Morgunblaðið - 08.02.1941, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
1
Laugardagur 8. febr. 1941.
Hæstirjettur
Tjónið helm-
ingað
Hæstirjettur kvað í gær upp
dóm í málinu: Magnús
Gíslason gegn Steindóri Einars-
syni.
Málíð spanstj út af árekstri bíla
í október 1939. Annan bílinn (vöru
bíll RE 1061) átti Magúús öísla-
son bílstjóri, en hinn (fólksbíll
RE 1255) átti Steindór. Báðir bíl-
arnirj skemdust við áreksturinn.
Magnús taldi bílstjórann hjá
Steindóri eiga sök á árekstrinum
og krafðist skaðabóta, að upphí^ð
kr. 590.25.
í undirrjetti varð niðurstaðan
sú, að tjóninu var skíft þannig, að
Steindór skyldi bæta það að 3/5
en Magnús sjálfur að 2/5 hlutum.
Yar Steindór því dæmdur ti) að
greiða Magnúsi kr. 236.10.
Magnús áfrýjaði dómnum. Hæsti
rjettur skifti tjónin'ú til helminga
milli aðila. I f orsendum dóms
Hæstarjettar segir svo:
„Eftir því sem atvikum er hátt-
að, hafa báðir bifreiðastjóramir
átt, sök á árekstrinum. Þykja að-
ilar málsins eiga að bera tjónið
áf slysinu að hálfu hvor. Sam-
kvæmt því ber stefnda að greiða
áfrýjanda kr. 295.12 með vöxtum
af þeirri fjárhæð eins og krafist
er.
Eftir þessum málsúrslitum þyk-
ir rjett að stefndi greiði áfrýj-
anda 250 krónur í málskostnað
fyrir báðum dómum“.
•Olafur Þorgrímsson hrm. flutti
málið fyrir Magnús, en Svein-
björn .Jónsson hrm. fyrir Steindór.
Landamærum lokað
T talir hafa lokað landamærum
sínum við Sviss fyrir öllum
vöruf lutningum.
Engin skýring hefir verið
gefin á þessu.
Minning Bjarna Guðnasonar,
húsameistara
„Hvenær sem kallið kemur
kaupir sig enginn frí“.
Pessi orð komu mjer í hug
þegar jeg heyrði andláts-
fregn Bjarna Guðnasonar.
Enda þótt líðan hans væri þann-
ig síðustu dagana, að eins mætti
búast við að svona færi, þá var
þftð einlæg ósk okkar vina hans
og kunningja, að lífið yrði dauð
anum yfirsterkara að þessu sinni;
að við fengjum að njóta návistar
hans nokkru lengur.
Mönnum verður svo oft á, að
vera lengi áð átta síg á þegar
þessi eða hinn er snögglega kall-
aður burt og þannig var það fyrir
mjer að þessu sinni.
Þegar jeg kvaddi Bjarna Guðúa
son fyrir stuttu síðan á heimili
hans ,þá datt mjer síst í hug, að
þetta væri í síðasta sinni, sem jeg
sæi hann í lifanda lífi.
Það dynja yfir okkur úr öllum
áttum frjettirnar um slysfarir,
bæði á sjó og landi. Þeir eru
orðnir nokkuð margir sjómennirn-
ir, sem hafa kvatt heimili sín með
sÖknuði, en vonglaðir um að mega
koma heim aftur heilir á húfi og
í þeirri trú lagt hugdjarfir út á
hafið, en aldrei komið aftur.
Þeir eru lílra margir, sem hafa
gengið glaðir og reifir til vinnu
sinnar í landi, en ýmist verið
fluttir heim liðið lík, eða komið
heim svo mikið slasaðir, að það
hefir dregið þá til dauða. Einn
þeirra manna var Bjarni Guðna-
son. Hann gekk til vinnu sinnav
glaður og kátur eins og hann alt-
af gerði og hann kom heim aftur
jafn glaður og rólegur, en svo
mikið slasaður, að það varð hans
dauðamein. Svona er lífið. Alstað-
ar eru hættur á vegum mannanna-.
