Morgunblaðið - 11.05.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1941, Blaðsíða 3
Sunnudagur 11. maí 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 Er hlaup að koma í SkeiOará? Feikna vöxtur í ánni 2—3 ssðustu daga Síðustu 2—3 daga hefir orðið mikill vöxtur í Skeið- ará og samkvæmt upplýsingum sem blaðið fekk hjá Hannesi Jónssyni bónda á Núpstað í Fljótshverfi, eru ýms einkenni þess, að hlaup í ánni kunni að vera í aðsigi. Fyrir nál. hálfum mánuði varð nokkur vöxtur í Skeiðará og- kom Öræfingum þá til hug- ar, að þetta kynna að vera und- anfari hlaups. En svo sjatnaði aftur í ánni. En síðustu 2—3 dagana hefir Skeiðará hríðvax- ið og virðist enn vera í örum vexti. Ekki hefir áin þó valdið neinum spjöllum ennþá, hvorki á síma nje öðru og ekki brotist fram vestur á sandi, sem hún gerir jafnan í hlaupum. Enginn óeðlilegur vöxtur er enn í Núps- vötnum. Hannes á Núpstað fór vestur yfir Skeiða<rársand á föstudag; hann var í póstferð. Var skeið- ará þá orðin alófær og fór Hannes á jökli yfir ána. Heyrst hafði, að vart hefði öskufalls eystra en ekki vildi Hannes meina, að svo væri. Að vísu hefði sjest kolóttar kindur í haga, en þetta gæti stafað frá mistri. Hannes sá ekki nein merki öskufalls á jöklinum. En Hannes taldi útlit Skeiðar á þannig nú, að hlaup gæti komið á hvaða augnabliki sem væri. Innifrosnu pundin mð nota til að kaupa skip Viðskiftamálaráðherra lýsti yf- ir því í Ed. í gær, að svo hefði um samist, að eigendur inni- frosinna sterlingspunda í Englandi mættu nota pundin til kaupa á skipum og vjelum í skip handa sjáifum sjer. Höfðu þeir Jóh. Jósefsson og Sigurjón Ólafsson rætt þetta mál við fjárhagsnefnd Ed. og við- skiftamálaráðherra. I>eir höfðu þar farið fram á,; að þessi tilslök- un vrði gerð. Jóhann þakkaði við 2. umr. málsins í Ed. í gær fyrir þessar undirtektir ráðherra, og kvaðst vona að ríkisstjórn og gjaldeyr- iskaupanefnd reyndi að greiða fyrir því, að landsmenn gætu hagnýtt sjer sem best hin inni- frosnu pund, nær sem tækifæri gæfist, að kaupa fyrir þau nauð- synlega hluti til framleiðslunnar. Ríkisstjórn og þingflokkar ræða frestun kosninganna Meginhluti þingmanna fylgjandi frestun Veitingaskatt- urinn afnurainn Akvörðun verður tekin í bvrjun þessarar viku Pað er opinbert leyndarmál, að undanfarið hafa farið fram viðræður, bæði innan ríkisstjórn- arinnar og þingflokkanna, um frestun þing- kosninganna, ekki aðeins til haustsins, heldur um lengri tíma, þó ekki lengur en 4 ár. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fjekk um þetta mál í gærkvöldi frá mjög áreiðanlegum heimildum, mun ríkisstjórnin öll og meginhluti þingmanna vera því fylgjandi, að kosningum verði frestað. Þetta mál, frestun kosninganna var til umræðu á lokuðum fundi þingmanna á föstudagskvöld. Ekkert hefir verið látið xippi op- inberlega um það, hvað þar fór fram, en blaðið veit, að endanleg ákvörðun var ekki tekin á fund- inuin. Hinsvegar er gert ráð fyrir, að fullnaðarákvörðun verði tekin fyrri hluta þessarar viku. Verði það ofaná, að kosning- um verði frestað, mun Alþingi