Morgunblaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 3
3 Laugardagur 1. mars. 1941. MOKGUN H L A i) Í.H- : „ . ... I .. ....... .... . . .... Stórfelt skipatfón af völdum fárviðris 43 skipbrots- ■* v '■: mönnum bjargáð V Vaskleg framganga björgunarliðiins AFIMTUDAGINN hvesti mjög af norðaustri hjer við sunnanverðan Faxaflóa. Jókst veðrið er á daginn leið og var komið fárviðri kl. 8 á fimtudagskvöld. Vjelbátamir. tveir sokknir í króknum við Grófarbryggju. I>áð sjest ekki nema á siglutoppana og. ofan af stýrishúsi annars bátsins. Þá um kvöldið fór vindhraðinn hvað eftir annað upp' í 12 vindstig. Hjelst sá vindstyrkur alla föstudagsnóttina og áfram í gær til kvölds. Skipatjón af vöidum þessa fárviðris hefir orðið gríðármikið, og er ekki fengið glögt yfirlit yfir það, þegar þetta er ritað. — Frjest hefir um manntjón af einum siglfirskum bát, er á voru sex menn. • . . Símalínur slitnuðu mjög í ofviðrinu og eru fregnir utan af landi því ekki greinilegar. En svo virtist í gær, sem veðurofsinn hafi verið mestur við Faxaflóa, bæði við Breiðafjörð og í Vest- nlannaeyjum hafi vindstyrkur verið mun minni. Hjer verður lauslega skýrt frá skipat.jóni því, senT varð í Reykjavíkurhöfn af völdum óveðursins. Skipin sem strönduðu í Rauðarárvík. Minna skipið, „Ourem“, er portúgalskt, hitt, „Sonja Mersk“, danskt. Mikið bátatjón í Keflavík Alimargir bátar flýja þaðan tii Hafnarfjarðar eða Reykjavíkur BÁTATJÓN það í Keflavík, sem orðið var á fimtudagskvöld, var ekki nema byrjun á því, sem seirrna varð þar um slóðir. A föstudagsnóttina rak bátinn Trausta upp í Keflavík. Brotn- aði hann í spón. Báturinn var 12 tonn, eigandi hans Stefán Bergmann. portOgalskt skip STRANDAR Eins og frá var skýrt hjer í blaðinu í gær, rak erlent skip á land við Sjávarborg kl. um 10 á fimtudagskvöld. Reyndist þetta vera portúgalska skípið Ourem, sem er 321 netto tonn og lestar 800 tonn. — Farmur ekipsins var áfengi og sement. Á skipinu voru 19 menn. Jafnskjótt er skipið hafði kent grunns gekk sjólöðrið yfir það, enda þótt það í fyrstu lægi beint fyrir. Var rokið þá svo mikið að rokmökkinn lagði inn yfir bæinn og voru sumar göturnar sævi drifnar. Kl. IOI/2 komu þeir á strand- staðinn Jón O. Jónsson, Guð- bjartur Ólafsson forseti Slysa- varnafjelagsins og Jón Berg- sveinsson erindreki, ásamt fleiri mönnum. Átti Morgunbl. tal við Jón O. Jónsson um björgunina og styðst frásögn blaðsins við það. Auðsætt var þá þegar, að ómögulegt mundi að koma bát- um við við björgunina sökum veðurofsans. Var þá skotið fluglínum að skipinu og tókst brátt að hitta yfir það mitt. Virtust þá skipverjar draga að sjer skotlínuna, en drógu hinsvegar ekki að sjer sjálfa gildari taugina með bjöi’gunar- útbúnaðinum. Furðaði þá. sem að björguninni unnu mjög á því. Ekki sinntu skipverjar heldur ljósmerkjum, er björg- unarsveitin fekk breskan að- sfoðarmann til að gefa þeim. Var í tvær klukkustundir samfleytt reynt að gefa þeim merki og fleiri línum skotið PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Farmurinn í portu- gaiska skipinu var sement og vín ¥ portugálska skipinu Ourem, *■ sem rak á Íand á fimtudags- kvöld, voru 500 tonn af sementi og nál. 200 víntunnur til Áfeng- isverslunarinnar. Snemma í gærmorgun fór að bera á vínfarminum í flæðarmál- inu. Hafa tunnurnar verið ofan í sementinu í farmrýmunum, en lokur farmrýmanna höfðu brotn- í að, sjór fylt skipið, en tunnurnar flotið upp og rekið á land. Þar voru á ferð rommtunnur, koníakstimnur og vermouthtunn- nr. Er þetta vitnaðist til