Morgunblaðið - 03.01.1941, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1941, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIt* Föstudagur 3. janúar 19401 Innlánsvextir. Frá og með 1. janúar 1941 og þar til öðruvísi verð.ur ákveðið, gilda eftirfarandi ákvæði um ávöxtun peninga í J andsl anka íslands, Reykjavík og útibúum hans: Á innlánsskírteinum, vextir &/>%. Hámark upphæðar, scm ávaxtað verður með þessum kjörum, fyrir hvern inn- stæðueiganda, er 10000 kr. Nýju fje verður ekki veitt mót-v taka á innlánsskírteini. í sparisjóði, vextir 3%. Innstæður verða að vera skráð- ar á nafn. Hámark upphæðar ávaxtað fyrir hvern inn- stæðueiganda er 25000 kr. í hlaupareikningi og reikningslánum, vextir %%. í hlaupareikningi, ef innstæða er bundin með samn- ingi til 6 mánaða, li/>%. Rjettur er áskilinn til að tak- marka einnig móttöku fjár með þessum kjörum. Reykjavík, 31. des. 1940. 0 Landsbanki Islands. Innlánsvextir vorir lækka frá áramótum í samræmi við vaxta- Iækkun Landsbanka íslands. Reykjavík, 2. janúar 1941. Útvegsbanki íslands h.f. Búnaðarbanki íslanús. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Tifikyoning trá Verkamannafjelaginu Dagsbrún Fjelagsfundur haldinn í Verkamannafjelaginu Dags- brún 1. janúar 1941 samþykti að fela stjórn fjelagsins að tilkynna eftirfarandi kauptaxta í almennri verkamanna- vinnu frá 1. jan. 1941: Frá kl. 7 f. h. til kl. 5 e. h. kr. 1,62 fyrir klukkustund, frá 5 e. h. til 9 e. h. kr. 2,43, frá kl. 9 e. h. til kl. 7 f. h. kr. 3,24 fyrir klukkustund. Grunntaxti þessi greiðist með fullri dýrtíðaruppbóí, varakvæmt aukningu dýrtíðar frá 1. janúar 1939. Dýríð- aruppbótin greiðist samkvæmt útreikningi kauplagsnefnd- ar í næsta mánuði á undan. Þetta tilkynnist hjer með öllum hlutaðeigendum. Verkamönnum er stranglega bannað að vinna hjá nokkrum vinnuveitanda nema þeir sjeu þess fullvissir að viðkomandi vinnuveitandi hafi gefið stjórn Dagsbrúnar skriflega viðurkenningu fyrir því, að hann greiði hinn aug- lýsta taxta fjelagsins, og gildir það jafnt um breska setu- liðið sem aðra vinnuveitendur. STJÓRN VERKAMANNAFJELAGSINS DAGSBRTJN. Kaupg)aldsniálln: Full dýrtíðaruppbót er grundvöllurinn NOKKRIR SAMNINGAR um kaup og kjör í ýmsum greinum voru undirritaðir nú um áramótin og kom því ekki til vinnustöðvun- ar þar. Hjer í Reykjavík tókust samningar hjá þessum aðiljum: Prentarar og prentsmiðjueig- endur. Grunnkaup var þar ó- breytt, en dýrtíðaruppbót greidd að fullu samkv. vísitölu Kaup- lagsnefndar. Bókbindarar og forleggjarar. Sömdu á sama grundvelli og prentarar og prentsmiðjueigendur. Húsgagnaiðnaður. Ilúsgagna- bólstrarar og meistarar sömdu um fulla dýrtíðaruppbót og styttingu vinnutímans úr 10 st. í 9. Hús- gagnasmiðir og meistarar sömdu um fulla dýrtíðaruppbót. Að öðru leyti voru fyrri kjör að mestu óbreytt. Hljóðfæraleikarar og hóteleig- endur sömdu um fulla dýrtíðar- uppbót og nokkur fríðindi: sum- arleyfi og veikindadagar. Vinnustöðvanir. Hjer í Reykjavík hófust verk- föll 2. jan. bjá Dagsbrún, Iðju og blikksmiðum. Um Dagsbrún er nánar skýrt á öðrnm stað í blaðinu. Iðja, fjelag verksmiðjufólks fyrirskipaði verkfall 2. jan., þar eð ekki tókust samningar við Fje- lag ísl. iðnrekenda. Öll verksmiðju vinna er því stöðvuð nú sem stend ur. Ber bjer æði mikið á milli og hefir sáttasemjari málið í sínum höndum. Blikksmiðir gerðu einnig verk- fall frá 2. jan. og er því ekkert unnið í blikksmiðjum bæjarins. Iljer ber einnig mikið á milli, m. a. það, að blikksmiðir krefjast styttingu vinnutímans