framlengja umboð núverandi þing manna, þar til kosningar fara fram. Frestun kosninganná verð- ur miðuð við ástandið, sem riú ríkir og umboð þingmanna fram- lengt þar til sú breyting verður, að fært þyki að láta kosningar fara fram. Þó munu þær skorður verða settar, að kosningum verði ekki frestað lengur en 4 ár. ★ En hvað segir stjörnarskráin við þessu ?, spyrja vafalaust ýmsir. Því er til að svara,; að stjórnar- sltráin bindur kjörtímabil þing- manna við 4 ár. Með frestun kosn- jnganna er því gengið á snið við bein ákvæði stjórnarskrárinnar. Á þessu er ekki vafi. En hitt er líka tvímælalaust, að stjórnar- skrárgjafinn gerði á sínum tíma ekki ráð fyrir slíku ástandi, sem nú ríkir í landinu. Það er og jafnvíst, að ef gert hefði Verið ráð fyrir því ástandi, sem hjer ríkir nú, myndi varnagli hafa ver ið sleginn í stjórnarskránni, þann- ig að AÍþingi hefði verið heimil- að að fresta kosningum. Um þetta eru aliir sammála. Fari menn í alvöru að ræða stjórnarskrána, mætti' spyrja-. Hvað er eiginlega eftir af henni, eins og nú er komið? Eru ekki mörg dýrmætustu rjettindin, sem stjórnarskráin veitir þegnum landsins, horfin út í veður og vind? Hvað um persónufrelsið ? Eru landsins þegnar ekki hand- teknir án dóms og laga og fluttir af landi brott og liafðir þar í haldi? Hv’að um eignarrjettinn? Yerða menn ekki að horfa upp á það næstum daglega, að þeir eru sviftir umráðum eigna sinna og eignarrjettinum, án þess að fylgt sje - ákvæðum stjórnarskrár- innar þar að lútandi? Og hvað um þinghelgina, sjálfan grund- völlinn, sem þingræðið og lýð- ræðið byggist á? Við vitum, hvern ig þar er ástatt. Nei; við búum nú í hernumdu landi. Og því þýðir ekki að leyna að ástandið er þannig, að á hvaða augnabliki sem er geta gerst hjer þeir atburðir, að það væri fá- vitaháttur að láta sjer detta kosn ingar í hug. Bœr brennur Akureyri í gær. gær brann íbúðarhúsiS á *• Mýrarlóni í Glæsibæjar- hreppi. Húsið var steinsteypu- hús, en er sagt að mestu ónýtt. Húsið var einlyft á háum kjallara. Ein stúlka var heima í húsinu, er brunann bar að höndum, en með aðstoð nokk- urra manna er komu á vettvang tókst henni að bjarga nokkru af innanstokksmunum. Einnig brann þak af fjósi er tilheyrir jörðinni. Ibúðarhúsið var vátrygt fyrir 21,000 krónur, en húsmunir sagðir lágt vátrygðir. Eigandi jarðarinnar Mýrar- lóns er Akureyrarkaupstaður, en ábúandinn heitir Guðmund- ur Jónsson. Um upptök eldsins er sagt ó- kunnugt ennþá. 50 ára er í dag frú Majendína Kristjánsdóttir, Laugaveg 42. Fjörugar skemtimyndir eru sýndar í báðum bíóunum um helgina. — Amerísk skopmynd, „Marx Brothers í Cirkus“ í Gamla Bíó, og í Nýja Bíó: „Hægan nú, dóttir góð“, gaman- mynd, með Priscillu Lane og fleiri góðum léikurum í aðalhlut- verkunum. Ikvelkju sprengjusýning- in tökst vel Izveikjusprengjusýningin við Austurbæjarskólann í gær tókst vel og skiftu áhorfendur þúsundum. Sýningin fór að öllu leyti fram eins og æfingin, sem lýst hefir verið hjer í blaðinu. Væri vel, ef breska setuliðs- stjórnin gæti haft fleiri slíkar sýningar. Stimpilgjald ávísana og kvittana afnumið f Lögbirtingablaðinu, sem út *• kom 9. þ. m., er tilkynt, að 5 þ. m. hafi ríkisstjórnin stað- fest ný lög, sem Alþingi hafði samþykt, um afnám stimpil- gjalds af ávísunum og kvittun- um. — Þurfa menn því hjer eftir ekki að setja stimpilmerki á ávísanir og kvittanir. 