Sigrar og ósigrar, gleði og sorg.
Bjarni vann til enda það verk
sem hann var að vinna, eftir að
slysið vildi til.
Minnir ekki þetta á hetjurnar í
sögunum, sem stóðu og börðust
helsærðir, þangað til síðasti blóð-
dropinn rann út? Jú vissulega.
Með Bjarna Guðnasyni er í val-
inn fallinn einn af þessum góðu
mÖnnum, sem alstaðar láta gott af
sjer )eiða, þar sem þeir koma við
sögu.
i
Dús.
X Lítið gott hús óskast til kaups tj*
X - •>
X í eða við bæinn. Utborgun y
*? x
X eftir samkomulagi. — Tilboð, %
a
merkt „H. H.“, sendist Morg-
I unblaðinu. ij!
Nýar
Sítrónur
Hann var síglaður og kátur;
viidi öllum gott gera og ekki síst
þeim sem eitthvað voru útundan
í lífsbaráttunni. Það var ekki hægt
ánnað en að komast í gott skap
í návist hans.
Nu ert þú horfinn okkur kunn-
ingjum þínum og ættingjmn. En
aðeins í bili, því við lifum í þeirri;
trú, að mega hittast aftur, þegar
röðin kemur að okkur, að við
verðum kölluð til annars og betra
lífs. Yið kveðjum þig í samein-
ingu með sárum söknuði, en
jafnframt með þakklæti fyrir
allar þær gleðistundir, sem þú
veittir okkur.
Minningin um góðan dreng mun
aldrei líða úr minni okkar.
„Far þú í friði,
| friður Guðs þig blessi.
■ Hafðu þökk fyrir alt og alt“.
J: Þið nánustu ættingjar Bjarna
Guðnasonar, kona, börn og syst-
kini, jeg veit að söknuður ykkar
er sár. En minnist þess, að það
eru svo margir, sem nú bafa um
sárt að binda á þeSsum síðustu
og verstu tímum. Horfið hugglöð
mót komandi tímum og treystið
Guði.
„Hvers annars byrði berum,
þá byrðin verður ljett“.
Á.
Frð Búnaflartiingi
Afundi Búnaðarþingsins í gær
voi-u lagðir fram reikning-
ar Búnaðarf jelags íslands fyrir ár-
in 1939 og 1940. Gunnar Árnason
gjaldkeri fjelagsins og Steingrím-
ur Steinþórsson skýrðu reikning-
ana fyrir þingfullt.rúum og var
þeim síðan vísað til reikninga-
nefndar.
Enn hafa ekki komið nein af
hinum stærri málurn frá nefndum.
Næsti fundur Búnaðarþingsins
verður á mánudaginn keraur kl.
13.30.
5 mínútna
krossgáta
Lárjett.
1. Fasistaríki. 6. Eldfæri. 7. Bor.
9. Steinn. 11- Skemd. 13. Mjólk.
14. Versnar. 16. Lýðveldi. 17. Nart.
19. Pilt.
3 visiií 1
Laugaveg 1. Fjölnisveg 2.
a a
Lóðrjett.
2- Eftivskrift. 3. Stefnan. 4.
Bibííunafn. 5. Kona. 7. Gani. 8. Út-
lit. 10. Úrgangs skinn. 12. Villi-
dýr. 15. Umhugað. 18. Gelt.
•••••••••••• 00000000000« I
Dagbófv
•••••••••••• OOOOOOOOOOOO
□ Edda 5941211 - fundi frestað.
Næturlæknir er í nótt Gunnar
Cortes, Eiríksgötu 11. Sími 2924.
Næturvörður* er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Næturakstur. Allar stöðvar opn-
ar næstn nótt.'
