Morgunblaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBLAÐIÐ Laugardagur 1. mars. 1941. UR DAGLEGA LÍFINU Götuumferðin í bænum breytir ekki lítið um svip í veðráttufari eins og verið hefir undanfama daga. ’^iÉtarlmenn, sem vanir eru að ganga inéð flókahatta og taka ofan til hægri og- vinstri, era alt í einu komnir með niðurbrettar lóðhúfur og allskonar iambhúshettur. Þegar þeir svo mæta kunningjum og ætla að fara að taka ofaja, þá gleyma þeir því, hvemig höfuðbúnaður þeirra er, ætla að grípa í hattkollinn, eða hattbarðið, en grípa é kollhúfuna eða í tómt og verða svo utan við sig, að ekkert verður úr kveðjunum, ■ .Kvenfólkíð, sem vanalega gengur í háhælaskóm og allskonar tísknbún- ingi ystum fata, fer alt í hnipur í knldiinum, og klæðir sig aldrei þessu vant eins og það væri á Islandi í ís- lenskri veðráttu, en ekld einhversstaðar suður í sólarlöndum. I>að‘ em mikil viðbrigði. Frostið kemur þessu til Seiðar. í fárviðri eins og hjer í gær, verð- ur umferðin með ýmískonar stór- merkjutn. Dátamár sumir, sem 4 göt- nnnm gengu, höfðu auðsjáanlega ekki átfcað sig á ‘því, að svo hvast gæti Veriö að bætta vg'ri á, að menn mistu ljitanua ‘ og. fykju um Jfcll,- í>essvegua feom það fyrir, að dáti í". fullum hen- Wæðuip, með hjóim á höfði og byssu & öxl, fauk um koll með öllu saman Við, sem erum vanir hvassviðrum vomm okkur betur á þessu. ★ Jóaiíhes Patursson, kóngsbóndi að Kirkjubæ, rr nú orðinn aldraður maður, á 75. aldursári. En hugurinn og fjörið er enn sem fyrr. Einn góð- feunningi hans, sem hjer er staddur, sagði mjer þessa sögu um hann, til nierkis um það, hve hann enn er ijettur á fæti og ljettur í lund. Ekki alls fyrir löngu var sem oftar síimkomu í ungmennafjelagi I'órshafn- ar. Er Jóannes Patursson altaf boð- ínn á samkomur fjelags þessa. En í þotta skifti hafði hann látið undir höfuð leggjast að fara. Um háttatíma um kvöldið vakti hann máls á. því við konu sína, að þetta inyndi hafa verið misráðið af sjer að fara ekki á samkomuna, því þar myndi vera dansað. Og hann væii ekki viss um að neinn af samkojnu- gestiuium kynni „Foglakvæði'1, en það er eitt merkasta danskvæði Eæreyinga, og er eftir þjóðhetju þeirra Kolsoyjar- Pál. Þai'eð Kirkjubæjarbónda þótti það illa farið, ef ungmennafjelagar döns- uðu ekki „Foglakvæði“, ókvað hann að skreppa til Þórshafnar. — Hann fleygði af sjer heimaskóm, tók göngu- skó sína, og skundaði til Þórshafnar, iy2 klst. gang. Er þangað var honum tekið tveim höndum á samkomunni. Var nú haf. inn dansinn. í „Foglakvæði" eru .300 erindi og tekur 2 klukkustundir að dansa það. Að dansi þeim loknum brá Paturssoji sjer gaugandi heim um nóttina. ★ Ekki man sögumaður minn með vissu hve mörg erindi Patursson kann utanbókar reiprennandi af dajiskvæð- um Færeyinga. En hann hyggur ekki of í lagt að þau skifti tugum þúsunda. Þjóðdansar Færeyinga eru með miklum blóma með þjóðinni, og oftar dansaðir nú, en var á tímabili. „Þessir ensku dansar eru líka dans- aðjr,’‘ sagði sögumaður minn, „en dansaj*nir okkar eru svo miklu sfeemti- legri". ★ Breska útvarpið skýri frá því, bjer um’ dagimi, að breskur kafbátur hefði skotið flutniiígaskip í kaf skamt frá Noregsströudum. Skipið var norskt, en á vegum Þjóðvcrja. Veður var gott og fengu skipverjar góðan tíma tií þess að komast í björgunarbátana. ■ En áður en skipstjóriim yfirgaf skip- ið, sendi hann kafbátsstjóranum kveðjuskevti og sagði þar: „Þakka yður fyriri*. ★ Aróðuifs aðferðir Nazista eru marg- ar með -éinkennilegum hartti.' I vetur hafa þýskir hermenn í Nöregi, eða norskir nazistar lagt stund á það, að . . * lauma brjefum í vasa norskra manna með áskorunum um það, að Norðmenn ættu að efna til uppreisnar. Segir í brjefum þessum á þá leið, að Norð- menn megi vita, að Þjóðverjar eigi fáa vini í landinu, og