30áraafmæli Vals rjátíu ára afmæli Vals var haldið hátíðlegt í Oddfellow í gærkvöldi. Sátu hófið hátt á annað hundrað manns. Margar ræður voru fluttar og bárust fjelaginu fjöldi góðra gjafa. Fór hófið vel fram í alla staði. Valsmenn halda á ýmsan annan hátt upp á afmæli sitt. í kvöld er þeim helgaður nokkur tími í útvarpinu. Annað kvöld kl. 7% keppa II. fl. Vals og K. R. A miðvikudagskvöld verður skemtifundur í húsi K. F. U. M. fyrir yngstu flokkang. Fimtudaginn n.k. keppa meist- araflokkar Vals og K. R. á íþróttavellinum kl. 8.30, en hálf- tíma fyr leikur lúðrasveit við Lækjargötu. Næstkomandi sunnudag verður svo skíðaskáli fjelagsins vígður. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir „Á vitleið" í kvöld í síðasta sinn, og hefst sala aðgöngumiða kl. 1 í dag. fT' jármálaráðberra hefir lagt fyrir Alþingi frumvarp um afnám veitingaskattsins, en í þess stað verði tollur af gosdrykkjum og öli hækkaður um 5 aura á líter. í greinargerðinni segir svo: Tekjur af veitingaskatti hafa, verið litlar undanfarin ár: árið 1939 .... kr. 102610.91 árið 1938 .... — 95905.01 árið 1937 .... — 82572.79, en fyrirhöfn gjaldenda hans vegna og fyrirhöfn og kostnaður við inn- heimtu hans tiltölulega mikil. Vit- anlegt er, að nokkuð er ábótavant innheimtu skattsins og verður þar varla innheimtumönnum ríkissjóðs um kent, með því að nægilegt eft- -irlit með því, að rjett s;je fram talið til skattsins mun kosta meiri vinnu og meira fje, en krafist verður af þeim. Vegna hækkunar verðíags frá því er styrjöldin hóís’t hafa ýmis ákvæði veitingaskattslaganna geng ið úr skorðum t. d. ákvæði 2. gr. og 3. gr. Fjármálaráðherra telur því rjett að hætt sje að innheimta veitinga- skatt, en í þess stað sje innheimt tollvörugjald á líter af gosdrykkj- um og öli. Sú hækkun mundi ekki hafa í för með sjer neina hækkun á kostnaði við innheimtu tollvöru- gjaldsins, en tekjur af henni mundu nema alt að þeirri fjár- hæð, sem ríkissjóður misti vegna afnáms veitingaskattsins. Loks er þess að getá, að það munu að mestu vera sömu gjald- endurnir, sem verða fyrir því að greiða hækkunina á innlenda toll- vörugjaldinu sem< þeir, sem njóta hagsmuna af því, að veitinga- skatturinn er feldur niður. Róstusamt á götunum i gærkveldi Ovenju róstusamt var á göt- um borgarinnar í gær- kvöldi og meira af ölvuðum mönn um en undanfarið um helgar. Var lögreglan í vandræðum með að koma fyrir ölvuðum mönnnm, sem hún „tók úr amferð“, því alt var fult hjá henni. Tók hún það ráð, er leið á kvöldið, að sleppa mönnum út, sem höfðu sofið eitthvað úr sjer rúsinn. En það dugði ekki til. ★ Breska lögreglan var mjög fjöl- menn á götunum og dreifði fólki, er safnast hafði í hópa. Breska lögreglan tók nokkra íslendinga fasta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.