Morgunblaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ ' fi rt Laugardagnr 1. mars. 1941. Maður druknar I Reykjavlkur- höfn Slys oo árekstraraf vðldum hvassviðris- íns I bænum ÞaÖ slys vildi til hjer í höfn- inni í gærmorgun, að storm- nrinn svipti breskum hermanni út af hafnargarðinum við eystri hafnarhausinn. Fjell maðurinn í sjóinn og druknaði. Nokkrir menn Uomu þarna að, er- mdðurinn fjell í sjóinn, bæði íslendíngar og Bretár. Reyndu þeir að bjarga hermanninum. Einn íslendinganná, Jón Sigurðs- sön járnsmiður, Laugaveg 40 B, tók út af garðinum í vindhviðu. Honum tókst að halda sjer uppi á sundi þar til honum barst hjálp. Bresku hermennirnir, sem þama voru, fóru. með Jón í bíl suður í Stúdentagarð, þar Sem taim fjekk hina bestu aðhlynningu og náði hann sjer brátt eftir volkið og fór heim- til sín skömmu síðar. Allmörg smáslys urðu af völd- um óveðnrsins hjer í bænum í gœf. Var mikið um bílaárekstra. Sjórok var mikið víða um bæinn og settist á' skygnirúður bílanna og fraus, Bflstjórar áttu því bágt með að sjá út og hlutnst árekstrar af. Ekkert alvárlegt slys varð þó. Á götununi var varla stætt í mestu vindhviðunum. Dæmi voru til að vindurinn feykti mönnum langar leiðir, svo þeir gátu ekki fótað sig. Einn breskur maður fótbrotnaði, er vindurinn svipti honum til jarðar. Annar maður rakst á húsvegg og skarst all mjög á höfðí. Gluggarúður brotnuðn víða í húsum. Slökkviliðið kvatt út þrisvar í gær. Slökkvilið bæjarins var kvatt út þrisvar í gærdag. Fyrst um 12- leytið I gærmorgun vestur í Sel- búðir. Hafði kviknað þar í poka- rusli og var búið að slökkva eld- inn er slökkviliðið kom á stað- inn. Klukkan rúmlega 2 var slökkvi liðið kallað að bifreiðastöðinni Geysi við Kalkofnsveg. Þar kvikn- aði í út frá því, að verið var að þíða frosín vatnsrör. Var eldur- inn kominn á milli þilja, er slökkviliðið kom á vettvang, en greiðlega tókst þó að kæfa eld- inn. .Jjobs var slobkviliðið kvatt út klukkan 8.30 í gærkvöldi, vestur á Sellandsstíg. Þegar þangað kom, kom í Ijós, að brunaboði hafði brotnað í rokinu. Eftirmiðdagssýning verður hald in á revýunni „Forðum í Flosa- porti" á morgun kl. 3 e. h. Óperettan Nitouche verður sýnd annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. Skipatjónið í ofviðrinu FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. yfir skipið, en alt kom fyrir ekki, skipverjar virtust ekki átta sig á, hvernig þeir ættu að snúa sjer í þessu. En öðru hverju þeyttu þeir eimflautu skipsins. Af þessu leiddi að björgun- arsveitin gat ekki hafst að og varð því að bíða alla nóttina. Voru það 4 menn og voru það auk Jóns Oddgeirs, þeir Ingv- ar Magnússon vjelamaður hjá Sláturfjel. Suðurlands, Guðm. Sigurðsson og Jóhannes Guð- jónsson. Hjeldu þeir vörð á staðnum. Lögreglan lánaði bif- reið með mjög sterkum Ijós- um og var sundið milli skips og lands lýst upp með þeim. , Er a nóttina leið versnaði veðrið mjög og hefði þá alls ekki verið hægt að bjarga í björgunarstól. Gekk nú sjór allmjög yfir skipið og það tekið að velta. Hafði skipshöfn þess þá safnast saman í brúnni. ANNAÐ SKIP STRANDAR Klukkan fjögur um nóttina kom’ svo björgunarsveitin auga á annað skip, er rak stjórnlaust til lands. Virtist svo í fyrstu sem það myndi reka beint á portýgalska skipið og er líklegt að af því hefði hlotí ist manntjón En af því varð þó ekki og rak þetta skip, sem reyndist vera dánska jskipið Sonja Mersk, að landi rjett austan við portú- galska skipið. Eftir skamma stund höfðu skipin færst það saman, að stefni Ourem nam við miðjan byrðing Sonje Mersk. Danska skipið er 1136 tn. nettó, en lestar 3000 tonn. Við björgun var nú ekkert haegt. að starfa vegna veður- ofsans og myrkurs. Var því ekki annað fyrir hendi, en bíða birtu. Var auðsætt að a. m. k. mennirnir