Áfeng- isverslunarinnar, var hrugðið við skjótt, og menn sendir til að bjarga vínföngunum undan sjó og koma þeim í land. Var vask- lega gengið fram í því starfi. í gærkvöldi voru 103 tunnur komnar í geymslu Áfengisversl- nnarinnar, að því er Guðbrandur forstjóri skýrði blaðinu frá, sum- ar fullar, sumar lekar, sumar tóm- ar, og var það mál ekki rannsak- að. Eru þessar leifar af farminum vitanlega ekki eign Áfengisversl- unarinnar, þó hún skyti yfir þær skjólshúsi. Sementið í skipinu átti H. Bene- diktsson & Co. Átti skipið að taka hjer fisk hjá S. f. F. til Portu- gal. Það kom hingað á föstndag- inn var, en hafði ekki komist að í höfninni til afgreiðslu, vegna þess hve mörg skip voru þar fyrir. I Njarðvíkum rak vjelbátinn Gylfa í land. Það er stór og vand- aður bátur, eign Magnúsar Óiafs- sonar i Höskuldsstaðakoti. Er tal- ið að hægt verði að gera við hann. Þá rak og þar á land bátiijn Önnu. sem Sigurður Guðmuiulsson í Þórukoti átti. Hvolfdi bátnum í briminu og mölbrotnaði bann. 1 rökkrinu í gærkvöldi var bátur- inn Ársæll mjög nálægt því að vera kominn í land. Bátinn Glað rak líka upp að landi í Njarðvíkum, en mönnum tókst með snarræði að bjarga honum. í Keflavík vorn 20—30 bátar í báta-„dokkinni“, er veðrið skall á. Var óefnilegt ef vindur hefði snú- ist þannig, að hann hefði staðið beint npp á þar. Því þá var öll PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Skip strandar á Mýrdalssandi Erlent skip strandaði i gær við Kötlutanga, sem er nokkru austar en Hjörleifshöfði. Bár- ust óljósar fregnir um strandið í gær. — Skipaútgerð ríkisins sendi Ægir á vettvang en vegna sjógangs varð engum björgun- arráðstöfunum við komið af sjó. Hefir verið leitað til þeirra er næstir búa strandstaðnum um að veita aðstoð, en þar sem símasambandslaust er austur, hefir ekki tekist að hafa frek- ari frjettir frá strandinu. Fannfergi ð Norðurlandi Akureyri raf- magnslaus i gær Akureyri í gær. TVT orðaustan átt með mikilli fannkomu og- talsverðu frosti hefir gengið yfir Norður- land undanfarna sólarhringa, og í ’nótt sem leið berti veðrið svo, að stórhríð gerði. . Mjólkurflutningar til Mjólkúr- sámlagsins hafa því gengið mjög erfiðlega, og í dag komst engin flutningabifreið ineð mjólk fii bæjarin's vegna snjóþyngsla. Bærinn er ennfremur raf,- magnslaus í dag og líklega leng- ur, vegna bilunar á línunni frá Laxárvirkjuninni. Hafði hlaupið snjóflóð hjá Litlu, Tjörnum í Ljósa vatnsskarði, svo línan liggur þar niðri, og ekki hægt viðgerðar í dag vegna ofveðurs þar, Ennfrem- ur var krap í stíflunni austur við sjálfa aflstöðina, en sem þó var búist við að eklti myndi valda hindrun nema í bili. ÍO daga slórhríð á Húsavík Rafmagnslanst Húsavík í gær. Síðan á miðvikudag- í fyrri viku hefir verið svo að segja stöðug stórhríð, þó að í nótt og dag, á 10. degi, hafi veðrið náð hámarki sínu með ofsaroki og mikilli hríð, er olli hjer miklu. tjóni. Aðalskemdirnar eru á raf- magnskerfi bæjarins, því vitað er, að um 20 staurar eru brotnir, auk þess sem allar línur eru meira og minna slitnar. Bæjarsíminn er mikið slitinn, en ekki nema 1 staur brotinn. Húsavík verður því í myrkri í kvöld og ekki gott að segja, hve- nær rafmagnið kemst á aftur, þvf efni er mjög af skornum skamti. Símasamband er slitið við sím- stöðvar hjer fyrir austan og norð- an, en samband viS Akureyri. Yeður er frekar batnandi. Hjónahand. í dag verða gefin saman í hjónahand af sr. Garðari Svavarssyni, Ebba Grne og Síg- urd Schram eftirlitsmaður hjá verðlagsnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.