Morgunblaðið - 03.01.1941, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.01.1941, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. janúar 1940. MORGUNBLAÐIÐ 7 Bretar fá leigð skip i Banda- rikjunum JT'ulltrúadeild Bandaríkja- þings ræddi hjálpina til Breta í gær fram á síðustu stund, þar til hún var send heim, en í dag hefst nýtt þing- tímabil, er þingið, sem kjörið var í nóvember síðastliðnum kemur saman. .Tveir þingmenn rjeðust á Roosevelt fyrir ræðu þá, sem hann flutti fyrir áramótin og sögðu að ræða þessi væri í raun og veru yfirlýsing um virka þátttöku Bandaríkjanna í styrjöldinni. í öldun&adeiidinni kom einn af áhrifan.estu fulltrúum repu- biikanaflokksins, Vandenberg, fram með þá tillögu um að Bandaríkin bæðu ófriðaraðil- ana að setja fram stríðsmark- mið sín, og reyndu á þessum grundvelli að stofna til frið- arráðstefiiu. En ekki er búist við að tillaga þessi fái byr. Samkvæmt fregn frá London er gert ráð fyrir að fyrsti þátt- urinn í hinni auknu hjálp Bandaríkjanna til Breta, verði, að Bandaríkin leigi eða láni þeim kaiipför. Sardagarnir i Egyptalandi FRAMH. AF ANNARI SÍSU ráðstöfun af hálfu ítala, ef þeir væru byrjaðir að reisa varnar- línu fyrir norðan Vallona. I ítölsku herstjórnartilkynn- ingunni í gær er aðeins skýrt frá lofthernaðaraðgerðum í Al- baníu. EGIPTALAND Um hernaðaraðgerðirnar í Libyu, segir í tilkynningunni, að einvígið milli stórskotaliðs- sveitanna hjá Bardia haldi áfram. 1 gær var 17. dagur umsát- innar um Bardia. En Bretar segja að ítalska varnarliðið í bo»’ginni hafist lítt að, svo að breska herstjórnin geti haldið áfram að undirbúa úrslitaatlög- una á borgina. Fregnir hafa borist um að bresk vjelaherdeild sje komin alla leið vestur undir Tobrouk eða 75 mílur inn í Libyu. Er vjelaherdeild þessi sögð gera mikinn usla í vörnum Grazi- anis. Herdeildin er sögð vera fyrir sunnan og austan borgina. HÁLIFLUTíQNGSSOlFSTOi'A Pjetur Magnússon. Einar B. Guðmundsson. GuBlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1-—5. Frakkar lýstu vanþóknun á hertöku Tangier Serrano Suner, utanríkismála- ráðherra Spánverja, sagði í ræðu í gær, að Spánverjar hefðu með því að hertaka Tangier, full- nægt rjetti sínum. Ráðherrann sagði, að öxulsríkin hefðu brugðist vinsamlega við þessari ráðstöfun Spánverja, og að einn ófriðaraðilinn hefði sýnt það, að hann skorti ekki skilning, en svo undarlega hefði brugðið við, að önnur þjóð, sem ekki hefði verið sigursæl í hlutfalli við hreysti sína, hefði sýnt þessari ráðstöfun fjandskap. Hjer er aug- sýnilega átt við Frakka. Suner sagði, að, ákvörðunin um hertöku Tangiers hefði verið tek in áður en hann varð utanríkis- málaráðherra. Ðreskir lögreglu- þjónar vopnaðir T5 RESKU lögregluþjónarnir verða nú vopnaðir skamm- byssum (að því er segir í fregn frá New York). Breskir lögregluþjónar hafa aldrei fyr borið vopn, heldur að- eins gúmmíkylfuna sína. En vegna hættunnar á innrás, hefir nú ver- ið ákveðið að vopna þá. Dynamit-sprengingar i London [ loftárás, sem gerð var á Man- -*• ehester nýlega, varð tjón á kauphöllinni þar, og á hinni svo- kölluðu „Free Trade Hall“, einn- ig á Chatham-sjúkrahúsinu og á dómkirkju borgarinnar (segir í fregn frá London). 1000 manns úr verkfræðinga - deild breska hersins vinna nú að því að sprengja með dynamiti húsin í Citv í London, sem eyði- lögðust svo í loftárás Þjóðverja nýlega, að hætta var á að þau hryndu. Yfirlýsing Hr. ritstjóri! insamlegast bið jeg yður fyrir eftirfarandi: Það er algerlega rangt með farið í Alþýðubl. í gær, að jeg hafi staðið að þeirri tillögu, að auglýsa kauptaxta þann, sem nú er fram kominn hjá Dags- brún, eða nokkuð um það talað að Bretar myndu viðurkenna þann taxta undir eins. Meira að segja tók jeg það skýrt fram í byrjun ræðu minnar, að jeg ætlaði alls ekki að hvetja verka menn til þess að fella þetta samkomulag, það mundi hver og einn verkamaður afráða samkvæmt sinni sannfæringu hvernig hann greiddi atkvæði um þetta mál. Jón Agnars. eooooooooooo oooooooooooo Dagbók eeooooooeoeo oooooooooooo □ Edda 5941166—1. Hát.L & V.‘. S.‘. Listi í □ og hjá S.‘. M.‘. til 4. janúar. □ Edda 59411105 — Jólatrje í Oddfellowhúsinu. I. O. O. F. 1 = 122138'/s = 9. 