á Sonja Mersk voru ekki í hættu. Með Ourem var hinsvegar svo ástatt, að með flóðinu hækkaði sjór mjög á skipinu og stóð nú ekkert upp úr nema brúin, sem rok og sjóar gengu öðru hverju yfir. En öll skipshöfnin var í brúnni. BJÖRGUNIN HEFST Kl. 8 um morguninn tókst svo dönsku skipshöfninni að skjóta línu til lands. Var þá hnýtt í hana línu úr landi og drógu skipsmenn hana síðan að sjer og síðan sjálfan björgunarstól- inn. Hófst nú björgunin og var allri skipshöfninni. samtals 24 mönnum, bjargað í land í björgunarstólnum á þremur stundarfjórðungum. Var skips- höfnin lítt velkt og hin hress- asta. Kvað skipstjórinn þá hafa reynt að bjarga portúgölsku skipshöfninni yfir í sitt skip, en það hefði ekki t.ekist vegna þess, að ekki tókst að fá þá til þess að taka við línum frá þeim, enda var þá naumast hægt að hreyfa sig nokkuð á Ourem vegna sjógangs og brim löðurs. PORTÚGALSMÖNNUM BJARGAÐ Þegar Dönunum hafði verið bjargað var tekið að athuga möguleikana á frekari björg- unartilraunum gagnvart skips- höfninni á Ourem. En vegna sjógangs varð ekki aðhafst þá þegar, en beðið þess, að lág- sjávað yrði. KI. 10 voru svo fimm hrapst- irog þrekmiklir ungir menn, aílir íslenskir, dregnir í björg- unarstólnum út í danska skip- ið. Hjet sá Hafliði Magnússön, er fyrstur fór um borð. Er hann þektur íþróttamaður og hraust menni. Hlutverk þeirra fimm var að leggja káðla á milli skipanna, og í brúna á portú- galska skipinu óg fika sig eftir þeim yfir í það til þess að sækja hina þjökuðu skipshöfn, einn á eftir öðrum. En þegar hjer var komið tókst 4 skipverjum að komast af sjálfsdáðum yfir í danska skipið og voru þeir fluttir til lands í björgunarstólnum og- áíðan haldið áfram með björg- unina. Var íslendingunum, sem að því verki unnu mjög óhægt um vik vegna þess, hve þjakaðir og máttfarnir skipverjar voru. Aðalörðugleikarnir voru á því að koma skipbrotsmönnum yfir í danska skipið. En fyrir mjþg vasklega framgöngu sjálf boðaliðánna er að björguninni unnu, tókst björgun allrar skipshafúarinnar slysalaust og var því lokið kl. 11i/2 árd. Hinir portugölsku skipbrots- menn voru mjög illa til reika, sumir berfættir, klæðlitlir, vot- ir og kaldir. Engir þeirra höfðu spent á sig björgunarbelti. Einn skipbrotsmannann var fluttur í sjúkrahús en aðrir á gistihús. Jón O. Jónsson. sem björg- uninni stjórnaði, rómaði mjög kjark og dugnað þeirra sem að björguninni unnu. Þá lá og við að þriðja skip- ið ræki á land í gær af ytri höfninni. Var það 848 tonn nettó og heitir Cler Miston. — Fyrrihluta tjags tók það að reka á legunni, en tókst þó að halda sjer frá landi. Á INNRI- HÖFNINNI. Á fimtúdagskvöld sleit varð- báturinn Óðinn, er lá við Æg- isgarð festar sínar og rak á land við Slippinn. Línuskipið Runa lá utan á Óðni og rak; hana þá einnig á land. Þá rak og hvalveiðaskipið „Estella“ á land austan- vert við Slippinn. Ekki er talið að þessi skip hafi sakað mikið. Þá sleit tvo vjelbáta — Vestra frá Isafirði og Kristínu frá Vestmannaeyjum frá aust- ustu bátbryggjunni fyrir vest- an Grófarbryggju og rak þá upp að hafnargarðinum og sukku þeir þar báðir og munu hafa brotnað talsvert. Tankskipið Rosewood tók hafnsögumann kl. 6 e. h. á fimtudag og tókst að komast út undir Akurey. Annað skip fekk aðstoð hafn sögumanns og var farið með það inn í Kollafjörð. Óttast um vjel- bátinn Hjört Pjetursson Ottasl er um afdrif vjelbáts- ins „Hjartar Pjeturssonar“ frá Siglufirði, sem gerður er út frá Hafnarfirði og fór þaðan í róður s.l. miðvikudag. Talstöð. bátsins var biluð, er hánn lagði af stað, og hefir hann ekki koinið fram, en hinsvegar hefir rekið úr honum bjargliringi og dufl í Garði. Sex menn voru á bátpum, for- maður Ejríkur Þorvaldsson. Eig- andi bátsi'ns er Vilhjálmur Hjart- arson á Siglufirði. ftlHsnriiiKi