Vegna samkomubanns verður
ekki messað í Dómkirkjunni á
morgun. Af sömu ástæðu eiga
fermingarbörn ekki að koma til
spurninga fyrst um sinni.
Vegna samkomubannsins falla
niður guðsþjónustur í Fríkirkj-
unni fyrst um sinn. Af sömu á-
stæðu falla barnaspurningar einn-
ig niður fyrst um sinn.
Nesprestakall. Vegna samkomu-
bannsins verður frestað að setja
síra Jón Thorarensen inn í em-
bættið.
Landsbókasafnið verður lokað
fyrst um sinn, vegna samkomu-
bannsins.
Heimilisfang síra Sigurbjörns
Einarssonar er á Freyjugötu 17.
Sími 4273.
Hjónaband. í dag verða gefin
saman í hjónaband í Borgarnesi
ungfrú Ragna Björnsson (Jóns
Björnssonar frá Svarfhóli) og
Sigurður Guðmúndgsbn, fram-
kvæmdastjóri •„Frón“..Ungú hjón-
in munu dvelja í Borgarnesi í
nokkra daga. .
Jarðarför Magnúsar Pálssonar
stýrimanns, sem drukiiaði í FleeU;
wood í lok fyrra mátiaðar. fór
fram frá Fríkirkjunni í gær, að
viðstöddu fjölmenni. Þórhallur
Árnason ljek einleik á celló. Síra.
Árni Sigurðssop flutti líkræðuna-
Vinir og nánust.u venslamenn báru ,
kistuna í kirkju, en út. báru hana
fjelagar hins látná. Kistan var'
skreytt blómsveigum og margs-
konar annar vottur um htuttekn-
ingu kom fram við hið sviplega
fráfall og jarðarför þessa góða >
drengs. Kirkjuathöfninni var út-*
varpað. .
Útvarpið í dag: ■ \ ! i
13.00 Erindi Garðyrkjufjelags ís-
lands: Garðyrkjan á tímamót-.
um, n (Stefán Þorsteinsson
garðyrkjukennari).
15,30 Miðdegisútvarp: •fj
19,25 Erindi: Uppeldismál, VI (dr.
Símon Jóh. Ágústsson).
20 30 Leikrit: „Logið í eigih-
mann“, eftir Bernb. Shaw.
(Soffía Guðlaugsdóttir, Harald-
ur Björnsson, Ragnar Árnason).
21.05 IJtvarþshljómsveitin: íslensk
lög og gömul danslög.
Tilkynning.
Frá og með laugardegi 8. þ. m. hættum við ALGER-
LEGA heimsendingu á mjólk og rjóma.
Jón Sfmonarson
Bræðraborgarstíg 16.
BiörDobtftkaifi*
Tilkynning.
Þeir, sem trygðir eru hjá Líftryggingarfjelaginu „DAN-
MARK“ samkvæmt skírteinum sem hljóða á danskar króu-
ur, eru beðnir að gefa sig fram við aðalumboðið og fram-
vísa skírteini nú þegar. Iðgjöldum fyrir þessi skírteini
verður fyrst um sinn veitt móttaka í íslenskum krónum,
svo að tryggingamar haldist í gildi meðan núverandi
styrjaldarastand varir. Sama gildir um vexti af lánum í
dönskum krónum.
Skírteinin falla úr gildi á venjulegan hátt ef íðgjöld eða
vextir er ekki greitt á irjettum tíma.
ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F.
Láftryggingardeild.
Jarðarför systur okkar
* ÓLAFIU HALLDÓRSDÓTTUR
fer fram frá dómkirkjunni mánudaginn 10. febrúar og hefst
með bæn á EUiheimilinu kl. 1 e. hád.
Sigríður Halldórsdóttir. Sigborg- Halldórsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát
og jarðarför mannsins míns og bróður okkar,
MAGNÚSAR PÁLSSONAR stýrimanns.
Agnes Gísladóttir. Ágústa Pálsdóttir.
Þórunn Pálsdóttir. Guðrún Pálsdóttir.