0. Næturlæknir er í nótt Úlfar Þórðarson, Sólvallagötu 18. Sími 4411. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Hjónaefni. Á gamlársdag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Sveinbjörg Blöndal og Birgir Kjaran hagfræðingur. Hjónaefni. Nýlega 'hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Hulda dottir Eyjólfs Jónssonar fyrrum bankastjóra á Seyðisfirði og Hall- dór B., sonur Óla O. Halldórs kaupm. á ísafirði. Hjónaefni. Trúlofun sína opin- beruðu á gamlárskvöld Sigrid Mogensen og Emil Þorsteinsson. —- Karen Mógensen og Þorvaldur Ásgeirsson. Karlakór Reykjavíkur biðui- alla, sem taka ætla jþátt í afmæl- ishófi kórsins annað kvöld, að yitja aðgöngumiða í Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju ekki síðar en á hádegi í dag. Álfadans og brenna verður hald in á Iþróttavellinum n.k. sunnu- dag, ef veður levfir. Hafa Ár- mann og K. R. fengið leyfi til að halda brennu að þessu sinni. Prestarnir. Morgunblaðið spurð- ist fyrir um það í kirkjumála- ráðuneytinu í gær, hvort búið væri að skipa liina nýju presta í Revkjavík og var svarið neitandi. Snæfellingafjelagið heldur skemtifund í Kaupþingssalnum í kvöld kl. 8y2. Sigurður Benediktsson ritstjóri biður þess getið, að gefnu tilefni, að það sje ekki hann, sem breska herstjórnin hefir handtekið. Mað- urinn, sem um er að ræða, er Sigurður Benediktsson póstmaður. Hann situr enn í varðhaldi hjá Bretum. Árbók 1940 frá Ferðafjelagi Is- lands er nýkomin út. Þar er sagt ítarlega frá Veiðivötnum í Land- mannaafrjetti í grein eftir Guð- numd Árnason og fvlgir fjöldi ni.vnda. Pálmi Hannesson rektor lýsir leiðinni upji í Botnaver og Steinþór Sigurðsson lýsir leiðinni frá Veiðivötnum í Illugaver. Báð- um þessum greinum fylgja mynd- ir. Pálmi Hannesson skrifar grein um Sæluhús, en Geir G. Zoega og Steinþór Sigurðsson hafa. tekið saman skrá yfir Sæluhús, sem þarna er birt (með myndum). í Árbókinni eru tvö litprentuð kort, annað af öræfunum vestan Vatna- jökuls, en hitt af Fiskivötnum. Loks eru birtar ýmsar frjettir frá starfsemi Ferðafjelags íslands. — Frágangur Árbókarinnar er góð- nr venju og prýða ekki síst binar mörgu myndir. Útvarpið í dag: 12.00—13.00 Iládegisútvarp. ] 5.30—] 6.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenskukensla, 2. fl. 19.00 Þýskukensla, 1. fl. 19.25 Hljómplötur; Tataralög. 20.00 Frjettir. 20.30 I tvarpssagan: „Kristín Lafransdóttir“ eftir Sigrid ITndset. 21.00 Útvarpstríóið: Tríó ur. 14, . c-moll, eftir Havdn. 21.15 Takið undir! (Páll ísólfs- son stjórnar). 21.50 Frjettir. IQgjaldahækkun. Sökum stóraukins kostnaðar verða iðgjöld til Sjúkrasamlags Reykjavíkur að hækka nú frá áramótum, og hafa þau verið ákveð- in fyrst um sinn kr. 5.50 á mánuði. Sjúkrasamlag Reykjavfkur. Vil kaupa nýtísku Hús á góðum stað, með lausri íbúð strax. ÞÓRÐUR ALBERTSSON Bárugötu 9. Sími 4958. V jelbátur 12—15 tonn óskast keyptur, með eða án veiðarfæra. — Sömuleiðis óskast trillubátur keyptur. Uppl. hjá LANDSAMBANDI ÍSL. ÚTVEGSMANNA. Sími 5948. Vinnuveitendafjelag Islands lilkyonir fjelögum sínum að þar sem Verkamannafjelagið Dagsbrún hefir ekki samþykt uppkast það að nýjum samningi milli fjelaganna, sem samkomulag hafði orðið um milli samn- inganefndar Dagsbrúnar og Vinnuveitendafjelagsins, þá er hjer með lagt fyrir fjelaga Vinnuveitendafjelagsins að láta ekki vinna samkvæmt hinum auglýsta taxta Dags- brúnar. , Ef verðmæti liggja undir skemdum, eru menn beðnir að snúa sjer til skrifstofu vorrar. Reykjavík, 2. jan. 1941 VINNUVEITENDAFJELAG ÍSLANDS EGGERT CLAESSEN. BEST AÐ AUGLYSA 1 MORGUNBLAÐINU. Jarðarför móður og tengdamóður okkar GUÐRÚNAR KORTSDÓTTUR fer fram frá heimili hennar Brekkustíg 15 laugardaginn 4. jan. klukkan 1. Ágústa Hannesdó'ttir. Valdimar Jónsson, Bestu þakkir fyrir auðsýnda vinsemd við útför INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR. Vandamenn. Þökkum innilega öllum, f jær og nær, fyrir auðsýnda sam- úð við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar GUÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR. Valgerður Óladóttir, börn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.