á Akranésft Alíranesi í gær. Húsið^ Vesturgata 26, eign Guðmundar Bjarnasonar, brann til kaldra kola síðast- liðna nótt. Fólkið bjargaðist klæðiítið á síðustu stundu. — Allt innbú brann og var engu bjargað. Eldsins varð fýrst vart kl. 1 um nóttina. Vaknaði þá kona á neðri hæðinni. Kom eldurinn á móti henni niður stigann. Það er talið sennilegast að kviknaði hafi út frá rafmagni á lofti hússins. Á lofti bjó Sigurður Ein- varðsson með konu og einu barni. Komust þau nauðulega út og brann Sigurður lítilshátt- ar á hendi. Þorbergur Jónsson bjó þar einnig, brendist hann dálítið á andliti og hendi. Á neðri hæð bjó Hallfreður Guðmundsson með konu og 4 börnum. Var hann fjarverandi. Á Akranesi er ekki vatnsveita og verður slökkviliðið að nota sjó í þess stað. Húsið var al- elda er slökkviliðið kom á vett- vang. Fjara var og útgrynni og krap í sjónum og torveld- aði það mjög aðgerðir slökkvi- liðsins þar sem krapið stíflaði dæluna. Næstu húsum var bjargað með eldvarnarseglum og brunnvatni í fötum. Sprungu rúður í þeim vegna hitans. — Veðrið lægði meðan eldurinn var magnaðastur. Er talið sennilegt að næstu hús hefðu einnig brunnið ef veðrið hefði ekki lægt. HÁLF JÖRÐIN Hagi í Skorradal i I er til sölu. Jóhann Guðnason. Akranesi. Sími 37. í Tjónið á Suður- nesjum ______ > FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. bátaþvagan í stórhættu. En þaö; fór betur en áhorfðist, að því er fregn hermdi ^rá Keflavík í gær- kvöldi. Einir 12—15 bátar lögðu út frá, Keflavíb í óveðrinu og björguðui sjer til Hafnarfjarðar eða Reykja- '' víkur, FREGNIR AF ÚTI- LEGUBÁTUNUM. f gærkvöldi sagði Jón Berg- sveinsson, erindreki Slysavarna- í fjelagsins, blaðinu frá því, að - frjest hefði til útilegubáta margra, "• sem stiindað hafi veiðar hjer í flóanum. Einn var á Herdísarvík. •: Ekki vissi hann hver það var. ; Togarinn Leiknir var í sambandi við einhvern bát, og annar tog- j1 ari í sambandi við tvo báta, ejf'S voru með bilaða vjel. Jón vonaðist éftir, að eitthvað talsvert af bátunum væri undir \ Snæfellsnesi. Sæbjörg og einn eða ; tveir bátar með henni voru, í gær á Sandvík við Reykjanes. En allar fregnir af bátunum , bérast seinna, vegna þess að ekki ; er hægt að hafa talsamband við þá úr landi. . ísólfur Pálsson FRAMH. AF FIMTU SÍÐU- margar mætar minningár um bann. Þó að hann væri manna dút astur í skapi, var hann hinn elsku, legasti fjelagi, glaður og ræðinn í sinn hóp, fróður og minnugur, og sá vel þáð, sém broslegt ,var og að gamni mátti verða, En gamanið var græskulaust, því að> manna grandvarastur var hann í öllu. Ekki er um það að villast, að' sönglistin var hans hugleiknasta hjartans mál. Á hennar máli hefir Iiann talað til allrar þjóðarinnar og mun tala, þó að hann hverfi sjónum. Mörg af lögum hans ern alþjóðar eign fyrir löngu. Þau hafa sungið sig sjálf inn í fólkið. En mörg eru þó almenningi ó- • kunn enn sem komið er. Fyrir sex árum gaf Jón Pálsson þróðir hans út sönglagaheftið Fjólu með lögum eftir hann. f heftinu eru 31 lag, hvert öðru fallegra. Þar andar innileika, hlýju og við- kvæmni frá hverri línu. Þess er ekki getið í bókinni, að ísólfur hefir sjálfur gert suma textana og það ékki þá sístu. Hann var prýði- lega hagmæltur, en flíkaði því ekki mikið. Yndislegra ljóð og lag en Sumarnótt ísólfs hygg jeg vera vandfundið. ísólfur hafði ekki hátt um sjálf- an sig og sína hagi. Hann leitaði. ekki lofs eða frægðar fyrir verk sín. Söngvar hans komu innan að úr hans eigin sál; Þeir eru neista>- af „listanna heilögu glóð“. Með tónsmíðum sínum hefir hann reist sjer óbrotgjarnari minnisvarða. ísólfur Pálsson var einn af bestu listamönnum þessa lands. Fr. G. Næturakstur: Allar bifreiða- stöðvar opnar næstu nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.