margir af hin- um þýsku hermönnum sjeu orðnir frá hverfir nazismanum og muni styðja uppreisn Norðmanna, ef til kæmi. Norska útvarpið í London hefir sagt frá þessu tiltæki og bendir á, að hjer sje um slungna æsingastarfsemi Naz- ista að ræða. Þeir ætli að egna Norð- menn til uppreisnar, til þess að fá meiri atyllu og betra tækifæri til að kúga þá með vopanvaldi á eftir. FramtíH. Gamla og vel þekta verslun í einum álitlegasta verslunarstað landsins vantar af sjerstökum ástæð- um meðeiganda, með íiokkurt fjármagn, 5—10 þús. kr. Viðkomandi þarf að vera liðlegur afgreiðslu- maður. — Tilboð merkt „Strax“ sendist Morgun- blaðinu. Enskt munntóbak. Smásöluverð má eigi vera hærra en hjer segir: WILLS’ BOGIE TWIST í 1 lbs. blikkdósum (hvítum) kr. 20.40 dósin. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Jón Jónsson á Hofi Vafnsdal, áflræðnr Jón Jónsson bóndi á Hofi í Vatnsdal á áttræðisafmæli í dag. Hann er enn við sæmilega heilsu og vinnur við búskapar- störf, þó sjónin sje farin að biia. En áhuginn á öllum þeim málum, sem hann telur vera til þjóðþrifa og farsældar, er enn hinn sami og áður var. Jón á Hofi, en svo er hann jafnan nefndur í daglegu tali, er Sjálfstæðismaður, í þess orðs bestu merkingu. Efnalaus braust hann áfram á imga aldri og kom undir sig fótum sem efnalega sjálfstæð- nm bóndo. Hnnn hefir um langi skeið verið í fremstu röð myndar- bænda og fylgt öllum þeim mál- um með festu, sem miða að heil- brigðu framtaki og sjálfstæði ein- staklinga og þjóðar. Hann er fyr- irmyndarmaður, og hefir alla tíð verið. ★ Jón er fæddur 1. mars 1861 að Hrafnsstöðum í Víðidal. Foreldrar hans voru Jón Jóelsson í Saurbæ og Málfríður Jóhannesdóttir frá Bakkakoti. Fyrstu 9 árin ólst hann upp hjá ömmu sinni, Ragnheiði Sigurðardóttur að Saurbæ á Vatns nesi. En þá síðan var hann nokk- ur ár hjá föður sínum að Kötlu- stöðum og þá á ýmsum bæjum í Vatnsdal, og hefir hann átt heimili í Vatnsdalnum í 70 ár, var aðeins eitt ár að Hjaltabakka í Torfa- lækjarhreppi. Á uuglingsárurium og alt fram að þrítúgsaldri var Jón í vinnu- mensku. Fram til 19 ára aldurs fjekk hann ekkert, kaup, nemu fæðið og nauðsynleg föt. En síðan fjekk hann kaup, þó lítið væri, hæst 2 síðustu árin, 80 krónur á ■ ári og frí eina vikn af slætti. Þrítugur byrjaði hann búskap að Gilsstöðnm í Vatnsdal með Valgerði Einarsdóttur. Lítil voru efni þeirra í þyrjun, bústofninn 27 ær, 6 sauðir, 5 gemlingar, einn hestur taminn, og sem svaraði kýrverði í handraðanum. Á Gils- stöðum bjó Jón í 6 ár, en fluttist þá að Hofi og hefir búið þar síð- an. Fyrstu 4 árin bjó hann þar á hálfri jörðinni á móti Böðvari Þorlákssyni. En síðan bjó hann á jörðinni allri, uns Ágúst sonur hans byrjaði bíískap á hálfri jörð- inni 1922. Keyptu þeir feðgar jörð- ina 1926. Eftir að Jón gerðist bóndi komst hann fljótt, til vegs og virð ir.gar í hjeraðinu. Alla þá tíð, sem Jón hefir búið á hinni virðulegu landnámsjörð Vatnsdælinga, hefir sú jörð verið setin eins og henni best sæmir. Þar befir verið rausn og myndar- bragur á öllu. Þar liefir .veriö hlýja og skjól fyrir alla sem þang- að hafa leitað. Um langt skeið hefir hann.unnið mjög ötullega að öllum sveitar- stjórnarmálum. Stóð harin oft í ströngu hjer fyrr á árurn, því hann er þannig skapi farinn, að hann lætur ekki hlut sinn eftir að hann er orðinn sannfærður um, að mál- staðurinn sje rjettur. í viðræðum er hann bæði rökfastur og orð- heppinn. En þar hefir horium eklci síst komið að haldi alveg frábært xninni. Svo minnugur var Jón, meðan hann var á ljettasta skeiði, að hann t. d. lærði utan að að heita mátti orðrjettar langar ræð- ur sem hann hlýddi á, ef þar voru flutt mál, sem honum á einhvern hátt voru hugleikin. Minni hans á tölur er Jíka frábært. En Jón fjekk ekki aðeins minn- ið, gætnina og glöggskygnina