófar-
endur þessir voru af 10 skipum
sem hjálparbeitiskipið hafði
sökt í Kyrrahafi.
í fregn frá New-York segir
að álitið sje, að hjálparbeiti-
skipið sje hið nafnkunna haf-
skip_ ,,Berengaria“, sem var í
ferðum fyrir Breta fyrir stríð.
,,Berengaria“ var í Kaup-
mannahöfn, þegar Þjóðverjar
hertóku Danmörku, en síðan
eru Þjóðverjar sagðir hafa bú-
íð það vopnum og sent það til
þéss að reka hernað í Kyrra-
hafi.
Skipið getur farið
mílnr á klukkustund.
22 sjó-
Skipherra á skipinu er sagð-
ur vera maður að nafni von
Luckner greifi. Hefir gosið upp
sá kvittur, að hjer sje um að
ræða hinn fræga „haförn“ úr
síðasta stríði, sem gat sjer orð-
stír fyrir hernað, sem hann rak
á úthöfunum gegn skipastól
Bandamanna.
PBAMH. Á SJÖUTTDU SÍÐU
Yfir 20 þúsund
eldsprengjum
varpaO á Bremen
Hefnd Breta
Bretar gerðu í fyrrinótt gíf-
urlega loftárás á Bremen í
Þýskalandi og er árás þessi sögð
hafa verið gerð í hefndarskyni
við loftárásina á London síðastlið-
inn sunnudag. Yfir 20 þús. eld-
sprengjum var varpað yfir borg-
ina.
Eldarnir seni komu upp í borg-
inni voru svo miklir, að flugmenn-
irnir sáu bjarmann af þeim þegar
þeir voru yfir Zuider-See í 200 km.
fjarlægð. Sprengjum var varpað
á Fokke-Wulf flugvjelaverksmiðj-
urnar, olínvinslustöðvar og á
hafnarmannvirki.
I tilkynningu breska flugmála-
ráðuneytisins segir, að árásin
hafi verið miklu meii'i en árás-
irnar á Mannheim.
Árásir voru einnig gerðar á
borgir við Ermarsund í fyrrinótt.
í gærkvöldi voru breskar flug-
vjelar enn sagðar vera yfir borg-
um við Ermarsund.
Merki um loftárás var gefið í
London í gærkvöldi og nokkru
síðar hófst skothríð úr loftvarna-
byssum.
Tilkynning þýsku herstjórnar-
innar í gær var á þessa leið:
Þýskt herskip hefir sent bráðabirgða-
skýrslu um hemaðaraðgerðir í Kyrra-
hafi. Hefir það sökt 10 kaupförum
óvinanna, eða skipum, er voru í þjón-
ustu óvinanna, samtals 64,155 smál.
Skipshafnimar á skipunum, sem sökt
hefir verið, voru settar á land á eyju
í Suðurhöfum.
I könnunarflugferðum sem farnar
voru í gær, var kveikt í bresku eftir-
litsskipi nálægt Osborough. Annað
eftirlitsskpi var alvarlega laskað með
sprengjum austur af Ramsgate. — f
gærkvöldi vörpuðu þýskar sprengju-
flugvjeiar sprengjum á hemaðarlega
mikilvæga staði í Mið- og Suðaustur-
Englandi, með miklum árangri.
Breskar flugvjelar vörpuðu sprengj-
uxn í Norðvestur-Þýskalandi í gær-
kvöldi. Á þrent stöðum var lítilsháttar
tjón unnið á iðnaðarstöövum. Nokkr-
ir menn særðust og fimm menn fór-
ust. Bresk flugvjel, Vickers-Welling-
ton tegundar var skotin niður í loft-
bardaga.
„ERKIÓVINIR“
STALINS.
Aðalmálgagn kommúnista-
flokksins í Rússlandi,
,,Pravda“, hefir birt nýársboð-
skap frá Stalin, þar sem segir
,,að Rússar sjeu hervæddir, svo
að þeir þurfi ekki að óttast að
erki-óvinur þeirra komi þeim á
óvart“.