úr 55 st. í 47 st. á viku. Sáttasemjari fær nú málið í hendur. Utan Reykjavíkur. Verkamannafjel. Báran á Eyr- arbakka auglýsti nýjan taxta frá nýári, sem hreppsnefndin viður- kendi, en hún er aðalatvinnurek- andinn á staðnum. Grunnkaup verkamanna hækkar iir kr. 1.23 í kr. 1.56 um túnann og full dýr- tíðaruppbót greidd á kaupið, sem reiknast ársfjórðungslega. Vestmannaeyjar. Þar var sam- ið um landkaupið á gamlársdag. Grunnkaupið hækkaði um 10%, en það var óvenjulágt. Verður grunnkaupið nú: Dagvinna kr. 1.32, eftirvinna kr. 1.54 og nætur- vinna kr. 1.98, Full dýrtíðarupp- bót greiðist ofan á þetta kaup. Við kolavinnu og uppskipun gréiðist kaupið nieð 20% álagi. Fast mánaðarkaup karla hækkai* úr 250 kr. í 275 kr. og greiðist full dýrtíðaruppbót á ]>að. Um kaup og kjör á bátunum hefir ekki verið samið ennþá. i Akranes. Þar hefir verið samið um landvinnukaupið. Grunnkaup óbreytt, en full dýrt.íðaruppbót greidd. v Strandið á Meðallandi. Vonlaust að skipíð náist út Talið er nú vonlaust með öllu, að takast muni að ná út birgðaskipinu breska, sem strandaði á Meðallandsf jöru s. 1. sunnudag. Bretar sendu skip austur til þess að reyna að ná hinu strandaða skipi út. Á nýársdag var hagstætt veður eystra og dauður sjór. Tókst þá að fara á bát að utan og leggjast að hinu strandaða skipi og festa línuna í það. En ekki tókst að ná skipinu út, enda er útgrynni mikið þar sem skipið strand- aði. í gær versnaði svo veðrið og sjór brimaði. Var þá von- laust um, að takast myndi að ná skipinu út. Var þá og kom- inn talsverður sjór í skipið. Ekkert hafa Bretar látið uppi um það, hvaða vörur sjeu í hinu strandaða skipi. Þó hef- ir heyrst, að talsvert muni vera af kolum í skipinu. Strandmennirnir verða nú fluttir hingað til Reykjavíkur. Munu Bretar sjálfir annast flutning þeirra. Sjúkrasamlags- iOgjöldin hækka um I krónu á mánuði O júkrasamlag Reykjavíkur aug- ^ lýsir hækkun á iðgjöldum samlagsmanna nú frá áramótun- um, úr kr. 4.50 í kr. 5.50 á mán- uði (einfalt gjald). Á miðju síðastl. ári ræltkuðu ið- gjöldin úr kr. 4.00 í kr. 4.50 á mánuði og nemur hækkunin nú alls kr. 1.50 á mánuði frá því er stríðið skall á, eða 37.5%. Stjórn samlagsins telur hæpið að hækkunin nægi til þess að standast aukinn reksturskostnað á árinu, sem þegar má sjá fyrir. Samkvæmt lyfjaverðskrá, sem nýlega liefir verið sett, hækkar mjög verð á lyfjum, og er áætlað að sú hækkun muni nema tölu- vert á 2. hundrað þús. kr. fyrir samlagið. Þá hefir verið samið við samlagslæknana um að greiða þeim verðlagsuppbót frá áramót- um eftir svipuðum reglum og op- inberir starfsmenn fá greidda launaupphót, en fram að þessu hafa læknar enga verðlagsuppbót fengið greidda fyrir störf sín hjá samlaginu. Loks hefir sjúkrahús- kostnaður samlagsins og allur annar rekstrarkostnaður farið vaxandi á síðastl. ári og fer senní- lega vaxandi á þessu ári. Býst samlagsstjórnin við því að reksturskostnaður samlagsins hækki á árinu um töluvert á 3. hundrað þús. ltr. frá því sem hann varð árið 1940, en eftir því sem næst verður komist munu tekjur og gjöld það ár standast nokkurn veginn á. Fyrirliggjandi: RÚÐUGLER 24 ounz. E|*gerf Kristjánsson & €o. li.f. Sími 1400. Umi 1380. LITLA BILSTÖBÍM Er,K,kini,,,>i>r UPPHITAÐIR BÍLAR. N Ý BÓK: DR. EINAR ÓL. SVEINSSON: Sturiungaöld Drög um íslenska menningu á þrettánclu öld. Verð kr. 6.50 heft, kr. 8.50 í bandi og kr. 12.75 í skinnbandi. (Nokkur tölusett eint. á betri pappír í skinnbandi kr. 20.00) AÐALÚTSALA: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.