í vöggugjöf, heldur líka frábæra stjórnsemi og röggsemi í stjóru allri. Það kom m. a. í ljós, er hann var igerður að foringja gangnmanná í hinnm löngu og erf- iðu fjalfleitum. Hann var fjall- kóngur í 39 ár, en 50 sinnum fór hann í göngur. í fimtugustu göng- unum hjelt liann veislu í hinrna fagra áfangastað Bríkurhvammi. Var þar fjölmenni mikið, og skorti ekki góðar . veitingar. Þar vora margar ræður haldnar og mikið fjör á ferðum. Er þessi einstaka fjallaveisla öllum ógleymanleg, enda var hún verðug endalok á afskiftum Jóns af fjallgöngum. Jón hefir alla tíð verið afburða maður að rata á heiðum uppi Kemur þar fram sjaldgæf glögg- skygni hans. En hann var ekki sjálfkjörinn og sjálfsagður fjall- kóngur fyrir. það eitt,, heldur líka vegna þess hve nærgætinn hann er og umhyggjusamur við allar skepnur. Hann hafði vakandi auga á. að sem best væri farið með fjeð og að hestum væri ekki svift til að óþörfu. OIl þau ár sem hann hafði stjórni og umsjá í fjallgöng- nm kom aldrei neitt óhapp fyrir. ★ Jón á Hofi er einn af þessum gætnu framfaramönnum, sem ann hverkonar umbótum. En honnm er umhugað um, að menn rasi ekki yfir ráð fram, og varist um fram alt að hleypa sjer í skuldir. Því hann sjer, sem er, að skulda- klafinn dregur jafnan iir framför- um og athafnamöguleikum, ,svo að jafnvel áhugamenn, sem miklu vilja til leiðar koma, ,standa með „viljann vopnlausan“ ef fjárhags- undirstaðan hrynur. Jóni er það mikil ánægja, hve miklum stakkaskiftum Vatnsdal- urinn hefir tekið á ævi hans. Hafa bæjarhús verið bygð upp á öllum jörðum nema tveim, og eru þar nú öll önnur húsakynni en áður voru, mörg tún stækkuð uni helm- inð, og mikið af þeim vjeltæk, en vega- og símasamhand komið um dalinn. Þetta er í hans augnm gott og hlessað. En nokkurn ugg hefir hann af þvj, hve mikið los er á mörgu ungu fólki sveitanna, pkki síst því sem sækir mentim sína í lýðskólana ,og fær þar önn- ur áhugamál en þau, að skapa sjer framtíð í sveitum landsins. Vill Jón að meiri áhersla verði lögS á að auka og bæta bænda- og hns- mæðraskóla í landinu. Eins og áður hefir verið vikiS að í grein þessari, er Jón bóndí á Hofi einn af styrkustu fylgis- inönnum Sjálfstæðisflokksins í Ilúnaþingi. Með elju og áhnga slíkra manna sem hans þjappas*. menn saman í öruggar fylkingar. En Jón er ekki sá maður, að hann láti mikið yfir starfi sínu á því sviði, eða vænti annars endnr- gjalds en ánægjunnar af því a?J fylgja fram rjettum málstað. Á hinu foma höfuðbóli haf» þeir feðgar Ágúst bóndi og J6» í yfir 20 ár átt sjer fagran trjá- lund. Umönnun þeirra við þann blett er fagur vottur um rækt- arsemi þeirra við staðinn. Þar vaxa aspir háar,. af íslenskum rót- um runnar, fegurri en þær hafat annarsstaðar sjest hjerlenskar. Þessi kjörgróður Jóns á Hofi er með þeirri náttúru, sem kunnugt er, að trjáplönturnar skjóta græðirótum út í jarðveginn, svo upp vex með tímanum hvirfing ungtrjáa utan um móðurstofninn. Heimilislíf Jóns á Hofi og Ingfc- íbjargar Einarsdóttur hefir mátt líkja við þann frjóa hlýlega asp- arlund. Heimili þeirra hefir veriS með sama svip. Þan hafa alið npp mörg fósturhörn og komið þeim til manns. Og þau hafa öllum vilj- að gott gera. í sumar misti Jón sinn trygga lífsförunaut, er hns- móðirin á Hofi andaðist. Síðan er hann, eins og í fornkvæðimi- stendur, að vissu leyti einstæður ,,sem ösp í holti“. Bót er í máli að hann hefir son sinn Ágúst sjer við lilið og umhyggjusama tengda dóttur. Vinir hans og samverka- menn munu á þessum merk- isdegi hans minnast hans og þakka honum fyrir góða forystu í sveitarmálum og ötula forgöngu í því, er lýtur að velferð og frama Sjálfstæðisflokksins. Flokksmenn Jóns hjer í Reykjavík og um alt land senda honum í dag hlýjar kveðjur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.